Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 Hjörtur J. Guðmundsson Jóhann Ólafsson Kristján H. Johannessen „Mér finnst þessi ákvörðun mjög slæm á alla kanta. Það er augljóst að þetta gengur þvert á allt það sem verið er að gera í samfélaginu og fólki er misboðið,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar stétt- arfélags og annar varaforseti ASÍ. Vísar hann í máli sínu til ákvörð- unar kjararáðs að hækka þingfarar- kaup um 338 þúsund krónur á mán- uði og verður það því rúmar 1.100 þúsund krónur. Jafnframt hækka laun forseta Íslands og ráðherra um nálægt hálfri milljón á mánuði og verða laun forseta því 2.985 þúsund krónur á mánuði, laun forsætisráð- herra 2.022 þúsund krónur og laun ráðherra 1.826 þúsund krónur. Alþingi afturkalli hækkanir Sigurður segir launahækkanir sem þessar óásættanlegar og vill að Alþingi taki þær til baka. „Þessi ákvörðun er í boði Alþingis. Kjarar- áð vinnur samkvæmt þeim fyrirmæl- um sem Alþingi gefur á hverjum tíma og það er ekki á borði neins annars en Alþingis að taka þetta til baka. Alþingismenn hafa mikið talað fyrir stöðugleika í samfélaginu og segja það skipta miklu máli að hann sé skapaður á vinnumarkaði,“ segir Sigurður. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir sig ekki undra að menn hafi skoðanir á þess- um hækkunum. „Ég lagði til miklar sambærilegra kjara og aðrir þeir sem gegna viðlíka ábyrgðarstörfum í þjóð- félaginu,“ segir hann. Bandalag háskólamanna (BHM) segir hækkun æðstu ráðamanna þjóðarinnar í „engu samræmi við þær launahækkanir sem ríkið býður opinberum starfsmönnum“ né held- ur í samræmi við það sem samið er um á almennum vinnumarkaði. Tel- ur það hækkanirnar til þess fallnar að valda uppnámi á vinnumarkaði. „BHM ítrekar því að ekki verði hægt að koma á sátt um nýtt vinnumark- aðslíkan nema umbætur á launaum- hverfi æðstu stjórnenda ríkisins falli þar undir líka. Þá tekur Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) í svipaðan streng. „Það getur ekki verið verk- efni verkalýðshreyfingarinnar einn- ar að tryggja stöðugleika á vinnu- markaði. Þar verða stjórnvöld einnig að taka ábyrgð,“ segir í tilkynningu frá BSRB. Hækkanir launa frá árinu 2006 Sé litið til launa þingmanna, ráð- herra, forsætisráðherra og forseta Íslands tímabilið frá 1. október 2006 og fram til dagsins í dag, þ.e. eftir til- kynnta hækkun kjararáðs, má sjá að þingfararkaup hefur hækkað úr 503.051 krónu í 1.101.194 krónur. Er það u.þ.b. 119% hækkun. Laun ráð- herra hafa hækkað úr 902.813 krón- um í 1.826.273 krónur, eða u.þ.b. 102%. Laun forseta Íslands hafa hækkað úr 1.676.000 krónum í 2.985.000 krónur, eða því sem nemur um 78%, eins og fram kemur á töfl- unni hér til hliðar. Á sama tímabili hefur launavísital- an hækkað um 95,3% og vísitala neysluverð um 65,6%. Hækkanir vekja mikil viðbrögð  Launahækkun æðstu ráðamanna er í engu samræmi við hækkanir launa hjá öðrum opinberum starfsmönnum eða á almennum markaði, segir BHM  Fólki er misboðið, segir formaður Eflingar Laun forsætisráðherra og þingmanna á Norðurlöndunum Heimild: Heimasíður þjóðþinga. Krónutala byggir á meðalgengi. Ísland Forsætisráðherra 2.022.000 kr. Forsætisráðherra 2.059.000 kr. Forsætisráðherra 2.010.000 kr. Forsætisráðherra 1.819.000 kr. Forsætisráðherra 1.353.000 kr. Þingmenn 1.100.000 kr. Þingmenn 971.500 kr. Þingmenn 801.500 kr. Þingmenn 1.035.000 kr. Þingmenn 794.200 kr. Danmörk Svíþjóð Noregur Finnland breytingar á hlutverki kjararáðs,“ segir hann og heldur áfram: „En það situr alltaf eftir spurn- ingin hvernig eigi að ákvarða laun kjörinna fulltrúa og annarra sem heyra undir kjararáð og hvaða við- mið á að leggja til grundvallar.“ Vísar Bjarni þar til frumvarps sem hann lagði fram í haust um breytingar á lögum um kjararáð þar sem m.a. var gert ráð fyrir fækkun þeirra stétta sem undir ráðið heyra. Til í að endurskoða ráðið „Ég er meira en reiðubúinn í sam- tal um framtíð þessara mála og laga- breytingar ef þess gerist þörf, en ég held ekki að það sé ástæða til þess að gera breytingar á þeim þætti laganna sem segir að ráðherrar, alþingismenn og aðrir sem heyra undir ráðið og ekki hafa samningsrétt skuli njóta Launahækkanir kjörinna fulltrúa og ráðherra Nafn 1.10.2006 1.11.2016 Hækkun Þingfararkaup 503.051 1.101.194 119% Ráðherrar 902.813 1.826.273 102% Forsætisráðherra 1.000.965 2.021.825 102% Forseti 1.676.000 2.985.000 78% Launavísitala 95% Vísitala neysluverðs 66% Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Alþýðusambands Íslands krefst þess að Alþingi komi saman nú þegar til að draga hækkanir á launum æðstu embættismanna þjóðarinnar til baka. „Að öðrum kosti verður óstöðugleiki og upp- lausn á vinnumarkaði í boði Al- þingis,“ segir í ályktun sem samn- inganefnd sambandsins sendi frá sér í gær eftir skyndifund sem boð- að var til vegna ákvörðunar kjar- aráðs um hækkun launa alþingis- manna, ráðherra og forseta Íslands. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, telur að siðrof felist í ákvörð- un kjararáðs og vitnar til harð- orðra mótmæla fjölda verkalýðs- félaga og Samtaka atvinnulífsins. Hann rifjar upp að lengi hafi verið reynt að bregðast við ákvörðunum kjaradóms og kjararáðs. Alþingi hafi ítrekað reynt að setja við- miðun um það út frá hverju eigi að ganga. Hann bendir á að í lögunum séu ákvæði sem geri ráð fyrir því að kjararáði sé skylt að fylgja launaþróun á almenna vinnumark- aðnum. Það sé megingrein lag- anna. Eftir henni eigi að fara. Segir Gylfi að kjararáð hafi tekið inn launaskrið á markaðnum í ákvörðun sinni í sumar um laun embættismanna. Bendir hann á að ýmsar aðstæður komi fram í launa- skriði, svo sem starfsaldurshækk- anir, aukin vinna, meiri ábyrgð og fleira og ekki njóti allir þess. Það sé valkosturinn á móti því að meta hvert starf. „Síðan kemur kjararáð og endurmetur störf forseta, ráðherra og þingmanna. Hvaða breytingar hafa orðið á starfsskyldum þeirra sem kalla á 45% hækkun launa. Þetta eru dulbúnar almennar launahækkanir,“ segir Gylfi. Hann bendir jafnframt á að ekkert rétt- læti sé í því að laun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna hækki um allt að 75% á þremur ár- um á sama tíma og almenn laun í landinu hafi hækkað um 29%. „Það er brot á ákvæðum laganna um að launaákvarðanir kjararáðs eigi að fylgja almennum launahækk- unum.“ Kallar forseti ASÍ eftir ábyrgð alþingismanna. Alþingi verði að koma saman strax til að stoppa þessa þróun. Segir hann þetta vera þriðju atlögu kjararáðs að sameig- inlegri stefnu á vinnumarkaði til að lægja öldurnar í höfrungahlaup- inu. Nú sé kjararáð komið í höfrungahlaup við sjálft sig með því að hækka laun dómara og segja svo að þingmenn og ráð- herrar megi ekki fá minna. Verði ekki gripið í taumana og sameig- inlegri launastefnu fylgt muni sú ólga sem af því hlýst verða í boði Alþingis. Morgunblaðið/Eggert Alþingi dragi hækkanir til baka  ASÍ telur að annars verði óstöðugleiki og upplausn á vinnumarkaði  „Samtök atvinnulífsins og Við- skiptaráð Íslands skora á nýtt Alþingi að hafna nýlegum ákvörðunum kjara- ráðs og leggja málið í sáttaferli. Með því er bæði átt við úrskurði um þingfarar- kaup og laun ráðherra sem og nýlega úrskurði um ríflegar hækkanir á launum embættismanna. Að öðrum kosti er borin von að aðilar vinnumarkaðarins geti haldið áfram vegferð sinni um bætt vinnubrögð við kjarasamningagerð, ferli sem kennt hefur verið við Salek.“ Úr tilkynningu SA og VÍ.  „Ef þessi hækkun á að standa óbreytt er hið opinbera að senda íslensku launa- fólki skýr skilaboð. Með því eru þau að hafna samvinnu um nýtt kjarasamn- ingalíkan sem stefnir að stöðugleika og auknum kaupmætti en bjóða í þess stað upp í dans endalauss höfrungahlaups launahækkana og óðaverðbólgu.“ Úr ályktun stjórnar VR  „Öryrkjabandalag Íslands harmar ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra á sama tíma og örorkulífeyrisþegar hafa ekki fengið raunverulegar kjarabætur um árabil.“ Fyrstu viðbrögð ÖBÍ  „Nú hefur kjararáð hækkað laun al- þingismanna og ráðherra verulega. Í framhaldinu er eðlilegt að launasetning annarra hópa samfélagsins verði leið- rétt til samræmis og þar hafa kennarar verið á rangri hillu sem löngu er tíma- bært að færa í rétt horf.“ Stjórn Kennarasambands Íslands  „Nú hefur borgarstjóri farið þess á leit við skrifstofustjóra skrifstofu borg- arstjórnar að laun kjörinna fulltrúa í borgarstjórn að honum meðtöldum hækki ekki í samræmi við úrskurðinn frá 1. nóvember en grunnlaun borg- arfulltrúa eru 80% af þingfararkaupi auk þess sem laun borgarstjóra miðast við laun forsætisráðherra samkvæmt ráðningarbréfi hans sem borgarstjórn samþykkir hverju sinni.“ Úr bréfi Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, til þingmanna Mótmæla ákvörð- un kjararáðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.