Fréttablaðið - 10.11.2016, Side 2

Fréttablaðið - 10.11.2016, Side 2
Veður Hæg sunnanátt og úrkomulítið í dag, en hvessir og fer að rigna vestan til seinni partinn. Hiti 1 til 6 stig. sjá síðu 46 Með barnavagninn í þingsal SKÍÐI 22. des. í 7 nætur Netverð á mann frá kr.129.295 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í herbergi. Netverð á mann frá kr.149.395 m.v. 2 fullorðna í herbergi. Skihotel Speiereck Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Frá kr. 129.295 m/hálfu fæði Jólaferð Allt að 20.000 kr. afsláttur á mann „Mér finnst að í þessari viku þá þurfi annaðhvort að setja af stað einhverjar viðræður eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman,“ sagði Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins. Hann fundaði með þing- flokki Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær um framgang viðræðna. Átta dagar eru nú liðnir frá því að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum. Frá þeim tíma hefur hann rætt við forystumenn annarra stjórnmála- flokka á Alþingi, án þess að til eigin- legra viðræðna hafi komið. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn ann- arra flokka þá hafa línurnar verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að það er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir hann. Hann segist aldrei hafa útilokað þann möguleika að hann næði ekki að mynda stjórn. „Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi. Ég hef bundið vonir við þann tón sem hefur verið sleginn af mörgum að menn vilji vinna með þá niðurstöðu sem við fengum í kosningunum, að það sé ákall um það að menn sýni samstarfsvilja. En mér finnst menn hafa gert fullmikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti. Og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir Bjarni. Enn er möguleiki á meirihluta- samstarfi milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, með eins manns meirihluta. „Það er auðvitað ekki bara það að sú ríkis- stjórn væri með tæpan meirihluta en menn verða líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað eru vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálf- gefið að menn nái saman um megin- áherslur.“ Hvorki Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, né Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sögðu að fyrirhugaðir væru fundir um stjórnarmyndunarviðræður með þeim þegar Fréttablaðið náði tali af þeim eftir hádegi í gær. Engin takmörk eru fyrir því hversu langan tíma stjórnarmynd- unarviðræður mega taka og hefur tímalengd þeirra verið mjög mis- munandi. Allt frá árinu 1991 hefur gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig að mynda ríkisstjórn. Allar stjórnir frá þeim tíma hafa verið myndaðar af tveimur stjórnmálaflokkum. Sá möguleiki er ekki fyrir hendi núna. jonhakon@frettabladid.is Viðræður þurfa að hefjast fyrir vikulok Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mögulegt að hann nái ekki að mynda stjórn. Stjórnarmyndunarviðræður þurfi að hefjast fyrir vikulok. Formenn flokka geri of mikið af því að útiloka valkosti í stjórnarmyndunarviðræðum. Á þessari stundu er ekkert víst að Bjarni Benediktsson muni hefja stjórnarmyndunar- viðræður. Hann segir snúið að mynda stjórn eftir kosningarnar. FréttaBlaðið/VilHelm Mér finnst menn hafa gert fullmikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti. Og það þrengir stöðuna mjög mikið. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins samfélag 168 af þeim 201 sem sóttu um hæli á Íslandi í október voru frá Evrópu. Þar af var rúmur helmingur frá Makedóníu og að miklu leyti fjölskyldur. Næst- flestir voru frá Albaníu, fjörutíu talsins. Þá sóttu átján Georgíu- menn um hæli. Umdeilt er hvort Georgía tilheyri Evrópu en ef georgískir umsækjendur eru ekki taldir með eru evrópskir hælis- leitendur 150. 136 hælisleitendanna eru full- orðnir karlmenn. 23 konur sóttu um hæli og 42 börn, þar af þrjú sem eru fylgdarlaus. Ekkert lát virðist vera á fjölg- un umsækjenda. Tæplega sjö- tíu komu til landsins í fyrstu viku nóvembermánaðar. Fjöldi umsókna á árinu er því kominn yfir 800 en til samanburðar höfðu tæplega 300 umsóknir borist á sama tímabili á síðasta ári. Niðurstaða fékkst í samtals 107 umsóknum í október en Útlend- ingastofnun segist aldrei hafa afgreitt jafn margar umsóknir í einum mánuði. Þá voru 25 mál afgreidd með ákvörðun um endursendingu á grund- velli Dyflinnarreglugerðarinnar, fjórum umsækjendum var hafnað þar sem þeir höfðu þegar fengið vernd annars staðar og sextán drógu umsóknir sínar til baka. Fjórtán málum lauk með ákvörðun um veitingu verndar, viðbótarverndar eða dvalarleyfis af mannúðarástæðum. Þar af voru fjórir umsækjenda frá Íran og jafnmargir frá Marokkó og Níg- eríu. – þea Hælisleit- endur flestir frá Evrópu 201 sótti um hæli, þar af voru169 frá Evrópu. Í gær var haldið nýliðanámskeið á Alþingi fyrir nýja þingmenn. Þrjátíu og einn nýr þingmaður tekur sæti á Alþingi og aldrei hafa fleiri konur verið kjörnar á þing. Þingmenn voru meðal annars fræddir um kaup kjör og mannasiði í þingsal. Eva Pandora Baldursdóttir, þingmaður Pírata, er einn nýliðanna sem taka sæti á Alþingi. Með Evu í för á námskeiðinu í gær var tveggja mánaða gömul dóttir hennar. FréttaBlaðið/VilHelm sýrland Loftárás bandalags herja Kúrda og Araba í Sýrlandi, sem nýtur stuðnings Bandaríkjahers, felldi að minnsta kosti tuttugu almenna borgara í smábæ norðan við borgina Raqqa. Borgin hefur verið kölluð höfuðborg Daish, hryðjuverkasam- takanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Frá þessu greinir BBC og hefur eftir mannúðarsamtökum í landinu. Á meðal þeirra sem féllu voru sex konur og eitt barn. John Dorrian, einn talsmanna bandalagsins, staðfesti árásina. „Nán- ari upplýsinga er þörf til þess að skera úr um hvort almennir borgarar hafi fallið í árásinni,“ sagði hann við BBC. Annar talsmaður sagði allar fregnir af mannfalli almennra borgara áróð- ur runninn undan rifjum Daish. Stór- sókn hernaðarbandalagsins stendur nú yfir og er vonast til að ná borginni úr höndum Daish sem fyrst. – þea Tuttugu féllu í loftárás nærri Raqqa 1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 f I m m T u d a g u r2 f r é T T I r ∙ f r é T T a b l a ð I ð 1 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 D -A C 8 4 1 B 3 D -A B 4 8 1 B 3 D -A A 0 C 1 B 3 D -A 8 D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.