Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 Við fyrstu áheyrn var tilfinn-ingin fyrir kammer-kórnum Hymnodíu sú aðsönghópurinn virtist langt að kominn, í merkingunni framandi því Akureyri er ekki beint langt und- an höfuðstaðnum. Um síðustu helgi bauð kórinn upp á tónleika með efn- isskrá af nýjum hljómdiski sínum, Kveldúlfur. Stór kristallsjósakróna hékk í blökk fyrir miðju rými, hráum stórum geymi sem kallast Hlaðan er bauð upp á fyrirtaks hljómburð fyrir allskonar tilraunamennsku. Það býr greinilega mikil elja að baki þessara verka Hymnodiu-liða. Útkomuna mætti kalla umhverfis- verk þar sem reynt er að fanga rým- ið; beður, plássið yfir í víðáttur norð- ursins, einskonar rúmelsi sem inntak tónlistar og tilveru. Verkefnið hófst fyrir ári með upptökum í ís- köldu rými gamallar síldarbræðslu Kveldúlfs hf. á Hjalteyri við Eyja- fjörð. Andi staðanna, það er beggja hljómleikasala, er umfram allt lát- laus og afslappaður; leikur með sjón, heyrn og snertingu, hita og kulda líkt og stóð í efnisskrá. Einnig andi Thors Jensen athafnaskálds sem var höfundur og upphafsmaður bæði Hjalteyrar og Korpúlfsstaða. Verkunum á dagkrá mætti lýsa sem angurværum kvöld- og nætur- ljóðum. Tónlistin varð að sameigin- legum bræðing þeirra sem búa undir himnafestingu norðurhjarans. And- stæðum var teflt saman, dúr og moll hljóðheims okkar og hljóðheims Sama sem er nær náttúruhljóðum, í leit er sefar og opnar gáttir. Eyþór Ingi sat miðlægt við gamalt, fót- stigið stofuorgel og stjórnaði. Þjóð- lög frá Íslandi, Noregi og Svíþjóð flæddu saman við jojk-söng Ullu frá Finnmörku; jojk um úlfana, jojk sem hylling til norðurljósanna. Þessi ein- staki hljóðheimur dró upp sterk hughrif sameiningar, fjölskyldu og alþýðu-. Bárujárn var strokið, fókus komst á kreik; sálmurinn Ljósfaðir rann inn í jojkið Biegga um vindinn, blásið var í orgelpípur úr viði í Ég er að byggja og kvöldbænin Ned i ves- ter varð að seiðandi bræðing söngs, saxfóns og slagverks. Fjórir söngvarar skipa hefð- bundnar fjórar raddir kórsins, sam- tals sextán manns. Hymnodia hefur sinn eigin ósvikna tón en það var líkt og vantaði dash af kjötkrafti; söng- urinn var vissulega öruggur og jafn en án þess að beinlínis glansa. Það mætti ná fram betri blöndun milli radda sem virkuðu á stundum bernskar. Það var sungið meira í munnholi en sínusum þannig að nokkuð vantaði upp á víddir, yfir- tóna og glans svo stirndi verulega á. Þrátt fyrir það var söngurinn hlýr og hreinn, og um fram allt einlægur. Eyþór Ingi er greinilega mjög frjór tónlistarmaður sem treystir á eigið innsæi og næmi. Tónleikarnir voru einstaklega áhrifaríkir og eftir- minnilegir. Verkin sjálf lifa á disk- inum sem hefur yfir sér brag rann- sóknarferðar þar sem jafnt lög og hugtök eru tekin í sundur en fá að renna sinn eigin farveg að nýju. Hymnodia Borealis Hlaðan á Korpúlfsstöðum Útgáfutónleikar Hymnodiu bbbbb Jojk-söngur: Ulla Pirttijärvi. Saxófónar og flauta: Sigurður Flosason. Slagverk: Harald Skullerud. Kór: Hymnodia. Stjórnandi: Eyþór Ingi Jónsson. Útgáfu- tónleikar Hymnodiu á disknum Kveld- úlfi haldnir í Hlöðunni á Korpúlfs- stöðum laugardaginn 22. október 2015. INGVAR BATES TÓNLIST Ljósmynd/Daníel Starrason Áhrifaríkt „Tónleikarnir voru einstaklega áhrifaríkir og eftirminnilegir,“ segir í rýni um útgáfutónleika kammerkórsins Hymnodiu á Korpúlfsstöðum. Í Galleríi i8 við Tryggvagötu var í gær opnuð sýning með verkinu The History of the Typewriter recited by Michael Winslow (2009) eftir Ignacio Uriarte. Er þetta þriðja sýningin í röð fjögurra í galleríinu sem kallast 4 Parts Divided, en þar eru sýnd fjögur stór verk sem skipt hafa sköpum á ferli fjögurra ólíkra listamanna. Hvert verk er sýnt eitt og sér í tíu daga, áður en skipt er yfir í það næsta. Ignacio Uriarte vann áður fyrir sér við skrifstofustörf, og í verkinu kallar hann fram hljóðheim skrif- stofuumhverfis, eins og það kom fyrir á síðustu öld. Fyrst var tekið upp hljóðið í 62 ólíkum og misgöml- um ritvélum. Að því loknu lék leik- arinn Michael Winslow, sem þekkt- ur er úr Police Academy-- kvikmyndunum, úrval þessara hljóðdæma í réttri tímaröð. Hann er gæddur þeim hæfileika að geta leikið eftir næstum hvaða hljóð sem er með munninum og reisir ritvél- unum minnisvarða í hljóðum. Ritvélahljóðverk Ignacio Uriarte í i8 Birt með leyfi listamannsins og i8. Myndbandsverk Leikarinn Michael Winslow endurskapar ritvélahljóð. Dr. Stephen Vincent Strange slasast svo illa á höndum í bílslysi að hann verður ófær um framkvæmd skurðaðgerða. Til að leita sér lækninga heldur hann út í heim og hittir að lok- um "hinn forna" sem kennir honum að nota hendurnar og hæfileika sína á alveg nýjan hátt. Metacritic 74/100 IMDb 8,2/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00, 22.25 Sambíóin Álfabakka 17.30, 18.30, 20.00, 21.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 19.00, 20.00, 21.30, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 Doctor Strange Grimmd 12 Íslensk spennu- mynd sem segir frá því þegar tvær ung- ar stelpur hverfa sporlaust af leikvelli í Árbænum. Stúlk- urnar finnast látnar í Heiðmörk og rann- sókn í leit að sökudólgum fléttast saman nokkrar sögur. IMDb 5,8/10 Smárabíó 17.20, 19.30, 20.00, 22.20 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00 Jack Reacher: Never Go Back 12 Jack Reacher þarf að fletta ofan af stóru samsæri til þess að sanna sakleysi sitt IMDb 7,9/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 Eiðurinn 12 Þegar Finnur hjartaskurð- læknir áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu koma fram brestir í einkalífinu. Morgunblaðið bbbbb IMDb 7,7/10 Smárabíó 19.50 Ballett: Anastasia (Macmillan) Háskólabíó 19.15 The Girl on the Train 16 Rachel Watson fer á hverjum degi framhjá húsinu sem hún bjó í með eiginmanni sínum, sem býr þar enn, með nýrri eiginkonu og barni. Metacritic 47/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 22.20 Inferno 12 Laugarásbíó 22.30 Smárabíó 16.30, 19.50, 22.00, 22.30 Borgarbíó Akureyri 22.10 Bridget Jones’s Baby 12 Bridget Jones siglir inn í fimmtugsaldurinn . Metacritic 59/100 IMDb 7,4/10 Laugarásbíó 17.30, 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.40 Borgarbíó Akureyri 17.40 Deepwater Horizon 12 Myndin fjallar um atburðina árið 2010 á olíuborballi BP olíufyrirtækisins á Mexíkó- flóa. Metacritic 65/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Egilshöll 20.00 Sully 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 74/100 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.10 Masterminds David Ghantt keyrir um göt- urnar dag eftir dag og sér enga undankomuleið frá þessu leiðindalífi. Metacritic 47/100 IMDb 5,8/10 Smárabíó 19.50, 22.10 Háskólabíó 18.10, 21.40 Borgarbíó Akureyri 20.00 The Magnificent Seven 12 Metacritic 54/100 IMDb 7,2/10 Smárabíó 22.15 Middle School Metacritic 51/100 IMDb 5,8/100 Smárabíó 15.30 Eight Days a Week - The Touring Years Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 22.10 Heimili fröken Peregrine 12 Metacritic 53/100 IMDb 7,2/10 Smárabíó 17.10 Bíó Paradís 22.30 Storkar Metacritic 55/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 18.00 Sambíóin Kringlunni 18.00 Sambíóin Akureyri 18.00 Tröll Metacritic 45/100 IMDb 6,8/10 Laugarásbíó 18.00 Smárabíó 15.30, 17.45 Háskólabíó 18.10 Borgarbíó Akureyri 17.40 Pete’s Dragon Bönnuð yngri en 6 ára. Metacritic 71/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.50 Ransacked „Partíið. timburmennirnir. Rándýrin. Slagurinn. Úr- skurðurinn.“ Íslensku bank- arnir voru einkavæddir á ár- unum 2000-2003. Morgunblaðið bbbmn IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 20.00 Captain Fantastic Metacritic 72/100 IMDb 8,1/10 Bíó Paradís 22.00 Embrace of The Serpent Karamakate vinnur með tveimur vísindamönnum í leit að hinni heilögu plöntu. Bíó Paradís 22.00 Innsæi InnSæi býður áhorfendum í ferðalag inn í hulinn heim. Bíó Paradís 18.00 Child Eater Helen grunar ekki hversu hryllilegt kvöld hún á í vænd- um Bíó Paradís 20.00, 22.00 Fire At Sea Metacritic 85/100 IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 20.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.