Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 Draugur á ferð Það var líf og fjör í Engidalsskóla í Hafnarfirði á hrekkjavökunni og spruttu fram verur í hrauninu og hlupu út um allar trissur. Brá þar meðal annars fyrir ógnandi draugum. Eggert Þannig ættu neyt- endur að spyrja, en gera það ekki af því að þeir átta sig ekki á að meira að segja hingað til Íslands eru fluttir inn farmar í þús- undum tonna af ís. Ís úr margendurunnu vatni sem hefur jafn- vel farið 25 sinnum í gegnum mannslíkam- ann og út í skolpið aftur. Ekki hafði ég hugarflug til þess að láta mér detta í hug að í verslunum í Reykja- vík væru innfluttir ísmolar til að kæla gosið og veisluföngin. Við Ís- lendingar eigum fágæt lífsgæði í hreinu vatni og hollum, lyfjalausum landbúnaðarafurðum. Við erum meðvituð um hreinleika búvara, kjötið laust við lyfja- leifar og dýrin okkar bíta gras sem vex und- ir sól og regni, engin lyfjamengun eða eitur- efni í jarðvegi. Bænd- urnir okkar eiga neyt- endamarkaðinn og frá þeim viljum þeir mat- inn sinn vegna gæða og öryggis. Enda eru þessi lífsgæði hluti af okkar sérstöðu, sem við erum öfunduð af og teljum kannski svo sjálfsagða að ekkert sé að óttast. En stundum vaða uppi menn sem fá að virðist hljómgrunn og tröllríða allri fjölmiðla umræðu að hér skuli allt vera frjálst og leyfilegt og gott ef þetta fólk skreytir sig ekki með orðinu að vera „frjálslynt.“ Þeir eru oft þessir frelsisberar eins og far- iseinn í Biblíunni sem barði sér á brjóst og þakkaði guði fyrir að hann væri ekki eins og aðrir menn. Þess- ir menn koma oft fram og telja hættulaust að flytja kjöt og land- búnaðarvörur inn til Íslands, enda eigi neytandinn að velja. Og hvers- vegna ætti neytandinn ekki sjálfur að velja sina ísmola, aðeins brot af mannréttindunum. Skora á Neytendasamtökin að grípa í taumana Margan manninn rak hinsvegar í rogastans þegar RÚV greindi frá því að í verslunum hér væru inn- fluttir ísmolar og þeir seldir grimmt og teknir fram yfir þá íslensku sem koma úr fjallavatninu tæra, enda þeir erlendu oft ódýrari og á betri stað í búðinni. Líffræðingur frá Landvernd kom fram í fréttinni og varaði neytendur við og undraðist fólskuna og kallaði þennan innflutn- ing „snargalinn,“ og minnti einungis á að kolefnissporin væru sennilega ekki reiknuð inn í verðið þegar skipin kæmu með ísfarmana að landi. Ísmolarnir voru m.a. sagðir koma frá Bretlandi og Bandaríkj- unum en oft er greint frá því að vatnið sem notað er í stórborgunum hafi farið aftur og aftur í gegnum klóakið þar, en hreinsað og gert drykkjarhæft aftur og aftur. Hvora ísmolana ætli Íslendingurinn myndi velja ef honum væri gerð grein fyr- ir upprunalandinu, að á bak við annan íspokann væri vatn úr hrein- um fjallalindum Íslands. En í hinum væri vatn, margendurunnið eftir að hafa farið í gegnum klóakið í fjar- lægri stórborg? Á dauða mínum átti ég von frekar, en að hingað væru fluttir ís molar erlendis frá í veislu- föngin, eða eins og fréttakonan sagði, engum dettur í hug að fara með kaffi til Brasilíu eða sand til Sahara, og við mætti bæta kjöt til Nýjasjálands eða lambakjöt eða skyr til Íslands. En svona er þetta, hingað til Íslands flytja þeir inn ís í viskíið og veisluföngin og gosdrykki barnanna. Mikið ofboðslega er frelsið magnað og misnotað. Ég skora á nýjan formann Neytenda- samtakanna, Ólaf Arnarsson, að fara yfir þessi mál og krefjast vott- unar og ærlegrar merkingar á upp- runalandinu. Eftir Guðna Ágústsson » Ís úr margendur- unnu vatni sem hef- ur jafnvel farið 25 sinn- um í gegnum manns- líkamann og út í skolpið aftur. Guðni Ágústsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. Frá hvaða landi eru ísmolarnir í glasinu þínu? Þegar fólk áttaði sig á því að veruleg hætta væri á því að önnur hrein og tær vinstri norræn velferðarstjórn væri í burðarliðnum með ófyrirsjáanlegum hroðalegum afleið- ingum fyrir land og þjóð þá hryllti það sig og saup hveljur og flykktist yfir til að- almóteitursins, Sjálfstæðisflokksins, og veitti honum brautargengi. Fólk vill nefnilega frekar hæfa og góða og gegna grímulausa mafíósa sem eru með spillinguna uppi á borðum held- ur en óhæfa vinstrisinnissjúka und- irförula svikula baktjaldamakkandi pukrara með allt sitt öfgafemínistakomma- lufsurétttrúnaðarruglumbull. Fátt um fína drætti Það fór því sem ég spáði að Sjálf- stæðisflokkurinn myndi verða sig- urvegari kosninganna og fá stjórn- armyndunarumboðið. Sem er gott, því fjölmargt giftusamlegt hefur hann gert á þessu kjörtímabili. Bjarna Ben hlýtur að takast að baka og skreyta þokkalega stjórn. Ólík- legt að hann bíði í of- væni eftir því að hefja viðræður við Vinstri græningja og gera Steingrím J. að fjár- málaráðherra. Hann hlýtur að horfa í aðrar áttir þegar kemur að því að finna heppilega samstarfsfélaga. Bensi frændi, formaður Við- rekstrar, hlýtur að koma til álita svo og þau í Bjartri framtíð þó svo að enginn viti fyrir hvað þau standa og síst þau sjálf, nema hvað þau segjast vilja iðka öðruvísi stjórnmál sem þau gera ekki, og stilla einhverjar klukkur, sem þau gera ekki heldur. Virðast vera soldið á eftir tímanum. Jú og svo vilja þau að Íslendingar verði orðnir 800 þúsund árið 2050. Semsé no borders-stefnan. Nema að þau séu sjálf svona afkastamikil. Efast um að Bjarni kippi Framsókn inn á völlinn því flokkurinn var eiginlega baulaður út af í kosningunum. En aldrei að vita. Ég veit um fjölmarga sem hættu við að kjósa Framsókn eftir að Sigmundi Davíð var dúndrað úr formannsstólnum með svindli og svínaríi. Ekkert smáræðis magn af hnífasettum og kjötsöxum sem sá góði drengur hefur í bakinu. Það er slæmt að Simbi skuli vera úti í kuld- anum því hann stofnaði ekki bara Wintris heldur gerði hann marga aðra góða hluti fyrir land og lýð sem ber að þakka. Pí-ratar og litla svarta Samfó Vinstri fjórflokkurinn, sem var farinn að mynda ríkisstjórn fyrir kosningar með Pírata í broddi fylk- ingar, rétt slefaði yfir 40% og hefði þurft allmarga kommúnistasmá- flokka í viðbót til að geta klastrað saman nógu ógæfulegri vinstri- stjórn. Það var þessu lítt ígrundaða út- spili Prímata að þakka að við fáum ekki yfir okkur borgarstjórnarmeiri- hlutaflokkana á landsvísu. Pýramíd- ar komu nefnilega þarna endanlega út úr skápnum sem vinstrihreyfing og múlbundu sig við Vinstri grama, Bjarta framtíð og litlu svörtu Samfó – góðafólksflokkana sem vilja gal- opin landamæri o.s.frv. eins og þeir. Fólki varð skiljanlega flökurt og gerði allt til að koma í veg fyrir myndun slíkrar hreinnar og tærrar vinstrióstjórnar og hugsaði til þess með hryllingi að fá yfir sig sömu flokkana og vinna við það baki brotnu á hverjum Degi að eyðileggja höfuðborgina og götur hennar. Sjálfstæðisflokkurinn græddi mest á þessari óbærilegu tilhugsun fólks. Þetta er faktískt ástæðan fyrir uppgangi Sjálfstæðisflokksins á lokametrunum og niðurgangi Pírata. Það er því ekki rétt sem Birgitta sagði í viðtali eftir kosningar að Pí- ratar hefðu fengið á sig vinstristimp- ilinn. Þeir stimpluðu sig sjálfir sem slíka í bak og fyrir og stimpluðu sig einfaldlega inn sem anarkistulögð vinstrihreyfing. Það var varla að ástæðulausu að Össur Skarpi sagði að það væri akkúrat enginn munur á Pírötum og Samfylkingu. Semsé enginn munur á krötum og rötum. Hverfandi líkur eru á að Píratar fari í stjórn. Þeir verða því áfram stjórn- leysingjar í tvennum skilningi. Ekki sama hvaðan spillingin kemur Það var sérkennilegt af Birgittu að segjast neita að vinna með spilling- arflokkunum og reyra sig síðan fasta við flokk, sem gengur undir nafninu Samspillingin, og kommúnistaflokk Kötu Jak og Steingríms Joð sem mér skilst að eigi Íslandsmet í svikum, baktjaldamakki og raðlygum. Píröt- um finnst þeir eiga mesta samleið með þessum flokkum, af einhverjum ástæðum, enda studdu þeir (Hreyf- ingin) af heilum hug Nor-rænulausu helferðarstjórnina sem lá maríneruð í óþverra og spillingu eftir því sem kemur fram í skýrslu meirihluta fjár- laganefndar um einkavæðingu bank- anna hina síðari. Það virðist semsé skipta Pírata höfuðmáli að spillingin komi úr réttri átt, allsekki af hægri vængnum heldur eingöngu þeim vinstri. Þá sé allt í orden. Hvað um það. Fjölmargir kjós- endur kveiktu á perunni og því fóru kosningarnar á þennan veg. Sjálf- stæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn. Einu vonbrigðin eru að Íslenska þjófylkingin skyldi hafa slátrað sjálfri sér og að Flokkur fóls- ins skyldi ekki hafa náð í gegn og að litla svarta Samfó skyldi ekki hafa þurrkast út, enda hefur hún það helst á stefnuskránni að ganga um borð í Titanic (ESB). Það er hennar eini blauti draumur. Skilur ekki að Titanic er á hafsbotni. Mjög blautur draumur það. Ég hélt að þessi flokk- ur væri nógu djúpt sokkinn fyrir. Að öðru leyti er niðurstaða kosn- inganna fín. Landið mun allavega haldast á floti fram að næsta hruni. Óttinn við vinstrióstjórn skapaði sigur Sjálfstæðisflokksins Eftir Sverri Stormsker » Sjálfstæðisflokk- urinn græddi mest á þessari óbærilegu til- hugsun fólks. Sverrir Stormsker Höfundur er tónlistarmaður og rit- höfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.