Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 einnig kemur hingað fólk úr tónlistar- heiminum til að skoða önnur bönd og mögulega uppgötva einhverja snill- inga.“ Annað eins hefur gerst í gegnum Iceland Airwaves og líklega er fræg- asta dæmið Of Monsters and Men. „Það hefur hjálpað mörgum að fá sambönd og koma sér á kortið að spila á Airwaves og óhætt að segja að það sé oft einhverskonar byrjunar- punktur hljómsveita.“ Margar hliðar Airwaves Það eru ekki bara tónleikar sem einkenna Airwaves, heldur ýmislegt fleira sem hátíðin býður upp á. Í fyrra var byrjað á sérstaklega áhugaverðu verkefni þar sem graff-listamenn voru fengnir til að mála listaverk á 10 veggi út frá ákveðnum lögum. „Við héldum þessu verkefni áfram í ár og hafa 10 veggir í miðborg Reykjavíkur verið málaðir af listamönnum. Þetta er ótrúlega skemmtilegt samstarf þar sem við tengjum saman vegg- listamenn og tónlistarmenn og látum þá vinna saman.“ Airwaves fordæmi fyrir aðra Auk Airwaves hafa bæst við tvær íslenskar tónlistarhátíðir undanfarin ár, Secret Solstice og Sónar. Air- waves er þó stærsta hátíðin og sú elsta og því ákveðið fordæmi fyrir hinar hátíðirnar. „Það er ekki langt síðan við vorum eina tónlistarhátíðin. Auðvitað þarf maður að aðlaga sig að því að það séu komnar tvær aðrar til viðbótar. En það er um að gera að hafa þetta sem fjölbreyttast og fínt að hafa aðhald,“ segir Henný að lok- um. Morgunblaðið/Golli List Samstarf vegglistamanna og tónlistarmanna hélt áfram í ár en verk- efnið er á vegum Airwaves. 10 veggir voru málaðir út frá lögum. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fim 3/11 kl. 20:00 111. s. Fim 17/11 kl. 20:00 117.s Lau 26/11 kl. 20:00 123.s Fös 4/11 kl. 20:00 112. s. Fös 18/11 kl. 20:00 118.s Sun 27/11 kl. 20:00 124.s Lau 5/11 kl. 20:00 113. s. Lau 19/11 kl. 20:00 119.s Fim 1/12 kl. 20:00 125.s Fös 11/11 kl. 20:00 114. s. Sun 20/11 kl. 20:00 120.s Fös 2/12 kl. 20:00 126.s Lau 12/11 kl. 20:00 115. s. Fim 24/11 kl. 20:00 121.s Lau 3/12 kl. 20:00 127.s Sun 13/11 kl. 20:00 116.s Fös 25/11 kl. 20:00 122.s Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Mið 2/11 kl. 19:00 aukas. Lau 12/11 kl. 13:00 13.sýn Lau 26/11 kl. 13:00 16.sýn Lau 5/11 kl. 13:00 11.sýn Sun 13/11 kl. 13:00 14.sýn Sun 6/11 kl. 13:00 12.sýn Sun 20/11 kl. 13:00 15.sýn Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Njála (Stóra sviðið) Sun 6/11 kl. 20:00 Mið 16/11 kl. 20:00 Mið 7/12 kl. 20:00 Fim 10/11 kl. 20:00 Mið 23/11 kl. 20:00 Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Síðustu sýningar. Hannes og Smári (Litla sviðið) Fim 3/11 kl. 20:00 aukas. Lau 5/11 kl. 20:00 10.sýn Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar - síðustu sýningar Extravaganza (Nýja svið ) Fös 4/11 kl. 20:00 4. sýn Fim 10/11 kl. 20:00 7. sýn Fös 18/11 kl. 20:00 9.sýn Lau 5/11 kl. 20:00 5. sýn Sun 13/11 kl. 20:00 8. sýn Lau 19/11 kl. 20:00 10.sýn Sun 6/11 kl. 20:00 6. sýn Mið 16/11 kl. 20:00 auka. Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Mið 2/11 kl. 20:00 Fors. Lau 12/11 kl. 20:00 5.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn Fim 3/11 kl. 13:00 Fors. Sun 13/11 kl. 20:00 6.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn Fös 4/11 kl. 20:00 Frums. Fim 17/11 kl. 20:00 7.sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn Sun 6/11 kl. 20:00 2.sýn Fös 18/11 kl. 20:00 8.sýn Sun 4/12 kl. 20:00 aukas. Mið 9/11 kl. 20:00 3.sýn Lau 19/11 kl. 20:00 9.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn Fim 10/11 kl. 20:00 4.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 10.sýn Mið 7/12 kl. 20:00 16. sýn Fös 11/11 kl. 20:00 aukas. Fös 25/11 kl. 20:00 11.sýn Aðeins þessar sýningar. Örfáir miðar lausir. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Fim 3/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn Lau 26/11 kl. 19:30 26.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 21.sýn Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn Sun 27/11 kl. 19:30 27.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Fös 18/11 kl. 19:30 25.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Lau 5/11 kl. 19:30 19.sýn Lau 12/11 kl. 19:30 23.sýn Fös 25/11 kl. 19:30 27.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 20.sýn Fim 17/11 kl. 19:30 24.sýn Lau 26/11 kl. 19:30 28.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 21.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 25.sýn Sun 27/11 kl. 19:30 29.sýn Fös 11/11 kl. 19:30 22.sýn Sun 20/11 kl. 19:30 26.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Horft frá brúnni (Stóra sviðið) Sun 6/11 kl. 19:30 9.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 11.sýn Fös 25/11 kl. 19:30 13.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 10.sýn Sun 20/11 kl. 19:30 12.sýn Sun 4/12 kl. 19:30 14.sýn Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 5/11 kl. 13:00 Lau 12/11 kl. 13:00 Lau 19/11 kl. 13:00 Lau 5/11 kl. 15:00 Lau 12/11 kl. 15:00 Lau 19/11 kl. 15:00 Sýningum lýkur í nóvember! Goya/Stertabenda (Kúlan) Fim 3/11 kl. 19:30 Double bill // tvöföld sýning Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 2/11 kl. 20:00 Fös 11/11 kl. 20:00 Mið 23/11 kl. 20:00 Fös 4/11 kl. 20:00 Mið 16/11 kl. 20:00 Fös 25/11 kl. 20:00 Mið 9/11 kl. 20:00 Fös 18/11 kl. 20:00 Mið 30/11 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Óþelló (Stóra sviðið) Fim 22/12 kl. 19:30 Frums Fim 29/12 kl. 19:30 2.sýn Mán 26/12 kl. 19:30 Hátíðarsýning Lau 7/1 kl. 19:30 3.sýn Vesturport tekst á nýjan leik á við Shakespeare! Yfir til þín - Spaugstofan (Stóra sviðið) Fös 4/11 kl. 19:30 31.sýn Mið 9/11 kl. 19:30 32.sýn Sun 13/11 kl. 19:30 33.sýn Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna! Lofthræddi örnin Örvar (Kúlan) Mið 2/11 kl. 10:00 Sauðárkrókur Mið 9/11 kl. 10:00 Húsavík Mið 23/11 kl. 9:00 Grindavík Fim 3/11 kl. 10:00 Siglufjörður Fim 10/11 kl. 10:00 Raufarhöfn Mið 23/11 kl. 10:30 Grindavík Fös 4/11 kl. 10:00 Dalvík Lau 19/11 kl. 15:00 Fim 24/11 kl. 10:00 Sandgerði Mán 7/11 kl. 10:00 Akureyri Mán 21/11 kl. 13:00 Keflavík Lau 26/11 kl. 13:00 Mán 7/11 kl. 13:15 Akureyri Þri 22/11 kl. 9:00 Keflavík Lau 26/11 kl. 15:00 Þri 8/11 kl. 10:00 Akureyri Þri 22/11 kl. 11:00 Keflavík Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki. Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 26/11 kl. 11:00 Sun 4/12 kl. 11:00 Lau 17/12 kl. 11:00 Lau 26/11 kl. 13:00 Sun 4/12 kl. 13:00 Lau 17/12 kl. 13:00 Sun 27/11 kl. 11:00 Lau 10/12 kl. 11:00 Sun 18/12 kl. 11:00 Sun 27/11 kl. 13:00 Lau 10/12 kl. 13:00 Sun 18/12 kl. 13:00 Lau 3/12 kl. 11:00 Sun 11/12 kl. 11:00 Lau 3/12 kl. 13:00 Sun 11/12 kl. 13:00 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Airwaves hefur tekið talsverðum stakkaskiptum frá því hátíðin hófst í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli fyr- ir sautján árum. Þó grunnurinn sé sá sami: að gefa íslenskum hljóm- sveitum færi á að kynna sig fyrir er- lendum blaðamönnum, bloggurum og bókurum, þá gefst líka færi á að sjá fjöldann allan af efnilegum hljómsveitum erlendum sem eru við það að slá í gegn. Undanfarin ár hafa líka troðið upp tónlistarmenn sem slógu í gegn á jaðrinum fyrir löngu, jafnvel langalöngu, og hafa sett skemmtilegan blæ á hátíðina. Sjálfum finnst mér alltaf skemmtilegast að sjá íslenskar hljómsveitir á Airwaves, sveitir sem ég þekki og býst við góðu af og svo aðrar sem ég þekki minna – það skemmtilegasta sem kemur fyrir á Airwaves-rölti er að heyra eitthvað frábært sem maður vissi ekki að væri til. Með það í huga byrja ég þessa upptalningu á að benda á eftirfarandi íslenskar hljómsveitir og listamenn sem ekki ætti að missa af. Fyrst það glænýja: asdfhg, RuGl, Milkywhale, Vaginaboys, Soffía Björg og Hórmónar. Allar þessar hljómsveitir og listamenn er hægt að sjá á tónleikum utan dag- skrár (sem eru reyndar líka á dag- skrá) án þess að kaupa sig inn á há- tíðina. Þannig kemur asdfhg fram á BarAnanas kl. 16 á morgun, í Hlemmi Square á laugardag kl. 15 og Bazaar ODDSSON kl. 12 á sunnudag. RuGl er hægt að sjá á Loft hosteli kl. 16.30 í dag og síðan á Laundromat kl. 18 í Stúdentakjall- aranum á vegum Landsbankans kl. 16 á morgun og í Landsbankanum kl. 14 á laugardag. Hórmónar verða á Tjarnarbarnum í Tjarnarbíóí kl. 19.20 á föstudagskvöld, í Hinu hús- inu kl. 15:40 á laugardag og á Slipp- barnum kl. 17 sama dag. Milky- whale má sjá í Hlemmi Square kl. 16 á morgun, í Kaffihúsi Vestur- bæjar kl. 17 á föstudag og í Bryggj- unni Brugghúsi kl. 16 á laugardag. Soffía Björg treður upp á Grund kl. 10.20 í dag, í Stúdentakjallaranum á vegum Landsbankans kl. 18 á föstu- dag og í Alda Hótel kl. 16 á laugar- dag. Síðan það sem er nýtt en ekki glænýtt: Gunnar Jónsson Collider, Fufanu, Hildur, Sóley, Pink Street Boys, Auðn, Kött Grá Pje, Högni, Rythmatik og Kælan mikla. Stelpur rokka! Ljósmynd/Wikipedia/Man Alive! Ögrandi PJ Harvey er eitt af aðalnúmerum Airwaves. Að lokum það sem er gamalt og gott: Sin Fang, Mammút, FM Bel- fast og múm með Kronos kvart- ettinum sem verður án efa einn af hápunktum hátíðarinnar. Hvað erlenda gesti Airwaves varðar þá er óvenjumikið um for- vitnilegar konur á hátíðinni, bæði spennandi nýja listamenn og svo aðra sem hafa verið í fremstu röð árum saman. Það síðastnefnda á til að mynda við um PJ Harvey, sem kemur fram í Valshöllinni á sunnu- dagskvöld, en líka við bandarísku kvennasveitina Warpaint sem verð- ur í Silfurbergi á föstudaginn, og jafnvel við Juliu Holter sem kemur fram í Listasafni Reykjavíkur á morgun. Svo mæli ég eindregið með Adia Victoria sem er í Gamla bíói á laugardaginn, rappskáldinu Kate Tempest sem verður á sama stað sama kvöld og Adia Victoria, stöll- unum í Let’s Eat Grandma, sem spila í Silfurbergi í Hörpu á laugar- dag, og stelpusveitinni Dolores Haze sem verður á Gauknum á föstudag. » Það skemmtileg-asta sem kemur fyrir á Airwaves-rölti er að heyra eitthvað frábært sem maður vissi ekki að væri til. Skjáskot/YouTube Samstarf Milkywhale er verkefni söngkonunnar og dansarans Melkorku Sigríðar Magnúsdóttur og Árna Rúnars Hlöðverssonar, FM Belfast-bónda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.