Morgunblaðið - 12.09.2016, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 12.09.2016, Qupperneq 29
29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. SEPTEMBER 2016 RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK | 2016 Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Kafað er ofan í ýmis áhugaverð mál- efni í heimildarmyndunum fimmtán sem sýndar verða á RIFF (Reykjavík International Film Festival) sem stendur yfir dagana 29. september til 9. október. Myndirnar koma víða að úr heim- inum og eru oftar en ekki um skrítna afkima þjóðfélagsins. Tiny: Líf Erin Blackwell (Tiny: The Life of Erin Blackwell) er banda- rísk heimildarmynd Martins Bell, hins kunna leikstjóra og Íslands- vinar. Í myndinni er fylgst með lífs- hlaupi Erin „Tiny“ Blackwell í þrjátíu ár. Fyrri mynd hans um Tiny, Streetwise, var tilnefnd til Ósk- arsverðlauna. Bell var kvæntur Mary Ellen Mark, ljósmyndaranum heims- fræga sem einnig myndaði Tiny, en hún lést á síðasta ári. Bell hefur kvik- myndað hérlendis og gerði myndina Alexander um íslenskt barn. Bræður (Brothers) frá Noregi í leikstjórn Aslaugar Holm fjallar um syni leikstjórans. Þar kvikmyndar hún bræður á átta ára tímabili og er niðurstaðan óvenju ljóðræn mynd. Hún hræðist ekki að sýna hvernig nærvera myndavélarinnar flækir fjöl- skyldulífið. Myndin hefur hlotið verð- laun sem besta heimildarmyndin á Hot Dogs-heimildarmyndahátíðinni í Kanada og fyrir bestu leikstjórn á Amanda-verðlaununum í Noregi. Bobby Sands: 66 dagar (Bobby Sands: 66 days) er írsk-ensk heimild- armynd um hungurverkfall írska lýð- veldissinnans Bobby Sands árið 1981. Hann lést eftir 66 daga hungurverk- fall og olli straumhvörfum í sambandi Bretlands og Írlands. Leikstjóri myndarinnar, Brendan Byrne, hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir myndir sínar á tuttugu ára ferli. Pöddur (Bugs) eftir Andreas John- sen er dönsk heimildarmynd sem fjallar um skordýr sem fæðu. Sam- einuðu þjóðirnar telja að æt skordýr gætu verið lausn á hungursneyð en í dag eru tveir milljarðar manna sem neyta skordýra. Fylgst er með rækt- un, eldamennsku og smökkun á skor- dýrum víða um heim. Leikstjórinn er þekktur fyrir myndir eins og Kidd Life, A Kind of Paradise, og Murder, Ai Weiwei - The Fake Case. Uppklapp (Cheer Up) er finnsk- kanadísk heimildarmynd eftir Christy Garland. Þar er fylgst með lífi táningsstúlkna í klappstýruliði sem virðist alltaf lenda í neðsta sæti. Myndin sýnir innri átök í lífi þessara ungu kvenna. Myndin er þriðja mynd leikstjórans en hún fékk mikið lof gagnrýnenda fyrir mynd sína The Bastard Sings the Sweetest Song. Kafað í óvissuna (Diving into the Unknown) er finnsk-norsk heimild- armynd eftir Juan Reina. Segir þar af ótrúlegri og ólöglegri svaðilför að sækja lík finnskra kafara sem drukknuðu árið 2014. Myndin er saga um skilyrðislausan vinskap. Myndin er fyrsta heimildarmynd leikstjórans í fullri lengd. Búðu til þitt eigið land (DIY Co- untry) er frönsk-ensk heimildarmynd um átökin á Krímskaga. Í tvö ár fylgdist leikstjórinn Antony Butts með byltingu og segir frá einfeldn- ingslegri von uppreisnarmanna í upp- hafi, til haturs og innbyrðis deilna. Leikstjórinn er enskur heimild- armyndagerðarmaður og vídeó- fréttamaður. Hann var tökumaður myndarinnar Pussy Riot: A Punk Prayer sem tilnefnd var til Óskars- verðlauna og vann Amnesty Int- ernational-verðlaun. Einn, tveir, þrír (One, two, three) er heimildarmynd frá Armeníu eftir Arman Yeritsyan. Í myndinni er tek- in fyrir einangrun eldra fólks í höfuð- borginni Yerevan. Fylgst er með konu einni sem reynir að hjálpa ein- mana eldra fólki og er stofnaður danshópur sem samanstendur af eldri mönnum og konum frá súpueld- húsi í nágrenninu. Leikstjórinn, Yer- itsyan, hefur leikstýrt fjölda auglýs- inga og verðlauna-heimildarmynda, þar á meðal Under the Open Sky, The Last Tightrope Dancer in Ar- menia og Hello Felini. Lúxusbensín (Gasoline Deluxe) nefnist þýsk heimildarmynd eftir Je- remy JP Fekete, Marco Wilms og Tuan Lam. Fjallar myndin um skemmtikraftinn og tónlistarmann- inn Freidrich Liechtenstein sem leit- ar hamingjunnar á bensínstöðvum og keyrir hann þvert yfir Evrópu í leit að sérstökum og fallegum bens- ínstöðvum. Fólkið sem verður á vegi hans er einnig viðfangsefni mynd- arinnar. Herra Gaga (Mr. Gaga) er sam- starfsverkefni nokkurra landa en leikstjórinn, Tomer Heyman, er ísr- aelskur. Myndin fjallar um ísraelskan nútímadansara, danshöfund og list- rænan stjórnanda danshóps, Ohad Naharin. Hann er upphafsmaður hins framsækna hreyfingartungumáls Gaga sem er sívaxandi afl meðal dansara og annarra. Heyman er einn af þekktustu heimildarmyndaleik- stjórum heims og hafa myndir hans verið sýndar víða og unnið til fjölda verðlauna. Myndin mín um Vísindakirkjuna, (My Scientology Movie) er þýsk- bandarísk heimildarmynd eftir John Dower. Myndin er afhjúpandi, fyndin og fjarstæðukennd en svívirðilegir at- burðir eru skoðaðir. Þetta er sjöunda heimildarmynd Dower í fullri lengd. Hann hefur verið tilnefndur til BAFTA-verðlauna fyrir heimilda- myndina A Year in Yellow. Reif í Íran (Raving Iran) er sviss- nesk mynd leikstjórans Susanne Regina Meures. Teknóneðanjarð- arsenan í Tehran er umfjöllunarefni myndarinnar en þar er fylgst með þeim Anoosh og Arash sem skipu- leggja brjálað reif. Þeir enda í Sviss á stórri teknóhátíð og verða þar að gera upp við sig hvort sé mikilvæg- ara, fjölskylda og vinir heimafyrir eða tónlist, listræn tjáning og frelsi. Myndin er fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd. Kynlífshofið (Sextemplet) er finnsk-sænsk heimildarmynd sænska leikstjórans Johan Palmgren. Þar er í brennidepli kynlífsleikhús í Norrköp- ing sem íbúar bæjarins eru ekki sátt- ir við. Leikstjórinn hefur komið að gerð tuttugu heimildarmynda fyrir ýmsar norrænar sjónvarpsstöðvar. Loforðið (The Promise, Das Ve- sprechen) eftir Marcus Vetter. Þar er fjallað um múra heims, sem aðskilja manneskjur, og er fólk skoðað í nær- mynd báðum megin við múrana. Hatur (White Rage) er finnsk mynd eftir leikstjórann Arto Halo- nen. Þar er fjallað um fórnarlömb eineltis og áfallastreituröskunar. Myndir Halonen hafa hlotið fjölda al- þjóðlegra viðurkenninga. Pödduát, kynlífsleikhús og klappstýrur í Finnlandi  15 nýjar heimildarmyndir á RIFF  Umfjöllunarefnin fjölbreytt og áhugaverð Lífshlaup Bandaríski heimildarmyndagerðarmaðurinn Martin Bell fylgdist með lífshlaupi Tiny í þrjátíu ár. Myndin Tiny: Líf Erin Blackwell er önnur mynd Bell um hana en fyrri myndin, Streetwise, var tilnefnd til Óskarsverðlauna. Gríma The Sex Temple segir frá kynlífsleikhúsi í Norrköping. EIÐURINN 5:40, 8, 10:20 KUBO 2D ÍSL.TAL 6 WAR DOGS 8, 10:25 HELL OR HIGH WATER 8 LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ÍSL.TAL 5:50 JASON BOURNE 10:10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til kl. 16 mánudaginn 19. september SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur Heimili & hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 23. sept Húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru sem prýða má heimilin með. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og ámbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.