Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 ✝ Finnbogi Fann-ar Jónasson Kjeld fæddist á Fæðingarheimili Reykjavíkur 20. júní 1991. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 20. októ- ber. Móðir Finnboga er Ragnhildur Kjeld, matráður hjá ENNEMM, f. 24.10. 1965. Foreldrar hennar voru Anna Jóna Þórðardóttir, fv. hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri, f. í Reykjavík 14.5. 1939, d. 3.5. 1999 og Finnbogi G. Kjeld forstjóri, f. 25.10. 1938, d. 8.2. 1993. Eiginmaður Ragnhild- ar var Stanislas Bohic, lands- lagsarkitekt, f. 12.02. 1948, d. 12.12. 2012. Faðir Finnboga er Jónas Ragnar Helgason, deildarstjóri, f. 3.10. 1963. Foreldrar Jónasar eru Helgi Ágústsson, fv. sendi- herra og ráðuneytisstjóri, f. í Reykjavík 16.10 1941 og Hervör Jónasdóttir, f. 18.9. 1943, d. 15.4. 2016. Jónas er í sambúð með Unni B. Árnadóttur, f. 19.5. 1973. Systkini Finnboga: 1) aldri lék tónlist stórt hlutverk í lífi Finnboga. Hann æfði um tíma sund og spilaði lengi vel körfubolta með Val. Finnbogi var mikill kaffi- áhugamaður og vann m.a. hjá Kaffitári. Hann vann 1. sæti á Ís- landsmóti kaffibarþjóna 2012. Seinnipart árs 2012 fluttist hann til Kaupmannahafnar eftir að hafa fengið vinnu hjá Coffee Collective. Eftir tveggja ára starf hjá Coffee Collective hóf hann störf hjá Mirabelle en þar fékkst hann við fjölbreytt verk- efni í tengslum við kaffi og rekstur staðarins. Hann tók þátt í mótun kaffihússins ásamt góð- um vini sínum, Christian Ry- berg. Mirabelle opnaði haustið 2014 og Finnbogi starfaði þar uns hann flutti aftur til Íslands í lok sumars 2015. Finnbogi tók þátt í Danmerkurmeistara- keppni kaffibarþjóna árið 2015 og uppskar silfur. Þegar heim var komið hóf hann störf á Kaffi Slipp og Slippbarnum. Í byrjun árs hóf Finnbogi nám við Tækniskólann í Reykjavík á tölvubraut. Hann hafði mikinn áhuga á tölvunarfræði og hugð- ist m.a. leggja hana fyrir sig. Síðustu misseri starfaði Finn- bogi sem barþjónn á Kaffibarn- um. Finnbogi Fannar verður jarð- sunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 2. nóvember 2016, klukkan 15. Anna Andrea Kjeld, f. 8.7. 1986, í sambúð með Hauki Guðmundssyni, f. 14.02. 1986. Dóttir þeirra er Arnljót María f. 15.6. 2015. 2) Heba Eir J. Kjeld, f. 25.7. 1989, gift Halldóri Sturlusyni f. 11.8. 1982. Sonur Hall- dórs og stjúpsonur Hebu er Gylfi Maron, f. 23.5. 2004. 3) Helgi Snær J. Kjeld, f. 7.3. 1995. Finnbogi ólst upp í Reykjavík. Hann hóf skólagöngu í skóla Ís- aks Jónssonar og eftir útskrift þaðan hóf hann nám í Austur- bæjarskóla. Þaðan lá leiðin í Menntaskólann við Reykjavík. Finnbogi tók virkan þátt í fé- lagslífi, bæði í grunn- og menntaskóla. Hann lék með leikfélaginu Herranótt og sat eitt ár í stjórn Herranætur. Hann hafði brennandi áhuga á ræðumennsku og tók þátt í MORFÍS af miklum krafti. Finn- bogi var í Tónmenntaskóla Reykjavíkur þar sem hann lagði stund á saxófónleik. Frá unga Elsku strákurinn minn … Þú kveiktir von um veröld betri mín von hún óx með þér. Og myrkrið svarta vék úr huga mér um stund, loks fann ég frið með sjálfum mér. Það er svo undarlegt að elska – að finna aftur til. Að merkja nýjar kenndir kvikna, að kunna á því skil hvernig lífið vex og dafnar í myrkrinu. Að hugsa um þig hvern dag, hverja nótt er skylda sem ber umbunina í sjálfri sér. Þitt fyrsta bros, þín fyrstu skref, þín fyrstu orð. Þín fyrstu tár, þín fyrsta sorg, þín fyrsta hrösun. Þín fyrsta ást, þinn fyrsti koss, þín fyrstu ljóð. Mér finnst þú munir fæða allan heiminn alveg upp á nýtt. (Ólafur Haukur Símonarson Gunnar Þórðarson) Þú verður aldrei tabú en leið- ina sem þú valdir má aldrei upp- hefja. Ég trúi því að þér líði betur núna. Ég mun alltaf elska þig. Þín mamma. Elsku tvíburinn minn! Það er ekki oft sem mér er orða vant en nú virðast orð eitthvað svo lítil- væg. Orðin mín ná ekki yfir þá sorg sem hjarta mitt fann fyrir þegar mamma þín hringdi í mig og tilkynnti mér að þú værir dá- inn. Hvernig mátti það vera að þú hefðir valið að kveðja? Þú varst sannkallaður gleðigjafi alla tíð. Lund þín svo falleg og atferli allt. Ótrúlega heillandi töffari en samt svo viðkvæmur. Eitthvað sem þú varst ekki að bera á torg. Þú varst alla tíð réttlætissinni. Þú varst fyrsti strákurinn af barnabörnum mömmu og pabba og ég gleymi því seint þegar mamma þín tilkynnti afa þínum að þú ættir að bera nafnið hans. Stoltið í augum afa þíns leyndi sér ekki. Ja, þar til mamma þín nefndi seinna nafnið þitt. Fannar. Í huga afa þíns var þetta eitthvað sem gekk ekki alveg upp. Ragn- hildur mín, ætlarðu virkilega að kalla drenginn skafl, sagði hann við mömmu þína, tilbúinn að grínast með nafnaval foreldra þinna. Húmorinn hefur þú klár- lega fengið í arf frá afa þínum. En afi þinn lét ekki þarna við sitja og fann þér nafn sem hentaði honum vel og kallaði hann þig upp frá þessu Finnboga annan. Þú elskaðir tónlist og áttir auð- velt með að tjá þig í gegnum tón- list. Við elskuðum að keppa í hvað heitir lagið, hver er flytjandinn og í seinni tíð lagðir þú mig oftar en ekki að velli. Vitandi að það er ekki til tapsárri manneskja en ég. Börnin okkar Jóns, eins og flest börn sem umgengust þig, eiga fallegar minningar um þig. Alltaf varstu tilbúinn að detta í leik og skylmast eða hnoðast með frændsystkinum þínum. Nokkr- um vikum fyrir andlát þitt fórstu með þau og Fidel á Kaffibarinn og gafst þeim kakó með skrauti eins og Jón Þór litli orðaði það. En þú ert farinn og þú valdir leið sem ætti aldrei að vera í boði. Arnljót litla var síðast í gær að benda á mynd af þér og það er eins og hún skynji að þú sért ekki hérna lengur. Fyrir mér er þetta ennþá óraunverulegt. Ég horfi á mömmu þína og pabba, systkini þín, mága, frændur og frænkur og vini sem syrgja þig sárt. Skarðið sem þú skilur eftir þig er stórt. Við þig, Finnbogi minn, vil ég segja; þetta má aldrei vera val og við sem eftir sitjum þurfum að tryggja það að ástvinir okkar fái þá umönnun sem þeir þurfa til þess að þetta verði aldrei val þess sem kvelst af sálarangist. Ég segi eins og mamma þín: „Dauði þinn má aldrei verða tabú“. Umræðan er mikilvæg og þarf að heyrast. Elsku fallegi frændi. Ég sendi þér lag og spyr: Hvað heitir lagið og hver er flytjandinn? „Þú, þegar augu opnast. Þú, þegar hlátur berst um opnar dyr, einn nýjan dag og vekur mig. Þú, þegar augun skynja. Þú, þegar horfi ég um opnar dyr, einn nýjan dag og sé þig þar.“ (Egill Ólafsson) Ég elska þig, Þóra. Finnbogi var vinur í raun. Við hittumst fyrst í Austurbæjar- skóla en kynntumst fyrir alvöru á göngum okkar um bæinn. Fyrst um sinn voru það hundarnir okk- ar sem drógu okkur út úr húsi en fljótlega urðu göngurnar að grundvelli einstakrar vináttu sem stóðst tímans tönn. Á menntaskólaárunum fórum við hvor í sína áttina en þótt þær leiðir þræddu lönd og höf þá skildu þær okkur aldrei að. Tryggð Finnboga gerði vega- lengdir að engu og fyrir vikið varð hann órjúfanlegur hluti af öllu mínu lífi. Það var Finnbogi sem huggaði mig eftir mína fyrstu ástarsorg, hann sem las yf- ir allar ritgerðirnar mínar og stappaði í mig stáli þegar ég tap- aði áttum. Sama hvað það var þá var Finnbogi alltaf tilbúinn til að hlusta og hjálpa. Slík tryggð er fágæt. Þegar leiðir okkar lágu saman nýttum við tímann okkar vel. Það er til marks um lífsgleði Finn- boga að ferðir okkar enduðu allt- af í eftirminnilegum ævintýrum. Saman klöngruðumst við upp á toppinn á Stapafelli, villtumst í Eilífsdal, syntum í sjónum við Newquay, gengum út af kortinu á St. Ives og fórum á rúntinn frá Köben til Barcelona. Það er ósanngjarnt að minn- ingarnar fái ekki að verða fleiri að sinni en Finnbogi mun alltaf verða hjá mér í öllu því sem hann kenndi mér. Hann vildi alltaf það besta fyr- ir vini sína og hann var ófeiminn að deila gleði sinni og áhuga. Þannig gaf hann lífi mínu lit sem mun aldrei mást út. Ég mun muna eftir Finnboga með hverj- um góðum kaffibolla og hverri góðri bók, í hvert sinn sem ég kasta frisbí og í hvert sinn sem ég fer út að dansa, í hvert sinn sem ég hugsa um galdra. Takk fyrir leikinn, Finnbogi, hann verður aldrei eins án þín. Þorsteinn Cameron. Þú varst ekki bara klár, heldur svo miklu meira. Þú varst hávax- inn, myndarlegur og það geislaði af þér, með útlimi sem þú virtist geta teygt út í hið óendanlega. Ég get ekki hætt að hugsa um ykkur Hebu dansa við lagið Wut- hering Heights með Kate Bush. Þið Heba áttuð þennan dans og það var stórkostlegt að fylgjast með ykkur. Þessi dans var tekinn við hvert tækifæri sem og öll önn- ur dansspor úr smiðju ykkar systkina. Ég og Gylfi, strákurinn minn, kynnumst þér árið 2010. Þú tókst okkur strax svo vel og frá fyrsta degi varstu svo góður við Gylfa. Þú fórst með hann reglulega í bíó, á kaffihús og þið bræður nutuð þess í hvert skipti að æsa hann upp með kítli, ritvélum og öðrum fíflagangi sem Gylfi minn virtist þrífast á. Hann hefur alltaf litið upp til ykkar bræðra og fundist þið vera rosalega flottir frændur. Þú gast svo auðveldlega skemmt öllum og látið þeim líða vel í kringum þig, hvort sem það var með dansi, söng eða aula- bröndurum ykkar Hauks. Þið vissuð hvað ég hafði lítið gaman af þeim og þið gerðuð þar af leið- andi enn meira úr hverjum ein- asta þeirra. Þú sérstaklega lést þá dragast á langinn þar til öll fjölskyldan var farin að taka und- ir og allir fóru að koma með hug- myndir að nýjum og vönduðum aulabröndurum. Ragnhildur, móðir þín, varð fimmtug á síðasta ári og það var ákveðið að fjölskyldan færi öll saman til Parísar og þaðan var keyrt yfir til Ítalíu, nánar tiltekið San Remo. Þessi ferð var frábær í alla staði en það er svo merki- legt hvað litlu hlutirnir verða minnisstæðir. Þegar ég hugsa til þessarar ferðar þá er það dag- urinn í San Remo með ykkur bræðrum og Gylfa, stráknum mínum, sem stendur upp úr. Við ákváðum að synda í ísköldum sjónum og þar var aðeins einn annar furðufugl svamlandi. Við grófum Gylfa í sandinn og gáfum honum vegleg brjóst og mjúkar línur og því næst um- breyttum við Helga í stóran og æðaberan lim þar sem höfuð hans kom upp úr þeim mikilfenglega kóngsins drjóla með hippagler- augu og sítt hár. Ég tók af þessu sköpunarverki endalaust margar myndir til minningar um skemmtilegan dag áður en ég skellti mér svo út í sjó- inn á ný með símann í vasanum. Þessar skjalfestu minningar hurfu í þessari sundferð en dag- urinn mun lifa um ókomna tíð líkt og svo margar aðrar dásamlegar stundir sem ég fékk að upplifa með þér og fjölskyldu þinni. Þar sem við Heba erum mjög samstiga þá kom aldrei neinn annar til greina en þú sem veislu- stjóri í brúðkaupinu okkar. Þitt hlutverk var ekki mikið planað því við vissum að það sem þú tek- ur að þér gerir þú vel. Við Heba erum þér svo þakklát fyrir alla hjálpina. Það var ómetanlegt að hafa þig þar og vera umvafin fjöl- skyldum okkar beggja, vinum og okkar nánasta fólki í næstum þrjá daga. Þessi dagur mun minna mig á þig og hvað ég er heppinn að hafa eignast systur þína sem á svo margt í þér og þú í henni. Við göngum saman þessa grund, um garða fagra og ljóta. Lífið er ein ljúfsár stund, sem við sameinumst um að njóta. Sakna þín. Halldór Sturluson. Sumrinu 2006 munum við aldr- ei gleyma. Þá fór þessi hópur í ungmennaskiptaferð til Finn- lands, fyrri af tveimur. Hópur sem Finnbogi var svo mikilvægur hlekkur í og er enn. Við minnumst Finnboga sem góðs og fallegs drengs þar sem gleðin og húm- orinn voru aldrei langt undan. Við minnumst allra yndislegu stundanna í Finnlandi, Englandi og hér á Íslandi. Ógleymanlegt er matarboð sem Finnbogi hélt fyrir okkur á Grettisgötu, þar sem við borðuðum dýrindismat og sátum út á palli framundir morgun. All- ar þessar minningar munu ylja okkur um hjartarætur um ókomna tíð, sérstaklega á þessari stundu. Elsku Finnbogi, við erum svo þakklát fyrir að hafa átt þig að sem vin. Þú varst einstakur vin- ur, hjartahlýr og heill í gegn. Hafðu þökk fyrir allt, elsku vinur okkar. Megi stjörnurnar skína sem skærast til heiðurs þér og lýsa okkur áfram veginn. Þínir Finnlandsfarar, Aldís Björk, Eva, Guð- mundur, Gunnar Ingi, Hall- dór, Hildur, Kolfinna, Óli Björn, Sigríður, Snærós, Steiney, Sunna Sasha, Unn- steinn Manuel og Þórður. Það er með mikilli sorg sem ég kveð kæran vin. Finnbogi var klár, góður, skemmtilegur og yndislegur drengur. Hans verður sárt saknað af svo mörgum. Ég er þakklát fyrir margar góðar minningar með honum sem ég mun geyma vel. Við kynntumst í gegnum sameiginlegan áhuga á kaffi og kaffimenningu og áttum margar góðar stundir þar sem við ræddum heima og geima. Finnbogi hafði stórt hjarta og góða sál og átti marga góða vini sem elskuðu hann. Ég vil senda fjölskyldu hans mínar dýpstu samúðarkveðjur og vona að þau finni styrk til að tak- ast á við þennan mikla missi. Jónína Soffía Tryggvadóttir. Finnbogi Fannar Jónasson Kjeld Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, DAGMAR CLAUSEN, lést þann 29. október síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Jarðarför verður auglýst síðar. . Anna María Þórðardóttir, Ragnar Jóhann Jónsson, Guðmundur Þórðarson, Margrét Linda Þórisdóttir, Þórður Clausen Þórðarson, Anna Stella Snorradóttir, börn og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, JÓN ÖRN ÁMUNDASON framkvæmdastjóri, lést á nýrnadeild Landspítalans mánudaginn 31. október. Útförin verður auglýst síðar. . Erna Hrólfsdóttir, Fanney Birna Jónsdóttir, Andri Óttarsson, Hrólfur Örn Jónsson, Hildur Guðný Káradóttir. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA BERGLJÓT KARLSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eiri laugardaginn 29. október. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 4. nóvember klukkan 15. . María Finnsdóttir, Bragi Ólafsson, Ingibjörg Finnsdóttir, Sigurlaug Finnsdóttir, Guðmundur Guðbjörnsson, Finnur Magnússon, Ágústa Gústafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku mamma, það eru ekki til orð sem lýsa því hvað ég á eftir að sakna þín mikið, sakna þess að kíkja við í kaffi og spjall, Helga Tryggvadóttir Stolzenwald ✝ HelgaTryggvadóttir Stolzenwald fædd- ist 29. nóvember 1954. Hún lést 15. október 2016. Útför hennar fór fram 25. október 2016. knúsa þig og dást að öllum flottu verkun- um þínum, sem spruttu fram dag eftir dag enda varstu sannarlega listamaður af Guðs náð. Það verður svo skrítið á jólunum að fá þig ekki yfir til okkar í mat og geta ekki tekið upp tólið og hringt í þig en sá tími sem við áttum saman og öll fjölskyldan var mjög dýrmætur og ég er mjög þakklát fyrir öll þau ár og allar okkar minningar. Lífið var þér ekki alltaf auðvelt en þú gast alltaf séð fram úr erf- iðleikum með jákvæðni að vopni, þetta reddast, var oft viðkvæðið, og einhvernveginn var það þann- ig að ef þig vantaði eitthvað þurftir þú bara að hugsa um það og trúa því að það reddaðist og þá birtist einhver með akkúrat það sem þig vantaði. Þú trúðir alltaf að allt færi vel á einn eða annan hátt og að allt reddaðist. Miðað við það hvað þú varst orðin veik en samt á fullu að vinna í garð- inum og sinna daglegum störfum alveg fram á það síðasta er ekki hægt að segja annað en að þú sért heppin að vera komin á ann- an fallegan stað, fullan af blóm- um og fegurð, laus við allar þján- ingar þessa lífs. Guð geymi þig og vaki yfir þér, elsku mamma mín. Við hittumst seinna, við pössum hvert annað, við sem eftir sitjum og yljum okkur við fallegu minn- ingarnar um þig. Þín dóttir Helena.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.