Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is VIÐ VILJUM GETA TREYST. ÞAÐ TRAUST ROFNAR AUÐVELDLEGA ÞEGAR HIÐ VERSTA GERIST. HVAÐ GERIR ÞÚ ÞEGAR TRAUSTIÐ ROFNAR? Verið velkomin Hugrún verður hjá okkur miðvikudag, fimmtudag og föstudag og gefur leiðbeiningar og 20% afslátt af öllum Guerlain vörum meðan á kynningu stendur. Glæsilegir kaupaukar. Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Jólalúkkið í Guerlain er komið til okkar Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Spariföt , Afmælisgjafir, Sængurgjafir, Jólagjafir. Skoðið úrvalið á www.dimmalimmreykjavik.is DIMMALIMM Ný sending Sett, peysa, buxur og sokkabuxur, 7.995,- Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is FÖGNUM 20 ÁRUM Á ENGJATEIGNUM! 20-40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FATNAÐI OG SKÓM MIÐVIKUDAGUR 2.11 FIMMTUDAGUR 3.11 KJÓLL VERÐ 19.980 AFMÆLISVERÐ 11.988 „Framkvæmdir við húsakynni okkar í Bæjarhrauni ganga vel en ég get ekki sagt um það hvenær við getum tekið húsið í notkun aftur,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsinga- fulltrúi Útlendingastofnunar, spurð um aðgerðir vegna veggjalúsar sem fannst í fasteigninni. Til skoðunar er að frysta eigur hælisleitenda til að hindra frekari útbreiðslu veggjalúsar í þeim húsum sem stofnunin nýtir sem búsetuúr- ræði. „Við erum enn að skoða þessa að- ferð en henni hefur verið beitt með ágætum árangri í Noregi. Þá væri bæði farangur og fatnaður þeirra sem leita hælis á Íslandi frystur og skilað aftur innan tveggja sólar- hringa.“ Þórhildur segir að veggja- lús þoli ekki kuldann sem einnig drepi egg hennar. Gífurlegur fjöldi hælisleitenda hefur komið til Íslands á þessu ári og hefur hátt í 100 einstaklingum verið komið fyrir á hótelherbergjum víðs vegar í borginni. Meðan fram- kvæmdir fara fram í Bæjarhrauni hefur húsnæði í Víðinesi verið tekið á leigu en þar var áður hjúkrunar- heimili. Húsnæðið er hugsað til bráðabirgða og leigt af stofnuninni til áramóta. Útlendingastofnun í baráttu við veggjalús  Tímabundið úrræði – frysta eignir Morgunblaðið/Kristinn Hælisleitendur Fjöldi hælisleitenda gistir á hótelherbergjum í borginni. Tollverðir hafa það sem af er þessu ári lagt hald á umtalsvert magn af sterum. Um er að ræða 21.242 töfl- ur, 10.937 millilítra af vökva og 426 grömm af dufti. Stærsta málið sem upp hefur komið á árinu var póst- sending frá Danmörku sem reynd- ist innihalda 15.394 töflur og 1.635 millilítra. Í frétt frá tollstjóra er minnt á fíkniefnasímann 800-5005, en í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkni- efnamál. Hald lagt á umtalsvert magn af sterum í ár Guðni Einarsson gudni@mbl.is Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur í gær var sá stærsti frá upp- hafi. Hann var um leið sá síðasti því 1. janúar 2017 mun Matvælastofnun, Búnaðarstofa, taka við innlausn og sölu greiðslumarks mjólkur, mjólkur- kvóta, í samræmi við nýjan búvöru- samning. Innleyst greiðslumark verður þá boðið til sölu á því verði sem ríkið greiðir við innlausn þess. Margrét Gísladóttir, framkvæmda- stjóri Landssambands kúabænda, sagði að verð á greiðslumarkinu hefði verið nokkuð hærra en innlausnar- verð ríkisins mun verða. Þannig skýr- ir væntanleg breyting á kvótavið- skiptum þau miklu viðskipti sem voru á kvótamarkaðinum í gær, að mati Margrétar. „Það var líklegra að þeir sem seldu greiðslumark nú fengju hærra verð fyrir kvótann, ef hann þá seldist, en eftir áramót,“ sagði Margrét. Miðað er við að innlausnarverð ríkisins verði tvöfalt hærra en svonefnd A-greiðsla. Heyrst hefur manna á milli að inn- lausnarverð ríkisins geti orðið 135- 140 krónur á lítra. Matvælastofnun fékk 114 gild til- boð um kaup og sölu á mjólkurkvóta á kvótamarkaðinum 1. nóvember. Við opnun tilboða um kaup og sölu kom fram jafnvægisverð, 205 krónur fyrir hvern lítra mjólkur. Það þýðir að þeir sem buðust til að selja greiðslumark fyrir 205 kr./lítra eða minna selja sinn kvóta og þeir sem buðust til að kaupa kvóta fyrir 205 kr./lítra eða meira kaupa. Kvóti 25,8 búa til sölu Fjöldi gildra tilboða um sölu á greiðslumarki mjólkur var 69 nú en til samanburðar voru 38 gild tilboð á kvótamarkaðnum 1. september sl. Fjöldi gildra tilboða um kaup á kvóta var nú 45, samanborið við 38 kaup- tilboð á markaðnum 1. september sl. Heildargreiðslumark í mjólk á þessu ári er 136 milljónir lítra. Greiðslumark sem boðið var til sölu 1. nóvember var alls 5.941.905 lítrar, en var tæplega 1,9 milljónir lítra á kvóta- markaði 1. september sl. Meðal- mjólkurbú er með 230.000 lítra fram- leiðslu á þessu ári. Framboðið á kvótamarkaðinum nú samsvaraði því framleiðslu 25,8 kúabúa af meðal- stærð. Þess ber að geta að í mörgum tilvikum eru bændur að selja ónotað- an hluta af kvóta sínum. Eitthvað er einnig um að bændur hyggist hætta kúabúskap og snúa sér að öðru, t.d. ferðaþjónustu, og nýti kvótamarkað- inn til að fá sem mest fyrir mjólkur- kvótann sinn. Á markaðnum voru kauptilboð upp á 3.580.580 lítra eða sem samsvarar framleiðslu 15,5 meðalstórra kúabúa. Á markaðnum 1. september sl. voru kauptilboð upp á tæplega 2,5 milljóna lítra greiðslumark. Greiðslumark sem viðskipti náðu til eftir opnun tilboða nú var rúmlega 2,7 milljónir lítra að andvirði tæplega 555 milljóna króna, samanborið við 1,6 milljónir lítra upp á tæpar 390 milljónir kr. 1. september sl. Þrír mjólkurkvótamarkaðir hafa verið haldnir á hverju ári í núverandi kerfi. Á mörkuðum 1. apríl og 1. sept- ember hafa verið viðskipti með kvóta sem nýtist bændum á sama ári. Á markaðinum 1. nóvember hafa verið viðskipti með kvóta sem nýttist bændum fyrst árið eftir. Mikil viðskipti með mjólkurkvóta í gær  Stærsti tilboðsmarkaður með greiðslumark frá upphafi Morgunblaðið/Eggert Kýr Síðasti tilboðsmarkaðurinn með mjólkurkvóta var í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.