Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 12
Áhuginn skein úr andlitum barnanna á árlegum Vísindadegi sem Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir um liðna helgi. Að vanda var dagskráin fjölbreytt, m.a. var boð- ið upp á fræðandi viðburði um nýjustu tækni. Vísindamenn sviðsins sögðu frá rannsóknum og fræddu gesti og gangandi um undraheim vísindanna. M.a. fengu börnin að kíkja inn í dular- fulla dýrarannsóknastofu og eldfjalla- herbergi auk þess sem þeim var boðið í ferðalag um sólkerfið. Markmið Vís- indadagsins er að kynna ungum sem öldnum undur verkfræði og raun- og náttúruvísinda. Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands sló upp vísindaveislu Undraheimur vísindanna Ljósmyndir/Kristinn Ingvarsson 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 Leiðarvísir Hvað má bjóða þér? Á OMGYES.com er ýmis kynleg tilbrigði. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Oh My God! er frasi eðaupphrópunarsetning semflestir þekkja og notajafnvel sjálfir á sam- skiptamiðlum, í SMS-skilaboðum og víðar, og skammstafa þá yfir- leitt OMG. Íslenska þýðingin er Guð minn góður! – svo því sé hald- ið til haga, en hún hefur átt undir högg að sækja gagnvart enska ákallinu. Fólk á öllum aldri á það líka til að hrópa Oh my God í tíma og ótíma með ýmsum blæbrigðum og í mörgum tóntegundum til að tjá tilfinningar sínar og líðan; undrun, hrifningu, hneykslan, of- boð, skelfingu, og ekki síst unað. Yes bætist svo mögulega við og verður Oh My God Yes! þegar leik- ar æsast í kynlífinu. Að minnsta kosti má álykta að nafn gagnvirkrar vefsíðu, OMG- YES.com, sem fór í loftið í árs- byrjun, sé ekki alveg út í bláinn. Líklegt er að það dragi einmitt dám af þessari meintu upphrópun fólks þegar það fær fullnægingu. Yfirlýst markmið vefsíðunnar er að svipta hulunni af öllu því sem veitir konum kynferðislegan unað og hef- ur löngum verið tabú að mati að- standenda hennar. Hópurinn sam- anstendur af sérfræðingum af báðum kynjum og á ýmsum sviðum í New Jersey, m.a. vísinda- mönnum, kvikmyndagerðar- mönnum, hönnuðum, kennurum og kynlífsfræðingum. Öll höfðu ástríðu fyrir að fræðast um fyrirbærið, sjálfum sér til gagns og gleði, en Hulunni svipt af fullnægingu kvenna? OMGYES! Engin tæpitunga, kinnroði eða skömm eru leiðarstef stofnenda allnýstárlegrar vefsíðu, OMGYES.com, sem fór í loftið fyrr á árinu. Markmiðið er að svipta hul- unni í máli og myndum af öllu því sem veitir konum kynferðislegan unað. Rannsókn Stofnendur síðunnar gengust fyrir umfangsmikilli rannsókn á upplifun tvö þúsund kvenna á aldrinum 18 til 95 ára af kynlífi. Sýningin Handverk og hönnun verð- ur opnuð kl. 16 á morgun, fimmtu- daginn 3. nóvember, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýningin stendur til 7. nóvember og eru þátttakendur 58 talsins. Meðal þess sem getur að líta eru munir úr keramik, horni, beini og tré, skartgripir, fatnaður, leðurvörur, textíl og barnafatnaður. Listamennirnir og hönnuðirnir sjálfir kynna vörur sínar. Þetta er tíunda árið sem Hand- verk og hönnun stendur fyrir og skipuleggur þennan viðburð. Á sýningunni verða Skúlaverð- launin afhent fyrir besta nýja hlut- inn á sýningunni, en þau hafa verið veitt í tengslum við sýninguna frá árinu 2008. Allir þátttakendur geta skilað tillögu í samkeppnina. Hug- myndin er að hvetja þátttakendur til nýsköpunar og vöruþróunar. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, afhendir verðlaunin, sem styrkt eru af Samtökum iðnaðarins, á opn- unardeginum. Til marks um fjölbreytnina má nefna að í ár koma tveir þátttak- endur; Violita Urbonaite og Virginija Stigaite, frá Litháen til að vera með. Með sýningunni gefst einstakt tækifæri til að kynna sér fjölbreytt íslenskt handverk, listiðnað og hönnun á einum stað. Frá föstudag til mánudags er opið kl. 10-18 en fyrsta daginn er opið kl. 16-19. Að- gangur er ókeypis. Vefsíðan www.handverkoghonnun.is Íslenskt, já takk Þátttakendur á sýningunni eru 58 talsins. Þar á meðal Sigga Sif á Ísafirði sem hannar prjónafatnað undir vörumerkinu Ívaf. Fjölbreytt handverk, listiðnaður og hönnun á einum stað Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Ráðgjöf og þjálfun nolta.is Hlíðarsmára 6, 201 Kópavogi – S. 564 6464 – fasthof.is að farsælum viðskiptum Elsa Alexandersdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala Evert Guðmundsson Nemi til löggildingar fasteignasala Guðmundur Hoffmann Steinþórsson lögg. fasteignasali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.