Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 ✝ Sigurður Vil-helm Garðars- son fæddist í Mið- húsi í Þórkötlu- staðarhverfi, Grindavík, 17. febrúar 1934. Hann lést á dvalar- og hjúkrunar- heimilinu Horn- brekku 22. október 2016. Foreldrar hans voru Garðar Sigurðsson, f. 2.8. 1911, d. 25.8. 2002, og Jóhanna Petrúnella Vilhjálmsdóttir, f. 29.8. 1917, d. 13.10. 2002. Sig- urður var elstur fimm systkina, sem eru Ingibjörg Garðarsdótt- ir, f. 4.11. 1935, Jóhanna Garð- arsdóttir, f. 10.8. 1940, Bjarni Kristinn Garðarsson, f. 5.3. 1943, Ester Garðarsdóttir, f. 30.12. 1947, Eygló Garðars- dóttir, f. 25.9. 1960. Sigurður kvæntist 17. júní 1956 Brynhildi Ingibjörgu Vil- hjálmsdóttur, f. 1.10. 1933, d. kona Unnur Guðjónsdóttir, bú- sett erlendis og eiga þau eiga einn son. Auk þess á Hjalti þrjá syni fyrir. Sigurður ólst upp í foreldra- húsum en fór snemma að vinna fyrir sér. Byrjaði að róa á ára- bát frá Þórkötlustaðarhverfi um fermingu og reri á ýmsum bátum gegnum tíðina með mörgum af aflasælustu skip- stjórum í Grindavíkur. Árið 1959 lauk hann vélstjóramennt- un. Var vélstjóri á Mána GK 36 1960-61, Hrafni Sveinbjarnar- syni II GK 10, 1961-66, Sigfúsi Bergmann GK 38, 1966-67, Hrafni Sveinbjarnarsyni III GK 11, 1967-71. Rak Helganes hf. sem gerði út Gísla lóðs GK 130 ásamt félögum sínum 1971- 1981. Var síðan 21 ár vélstjóri á Hrungni GK 50 sem var í eigu Vísis hf. í Grindavík. Árið 2004, eftir 51 árs farsælan feril á sjó, fékk Sigurður heiðursorðu sjó- mannadagsráðs Grindavíkur. Eftir það starfaði hann sem vél- gæslu- og eftirlitsmaður með bátum Vísis hf. til ársins 2009 er hann settist í helgan stein. Útför Sigurðar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 2. nóvember 2016, og hefst hún klukkan 14. 7.4. 2011, frá Brandaskarði í A- Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Benediktsson, f. 7.4. 1894, d. 21.10. 1955, og Jensína Hallgrímsdóttir, f. 4.10. 1892, d. 7.2. 1963. Börn þeirra eru: 1. Vilhjálmur, f. 13.9. 1956, maki Helena Reykjalín Jónsdóttir, búsett í Ólafsfirði. Þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. 2. Jens, f. 20.9. 1959, búsettur í Grindavík, Hann á fjögur börn og fimm barnabörn. 3. Garðar Hallur, f. 11.11. 1963, maki Þóra Kristín Sigvaldadóttir, búsett í Reykjavík. Þau eiga tvo syni. 4. Jóhanna Harpa, f. 7.12. 1965, maki Kristján Steingrímsson, búsett í Mý- vatnssveit og þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. 5. Hjalti Páll, f. 25.10. 1971, sambýlis- Elsku afi, mikið þykir mér sárt að hugsa til þess að heyra ekki í þér aftur. Ég veit þó að núna líður þér vel og ert kom- inn til ömmu. Mér þykir svo vænt um að hafa getað komið norður til þess að kveðja þig, þó svo ég væri ekki tilbúin til þess að sætta mig við það að þú vær- ir að fara frá okkur, en ég veit að þú kvaddir sáttur. Eftir að þú kvaddir fórum við frænk- urnar uppá Hornbrekku um kvöldið og eyddum góðum tíma þar hjá þér og fannst mér það dýrmæt stund. Ég bar alltaf svo mikla virðingu fyrir þér, meiri en nokkrum öðrum enda varstu stórglæsilegur, góður og flottur maður. Síðan ég var lítil þá man ég alltaf hvað mér fannst þú og amma virðuleg hjón. Þið voruð alltaf fín og heimilið ykkar hlý- legt. Öll ferðalögin sem ég fór með ykkur ömmu í þegar ég var lítil, þeim gleymi ég aldrei. Það var alltaf gaman að fara með ykkur, aftur í var búið að græja sæng og kodda fyrir mig og svo sögðuð þið mér skemmtilegar sögur frá gömlu tímunum alla leiðina. Þú varst mikill bílakarl og man ég að það var smákúnst að fara inn í bílana þína því það mátti alls ekki stíga á listana á leiðinni inn og sömuleiðis að passa listana á leiðinni út. Eftir að amma kvaddi þá breyttist samband okkar, við urðum nánari og töluðum meira saman þó að oft á tíðum værir þú nú alls ekki ræðinn. Okkur fannst gaman að því þegar þú fórst að koma í kvöldmat til okkar og varst nú svolítið hissa á þessum nútímamat sem ég elda, eins og t.d. pítu, þú baðst mig vinsamlegast um að sýna þér hvernig í ósköpunum ætti nú að græja það. Eftir að þú fluttir norður urðu samskiptin minni og þykir mér það svo leitt. Við hittum þig ekki oft en okkur þótti afar vænt um þau skipti sem við hittumst. Mér fannst svo gaman að sjá vænt- umþykjuna á milli þín og barnanna minna, enda spurðir þú í hvert einasta skipti sem ég talaði við þig hvernig gengi í skólanum hjá krökkunum og hvernig þau hefðu það. Þeim þótti svo vænt um langafa og sá ég að þau báru mikla virðingu fyrir þér líka. Við kveðjum þig með sorg í hjarta en jafnframt miklu þakk- læti fyrir að hafa átt þig að í lífi okkar. Núna ertu kominn á góð- an stað og ég veit að amma hef- ur tekið vel á móti þér. Blessuð sé minning þín, elsku afi okkar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (Hallgrímur Pétursson) Hvíldu í friði, elsku afi, þú átt stóran stað í hjarta okkar. Við elskum þig og söknum þín. Jenný, Patrekur Ívar og Antonía Björk. Mig langar að kveðja Sigurð Vilhelm Garðarsson með nokkr- um orðum. Ég kynntist Sigga afa, eins og við kölluðum hann alltaf okk- ar á milli, fyrir rúmlega 20 ár- um en við urðum ekki nánir fyrr en Siggi flutti á Horn- brekku. Þegar ég heimsótti Sigga þar gátum við talað um allt á milli himins og jarðar en oftar en ekki barst talið að sjón- um. Ég þurfti ávallt að hafa allar aflatölur á hreinu þegar ég kom í land og heimsótti Sigga, því hann vildi vita hve mikið var veitt í hvert sinn og af hvaða tegund. Það kom fyrir að við fórum inn á Akureyri til læknis og þá var tekinn bryggjurúntur eftir hverja ferð, við kíktum í leiðinni á bílasölur og gerðum einu sinni það vel við okkur að borða á Bautanum. Á þessum stundum áttum alltaf gott spjall á leiðinni heim aftur. Við fórum nokkrar ferðir yfir á Siglufjörð, þá þótti okkur gott að koma við í bakaríinu og fá okkur vínarbrauð og kaffi. En segja vil ég að þú varst gull af manni og tókst mér allt- af vel þegar ég kíkti í heimsókn til þín, Siggi minn, þó þér liði ekki alltaf vel þá var samt oft- ast stutt í brosið hjá þér. Mikið á ég eftir að sakna spjallsins okkar en ég veit að þú ert kom- inn á góðan stað og með sökn- uði og virðingu vil ég þakka fyr- ir þann tíma sem við áttum saman. Kæru Vilhjálmur, Jens, Harpa, Hjalti og önnur skyld- menni, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðarkveðjur. Þröstur Björnsson. Sigurður Vilhelm Garðarsson ✝ Sigríður Ein-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 28. maí 1932. Hún lést eftir stutta legu á líknardeild Land- spítalans 19. októ- ber 2016. Sigríður var dóttir hjónanna Guðbjargar Jónsdóttur, f. á Eystri-Lofts- stöðum, Gaulverjabæjarsókn 22.8. 1891, d. 18.1. 1982, og Ein- ars G. Guðmundssonar, f. í Eyði- Sandvík í Kaldaðarnessókn 12.11. 1893, d. 9. 10. 1984. Sig- ríður var yngst í systkina- hópnum sem taldi auk hennar bræðurna Guðmund, f. 25.12. 1924, kvæntur Hönnu Ragnars- dóttur, látin. Jón Þorbjörn, f. 30.8. 1926, d. 24.2. 2016, kvænt- ur Gyðu Áskelsdóttur, látin, og Harald, f. 8.8. 1927, d. 13.7. 2007. Þann 7.8. 1953 giftist Sigríð- ur Stefáni Trjámanni Tryggva- syni, f. á Akureyri 2.6. 1933, d. 22.10. 2001 en leiðir þeirra lágu saman á Akureyri þar sem Sig- ríður sótti nám í Húsmæðra- skóla. Þau slitu hjúskap sínum árið 1999. Hann var sonur 10.10. 1996. 3. Erna, þroska- þjálfi og fjölskylduráðgjafi í Reykjavík, f. 25.5. 1957, m. Hrafn Hilmarsson verkfræð- ingur, f. 7.7. 1959. Hann á fjórar dætur. Börn Ernu og Jóns H. Sveinssonar: a) Örn Hermann, f. 21.6. 1980, kvæntur Rebekku Hilmarsdóttur. b) Jóhann Ás- geir, f. 4.4. 1984, d. 30.7. 2000. 4. Guðbjörg Sigrún, sjúkraliði á Selfossi, f. 11.7. 1964, m. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn. Þeirra börn eru: a) Hjalti Rúnar, f. 17.9. 1987, unnusta Arna Steinarsdóttir, b) Tryggvi Hjörtur, f. 3.4. 1992, unnusta Ír- is Alma Össurardóttir og eiga þau eina dóttur. c) Árný Odd- björg, f. 28.12. 1996, unnusti Arnar Bjarki Sigurðarson. Þau Sigríður og Stefán hófu sinn búskap á Jaðri við Reykja- vík, þar sem rekinn var heima- vistarskóli, en fluttu þaðan á Álfhólsveg 89 í Kópavogi og síð- ar að Kjarrhólma 22 þar í bæ. Á unglingsárum vann Sigríður m.a. í Leðuriðjunni en lengst af vann hún í Dósagerðinni í Kópa- vogi. Auk þess, að aukastarfi, við ræstingar á Heilsuverndar- stöðinni í Reykjavík en starfs- ævinni lauk hún í mötuneyti Landspítalans. Síðustu árin bjó Sigríður í Hamraborg í Kópa- vogi og undir það síðasta á hjúkrunarsambýlinu að Roða- sölum 1 í Kópavogi. Útför Sigríðar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 2. nóvember 2016, klukkan 13. hjónanna Tryggva Stefánssonar, skó- smiðs á Akureyri og bónda á Þrastar- hóli í Hörgárdal, f. 14.11. 1893, d. 11.3. 1983, og Sigrúnar J. Trjámanns- dóttur, f. 18.12. 1898, d. 23.06. 1965. Börn Sigríðar og Stefáns eru: 1. Einar rafvirkja- meistari í Kópavogi, f. 1.12. 1951, k. Hrönn Antonsdóttir, f. 5.7. 1950, þau skildu. Þeirra börn eru: a) Sigríður, f. 7.2. 1977. Hennar börn eru þrjú. b) Eyrún Björk, f. 31.8. 1980, gift Árna Jónssyni. Þau eiga þrjú börn. Fyrir á Hrönn dótturina Ágústu Jóhönnu Sigurjóns- dóttur, f. 4.12. 1969. Sambýlis- maður hennar er Helgi Guð- laugsson, hennar börn eru sex og hún á eitt barnabarn. 2. Tryggvi, skrifstofumaður í Kópavogi, f. 22.9. 1954, k. Margret Gunnarsdóttir Flóvenz endurskoðandi, f. 14.8. 1959. Þeirra börn eru: a) Birgir, f. 27.7. 1979, giftur Ýri Geirs- dóttur. Þau eiga tvo syni. b) Hildur, f. 24.6. 1981. c) Unnur, f. 18.2. 1988, og d) Sólrún Lára, f. Glaðlyndi, þrautseigja, svart- ur húmor, tryggð, smitandi hlátur, dugnaður og æðruleysi eru orð sem koma mér í hug þegar ég minnist móður minn- ar. Eiginleikar sem einkenndu hana og hún nýtti vel í gegnum skin og skúrir lífsins. Mamma var ekki manneskja margra orða, sérstaklega ekki þegar ræddar voru tilfinningar eða líðan en hún veitti nærveru og skilning á sinn sérstaka hátt. Ég fluttist ung vestur á firði og stofnaði þar fjölskyldu. Vegna fötlunar yngri sonar míns, Jóhanns, þurfti ég mikið að sækja suður. Oftast hélt ég til á heimili foreldra minna en þar vann mamma öll heimilisverkin eins og húsmæður af hennar kyn- slóð gerðu gjarnan. Þetta gerði hún auk þess að vinna fulla vinnu utan heimilis. Í þessum heimsóknum okkar mæðgina sem gátu verið frá viku upp í tvo til þrjá mánuði ef því var að skipta þá passaði mamma upp á að ég þyrfti ekki að vera að vasast í neinu nema sinna drengnum. Þau skipti sem Jóhann lá á sjúkrahúsum kom hún í heim- sókn hvern einasta dag og allt- af gátu þau, tvö mamma og hann, fundið sér eitthvað til að grínast með og hlæja að, en húmor þeirra var mjög líkur og oft á tíðum beittur en þaðan komu orðatiltæki sem oft voru notuð síðar eins og: „Þetta er vont en það venst“, „Fúlt, en skítt með það“. Lengst af bjuggu foreldrar mínir í íbúð á fjórðu hæð í lyftulausri blokk. Oft var þungt að rogast með poka upp hæð- irnar. „Guð blessi stigana“ var algengt að heyra mömmu segja í gamansömum tón þegar við vorum að þramma upp stigana saman klyfjaðar pokum og hjálpandi Jóhanni sem átti erf- itt með að ganga þá. Þegar Jóhann lést nokkuð skyndilega 16 ára gamall kom mamma vestur og var hjá mér í margar vikur eða þar til ég sagði henni að nú væri kannski orðið tímabært að hún færi. Þá, líkt og áður, gekk hún í verkin og var til staðar en hafði ekki um það mörg orð. Að missa barnið sitt er eitt- hvað sem enginn getur skilið til fulls nema hafa reynt sjálfur. Í langan tíma hringdi mamma hvern einasta dag til að vita hvort það væri í lagi hjá mér. Þetta gerði hún án þess vera í einhverri tilfinningaumræðu. Hún tók bara stöðuna á sinn hátt, veitti skiling og stuðning þannig að mér fannst hún oftar en ekki skilja mig best allra. Um aldamótin 2000 flutti mamma í Hamraborgina. Þar átti hún góða daga í mörg ár. Eignaðist nýjar vinkonur og var í meiri samskiptum við gamlar. Hún stundaði félagsstarf aldraðra í Gjábakka. Fór að prjóna og sauma út, konan sem alltaf hafði haldið því fram að hún væri með þumalputta á öll- um. Fyrir nokkrum árum fór að bera á minnisleysi og hæfni hennar til að annast sig sjálfa fór dvínandi. Eftir að hafa ver- ið í dagdvöl í Roðasölum 1 í nokkurn tíma flutti hún hjúkr- unarsambýli á sama stað. Þar naut hún einstakrar umhyggju og umönnunar sem við fjöl- skyldan erum afar þakklát fyr- ir. Ég kveð mömmu nú með söknuði um leið og ég er þakk- lát fyrir að hún þurfi ekki leng- ur að þjást í veikum líkama. Ég lýt höfði og segi takk fyrir mig í dýpstu og fallegustu merk- ingu þeirra orða. Erna. Snemma í haust var ljóst að dögum mömmu færi að fækka með okkur. Ég minnist hennar fyrst og fremst sem þrautseigrar hvunndagshetju sem eins og svo margar konur af hennar kynslóð var hvorki með víl né væl þó blési á móti. Þess utan var húmorinn hennar helsta að- alsmerki, hárfínn og á köflum beittur. Mamma talaði stundum um fæðingu mína, örverpisins, en henni þótti fæðingin ganga mjög illa, tók heila sex klukku- tíma á móti klukkustundarfæð- ingu frumburðarins þrettán ár- um áður. Á þeim tíma var fjölskyldan nýflutt í Kópavog- inn. Mamma bjó því í Kópavog- inum í 53 ár. Hún var ekki mik- ið fyrir að tala um sjálfa sig hún mamma og ef ég spurði hana einhvers frá liðinni tíð svaraði hún gjarnan: „Æ ég man það ekki, það er svo langt síðan.“ Frá því ég man eftir mér var mamma útivinnandi, lengst af á tveimur stöðum frá morgni til kvölds og ferðamátinn var með strætó. Þá tóku heimilisstörfin við. Samneyti pabba við Bakkus bætti svo oftar en ekki um bet- ur við verkefnin heima fyrir. En með húmorinn og jafnaðar- geð að vopni tókst henni að stíga ölduna. Hún átti afar gott samband við Halla heitinn bróður sinn og þau voru hvort öðru mikill félagsskapur og stuðningur. Mamma og pabbi komu oft til okkar meðan við bjuggum á Ísafirði. Við töluðum svo saman í síma þess á milli og frægt er orðið þegar hún hringdi eitt sinn og spurði frétta. Allt gott, var svarið, en hjá þér? Bara ágætt, ég hringdi nú bara til að segja þér að þú ættir móður á lífi! Henni fannst þá orðið frekar langt milli símtala og sendi þessa hárfínu áminningu! Til- svörin hafði hún oft á reiðum höndum með blöndu af tilsögn og glettni. „Án þess að mér komi það við eða ætli að skipta mér af, þá finnst mér nú samt að þú ættir …“ voru iðulega ummæli mömmu ef hún hafði einhverjar athugasemdir um ákvarðanir okkar. En hennar líðan og óskir voru sjaldan í forgangi. Sem minnst átti fyrir henni að hafa og ef hún var lasin á efri árum sínum þá var það bara leti og lækna vildi hún sem minnst tala við. Við starfslok flutti mamma í Hamraborgina. Þar átti hún ljúf ár og fór að gefa sér tíma fyrir sjálfa sig. Fyrir fáum ár- um fór að bera á minnisleysi hjá mömmu og síðustu tvö árin bjó hún í hjúkrunarsambýlinu í Roðasölum 1. Þar naut hún ein- stakrar umhyggju sem ber að þakka. Ég á eftir að sakna hennar mömmu en er um leið þakklát. Þakklát fyrir öll árin og minn- ingarnar, hlýjuna og umhyggj- una og allt sem hún gaf. Lífsgátan er stundum stríð, stundum góð og stundum blíð. Stundum bros og stundum tár, stundum ljúf og stundum sár. (HZ) Guðbjörg Sigrún. Sigríður Einarsdóttir Eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, AÐALSTEINN HARALDSSON, lést á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi þann 21. október. Útförin fór fram í kyrrþey þann 28. október. . Ester Óskarsdóttir Kristín Aðalsteinsdóttir Lena Gunnlaugsdóttir Óskar Aðalsteinsson Ester Ósk Óskarsdóttir Haraldur Aðalsteinsson Aðalsteinn Haraldsson Haraldur Már Haraldsson Hugrún Eva Haraldsdóttir Arnar Óli Rakel Irma Viktoría Ósk Tinna Guðrún og Heiða Kristín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.