Morgunblaðið - 12.09.2016, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016
✝ Guðlaug, eðaLilla Fúsa,
fæddist á Brekku,
á Eyrum við Seyð-
isfjörð 9. apríl
1940. Hún lést á
Sjúkrahúsi Seyð-
isfjarðar 4. sept-
ember 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Vigfús Ei-
ríksson Jónsson
mótoristi, f. 1. des-
ember 1903, d. 2. ágúst 1980,
og Sigríður Jónsdóttir verka-
kona, f. 15. mars 1917, d. 24.
febrúar 2008. Lilla var elst
fimm systkina. Á eftir henni
komu Jón Grétar, Borghildur,
Ólafur og Gunnar Árni.
Hún hóf sambúð árið 1959
með Gunnari N. Ragnarssyni
húsasmíðameistara, f. 18. jan-
úar 1940. Börn þeirra eru 1.
Ragnheiður Gunnarsdóttir, f.
14. janúar 1959. 2. Hjördís
Gunnarsdóttir, f. 14. desember
1962, eiginmaður hennar
Mikkel Christensen, börn,
Nina og Anna. 3) Sigfús Gunn-
arsson, f. 20. maí 1965, eig-
inkona hans Lilja Björk Ívars-
dóttir, börn, Guðlaug, Sindri,
Daði og Dóra. 4. Rúnar Gunn-
arsson, f. 8. september 1971,
eiginkona hans Rikki Lee
Gunnarsson, börn, Nikulás
Stefán og Eloise Rakel. 5)
Gunnar Gunn-
arsson, f. 2. októ-
ber 1973. 6) Gyða
Gunnarsdóttir, f.
6. júní, 1978, unn-
usti hennar Mark
Newbold, barn
Kolfreyja Rose.
Lilla var lengi
starfsmaður í
þvottahúsi Sjúkra-
húss Seyð-
isfjarðar, fyrstu
árin sem vinnufélagi móður
sinnar.
Hún söng í Kirkjukór Seyð-
isfjarðar og söngkórnum
Bjarma. Hún var með í Kven-
félagi Seyðisfjarðar, í stjórn
Tónlistarfélags Seyðisfjarðar
og hjálpaði mikið til við bún-
ingagerð hjá Leikfélaginu.
Lilla var einnig með í Skóg-
ræktarfélaginu og Félagi eldri
borgara, þar sem hún var for-
maður síðustu árin.
Lilla var ötul við að aðstoða
í Viljanum, Íþróttafélagi fatl-
aðra, á Seyðisfirði og í fjölda-
mörg ár studdi hún SOS
Barnaþorp. Hugur hennar var
hjá þeim, sem minnst máttu
sín. Lilla elskaði söng, tónlist,
ferðalög, gleði og gaman með
fjölskyldu jafnt sem vinum.
Útför hennar fór fram frá
Seyðisfjarðarkirkju 11. sept-
ember 2016.
„Mamma mín er besta
mamma í heimi,“ segja börnin
oft. En málið er að mamma mín
var besta mamma í heimi.
Við vorum nú kannski ekki
alltaf sammála um allt, henni
fannst ég stundum ógurleg fýlu-
brók sem unglingur og mér
fannst voða leiðinlegt að búa úti á
landi og eiga svona „gamla“
mömmu. Það rann hins vegar
upp fyrir mér þegar árin liðu að
ég væri ekki sú sem ég er í dag ef
ekki hefði verið fyrir að hafa búið
í litla fallega Seyðisfirði og hafa
átt þessa „háöldruðu“ foreldra.
Mamma prentaði ómeðvituð
þau góðu gildi í mann sem hún
fór eftir alla tíð. Fara vel með
náttúruna, vera góður við þá sem
minna mega sín, ávallt vera kurt-
eis við eldra fólk og þar fram eft-
ir götunum.
Minningarnar veltast um í
höfðinu og maður veit ekki hverj-
ar maður á að velja.
Oftar en ekki, ef ég var að vit-
leysast eitthvað, átti mamma til
að horfa á mig og segja „hvaðan
kemur þú eiginlega, stundum
efast ég um að þú komir frá
mér?“ Eins og hún gæti eitthvað
neitað því að eiga mig, því ekki
nóg með að hafa erft hennar go-
od looks (heyrt óendanlega oft að
ég liti út, alveg eins og mamma
mín) heldur var hún barasta
stundum svolítið skemmtilega
skrítin líka. Ekki man ég t.d. til
þess að aðrar mömmur drifu
krakkana sína í smá Óla Skans
dans inni á miðju eldhúsgólfi.
Svo ekki á maður langt að sækja
það.
Mér þykir einna vænst um að
hugsa til þess þegar verið var að
horfa á sjónvarpið og ég sat á
sófabakinu fyrir aftan mömmu,
ég þurfti endalaust að vera í hár-
greiðsluleik og ekki greiddi mað-
ur pabba sínum! Mamma fékk
því nýja hárgreiðslu á hverju
kvöldi og hvert skipti sagði hún
„æ, ekki greiða of fast … þú mátt
ekki slíta þessi fáu hárstrý af
mér“. En alltaf fékk ég samt að
greiða henni. Slaufur, spennur
og tilheyrandi … hún var voða
fín.
Einnig það að skríða upp í
mömmu og pabba ból (jafnvel
langt fram eftir aldri). Hlýjan og
öryggið sem fylgdi því að kúra
hjá mömmu sinni var ómetanlegt
og óbætanlegt.
Að geta gert hana stolta með
því að verða stúdent, útskrifast
úr háskólanum og nú síðast að
gera hana að ömmu í síðasta
skiptið yljar mér um hjartaræt-
urnar.
Hún Lilla Fúsa var stolt kona
og ekki mikið fyrir að biðja um
hjálp og á því örlaði allt þar til
undir lokin. Ekki mátti ónáða
blessað starfsfólkið á spítalanum
of mikið. En því ber þakklæti og
afskaplega fallegar kveðjur fyrir
að passa svona vel upp á hana.
En nú er mamma farin og hef-
ur fengið frið. Minningarnar
verða ekki fleiri. Þetta var
snöggur og erfiður endir á langri
og viðburðaríkri ævi.
Nú getur elsku mamma mín
gert allt sem hana langaði til að
geta gert, hoppað, hlaupið og
skellt sér í kollhnís án þess að
hugsa sig tvisvar um. Kannski
skellir hún sér loksins í garð-
yrkjuskóla hvar sem hún er, eða
kannski situr hún barasta með
góðu fólki, sem nú þegar hefur
kvatt okkur og syngur, talar og
hlær hátt og dátt.
Elsku mamma, sofðu vel.
Litlan þín,
Gyða, Mark og
Kolfreyja Rose.
Elsku mamma er ekki hjá
okkur lengur. Hún hefur fengið
frið og er farin að hitta ömmu
Siggu og afa Fúsa.
Í gegnum tíðina hefur mamma
upplifað margt skemmtilegt, en
yfir henni sveif alltaf lítið dökkt
ský.
Hún fæddist með beinbrota-
sjúkdóm og hún brotnaði af
minnsta tilefni. Öll hennar brot
leyfðu henni ekki að njóta sín,
eins og hún allra helst vildi.
Mamma hafði líka miklar
áhyggjur af okkur hinum, sem
fengum sama sjúkdóm með okk-
ur. En henni tókst kannski að að-
vara okkur nóg, svo við höfum
passað betur upp á okkur.
Fyrir rúmu ári brotnaði
mamma í ferð sinni til Noregs.
Það var mikið áfall fyrir hana,
hún varð aldrei sú sama eftir það.
Ég minnist mömmu með gleði
og ást. Minnist þess þegar hún
kom inn að vekja okkur, og ég
var fljótust á fætur, og fékk
þannig mömmu út af fyrir mig í
eldhúsinu yfir morgunmatnum.
Það voru góðar stundir og gott
spjall sem við fengum þar. Ég
minnist þegar farið var af stað
með nesti og nýja skó, í lengri og
styttri ferðir. Mömmunestið var
það besta í heimi. Ég minnist
allrar spilamennskunnar með
mömmu og pabba, bæði hérna
heima og heima í Danmörku, það
var mikið hlegið og spjallað. Ég
minnist þess hversu stolt
mamma var þegar ég fékk stúd-
entshúfuna mína. Ég minnist
hversu glöð mamma var þegar
ég varð kennari. Ég minnist þess
hversu leið hún var yfir að hafa
ekki öll börnin sín í næstu húsum
á Seyðisfirði. Ég minnist hversu
vel hún tók á móti Mikkel, og
hvað hún elskaði litlu kínversku
ömmustelpurnar sínar. Ég minn-
ist hversu ánægð hún var yfir að
brotasjúkdómurinn færi ekki
áfram frá mér.
Mamma, Lilla, amma Lilla, við
elskum þig og komum til að
sakna þín mikið.
Kær kveðja frá Mikkel, Nínu,
Önnu og Hjördísi þinni.
Hjördís Gunnarsdóttir.
Guðlaug Stefanía
Vigfúsdóttir
✝ Magnús Þor-mar Hilm-
arsson fæddist 17.
apríl 1951 á Siglu-
firði og ólst þar
upp. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 4. sept-
ember 2016.
Foreldrar hans
voru Hilmar Jóns-
son, f. 8. október.
1914, d. 16. ágúst
1954, og Magnea Þorláksdóttir,
f. 12. apríl 1913, d. 14. maí 1975.
Alsystkini Magnúsar voru:
Guðný Ásdís Hilmarsdóttir. f.
1936. d. 28. október 2004. Jón-
mundur Hilmarsson, f. 17. jan-
úar 1942, d. 14. apríl 2016.
Hálfsystkini samfeðra eru:
Hilmar Hilmarsson. f. 20. maí
1949. og Sigurlína Hilm-
arsdóttir. f. 19. apríl 1954
Börn Magnúsar og Hafdísar
Helgadóttur eru: Hrönn Magn-
úsardóttir, f. 27. desember 1975,
og Magnea Magnúsardóttir, f.
26. mars 1982. Synir Hafdísar
Helgadóttur og fóstursynir
Magnúsar eru Helgi Örn
Bjarnason, f. 22.
júlí 1971, og Máni
Snær Hafdísarson,
f. 11. mars 1990.
Eftirlifandi eig-
inkona Magnúsar
er Hafdís Arn-
ardóttir, f. 21. mars
1961. Börn Hafdís-
ar og stjúpbörn
Magnúsar eru:
Hörður Valgarðs-
son, f. 1. nóvember
1980, og Sesselja Magnúsdóttir,
f. 14. desember 1981.
Afabörn Magnúsar eru; Veig-
ar Tjörvi, Kormákur Hrafn og
Birnir Fróði Magneu og Ósk-
arsbörn. Hafdís Njála Hrann-
ardóttir. Sara Sóley og Axel
Hrafn Sesselju og Ómarsbörn.
Magnús lærði offsetprentun á
Siglufirði en vann lengst af sem
fasteignasali og rak og átti
Skeifuna fasteignamiðlun frá
árinu 1985 ásamt Eysteini Sig-
urðssyni.
Útför Magnúsar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 12. sept-
ember 2016, og hefst athöfnin
kl. 13.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Alúðarþakkir fyrir allar góðu
samverustundirnar. Þín tengda-
dóttir,
Harpa Hrund.
Kæri vinur, þegar ég sit og er
að skrifa þér hrannast upp minn-
ingarnar um góðan vin. Á síðustu
rúmum 20 árum höfum við verið
duglegir að ferðast saman innan-
og utanlands. Það var gaman að
vera með þér þegar eitthvað stóð
til. Þú elskaðir að skemmta þér
með vinum, borða góðan mat og
lifa kvöldið í botn.
Við höfum nú brallað ýmislegt í
þessum ferðum okkar ásamt mök-
um okkar. Ferðin sem við fórum
með Martin til Montreux, þrír
saman, haustið 2010 á Freddie
Mercury-helgi, gleymist seint
enda höfum við talað um þessa
daga sem heilaga í lífi okkar. Ótrú-
leg ferð sem aðeins vinir gátu farið
saman í og upplifað svo sterkt.
Það gerðist eitthvað þarna, þetta
var eins og leiksvið sérhannað fyr-
ir okkur. Við vorum alls staðar þar
sem hlutirnir voru að gerast, hitt-
um fólk, hlustuðum á tónlist, mat-
ur og drykkir. Lífið var yndislegt!
Þú varst frábær kokkur og
gaman að sjá áhuga þinn á að gera
góðan mat. Þú vildir búa til góða
kvöldstund með fólki og gera allt
með glans, vera góður gestgjafi.
Það var gott að vera boðinn heim
til ykkar. Alltaf hlýjar og góðar
móttökur.
Eftir að þú veiktist, Maggi
minn, eyddum við ófáum stundum
saman heima hjá þér, fórum út að
borða eða töluðum saman í síma. Í
byrjun veikindanna var baráttu-
þrekið mikið, en það fór þverrandi
síðustu mánuðina. Við áttum
hreinskilnar og góðar samræður
síðustu mánuðina. Þú stóðst þig
eins og hetja í þínum veikindum. Á
svona stundum er maður hugsi yf-
ir hvernig lífið er, því stundum
fara hlutirnir ekki eins og maður
hefur skipulagt eða eins og okkar
maður, John Lennon, sagði: „Life
is what happens to you, while
you’re busy making other plans.“
Ég veit að ég á eftir að sakna
þín, en minningarnar eiga eftir að
ylja mér um ókomna framtíð. Það
var mikil reynsla fyrir mig að
ganga í gegnum þetta allt með
þér. Þú varst æðrulaus fram til
síðustu stundar, en hafðir áhyggj-
ur af því að fara frá fjölskyldunni
og Hafdísi þinni.
Þú varst stoltur af fjölskyldu
þinni, börnum og barnabörnum og
talaðir oft um þau með blik í auga.
Þú og Hafdís voruð samhent hjón
og var hún kletturinn þinn í þínum
veikindum.
Ég og Guðrún óskum þess að
góður Guð megi styrkja alla fjöl-
skylduna þína og vini á þessari
sorgarstundu.
Það var frábært að kynnast þér
og forréttindi að vera vinur þinn.
Sigurður Sigurgeirsson.
Kær vinur hefur kvatt eftir
harða baráttu við illvígan sjúk-
dóm. Undanfarnir mánuðir hafa
verið langir og strangir og má
segja að gengið hafi á með dimm-
um éljum í lífi Magnúsar þrátt fyr-
ir sólríkt sumar. Lífslöngun hans
var þó afar sterk og átti hann sér
þann draum að við færum saman í
utanlandsferð í lok september. Sú
samvera var tilhlökkunarefni en
því miður entist honum ekki þrek
til að af því yrði. Í stað þeirrar
ferðar yljum við okkur við minn-
ingar um samverustundir liðinna
ára sem kalla fram bros og ljúf-
sára tilfinningar.
Við minnumst sumarferða með
þeim hjónum, Hafdísi og honum,
um Dali og Hrútafjörð, jeppaferða
um hálendið, ferð til Tyrklands,
gönguferða og samverustunda í
sumarbústaðnum. Að ógleymdum
matarklúbbi þar sem skilaboðin
gengu á milli í bundnu máli og
einnig þorrahópnum „Sviðnum
vöngum“. Við undirbúning sam-
verustunda naut Magnús sín vel.
Hann átti létt með að setja saman
vísur og af tónlist hafði hann mikið
yndi, valdi af kostgæfni það sem
við átti hverju sinni. Ógleymanleg
var ferðin til London þar sem
hann dreif okkur á þrenna tón-
leika, hvern öðrum betri. Svo
gerðum við matarinnkaup í Har-
rods, slógum upp veislu og áttum
enn eitt dásamlegt kvöld saman.
Það átti við Magnús.
Fasteignasala var starf Magn-
úsar í áratugi og var hann alltaf
boðinn og búinn að gefa góð ráð og
hjálpa vinum sínum sem stóðu í
húsnæðiskaupum. Ekki gekk allt
upp í lífi hans frekar en hjá öðrum
og þá sagði hann gjarnan glott-
andi: „Maður hefur nú komið á
Hofsós fyrr.“
Æskustöðvarnar á Siglufirði
voru Magnúsi kærar og hafði
hann orð á því hve vænt honum
þótti um að geta heimsótt staðinn í
sumar.
Við kveðjum nú góðan vin með
sáran söknuð í hjarta. Hafdísi,
sem annaðist hann til hinstu
stundar, sendum við samúðar-
kveðjur sem og börnum þeirra og
fjölskyldu.
Finnur og Gunnhildur.
Okkar heittelskaði besti perlu-
vinur er farinn, örugglega að hitta
Freddie Mercury. Hann var ekki
bara besti vinur okkar, heldur
einnig besti ferðafélagi okkar
ásamt Hafdísi vinkonu. Taíland á
fílsbaki 50 ára, tónleikar með
Moody Blues í London, frumskóg-
arferð um Mexíkó, Krít og Santor-
ini, aftur til London og til Taílands
á milli flóðbylgna, Tyrklands, í
Miðjarðarhafssiglingu og til Spán-
ar 60 ára, og nú síðast í Vatnsholt,
65 ára ferð, sem við erum þakklát
að hafa verið með í.
Frábæru sumarbústaðaþorra-
ferðirnar okkar, bæði með Finni
og Gunnhildi og Einari og Ragn-
heiði. Fengum við nafnið Sviðnir
vangar eftir drengileg úrslit.
Þetta var flottur hópur og
hvernig sem það má nú vera þá
var alltaf hægt að toppa síðustu
ferð að skemmtilegheitum.
Elsku Magnús, takk fyrir
geggjaða, flotta geisladiskasafnið
sem þið Hafdís stóðuð fyrir, fyrir
hverja bústaðaferð. Þá var hlegið
dátt, sungið, dansað og Finnur
þandi nikkuna af sinni frábæru
snilld.
Magnús var mjög hagmæltur
og notaði hvert tækifæri til að
gera tugi vísna um viðkomandi
tækifæri til að gleðja okkur og
græta.
Það var ógleymanleg sigling
sem þið Maggarnir fóruð í, í seinni
Taílandsferðinni okkar. Þið leigð-
uð sportbát og áhöfn og fóruð á
túnfiskveiðar og fenguð rosaflott-
an afla og gáfuð skipsverjum
hann. Þeir æptu „túna, túna“, svo
ánægðir með hinn mikla afla sem
þeim var gefinn. Maggi minn kom
úr ferðinni eins og flottur karfi.
Jú, það borgar sig að hafa sólar-
vörnina bara í vasanum, þar
gagnast hún vel. Magnús minn, þú
varst alltaf svo fljótur að verða
brúnn en þarna varstu náfölur í
samanburði við vin þinn. Þá var
mikið hlegið.
Magnús og Hafdís höfðu yndi
af að bjóða í gourmet-matarboð
sem voru glæsileg. Hann hafði svo
gaman af að útbúa veislumat. Eitt
sinn er við komum í slíkt boð var
tekið á móti okkur með glæsileg-
um, flott fram bornum kokkteil.
Magnús var mjög montinn með
sig, Friðgeir kokkur á Hótel Holti
hafði verið að aðstoða hann í eld-
húsinu. Segir svo rígmontinn við
okkur, „þið getið ekki ímyndað
ykkur hvað þið fái í forrétt“. Svar-
aði ég að bragði, „það er bara
tvennt sem ég borða ekki og það
eru ostrur og heitar ansjósur“.
Forrétturinn reyndist vera
hvítvínslegnar ostrur sem ég átti
mjög erfitt með að kyngja. Þá
sagði vinkona mín, „fáðu þér endi-
lega meira hvítvín, þá verður
skárra að kyngja þeim“.
Magnús hafði jú farið í Kola-
portið og keypt mikið af ostrum og
var búinn að fylla frystinn af líka
þessum fína veislumat.
Við náðum að kveðja þig, elsku
vinur, stuttu áður en við fórum til
Spánar, sem er okkur ómetanlegt.
Elsku Hafdís vinkona og fjöl-
skylda, við erum hjá ykkur í
hjarta okkar.
Takk fyrir allt og allt, elsku vin-
ur.
Þínir vinir,
Maggi Arne og
Margrét Kolbeins.
Magnús Þormar
Hilmarsson
Fleiri minningargreinar
um Guðlaugu Stefaníu Vif-
gúsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Fleiri minningargreinar
um Magnús Þormar Hilm-
arsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Móðir okkar,
DÝRLEIF FINNSDÓTTIR
frá Skriðuseli í Aðaldal,
er látin. Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir
góða umönnun og hlýju.
.
Hallfríður Bjarnadóttir,
Finnur Valdimar Bjarnason,
Tryggvi Bjarnason
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
EIRÍKUR SMITH FINNBOGASON
listmálari,
Klukkubergi 9, Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu föstudaginn 9. september.
.
Bryndís Sigurðardóttir,
Smári Eiríksson,
Tinna Smáradóttir,
Brynja Jónsdóttir,
Kolfinna Ósk Andradóttir,
Jón Axel Björnsson,
Birna Lísa Jensdóttir.