Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Amerískirbílar Sími 4 80 80 80 2016 Suburban LTZ 7 manna bíll, fjórir kapteinsstólar, Blu Ray spílari í sætum, sóllúga og fl. 5,3L, V8, 355 Hö, 383 lb-ft of torque. 2016 Ford F-350 Lariat Með Ultimate- og krómpakka. Með sóllúgu og upphituð/loftkæld sæti, fjarstart og trappa í hlera. 6,7L Duramax Diesel ,440 Hö, 860 lbs-ft of torque. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Miklar breytingar hafa orðið á þjón- ustu við vita og vitaverði. Vegagerð- in annast reksturinn en áður rak Vitamálastofnun Íslands skip sem notuð voru til þess að þjónusta vita og færa vita- vörðum birgðir, og þegar mest var þurfti að fara á yfir 100 staði, í vita og bústaði. Sigurjón Hann- esson, fyrrver- andi skipherra hjá Landhelgis- gæslunni, var há- seti á vitaskipinu Hermóði á sjötta áratug liðinnar aldar, frá 1954-1958, og man vel þessa tíma. Hann rifjar þá upp í erindi á fræðslufundi Vita- félagsins, sem verður í Ægisgarði, Eyjaslóð 5, og hefst klukkan 20 í kvöld. „Sumarið var nýtt í þetta,“ segir Sigurjón um þjónustu Hermóðs, en á veturna sinnti skipið bátagæslu eða netagæslu á vegum Gæslunnar, gætti þess að bresku togararnir færu ekki í net íslensku bátanna og aðstoðaði þá síðarnefndu þegar eitt- hvað bjátaði á. Fjórir til fimm í burðinum Sigurjón segir að á vorin hafi ver- ið byrjað að flytja eldsneyti fyrir vitana. „Þetta voru frá sex og upp í 15 tonn af kolum á hvern stað og allt borið á bakinu,“ rifjar hann upp. Burðurinn var hásetanna fjögurra og einnig viðvaningsins, væri hann með. „Stýrimennirnir voru í bátnum að færa til pokana, þannig að við gætum tekið þá af borðstokknum,“ heldur hann áfram. Móðurbróðir Sigurjóns var stýri- maður á Hermóði. Eitt sinn lágu leiðir þeirra saman á Austfjörðum, þar sem Sigurjón bjó og var vél- stjóri á bát. Hann sagðist hafa áhuga á að reyna fyrir sér á Her- móði ef pláss losnaði. „Fyrir til- viljun losnaði pláss, hann hringdi í mig, við vorum nýhættir á síld og ekkert framundan svo ég fór yfir á Hermóð.“ Erfiðisvinna Sigurjón byrjaði að leysa af sem stýrimaður 1958, sumarið sem hann útskrifaðist frá Stýrimannaskól- anum, og réðst síðan til Gæslunnar, en eftir að Hermóður fórst með allri áhöfn árið eftir var hann eitt sumar á Mánatindi, sem var leigður í vita- flutninga þar til vitaskipið Árvakur kom 1962. Hann var hjá Gæslunni til 1987, byrjaði að leysa af sem skipherra 1967 og var skipherra frá 1972. Vitaskipið Hermóður var 208 tonna flutningaskip. Sigurjón segir að sumarvinnan hafi verið erfiðis- vinna. Ekki hafi aðeins þurft að bera kolin heldur einnig alla mat- vöru fyrir vitaverðina, byggingar- efni, búslóð, bæði húsgögn og skepnur, og gashylki. „Þessir flutn- ingar voru við alla vega aðstæður og þær fóru eftir vindáttinni,“ segir Sigurjón. „Lendingarnar voru líka mis- jafnar, það var lengur hægt að lenda í brimi á einum stað en öðrum.“ Gashylkin voru 115 til 117 kg og því ekki auðvelt að bera þau. „Stundum þurfti að fara með þessa stálhólka töluverðan veg, upp í fjall og alla vega,“ segir Sigurjón og bætir við að eftir að þyrlurnar komu til sögunnar hafi þær farið með hylkin á verstu staðina og það hafi verið gríðarleg breyting. „Sem bet- ur fer lögðust þessi vinnubrögð af. Áður en Árvakur kom var byrjað að skipta úr kolum yfir í olíu til húshit- unar og eftir að hann kom var hægt að dæla olíunni í land. Nú er þetta bara ein lítil rafhlaða og sólarsella.“ Vitaþjónusta við erfiðar aðstæður  Sigurjón Hannesson rifjar upp störf á vitaskipinu Hermóði fyrir margt löngu Erfiðisvinna Vitaskipið Hermóður var 208 tonna flutningaskip. Það fórst með allri áhöfn 1959. Þjóðræknisfélag Íslendinga efnir til fræðslufundar á morgun og verða flutt erindi um Omar Blondahl, út- varpsmann, söngvara og ævintýra- mann af íslenskum ættum og Guð- ríði Þorbjarnardóttur, þekktustu kvenpersónu í Vínlandssögunum. Fundurinn verður í Húsi atvinnulífs- ins, Borgartúni 35, og hefst kl. 16.30. Hulda Karen Daníelsdóttir ræðir um Omar Blondahl. Hann fæddist í Wynyard í Saskatchewan 1923 og gerði garðinn frægan á Nýfundna- landi, þar sem hann heillaðist af þjóðlagatónlist heimamanna og varð þekktur fyrir útbreiðslu og túlkun sína á henni. Ólíkar birtingarmyndir Framhaldslíf Guðríðar Þorbjarn- ardóttur – ýmsar sögur í þúsund ár, nefnist erindi Sigríðar Helgu Þor- steinsdóttur. Hún fjallar um ólíkar birtingarmyndir Guðríðar í skáld- skap og veruleika í 1000 ár. Í erindi hennar kemur fram að þær gefi mikilvægar vísbendingar um sam- tímann hverju sinni en jafnframt komi í ljós að Guðríður hafi bæði fyrr og síðar verið greind og túlkuð í ljósi kristinnar dýrlingahefðar. Ás- mundur Sveinsson gerði styttu af Guðríði 1938. Hún var sýnd á heims- sýningu í New York ári síðar og markaði tímamót í kynningu á Guð- ríði. Erindi um Guðríði og Omar Lionsklúbburinn Fjörgyn stendur fyrir tónleikum í Grafarvogskirkju í Reykjavík fimmtudagskvöldið 3. nóvember kl. 20. Ágóða af tónleikunum verður var- ið til að styrkja Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans (BUGL) og hefur félagið staðið fyrir slíkum tón- leikum undanfarin 14 ár. Þeir tónlistarmenn sem koma fram gefa vinnu sína. Hægt er að kaupa miða á tónleikana á vefnum tix.is en uppselt hefur verið undan- farin ár. BUGL-tónleikar í Grafarvogskirkju Sigurjón Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.