Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Það er mikið um dýrðir og fagra tóna framundan en tónlistarhátíðin Ice- land Airwaves hefst í dag. Hátíðin er alltaf vel sótt enda yfirtekur tónlist af fjölbreyttum toga Reykjavíkurborg, sem vert er að sækja. Henný María Frímannsdóttir, skipulags- og fjölmiðlafulltrúi hátíð- arinnar, segir hátíðina lofa góðu í ár. Um 220 listamenn og hljómsveitir stíga á svið, þar af um 150 frá Íslandi og um 70 frá útlöndum. Huga þarf að mörgu en vel hefur gengið að skipu- leggja hátíðina. „Við erum allt árið að skipuleggja hátíðina og erum strax farin að leggja drög að næstu hátíð. Þetta er því stöðugt í gangi,“ segir Henný. Skipulag og utanumhald er í höndum Hennýjar, Gríms Atlasonar framkvæmdastjóra og Egils Tómas- sonar sem kemur að framleiðslu og bókunum á íslenskum hljómsveitum. Auk þeirra starfa um 10 aðilar að þessu stóra batteríi og sjálfboðaliðar eru um 30. Slá líklega met í „off venue“ „Við erum með 13 staði þar sem fram fara tónleikar en svo erum við með um 64 staði þar sem fer fram „off venue“ dagskrá. Líklega erum við að slá eitthvert met í því en um 800 tónleikar fara fram á þessum stöðum, sem er frábært,“ segir Henný. Mörg stór nöfn koma fram í ár og má þar einna helst nefna Björk, Of Monsters and Men, Mugison, Kias- mos, Agent Fresco, Emmsjé Gauta, Úlf Úlf og fleiri. „Björk verður með sérstaka tón- leika í Eldborgarsal Hörpu laugar- daginn 5. nóvember en uppselt er á þá. Það verða haldnir aukatónleikar á þriðjudeginum 8. nóvember,“ segir Henný. Af stóru erlendu listamönn- unum má nefna PJ Harvey, War- paint, Dizzee Rascal, Silvana Imam, Julia Holter, Santigold og Digable Planets, svo einhver dæmi séu tekin. Margir koma og njósna Á hverju ári sækir fjöldi erlendra blaðamanna hátíðina og margir eru í rannsóknarleiðangri. „Ætli það séu ekki hundruð blaðamanna sem mæta á hátíðina. Við erum með ákveðna tölu þar sem við deilum út blaða- mannapössum en svo er fullt af blaðamönnum sem koma og láta ekki vita af sér,“ segir Henný. „Það sama má segja um áhrifafólk í bransanum, það eru margir sem við vitum af en Airwaves flýgur af stað í dag  Stærsta tónlistarhátíð Íslands tekur yfir miðborgina næstu daga  Rúmt ár tekur að skipuleggja hátíðina Morgunblaðið/Styrmir Kári Ljósadýrð Tónleikar FM Belfast fóru fram í Vodafone-höllinni í fyrra. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Allt endar á safni og það er orðið langt síðan pönkið fór hér á safn; í Árbæjarsafni var 2004 sett upp sýn- ing um pönk og diskó,“ segir popp- fræðingurinn og tónlistarmaðurinn Dr. Gunni, Gunnar Lárus Hjálm- arsson, þegar hann er spurður út í Pönksafn Íslands sem verður opnað í dag í Bankastræti 2, því syðra af gömlu almenningssalernunum sem voru kölluð Núllið. Þau Dr. Gunni, Guðfinnur Sölvi Karlsson, Axel Hallkell Jóhannes- son og Þórdís Claessen koma að stofnun safnsins og hafa unnið hörðum höndum að uppsetningu þess en reynt er að fanga andrúms- loft pönktímabilsins hér á landi með ljósmyndum og ýmsum munum. Opnunin er á dagskrá Iceland Air- waves-hátíðarinnar og mun fræg- asti pönkari sögunnar, John Lydon, sem þekktur var sem Johnny Rot- ten þegar hann var söngvari Sex Pi- stols, opna safnið en hann les einnig úr bókum sínum á bókmenntahátíð Iceland Airwaves. „Hvers vegna pönksafn?“ endur- tekur Dr. Gunnar spurningu blaða- manns. „Finni [Guðfinnur] átti hug- myndina og ásældist þessi klósett sem hafa verið ónotuð síðan 2006, fyrir utan að Nýló var kvennamegin í eitt ár. Finna fannst þetta töff lókal, fékk það frá borginni og þetta er sýning til framtíðar.“ – Hvaða tímabil er undir? „Við segjum poppsögu Íslands í mjög stuttu máli fram til 1978, þeg- ar Stranglers komu og Fræbbblarn- ir spiluðu í fyrsta skipti. Þá förum við djúpt í söguna til svona ’83, þeg- ar Rás 2 drap pönkið endanlega.“ Gunni hlær. Hann bætir svo við að líklega hafi það þó verið dautt löngu áður. „Mest var að gerast 1980 og ’81, fram á ’82. Melarokk var líklega síðasta stóra uppákoman og svo voru öll böndin hætt. Þetta tímabil stóð stut og ef Friðrik Þór Frið- riksson hefði ekki gert heimildar- myndina Rokk í Reykjavík veit maður ekki hvaða vægi þetta tíma- bil hefði í sögunni. En það er ekki til neins að vera með ef-vangavelt- ur …“ – Þú hefur sagt Friðrik Þór hafa drepið þessa bylgju. „Hann bæði drap hana og ramm- aði inn og gerði hana að því sem hún er. Þessi bönd hefðu öll hætt þótt ekki hefði verið gerð þessi mynd.“ – En sumar hljómsveitir þessa tímabils hafa haldið áfram að koma fram, til að mynda Fræbbblarnir, Vonbrigði og Q4U. „Flestir byrja aftur á endanum, nema mér sýnist útilokað að Purrk- ur Pillnikk og Þeysarar komi saman – maður veit samt aldrei. Bubbi er enn að spila lög Utangarðsmanna, bara með Dimmu í dag. Enda engin ástæða til að hætta að spila meðan maður hefur gaman af því.“ Merkileg kassettuútgáfa – Var þessi íslenska bylgja pönk? „Nei. Þetta var miklu meira póst- pönk, nýbylgjurokk eða gúanórokk. En pönk er orð sem flestir skilja. Það hefði enginn mætt ef þetta héti Nýbylgjusafn Íslands! Hvorki Ís- lendingar né útlendingar hefðu fatt- að það en pönk er orð sem allir kveikja á. Auðvitað var samt pönk í Fræbbblunum þegar þeir voru að byrja og svo sem í fullt af öðrum hljómsveitum.“ Gunni segir Pönksafnið standa að stórkostlegri kassettuútgáfu. „Pönksafnið er auðvitað með safnaverslun, þar sem verða bolir og fleira glingur þegar fram í sækir, en djásnið er tvær safn-kassettur sem koma nú út. Önnur nefnist Soð- ið pönksafn og er með stúdíóupp- tökum, efni sem hefur komið út áð- ur á plötum, 22 lög með 22 hljómsveitum. Sumt hefur verið endurútgefið en margt af þessu hef- ur ekki fyrr komið út á stafrænu formi; þótt kassettan sé ekki staf- ræn þá fá kaupendur líka niðurhals- slóð. Hin kassettan nefnist Hrátt pönksafn og á henni eru 24 lög með jafn mörgum hljómsveitum sem hafa aldrei komið út áður. Það eru tónleikaupptökur, demó og slíkt og mikil fjársjóðskista sem þar opnast. Þetta eru upptökur alveg frá 1978, meðal annars fyrsta skipti sem pönk var spilað á Íslandi, Halló og heilasletturnar á Kjarvalsstöðum í ágúst ’78. Svo er þarna eðalefni með Fræbbblunum, Utangarðsmönnum, Þeysurum, Purrki Pillnikk, Jonee Jonee og minna þekktum böndum eins og Haug, Allsherjarfríkum frá Ísafirði, Nast úr Kópavoginum. Meira segja óútgefið lag með Þursaflokknum. Þeir bjuggu það til fyrir sándtrakkið í Jóni Oddi og Jóni Bjarna, lagið er í pönkuðum anda og heyrist aðeins út úr ung- lingaherberginu. Ari Eldjárn er mikill Þursaaðdáandi og gróf þetta upp, ég mixaði lagið á korteri og Þursarnir samþykktu útgáfuna.“ Eins og grænt slím Fyrirvarinn fyrir opnun safnsins var ekki langur, aðeins eru tveir mánuðir síðan sú ákvörðun var tek- in að opna það á Iceland Airwaves. „Þetta er dálítið íslenski hugs- unarhátturinn, að rumpa hlutum af og vinna í akkorði í maníukasti við að klára eitthvað,“ segir Dr. Gunni. – Þetta er nú ekki stórt húsnæði. Dugir það? „Þetta er stærsta safn landsins í minnsta rými landsins! Það er unnið með rýmið og mikil nánd – pönknánd.“ – Er það ekki hávær yfirlýsing að fá frægasta pönkara sögunnar, John Lydon, til að opna safnið? „Jú jú, það er stórkostlegt. Mað- ur hefði haldið að slíkir kappar væru með þéttskipaða dagbók mörg ár fram í tímann. En hann mætir með vini sínum að kynnast landi og þjóð.“ – Finnst ykkur þið vera að pakka pönkinu saman í eitt skipti fyrir öll? „Þetta er gert til að hafa gaman af auk þess sem við hyllum þetta tímabil. Af þessu spruttu Sykurmol- arnir, fyrsta fræga hljómsveit Ís- lands fyrir utan Mezzoforte, og síð- an Björk og Sigur Rós og allt hitt sem rúllar í kjölfarið. Þetta er hyll- ing og skemmtun. En fólk er ennþá að spila allskonar pönk, hér og er- lendis. Músík er bara eitthvað sem veltur áfram eins og grænt slím. Það er alltaf gaman fyrir unga krakka sem hafa ekki heyrt allt að kynnast svona góðu stöffi.“ „Þetta er stærsta safn landsins í minnsta rými landsins“  Fyrrverandi söngvari Sex Pistols, John Lydon, opnar Pönksafn Íslands í Bankastræti í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Pönksafnið Tveir aðstandenda Pönksafns Íslands, Guðfinnur Sölvi Karlsson og Axel Hallkell Jóhannesson, fyrir framan húsakynni safnsins í Bankastræt- inu. „Þetta er hylling og skemmtun,“ segir Dr. Gunni um safnið sem gefur út kasettur með áður óútgefnum upptökum íslenskra pönk og póst-pönk sveita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.