Fréttablaðið - 10.11.2016, Síða 26
Allt frá stofnun lýðveldisins árið 1944 hefur staðið til að fram færi heildarendur-
skoðun stjórnarskrár Íslands. Frá
þeim tíma hafa ýmsar veigamiklar
breytingar verið gerðar, einkum
á kosninga- og kjördæmaskipan,
deildaskipan og störfum þingsins,
svo og ákvæðum um grundvallar-
réttindi. Enn hefur þó ekki orðið
af þeirri endurskoðun sem óum-
deilanlega var heitið við lýðveldis-
stofnunina.
Metnaðarfyllsta tilraunin til
heildarendurskoðunar er án efa
setning laga um Stjórnlagaþing
árið 2010 og tillögur Stjórnlagaráðs
sem kynntar voru á þeim grunni
sumarið 2011. Frumvarp til nýrrar
stjórnarskrár sem lagt var fram á
grundvelli tillagna Stjórnlagaráðs
haustið 2012 náði hins vegar ekki
fram að ganga, sem kunnugt er. Þá
leiddi vinna stjórnarskrárnefndar
sem skipuð var síðla hausts 2013 og
skipuð var fulltrúum tilnefndum af
öllum þingflokkum ekki heldur til
breytinga.
Ekki þarf að orðlengja mikil-
vægi þess að um stjórnarskrá lýð-
veldisins ríki víðtæk sátt. Hávær
krafa hefur um nokkurt skeið verið
um heildarendurskoðun og í ráð-
gefandi þjóðaratkvæðagreiðslu
haustið 2012 samþykktu 64,2%
þeirra sem greiddu atkvæði að til-
lögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar
til grundvallar frumvarpi að nýrri
stjórnarskrá. Þrátt fyrir þetta verður
ekki fram hjá því litið að umræða
síðustu missera hefur einkennst af
togstreitu milli þeirra sem telja að
leggja eigi tillögur Stjórnlagaráðs
til grundvallar, meira eða minna
óbreyttar, og þeirra sem virðast vilja
sem allra minnstar eða jafnvel engar
breytingar.
Við þessar aðstæður leggjum við
eftirfarandi til:
1. Að Alþingi samþykki lang-
tímaáætlun, t.d. 12 ár, um
heildarendurskoðun stjórnar-
skrárinnar, helst einróma, þar
sem vísað væri til helstu efnis-
legu forsendna endurskoðunar,
svo sem frumvarps Stjórnlaga-
ráðs og reynslunnar af gildandi
reglum.
2. Að í ályktun Alþingis sé
kveðið á um stofnun a.m.k. 30
manna Stjórnarskrárráðs sem
í væri valið af handahófi (þó
þannig að gætt væri að jöfnum
hlutföllum kynja og kjördæma)
úr hópi þeirra Íslendinga sem
gæfu kost á sér til þessara starfa.
Gera ætti ráð fyrir því að ráðið
kæmi til fundar a.m.k. einu
sinni á ári og skipun í ráðið
væri tímabundin.
3. Að í ályktun Alþingis sé kveð-
ið á um skipun stjórnarskrár-
nefndar sem í eiga sæti a.m.k.
fimm sérfræðingar á sviði
stjórnlaga, stjórnmálafræði
og/eða stjórnmálaheimspeki.
Hlutverk nefndarinnar ætti að
vera að undirbúa tillögur, eftir
atvikum með aðstoð annarra
sérfræðinga og/eða vinnuhópa,
sem lagðar yrðu fyrir Stjórnar-
skrárráð til nánari umfjöllunar,
samþykktar, synjunar eða
breytinga. Stjórnarskrárráð
gæti einnig lagt fyrir nefndina
að vinna tillögur um ákveðin
efni eða sett henni markmið.
Með því fyrirkomulagi sem hér er
gerð tillaga um væri ekki haggað við
reglum gildandi stjórnskipunar um
breytingar á stjórnarskránni. Eftir
sem áður væri það því í höndum ráð-
herra og þingmanna að leggja fram
formleg frumvörp til stjórnskipunar-
laga fyrir Alþingi sem hefði, ásamt
þjóðinni, lokaorðið um breytingar.
Með þessu væri hins vegar orðinn til
sjálfstæður ferill og nýtt samtal um
heildarendurskoðun, með aðkomu
almennings studds af sérfræðingum,
sem gæti rofið núverandi þrátefli og
varðað veginn til sáttar.
Vegvísir að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar
Ágúst Þór
Árnason
sat í stjórnlaga-
nefnd 2010-2011
Skúli Magnússon
sat í stjórnlaga-
nefnd 2010-2011
Viðræður um myndun næstu ríkisstjórnar eru hafnar. Það mun verða ljóst af málefna-
samningnum, hvort komandi ríkis-
stjórn endurspeglar væntingar um
nýtt Ísland eða hvort verður um að
ræða áframhald þess gamla. Allt frá
hruni og fram að umliðnum kosn-
ingum hefur þjóðin verið innbyrðis
klofin. Til að sætta þjóðina og brúa
gjána milli þjóðarinnar og, að
hennar mati, rangsnúins samfélags-
kerfis, þarf umbætur. Gömlu kerfis-
flokkarnir náðu ekki meirihluta.
Þeir munu því ólíklega geta haldið
ótrauðir áfram með gömlu upp-
skriftina. Misvægi atkvæða er þeim
í hag. Sterk kosningastaða þeirra
er m.a. misvæginu að þakka. Hver
afstaða VG verður í þessum málum,
verði þeim kippt um borð, er óljóst.
Af ummælum sumra alþingismanna
flokksins fyrir kosningar var ljóst að
þar fóru einarðir stuðningsmenn
búvörusamningsins. Fyrrverandi
formaður VG hefur einnig haft lít-
inn áhuga á jöfnun atkvæðisréttar.
Málefnasamningurinn
Með nýjum málefnasamningi
koma skýr skilaboð. Það eru fáein
mikilvæg mál sem tekið verður eftir
hvernig ákveðin verða. Allt eru það
mál sem við höfum deilt um lengi en
verða þjóðinni að fótakefli meðan
ekki nást þær málamiðlanir, sem
gera þjóðina sátta að kalla.
Jöfnun atkvæðavægis: Jafna verður
vægi atkvæða milli kjördæma. Mis-
vægi atkvæða eftir búsetu er mikið
óréttlæti. Flestar vestrænar lýð-
ræðisþjóðir hafa leyst það fyrir öld
eða fjölmörgum áratugum síðan.
Við búum við almennan en þó ekki
jafnan kosningarrétt. Það er hneisa.
Alþingi endurspeglar ekki þjóðina
sem heild og lögin sem þaðan koma
ekki heldur. Alþingi Íslendinga er
því ekki þjóðþing í þess göfugustu
merkingu. Þótt ekkert annað yrði
gert í stjórnarskrármálinu en þetta,
væri það góður áfangi.
Auðlindagjald: Finna þarf sátt um
greiðslu fyrir einkaafnot af sameigin-
legum auðlindum þjóðarinnar. Mest
brennur á sanngjörnum greiðslum
fyrir afnot af sjávarauðlindinni, sem
eru í einhverju eðlilegu samræmi
við gjöfulleika hennar. Alþingi sam-
þykkti metnaðarfull lög um verndun
og stjórnun fiskveiða, sem gert hefur
nýtingu auðlindarinnar mun arð-
bærari en áður. Það eru einkum þessi
lög sem eru grundvöllur hins mikla
arðs sem fiskimiðin gefa. Sanngjarnt
afgjald er ein af forsendum þess að
geta endurreist heilbrigðiskerfi
þjóðarinnar.
Búvörusamningurinn: Fátt vegur
þyngra í buddu almennings en mat-
vöruverð. Verðlagning, framleiðsla
og innflutningur matvöru skiptir
afkomu almennings mestu máli. Lág
laun má gera þolanlegri með lækkun
framfærslukostnaðar. Núverandi
landbúnaðarkerfi sóar miklum
verðmætum, ekki hvað síst í mikilli
offramleiðslu á lambakjöti; Kerfið er
rándýrt. Það er ekki umhverfisvænt
og heldur fjölda bænda við hokur.
Finna þarf leið til að endurskoða
búvörulögin þannig að við fáum
heilbrigðan og sæmilega arðbæran
landbúnað. Það yrði mikilvægt skref
inn í væntanlegar kjaraviðræður.
Heilbrigðismál: Endurreisn heil-
brigðiskerfisins og bygging nýs
Landspítala verður að vera for-
gangsverkefni. Búið er að eyða allt
of löngum tíma í deilur um stað-
setningu hans, deilur sem litlu máli
skipta og eru afar ófrjóar. Þær skila
ekki niðurstöðum, því þær byggjast
á persónulegum skoðunum. Þær
þjóna deilu girni okkar meir en efn-
inu sjálfu. Búið er að eyða löngum og
dýrmætum tíma í undirbúning sem
þyrfti að hefja að nýju verði ný stað-
setning ákveðin. Það mun örugglega
seinka verkefninu um árabil. Þjóðin
vill og þarf nýjan spítala, sem fyrst.
Fjármálakerfið: Mig rekur ekki
minni til þess að nokkuð bitastætt
hafi komið fram í kosningabarátt-
unni um framtíðarskipan fjármála-
kerfisins eftir að gjaldeyrishöftin
hafa verið afnumin. Hér er þó á ferð
feikna mikilvægt mál. Þrír stórir
bankar sem, vegna smæðar íslenska
hagkerfisins, verða að leita verkefna
erlendis, gætu á ný vaxið hagkerfi
okkar yfir höfuð eins og gerðist fyrir
hrun. Þetta þarf að koma í veg fyrir. Í
þessu samhengi er einkavæðing ekki
gilt úrræði. Það myndi frekar ausa
olíu á eldinn.
Parísarsáttmálinn og umhverfis-
mál: Ekki var gamla ríkisstjórnin
afkastamikil þegar að umhverfis-
málum kom. Lítið liggur fyrir um
hvernig við ætlum að standa við
skuldbindingar okkar í loftslags-
málum. Verndun sjávarins, vatns-
falla, votlendis og gróðurs verður að
taka alvarlega og leggja fram sann-
færandi aðgerðaáætlun um úrbætur.
Þetta gæti orðið upphaf nýs sam-
félagssáttmála, sem síðan yrði fyllt
frekar út í. Hér vantar t.d bæði skóla-
og fræðslumál sem og Evrópumál.
Aðalatriðið er að hefjast handa. Nú
gæti verið tækifærið.
Gamla eða nýja Ísland
Þröstur
Ólafsson
hagfræðingur
Nú er rætt um að breyta því hvernig laun þingmanna, ráðherra og forseta lýðveld-
isins eru ákvörðuð. Þessi umræða
kemur í kjölfar úrskurðar kjararáðs
frá 29. október síðastliðnum sem fól
í sér 30 til 45% hækkun á launum
þessara aðila.
Í 10. gr. l.nr. 47/2006 er kveðið á
um að ákvörðunum kjararáðs verði
ekki skotið til annars stjórnvalds.
Verði kjararáði á í messunni er það
í höndum ráðsins sjálfs að lagfæra
mistök eða láta hjá líða að lagfæra
mistök. Tilraunir löggjafans til að
taka fram fyrir hendur kjararáðs
(eða forvera þess kjaranefndar og
Kjaradóms) hafa sumar tekist og
aðrar ekki. Ákvæði 10. gr. er líklega
tilkomið vegna þess að kjararáð
úrskurðar um laun dómara.
Í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi
eru laun þingmanna og ráðherra
ákvörðuð af launanefndum sem
þingið skipar svipað og gert er á
Íslandi. Í Noregi er niðurstaðan
lögð fyrir Stórþingið. Í Danmörku
er það þingið sjálft sem ákvarðar
laun þingmanna og ráðherra með
lagasetningu. Í Danmörku hefur
Folketinget breytt grunnlaunum
með margra ára millibili. Þess á milli
hefur þingfararkaup fylgt grunn-
launahækkun á opinbera markaðn-
um. Sú aðferð gafst ekki vel og í ár
var tekin upp sú regla að taka einn-
ig tillit til launaskriðs á opinbera
markaðnum. Jafnframt var þing-
fararkaupið hækkað verulega. Sú
hækkun byggir á viðamikilli úttekt
nefndar sem Folketinget setti niður
árið 2014 og skilaði skýrslu í janúar
2016 (Vederlagskommisjonen).
Launanefndirnar í Noregi, Svíþjóð
og Finnlandi fjalla aðeins um laun
ráðherra og þingmanna. Þær fjalla
ekki um laun hæstaréttardómara
svo dæmi sé nefnt.
Regluverkið á Íslandi líkist því
regluverkinu í Svíþjóð og Finn-
landi þar sem launanefndir lög-
gjafans hafa síðasta orðið. Í Noregi
og Danmörku hefur þingið aðkomu
að launasetningunni, en byggir
ákvarðanir sínar á niðurstöðum
fastanefndar (Noregur) eða endur-
skoðunarnefndar (Danmörk). Í
öllum löndunum er vandað vel
til vals á nefndarmönnum í þeim
nefndum sem fjalla um þingfarar-
kaup. Nefndar menn eru undan-
tekningarlaust skipaðir af þjóð-
þingunum. Forsenda virðist vera
þekking á starfsemi þings og ríkis-
stjórnar, auk þekkingar á vinnu-
markaði og efnahagsmálum. Þá
njóta allar nefndirnar aðstoðar hag-
stofa viðkomandi landa.
Eðlilegt er að hliðsjón sé höfð af
aðferðum Norðurlandaþjóðanna
við ákvörðun þingfararkaups verði
ráðist í frekari breytingar á reglum
þar að lútandi hér á landi. Reynsla
Dana af því að festa grunnlaun
í lög og búa til reiknireglu fyrir
leiðréttingu virðist ekki vænleg
sem fyrirmynd vegna þess hversu
sveiflukenndur íslenskur vinnu-
markaður er. Þingið kemst því vart
hjá nefndarskipun. Spurningin er
hvort nefndin skuli bera niðurstöð-
ur sínar undir þingið eða þingnefnd
(efnahags- og viðskiptanefnd og/
eða fjárlaganefnd). Ef kjararáð ber
ákvarðanir um þingfararkaup undir
þingið þá er eðlilegt að fela öðrum
aðila að fjalla um launakjör dómara.
Valkostirnir varðandi ákvörð-
un þingfararkaups eru því tveir:
a) óbreytt ástand (e.t.v. með form-
legum kröfum um fagþekkingu
Kjararáðsmeðlima); og b) að kjara-
ráð þingmanna ákvarði laun þing-
manna og beri ákvarðanir undir
þingið og kjararáð dómara ákvarði
laun dómara og sé sjálfstætt með
sama hætti og kjararáð er nú.
Kjararáðsraunir
Þórólfur
Matthíasson
hagfræði-
prófessor
Allt frá hruni og fram að
umliðnum kosningum
hefur þjóðin verið innbyrðis
klofin. Til að sætta þjóðina
og brúa gjána milli þjóðar-
innar og, að hennar mati,
rangsnúins samfélagskerfis,
þarf umbætur.
Með þessu væri hins vegar
orðinn til sjálfstæður ferill
og nýtt samtal um heildar-
endurskoðun, með aðkomu
almennings studds af sér-
fræðingum, sem gæti rofið
núverandi þrátefli og varðað
veginn til sáttar.
1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F I m m T U D A G U r26 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð
1
0
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
3
D
-D
D
E
4
1
B
3
D
-D
C
A
8
1
B
3
D
-D
B
6
C
1
B
3
D
-D
A
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
8
0
s
_
9
_
1
1
_
2
0
1
6
C
M
Y
K