Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 36
 Tíminn í landslaginu er yfirskrift fyrirlesturs sem Jón Proppé heldur í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag milli kl. 12 og 13. Í fyrirlestrinum ræðir Jón tilurð og for- sendur sýningar sinn- ar í Listasafni Árnes- inga árið 2013 þar sem verk Arngunnar Ýrar Gylfadóttur voru sett í sam- hengi við verk Ásgríms Jónssonar. Jón Proppé ræðir tímann í landslaginu MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 307. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. 11 ára svipti sig lífi eftir einelti 2. Fann strax mun á 17:7 3. Þrír óska eftir umboði 4. Laun Loga hækkuðu um hálfa … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Unglist, listahátíð ungs fólks, er haldin í 25. sinn í ár. Markmið Ung- listar, sem hefst á morgun og stend- ur til 12. nóvember, er að skapa vett- vang þar sem ungu fólki gefst tækifæri til að koma list sinni á fram- færi og að vekja athygli á hinum fjöl- breytilega menningarheimi ungs fólks í samfélaginu. Á Unglist verður m.a. slegið á klassíska strengi, spun- inn teygður og þrammað á tískupöll- um. Fyrstu viðburðir verða í tengslum við Airwaves í Hinu húsinu í Pósthús- stræti dagana 3.-5. nóvember. Unglist í 25. sinn  Kvikmyndasafn Íslands efnir til hátíðarsýningar í Háskólabíói í kvöld kl. 18 í til- efni þess að 110 ár eru liðin frá því að reglubundnar kvikmyndasýn- ingar hófust á Ís- landi. Sýnd verður 110 ára gömul stuttmynd um för íslenskra alþingis- manna til Kaupmannahafnar 1906 og kvikmyndin Morðsaga eftir Reyni Oddsson frá 1977, sem þykir marka upphaf nútímabíómyndagerðar á Ís- landi. Allir eru velkomnir. Hátíðarsýning á Morðsögu í dag Á fimmtudag Austan og norðaustan 10-15 m/s, en hægari suð- vestantil. Rigning víða um land, sums staðar slydda inn til lands. Á föstudag Norðaustanátt, 8-13 m/s og dálítil él fyrir norðan og austan, en annars léttskýjað. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Þurrt að mestu á norðaustanverðu landinu. Dregur úr vindi og úrkomu suðvestantil í kvöld. Hiti 0 til 8 stig. VEÐUR „Tékkarnir hafa marga hörkugóða leikmenn. Þeir eru afar ákafir keppnis- menn sem er nokkuð sem við getum eflaust nýtt okk- ur með því að standa vel klárir á því sem þeir gera,“ sagði Arnór Atlason, leik- stjórnandi íslenska lands- liðsins í handknattleik, við Morgunblaðið en Íslend- ingar etja kappi við Tékka í undankeppni EM í Laugar- dalshöll í kvöld. »3 Tékkar ákafir keppnismenn Willum Þór Þórsson stýrir KR-liðinu næstu tvö árin í það minnsta, það var staðfest á fréttamanna- fundi í höfuðstöðvum félagsins í Frosta- skjóli í gær. Willum sneri gengi liðsins við í sumar eftir að Bjarni Guðjónsson var rekinn og und- ir hans stjórn náði KR Evr- ópusæti. »1 Willum Þór verður áfram í Frostaskjólinu Manchester City vann mikilvægan og frækinn sigur á Barcelona í gær, 3:1, í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. Fjögur lið tryggðu sér sæti í 16 liða úr- slitum keppninnar, þó að enn séu tvær umferðir eftir. Arsenal og PSG fara áfram úr A-riðli en Arsenal hefur þar með komist í 16 liða úrslitin fjórtán ár í röð. Atlético Madrid og Bayern Münc- hen fara áfram úr D-riðli. »3 Fjórtánda árið í röð hjá Arsenal-mönnum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mikill körfuboltaáhugi er í Borgarnesi og hann jókst til muna þegar kvennalið Skallagríms tryggði sér þátttökurétt í efstu deild á síðasta keppnistímabili, um 40 árum eftir að kvennadeild- in var endurvakin. „Ég sleppi helst ekki leik og það var ótrúleg tilfinning, þegar stelpurnar komust aftur upp í úrvalsdeild,“ segir Ingibjörg Hargrave, fyrrverandi leikmaður. Skallagrímur varð Ís- landsmeistari kvenna í körfubolta 1964, um fimm árum eftir að æfingar hóf- ust. Ingibjörg var í meist- araliðinu. Hún segir að fyrstu árin hafi einkum verið um innbyrðis leiki við Snæfell í Stykkishólmi að ræða, en síðan hafi verið ákveðið að taka þátt í Íslandsmótinu. Fyrirmæli að sunnan „Eitt það eftirminnilegasta er að við urðum að fara í læknisskoðun til að fá leyfi til þess að keppa og fengum leyfisbréf því til staðfestingar,“ segir Ingibjörg. „Þetta voru örugglega fyrirmæli að sunnan en við reyndumst hæfar til keppni.“ Eftir að Guðmundur Sigurðsson var ráðinn kennari í Borgarnesi byrjuðu konur þar í körfu- bolta. Bandaríski herinn hafði skilið eftir körfur á staðnum og voru þær settar upp í leikfimissal skólans. „Guðmundur var faðir boltans hjá okkur og við nutum þess,“ segir Ingibjörg. Hún bætir við að þær hafi ekkert verið í langskotum og skor- ið ekki hátt, þær hafi unnið Björk í Hafnarfirði 18:9 og ÍR 23:22. „En mótherjarnir voru ekki glaðir, að missa titilinn í hendurnar á einhverjum sveitajúllum utan af landi.“ Ingibjörg er ekki viss um að allir hafi gert sér grein fyrir mikilvægi þess að kvennaliðið hafi í raun verið að ríða á vaðið í kvennaíþróttum á landsvísu. „Þetta var skemmtilegt og minningin yljar,“ segir hún og bendir á að 1973 hafi þrjár stúlkur úr Borgarnesi verið valdar í landsliðið, María Erla Geirsdóttir, Hulda Karitas Harðar- dóttir og Þóra Ragnarsdóttir. Fastagestir á heimaleikjum Skallagríms eiga sín sæti og Ingibjörg situr alltaf á sama stað. „Ein vinkona mín treystir sér ekki á leikina, segist ekki þola svona mikla spennu, en þegar bæði liðin eru í úrvalsdeild er nóg að gera allan veturinn, það er alltaf leikur. Þetta er mjög gott fyrir samfélagið, samstaðan eykst og það er svo gott á dimmum vetrardögum að geta verið á leik og notið þess.“ Flott amma Ingibjörg vill ekki gera upp á milli karla- og kvennaliðsins, „en hjartað slær meira með kvennaliðinu“. Hún rifjar upp að eitt sinn hafi spennan í karladeildinni verið meiri en góðu hófi gegnir og hún hafi ákveðið að taka þriggja ára barnabarn með sér á leik. „Spennan var svo mikil að amman gleymdi sér, ég mundi ekki eftir því að ég var með barn með mér fyrr en einhver kom með strákinn til mín. Þá hrökk ég við og tengda- sonurinn sagði að líklega fengi sá stutti ekki að fara með mér aftur á leiki.“ En barnabörnin eiga sinn Íslandsmeistara. „Einu sinni vorum við þessar gömlu kallaðar út á gólf fyrir leik og beðnar um að skjóta á körfu,“ segir Ingibjörg. „Ég var viss um að ég myndi ekki drífa og barnabörnin óttuðust það líka en svo fór að ég skoraði og þá hrópaði eitt barnabarnið: „Sjá ömmu! Hún er svo flott!“ „Sveitajúllur“ þurftu leyfisbréf  Skallagrímur í Borg- arnesi ruddi brautina fyrir konur úti á landi Morgunblaðið/Theódór K. Þórðarson Stuðningur Ingibjörg Hargrave situr alltaf á sama stað og hvetur karla- og kvennalið Skallagríms. Meistarar 1964 Guðmundur Sigurðsson, Erla Guðmundsdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir, Ingibjörg Har- grave, Ólöf Finnbogadóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir og Sigríður Karlsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.