Fréttablaðið - 10.11.2016, Side 24
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
Ég hef starfað sem kennari í grunnskóla allan minn starfsaldur. Ég er fagmaður og á að baki sex ára háskólanám ásamt fjölmörgum lengri
og styttri námskeiðum. Ég hef mikinn metnað fyrir
hönd grunnskólans og mér finnst mjög mikilvægt
að öll börn fái vandaða, vel undirbúna kennslu sem
hæfir getu og áhugasviði. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér.
Það liggur mikil fagmennska, alúð og samstarf að baki
hverri vandaðri kennslustund.
Svipast eftir öðrum störfum
Á næstu þremur árum mun stór hópur samkennara
minna fara á eftirlaun. Yngra fólkið er nú þegar að
svipast eftir öðrum störfum sem eru betur launuð og
njóta meiri virðingar í samfélaginu. Aðsókn í kenn-
aranám hefur dregist mjög saman og aðeins hluti þess
hóps sem útskrifast leggur fyrir sig kennslu. Mér líður
eins og bónda sem hefur unnið af alúð á býli sínu
einungis til að sjá það leggjast í eyði að starfsævinni
lokinni.
Skólastarf í höndum leiðbeinenda er ekki vönduð
kennsla og ekki unnið af fagmennsku. Framtíð
íslenskra grunnskóla verður fagleg eyðimörk innan
fárra ára. Ég er sorgmædd og flestir kollegar mínir eru
það líka. Og við erum öskureið.
Ábyrgðin er stjórnvalda
En ábyrgðin er ekki okkar. Ábyrgðin er stjórnvalda
sem hafa skorið niður inn að beini og nú er ekkert
lengur til að skera. Ef þú berð hag barna þinna og
barnabarna fyrir brjósti ættir þú líka að vera sorg-
mædd/mæddur. Deildu þessum texta ef þér er ekki
sama. Láttu þessa vitneskju berast um samfélagið.
Láttu í þér heyra.
Samningarnir sem nú verða gerðir snúast ekki um
krónur og aura til þeirra sem nú eru í kennarastarfi.
Þeir snúast um sjálfsvirðingu okkar og framtíð skóla-
kerfisins og framtíð barnanna okkar. Fjöregg þjóðar-
innar.
Hvernig skóla viltu fyrir
börnin þín og barnabörn?
Framtíð
íslenskra
grunnskóla
verður fagleg
eyðimörk
innan fárra
ára.
Kristín
Arnardóttir
sérkennariTil leigu Austurvegur 69, Selfossi
Nánari upplýsingar á skrifstofu
Fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi.
Sími: 480 2900
Allar nánari upplýsingar veitir
Steindór Guðmundsson
löggiltur fasteignasali
s. 480 2900, steindor@log eða 863 2900.
www.log.is
Skútabraut 5, Úthlíð, Bláskógabyggð
Um er að ræða snyrtilegan 52,7 fm sumarbústað með útigeymslu og
stórri timburverönd með skjólveggjum.Mjög víðsýnt er frá húsinu.
Húsið hefur verið töluvert endurnýjað. Tvö svefnherbergi. Eldhús
og stofa er opið í eitt. Heitt vatn komið að húsi. Búið er að teikna
gestahús og greiða gjöld af því.
Húsið stendur á 4.456 fm leigulóð með nýjum 25 ára samningi í
Úthlíð með frábæru útsýni, Hekla og Suðurland blasir við.
Galtastaðir, Flóahreppi
Vel staðsett, snyrtileg góð hestajörð með ágætum húsakosti. Jörðin er
um 88,1 ha. og er land jarðarinnar gróið og grasgefið, þar af er ræktað
land um 16,0 ha. Húsakostur er mikið endurnýjað 204,9 fm íbúðarhús
á tveimur hæðum. Fimm svefnherbergi. Nýinnréttað eldhús og bað-
herbergi. Nýlega innréttað stórt hesthús fyrir 25 hross og 25 trippi
auk hlöðu sem nýtist sem reiðskemma. Gerði eru við húsið.Landið er
afstúkað í nokkur hólf og er m.a. ágæt stóðhestagirðing. Staðsetning
um klukkustundar akstur frá Reykjavík. Verð 90,0 milljónir.
Um er að ræða atvinnuhúsnæði sem er í heildina 1.501,4 fm að stærð.
Að innan er húsið með einum stórum sal, lagersvæði, kaffistofu og salernis
aðstöðu. Í stóra salnum, sem er allur með linoleum dúk á gólfi, eru hillur og tveir
afgreiðslukassar. Á bakvið húsið er stór innkeyrsluhurð inná lagerinn.
Nóg er af bílastæðum og frábær staðsetning. Húsnæðið hýsti áður verslun
Rúmfatalagersins. Langtímaleiga í boði.
Tilboð óskast í leigu
Hallgrímur Óskarsson, löggiltur fasteignasali
Uppgjafartónn
Uppgjafartónn virtist kominn í
Bjarna Benediktsson, formann
Sjálfstæðisflokksins, þegar hann
ræddi við fjölmiðlamenn um
stöðuna í stjórnarmyndunar-
viðræðunum áður en hann hitti
þingflokkinn í Valhöll í gær.
Segir hann að viðræður verði
að hefjast fyrir vikulok ellegar
verði að viðurkennast að ekki
takist að mynda stjórn. Það
kann því að styttast í að Katrín
Jakobsdóttir, formaður VG, fái
boltann til sín. Hins vegar er
fullkomlega óljóst hvort henni
verði nokkuð betur ágengt, enda
alls ekki víst að VG treysti sér
í stjórn þar sem byggja þarf á
trausti Pírata.
Kerfiskerlingu hafnað
Niðurstöður forsetakosning-
anna í Bandaríkjunum virðast
koma flestum í opna skjöldu.
Skoðanakannanir höfðu bent
til þess að Hillary Clinton hefði
betur. Menn hafa velt því fyrir
sér hvort niðurstaðan þýði að
öfgaskoðunum, sem Trump
hefur vissulega haldið á lofti,
sé að vaxa fylgi. Vonandi ekki.
Hin skýringin er sú að Banda-
ríkjamenn séu með kosning-
unni að hafna kerfiskörlum og
-kerlingum. Það væri þá í takt
við þróunina hér á Fróni. Þar
sem nýjum og frísklegum fram-
boðum vex fiskur um hrygg
á kostnað gömlu kerfisflokk-
anna.
jonhakon@frettabladid.is
Það sem er
sorglegast er
að banda-
ríska þjóðin
hefur kosið
mann sem
virðist hvorki
hafa skap-
höfn né
hæfileika til
að gegna
forsetaemb-
ættinu.
Verstra martröð margra varð að veruleika í gær þegar Donald Trump var kjörinn for-seti Bandaríkjanna. Kjör hans er ekkert minna en harmleikur fyrir bandarísku þjóðina eins og hún leggur sig og alla þá sem vilja standa vörð um mannréttindi,
sanngirni og mannúð í samfélögum manna víða um
heim.
Hvers vegna sigraði fordómafullur trúður í forseta-
kosningunum vestanhafs? Við því eru ekki einföld svör
en ástæður vinsælda Trumps eiga ekki síst rætur í mikl-
um ójöfnuði sem hefur fengið að grafa um sig í Banda-
ríkjunum. Mikill auður hefur safnast saman í borgunum
á austur- og vesturströndinni meðan millistéttin hefur
þurrkast út í mið- og suðurríkjum Bandaríkjanna. Stórir
hópar bandarískra kjósenda eru líka búnir að fá nóg af
sérfræðingum úr röðum hagfræðinga, lögfræðinga og
fjölmiðlafólks úr fínum háskólum sem telja sig vita betur
og telja sig fallna til að hafa vit fyrir öðrum. Í þessu sam-
bandi voru nákvæmlega sömu kraftar að verki vestan-
hafs og í Brexit-atkvæðagreiðslunni í Bretlandi í júní,
þegar meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði kaus Bret-
land út úr Evrópusambandinu. Venjulegt fólk vildi senda
skilaboð: „Við treystum ykkur ekki. Þið vitið ekki betur.“
Þetta fólk upplifir sig svikið og útundan í samfélaginu.
Það treystir betur samtölum við móður sína og eigin
brjóstviti en áliti sérfræðinga og dómsdagsspám þeirra.
Það sem er sorglegast er að bandaríska þjóðin hefur
kosið mann sem virðist hvorki hafa skaphöfn né
hæfileika til að gegna forsetaembættinu. Það er líka
áhyggjuefni fyrir lýðræðið að svo virðist sem menn geti
komist upp með að segja tóma vitleysu svo lengi sem
hún hljómar vel í eyrum kjósenda. Trump fór stöðugt
með fleipur í baráttunni og afvegaleiddi fólk. Fjölmiðlar
vestanhafs bera mikla ábyrgð. Frá fyrsta degi fékk
Trump að vaða uppi með glannalegum yfirlýsingum og
fékk þannig ókeypis útsendingartíma hjá sjónvarps-
stöðvum sem eru uppteknari af áhorfstölum en því hlut-
verki að segja sannar, réttar fréttir og vera varðhundar
almennings í lýðræðisþjóðfélagi.
Ljóst er að kjör Trumps mun hafa í för með sér stór-
tækar breytingar ef hann stendur við yfirlýsingar sínar
úr kosningabaráttunni. Hann er á móti fríverslunar-
samningi Kyrrahafsþjóða (TPP) og vill endurskoða
NAFTA, fríverslunarsamning Bandaríkjanna við Kanada
og Mexíkó. Hann vill endurskoða samkomulag við
Íran um kjarnorkuvopn, hefur efasemdir um samstarf
Bandaríkjanna við aðildarríki Atlantshafsbandalagsins,
sem hann telur ekki borga nóg til samstarfsins og hefur
gefið í skyn að hann vilji nánara samband Banda-
ríkjanna og Rússlands. Á sama tíma virðist þekking
hans á öllum þessum málum vera yfirborðsleg, lítil eða
engin. Þá hefur hann sagt að hlýnun jarðar sé blekking,
fyrirbæri fundið upp af Kínverjum til að gera banda-
rísk fyrirtæki minna samkeppnishæf. Þá veit enginn
hvaða áhrif áform hans um múr á landamæri Banda-
ríkjanna og Mexíkó og yfirlýsingar hans um brottvísun
11 milljóna ólöglegra innflytjenda frá Bandaríkjunum
munu hafa. Að þessu sögðu er raunveruleg ástæða til að
hafa áhyggjur.
Sigur trúðsins
1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r24 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð
SKOÐUN
1
0
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
3
D
-C
A
2
4
1
B
3
D
-C
8
E
8
1
B
3
D
-C
7
A
C
1
B
3
D
-C
6
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
8
0
s
_
9
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K