Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.09.2016, Blaðsíða 27
Gaman Jóhanna Valdimarsdóttir, Margrét Valdimarsdóttir og Guðbjörg Helga Guðbrandsdóttir. Tónlist Pétur Eggertsson og Eggert Pétursson létu sig ekki vanta á tónleika Elektra Ensemble í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016 veikindum og kristilegur dauðdagi eru mjög oft áberandi í kvæðunum og ártöl koma fyrir í þeim sem og nafn hins látna. Þau eru þannig op- inber kveðskapur, kvæði ort til minningar um hina látnu, þeim og fjölskyldum þeirra til heiðurs og hin- um síðarnefndu einnig til huggunar. Kvæðin eru eins konar minnisvarðar um hina látnu og gera þá að verð- ugum fyrirmyndum öðrum til eft- irbreytni.“ Harmljóð eru svo annars konar ljóð sem einnig eru til skoðunar í bók Þórunnar en þau voru að hennar sögn eins konar sálarhjálp síns tíma, en í dag sækir fólk heldur í dýra tíma til sálfræðinga. „Harmljóð eru ávallt í fyrstu per- sónu, þar sem ljóðmælandi ræðir við almættið, sína eigin sál eða hinn látna um ásvinamissi sinn, sorg sína vegna hans og söknuð eftir hinum látna. Ljóðin eru hvort tveggja í senn leikræn og sjálfmiðuð, og þau tjá hugarástand og tilfinningar. Ég túlka harmljóð sem eins konar sál- fræðimeðferð vegna ástvinamissis. Þau hefjast oft á því að ljóðmælandi biður um að á sig sé hlustað og vinn- ur sig svo í gegnum sorgarferlið í kvæðinu, en harmljóðin enda jafnan í sátt. Hugmyndin um að ræða um sorgir sínar til að öðlast hugarró var ekki fundin upp í nútímanum, hún hefur verið til allt frá því á klass- ískum tímum. Eitt 17. aldar skáld orðar það svona: „Það er mín hollust harmabót / hugann og mál að hræra.““ Hvar eru konurnar? Bókmenntir 17. aldar sem hafa varðveist eru að mestu eftir skóla- gengna karla og segir Þórunn að bókmenntirnar hafi verið lærðar, þær krafist menntunar í latínu og mælskulist ættaðri úr ritum Forn- Grikkja og Rómverja. „Þó eru til bókmenntir eftir fólk úr öðrum samfélagshópum, t.d. rím- ur. Margt er þó höfundarlaust í handritum og gæti verið eftir al- þýðufólk. Þetta krefst handritarann- sókna og ítarlegrar skráningar á efni handritanna.“ Spurð hvort einhver verk séu til eftir konur frá þessum tíma segir Þórunn því miður ekki vitað um mörg slík. „Þau eru ekki mörg sem vitað er um en þeim á vafalaust eftir að fjölga eftir því sem handritarann- sóknum fleygir fram. Ég prenta í bókinni tvö harmljóð sem eignuð eru konum. Önnur orti um sonarmissi sinn en hin um sorg sína og söknuð eftir andlát eiginmannsins. Konur voru þó mikilvægir neytendur bók- menntanna og kvæði voru ort til þeirra og handa þeim. Úr slíkum kvæðum má lesa ýmislegt um stöðu kvenna, hugmyndir um hvernig kon- ur áttu að vera og hegða sér, svo nokkuð sé nefnt.“ Verðlaunabók Heiður og huggun. Erfiljóð, harm- ljóð og huggunarkvæði á 17. öld hef- ur fengið bæði Fjöruverðlaunin í flokki fræðirita og Menning- arverðlaun DV. Þá var bókin til- nefnd til verðlauna Hagþenkis og segir Þórunn að viðtökurnar hafi heldur betur verið góðar. „Ég átti ekki von á því fyrirfram að bók um 17. aldar kveðskap fengi viðlíka athygli og raun ber vitni. Fyrir það er ég afskaplega þakklát og vona að augu fræðimanna, stúd- enta og almennings beinist í auknum mæli að bókmenntum þessa tíma- bils.“ Hún segir að lokum mikilvægt að fræða alla um bókmenntir fyrri tíma, ekki bara fræðimenn og örfáa áhugasama. „Bókmenntir gefa okkur innsýn í hugarheim fólks á fyrri tíð og það er mikilvægt að þekkja fortíðina og læra af henni. – Eitt af kvæðunum sem ég gef út í bókinni hefur ratað í kennslubók handa framhalds- skólum, en ég lét höfunda hennar fá það fyrir nokkrum árum. Það er skref í áttina að því að koma slíkum kveðskap inn í bókmenntasöguna.“ á fyrri tíð Morgunblaðið/Styrmir Kári » „Það kemur svomargt nýtt inn í ís- lenskar bókmenntir með siðaskiptunum og þeim menningarstraum- um sem bárust með þeim frá Evrópu“ Aldursfordómar leynast víða og eiga eldri leikarar oft erfitt uppdráttar. En til allrar hamingju eru enn til bitastæð hlutverk fyrir þá leikara sem komnir eru af léttasta skeiði. Á vefsíðunni tasteofcinema.com eru valdir fimmtán bestu leikarar yfir sextugt og er Sigurður Sigurjónsson þar í tólfta sæti. Hann er þar í góðum hópi virtra leikara eins og Jack Nicholson, Katherine Hepburn, Michael Caine og Tommy Lee Jones svo einhverjir séu nefndir. Sigurður fær lof fyrir hlutverk sitt í Hrútum, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, þar sem hann leikur Gumma, einmana bónda sem á í átökum við bróður sinn Kidda, sem Theodór Júlíusson leikur. „Sigurjónsson nær að fanga fagurfræði mynd- arinnar með því að miðla sannfæringu persónunnar með grófum hreyf- ingum og líflausum andlitssvip.“ Siggi Sigurjóns í hópi bestu eldri leikara Í góðum hópi leikara Sigurður Sigurjónsson lék aðalhlutverk í Hrútum. MAMMAMIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS –★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 16/9 kl. 20:00 86. sýn Sun 2/10 kl. 20:00 94. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 102. s. Lau 17/9 kl. 20:00 87. sýn Fim 6/10 kl. 20:00 95. sýn Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Sun 18/9 kl. 20:00 88. sýn Fös 7/10 kl. 20:00 96. sýn Fös 21/10 kl. 20:00 104. s. Fös 23/9 kl. 20:00 89. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 97. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 105. s Lau 24/9 kl. 20:00 90. sýn Sun 9/10 kl. 20:00 98. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 106. s. Sun 25/9 kl. 20:00 91. sýn Fim 13/10 kl. 20:00 99. sýn Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Fös 30/9 kl. 20:00 92. sýn Fös 14/10 kl. 20:00 100. s. Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Lau 1/10 kl. 20:00 93. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 101. s. Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 24/9 kl. 13:00 Frums. Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Sun 25/9 kl. 13:00 2. sýn Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn Sun 9/10 kl. 13:00 Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Fim 15/9 kl. 20:00 2. sýn Lau 17/9 kl. 20:00 4. sýn Lau 24/9 kl. 20:00 6. sýn Fös 16/9 kl. 20:00 3. sýn Mið 21/9 kl. 20:00 5. sýn Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Hannes og Smári (Litla sviðið) Fös 7/10 kl. 20:00 Frums. Fös 14/10 kl. 20:00 3. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 5. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 2. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 4. sýn Fim 3/11 kl. 20:00 aukas. Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.