Morgunblaðið - 27.09.2016, Síða 1

Morgunblaðið - 27.09.2016, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 7. S E P T E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  226. tölublað  104. árgangur  ÓTRÚLEG LEIKNI Í LEIK, SÖNG OG DANSI FRUMKVÖÐLAR Í MH SÉRSTAKT ANDRÚMSLOFT Á TÓNLEIKUM BÚA TIL TÖSKUR ÚR BÍLBELTUM 12 HOLLYWOOD BOWL 30BLÁI HNÖTTURINN 33  Formanns- kjör í Fram- sóknar- flokknum fer fram á flokks- þingi í Há- skólabíói næsta sunnu- dag. Þótt meiri- hluti þingflokks Framsóknarflokksins sé sagður styðja Sigurð Inga Jóhannsson í formennsku eru viðmælendur úr röðum framsóknarmanna á því að mjótt geti orðið á munum í kjöri milli hans og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Um 900 framsóknarmenn eiga seturétt á þinginu en ekki liggur fyrir hversu margir þeirra munu mæta til þingsins, sem stendur á laugardag og sunnudag. Staða frambjóðendanna í mis- munandi kjördæmum er óljós en Sigmundur Davíð er sagður njóta yfirburðastuðnings í Norðaustur- kjördæmi og Sigurður Ingi sömu- leiðis í Suðurkjördæmi. Staða Gunnars Braga í Norðvesturkjör- dæmi er sögð hafa veikst. »4 Spenna í Framsókn- arflokknum vegna formannskjörs  Þrjú samverk- andi atriði urðu þess valdandi að sjór komst í sanddæluskipið Perlu í Reykja- víkurhöfn hinn 2. nóvember í fyrra, með þeim afleiðingum að skipið sökk á skömmum tíma. Blöndunarloki var opinn og sjór streymdi inn í lest skipsins. Þá var opið niður í botntank und- ir lest vegna viðgerða á tank- þilfari. Loks var mannop í rými í framskipi niður í sama botntank opið. Við þessar aðstæður fylltist ekki einungis lestin heldur allt framskipið af sjó og það sökk eft- ir sjósetningu. » 6 Loki var opinn og sjór streymdi inn Perla sokkin Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Áætla má að nokkur þúsund er- lendir ferðamenn fari í skipulagðar norðurljósaferðir hér á landi á degi hverjum, en fjöldi ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda býður upp á slíkar ferðir. Úrval ferðanna er býsna fjölbreytt, t.d. er hægt að skoða norðurljósin í jeppaferð, frá hafi, af hálendinu, úr heitri laug eða sameina norðurljósaskoðun og heimsókn á veitingastað. Talsmenn tveggja ferðaskrif- stofa sem rætt er við í Morgun- blaðinu í dag segja að talsvert sé um að erlendir ferðamenn komi hingað í þeim tilgangi einum að sjá norðurljósin. Norðurljósaferðir eru helst skipulagðar á tímabilinu októ- ber til mars vegna birtuskilyrð- anna, en undanfarið hefur norður- ljósasýn verið með eindæmum góð og farið hefur verið í þessar ferðir síðan í ágúst. Veðurstofa Íslands spáir fyrir um virkni norðurljósa á grundvelli veð- urs, skýjafars og styrks truflana á segulsviði jarðar, en í kvöld og ann- að kvöld er spáð talsverðri virkni ljósanna. »10 Þúsundir á dag í norðurljósaskoðun Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Ljósin heilla marga Norðurljósaferðir eru afar vinsælar hjá erlendum ferðamönnum og þær eru helst skipulagðar á tímabilinu október til mars.  Ljósadýrð er spáð næstu daga  Norðurljósin eru oft ástæða Íslandsferðar  Í aðgerðaáætlun fyrir Vestfirði er m.a. lagt til að miðstöð fisk- eldis verði staðsett á Vestfjörðum. „Sú þekking sem verður til í kringum nýja atvinnugrein eins og fiskeldið á að vera þar sem þungamiðjan er,“ segir Pétur G. Markan, sveitarstjóri í Súðavík og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, um þessa tillögu. Hann kveðst telja auðveldara og raunhæfara til að styrkja byggðirnar að staðsetja nýjar stofnanir úti á landi í stað þess að flytja þangað rótgrónar ríkis- stofnanir. Pétur segir samgöngur vera afar mikilvægar, ekki síst fyrir þá uppbyggingu sem sé fyrir dyrum. » 18 Nýjar frekar en rót- grónar ríkisstofnanir Sjávarútvegssýning verður opnuð í Laugardals- höll á morgun. Stórir og smáir sýningargripir streymdu inn í Höllina í gær, en um helgina voru þyngstu hlutirnir fluttir inn í sýningarhallirnar tvær. Uppsetning var í fullum gangi í gær og veltu starfsmenn Curio í Hafnarfirði vöngum yfir því hvernig best væri að standa að málum. Um 25 manns starfa hjá fyrirtækinu og fram- leiðir það vinnslutæki fyrir sjávarútveginn. Morgunblaðið/Eggert Undirbúa sjávarútvegssýningu í Laugardalshöll Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Gera má ráð fyrir að Íslendingar eyði um hálfum milljarði í miðakaup á jóla- tónleika í ár. Um 25 jólatónleikar hafa þegar verið auglýstir fyrir komandi aðventu. Stærstir þeirra eru Jólatón- leikar Baggalúts, Jólagestir Björg- vins og Jól með Sissel. Um 28.000 manns munu sækja þá þrenna og má áætla að miðasala af þeim nemi um 250 milljónum króna. Jólatónleikahaldið hefur undið upp á sig undanfarin ár að sögn Ísleifs Þórhallssonar hjá Senu. Hann er samt ekki á því að sprengja sé í tón- leikahaldi í ár; magnið sé svipað og í fyrra. Tilkoma tónleikhússins Hörpu hef- ur líklega þó nokkuð mikið að segja um fjölda jólatónleika að sögn Ísleifs. „Bara að Harpa sé til staðar ýtir und- ir framboðið, þessi fína aðstaða og flottu salir ýta listamönnum út í að halda tónleika.“ Ísleifur segir að hann sjái ekki fyrir sér að jólatónleika- markaðurinn breytist mikið úr þessu. „Ég held að markaðurinn eins og hann er núna sé sterkur. Það eru fleiri og fleiri að taka þátt í þessu og flest er að ganga ágætlega. Það verður aldrei uppselt á allt en það þarf ekki að vera uppselt til að hlutirnir gangi og endar nái saman. Fólk er líka hrifið af því að hafa þetta úrval.“ Viðmælendur Morgunblaðsins voru sammála um að góð aðsókn á jólatónleika tengdist sterkum hefðum Íslendinga á aðventunni. 500 milljónir í jólatónleika  Mikið framboð af jólatónleikum á aðventunni  Hátt í þrjátíu þúsund manns sækja þrenna stærstu tónleikana  Fólk hrifið af úrvalinu  Sterkur markaður Jólatónleikar » Harpa er vinsælust, haldnir tólf jólatónleikar í desember. » Stærstu tónleikarnir í ár eru Baggalútur, Sissel Kyrkjebø og Jólagestir Björgvins Halldórs- sonar. » Baggalútur heldur sautján tónleika í stóra sal Háskólabíós. MTónlist kemur okkur í jóla... »14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.