Fréttablaðið - 10.11.2016, Page 6

Fréttablaðið - 10.11.2016, Page 6
Hlíðasmári 14 | 201 Kópavogi | www.tannbjorg.is | Sími 564 2425 Brynja Björk Harðardóttir tannlæknir hefur hafið störf á ný á tannlæknastofunni Tannbjörgu eftir að hafa búið og starfað í Stokkhólmi í 11 ár. Allir nýir og gamlir kúnnar velkomnir, börn og fullorðnir. Viðskipti Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á þriðja ársfjórðungi nam 2,5 milljörðum króna og lækkaði úr tæpum sex milljörð- um króna fyrir sama fjórðung í fyrra. Arðsemi eigin fjár bankans af reglulegri starfsemi var 8,7% samanborið við 11,1% sama fjórðung í fyrra miðað við 15% eigið fé. Talsvert meira eigið fé er bund- ið í rekstri bankans, eða tæp 28%. Það liggur meðal annars í því að bankinn sótti sér 500 milljónir evra eða ríflega 60 milljarða í erlendu skuldabréfaútboði en þeir fjármunir voru meðal annars notaðir til að greiða víkjandi lán. Bankinn er því vel fjármagnaður. Það sem af er ári er hagnaður Íslandsbanka 15,6 milljarðar króna, en var 16,7 milljarðar fyrstu níu mánuði ársins 2015. Vaxtamunur bankans sem er munur á innlánum og útlánum var þrjú prósent samanborið við 2,9% árið áður. Vaxtamunur íslensku bankanna er hærri en í nágrannalöndunum. Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans, segir skýr- inguna liggja annars vegar í hærra vaxtastigi og svo því að íslenskir bankar búi ekki við sömu stærð- arhagkvæmni og erlendir bankar. Fyrri uppgjör bankans hafa litast af einskiptishagnaði, en uppgjör þriðja ársfjórðungs end- urspeglar betur grunnrekstur hans. Birna Einarsdóttir, for- stjóri Íslandsbanka, segir upp- gjör bankans sýna sterka stöðu á markaði og góðan undirliggjandi rekstur. Hún segir skuldastöðu heimila hafa batnað en í uppgjör- inu sést að vanskil hafa minnkað verulega á síðustu misserum. „Vaxtatekjur jukust um 13% frá fyrra ári og stafar það fyrst og fremst af hærra vaxtaumhverfi og auknu eigin fé. Samkeppni í útlánum fer harðnandi, sem sam- hliða sívaxandi skattlagningu á fjármálakerfið mun gæta í arð- semi bankans til lengri tíma,“ segir Birna. haflidi@frettabladid.is Hagnaður Íslands- banka helmingast Hagnaður Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi var 2,5 milljarðar. Einskiptisliðir einkenndu fyrri uppgjör og niðurstaðan nú endurspeglar grunnrekstur bankans. Íslandsbanki hefur hagnast um 15,6 milljarða króna það sem af er ári. Fyrri upp­ gjör bankans hafa litast af einskiptishagnaði. Fréttablaðið/anton brink Hetja eða skúrkur Grímuklæddir Filippseyingar mótmæla fyrirhugaðri útför hins fráfallna einræðisherra Ferdinands Marcos. Mótmælin fóru fram við hæstarétt landsins í Maníla en hæstiréttur hefur tekið þá ákvörðun að Marcos verði grafinn að hetjusið í þjóðargrafreit landsins. nordicphotos/aFp pakistan Sharbat Gula, afganska konan sem prýddi fræga forsíðu tímarits National Geographic, var vísað burt frá Pakistan í gær eftir að hún var sökuð um að vera með fölsuð skilríki. Henni var fylgt yfir landamærin með fjórum börnum sínum í gær en hún hafði flúið ætt- land sitt ung að aldri. Gula er nú 45 ára. Hún var einnig dæmd í fimmtán daga fangelsi en þann dóm afplán- aði hún á sjúkrahúsi þar sem hún gekkst undir meðferð við lifrar- bólgu C. Á forsíðumyndinni frægu, sem birtist árið 1985 og hefur verið kölluð „Afganska stelpan“, má sjá Gula í rauðum klæðum og vöktu stingandi græn augu hennar mikla athygli. Myndin var tekin 1984 í flóttamannabúðum í Pakistan en þangað hafði fjölskylda hennar flúið eftir að Sovétmenn hernámu Afganistan. – þea Stúlkan með grænu augun rekin úr landi ljósmynd af sharbat sem birtist í nat­ ional Geographic vakti heimsathygli. stjórnmál Danska þingið hefur samþykkt lög sem heimila alvarlega veiku fólki að reykja og neyta kanna- bisefna. Lögin voru samþykkt til þess að auðvelda sjúklingum að glíma við ógleði, krampa og verki. Þingið ákvað að hefja strax tilraunaverkefni fyrir sjúklinga en lögin taka gildi 1. janúar 2018. Alvarlega veikir geta því nálgast kannabisefni í lyfjaverslunum í Dan- mörku gegn framvísun lyfseðils. Félag flogaveikra í Danmörku hefur gagn- rýnt lögin vegna þess að þau taka ekki til flogaveikra. Breið samstaða var meðal þingflokka Danmerkur um lagasetninguna. – þh Danir samþykkja að leyfa sjúklingum að neyta kannabisefna kannabisplanta. Fréttablaðið/steFán Samkeppni í út- lánum fer harðnandi. Birna Einarsdóttir, for- stjóri Íslandsbanka stjórnsýsla Mögulegt er að tekin verði ákvörðun um að banna sölu plastpoka í stórmörkuðum Reykja- víkurborgar. Þetta segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Ráðið tók í gær fyrir slíka áskorun sem barst frá vefnum Betri Reykjavík. Hugmyndin var sú sem hlaut flest atkvæði í apríl- mánuði 2015. Hjálmar segir ráðið hafa tekið vel í hugmyndina en í umsögn sinni bent á að nú þegar sé verið að vinna eftir áætlun um plastnotkun. „Hvort það muni leiða til þess að það verði tekin ákvörðun um að banna plastpoka er alveg mögulegt,“ segir Hjálmar. Hann segir þó að það sé ekki víst enda sé þeirri vinnu ekki lokið. – þea Mögulegt að banna plastpoka Hvort það muni leiða til þess að það verði tekin ákvörðun um að banna plast- poka er alveg mögulegt. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi 1 0 . n ó V e m b e r 2 0 1 6 F i m m t U D a G U r6 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 1 0 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 3 D -D 4 0 4 1 B 3 D -D 2 C 8 1 B 3 D -D 1 8 C 1 B 3 D -D 0 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.