Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 ✝ Guðrún fæddistá Fáskrúðsfirði 7. nóvember 1924. Hún lést 21. októ- ber 2016. Foreldrar henn- ar voru Jórunn Steinunn Sigurðar- dóttir, f. 30.7. 1890, d. 30.5. 1949, og Lúðvík Stefánsson Guðmundsson, f. 2.12. 1889, d. 25.4. 1968. Systkini Guðrúnar eru: 1) Jens, f. 1910, d. 1969, 2) Þórir, f. 1919, d. 2004, 3) Stefán, f. 1920, d. 1981, 4) Andreas, f. 1921, d. 1972, 5) Gerða, f. 1931, 6) Þór- unn, f. 1953. Guðrún fluttist með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar 1932 og síðan til Reykjavíkur 1936. Guð- rún vann í Herrabúð Haraldar Árnasonar í Austurstræti frá hausti 1940 þar til árið 1944 að hún giftist Sigurbirni E. Einars- syni húsgagnabólstrara, f. 20.9. 1919, d. 20.7.1994. Þau hófu bú- skap sinn á Bergstaðastræti þar sem Hótel Holt stendur nú. Í des- ember árið 1954 fluttu þau hjón- in með börnin sín að Kvistum í Ölfusi þar sem þau höfðu keypt jörð og látið reisa hús. Guðrún og Sigurbjörn bjuggu þar til 1977 er þau fluttu á Selfoss þar sem þau höfðu þá rekið hús- gagnaverslun og bólstrunar- f. 19.6. 1949. Börn: 4a) Sigurjón, f. 1973. Maki Rebekka Rán Egils- dóttir, f. 1985. Börn frá fyrra hjónabandi eru Almar Blær, Bríet og Þór. Með Rebekku Rúnar og Aron. 4b) Guðrún, f. 1978. Maki Egill Helgi Árnason, f. 1977. Börn: Eva, Ari og Nói. 4c) Birg- itta, f. 22.9. 1982. Maki Davíð Þór Magnússon, f. 25.5. 1982. Synir: Brynjar og Bjarki. 5. Guðbjörg Katrín, f. 4.12. 1954. Fv. maður Sigurður Óli Guðbjörnsson, f. 1954. Börn: 5a) Ólafur Jens, f. 1973. Með Kristjönu Stefáns- dóttur, f. 1968, Ragnheiður Lóa. Með Sigrúnu Pétursdóttur, f. 1977, Auður Sjöfn og Snorri. 5b) Sirra Sigrún, f. 1977. Maki Erling Klingenberg, f. 1970. Dóttir með Guðmundi R. Guðmundssyni, f. 1956, Katrín 1998. 5c) Ívar Örn, f. 1983. Samb. María Marko, f. 1983. Börn: Steinar Máni og Sunna Mjöll. 6. Viktor, f. 23.11. 1956, d. 1.4. 2012. Maki Júlíana Hilmis- dóttir, f. 2.7. 1958. Börn: 6a) Sigurbjörn, f. 1976. Samb. Hall- dóra Baldvinsdóttir, f. 1993. Með Kömmu Jónsdóttur, f. 1976, Vikt- or, og með Unni Ögmundsdóttur, f. 1981, Hrafnhildur og Tryggvi. 6b) Hjalti, f. 1979. Maki Anna Lind Friðriksdóttir, f. 1985. Son- ur Viktor Franz. Með Agnesi Gestsdóttur, f. 1982, Júlíana. Dætur Önnu Lindar eru: Elsa Malen og María Gló. 6c) Hulda, f. 1994. Samb. Jón Óskar Karlsson, f. 1992. Útför Guðrúnar verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 2. nóv- ember 20116, klukkan 13.30. Jarðsett verður í Kotstrandar- kirkjugarði. verkstæði um ára- bil. Börn þeirra og afkomendur eru: 1. Júlíus, f. 4.3. 1946. Maki Ingibjörg Ein- arsdóttir, f. 7.12. 1946. Synir: 1a) Ein- ar, f. 1968. Maki Ása Sigríður Eyj- ólfsdóttir, f. 1967. Synir: Viktor Hrafn og Þór. 1b) Helgi, f. 1970. Maki Sigrún Gunnarsdóttir, f. 1968. Börn: Orri, Harpa og Hrannar. 1c) Andri, f. 1979. Maki Martha Ric- art, f. 1980. Börn: Finnur, Alda og Elmar. 2. Stefán Halldór, f. 4.8. 1948. Maki Hjördís, f. 2.8. 1950. Börn: 2a) María Hildur, f. 1969. Maki Are Kaborg, f. 1966. Sonur Stefán Hjörtur. 2b) Ing- ólfur, f. 1971. Börn: Jan Robert og Embla. 2c) Sigyn Dóra, f. 1972. Börn: Ýmir Karles og Yrja Sigyn. 3. Sigurður Jón, f. 11.5. 1950. Kona Geirþrúður Sigurð- ardóttir, f. 8.1. 1949. Börn: 3a) Guðrún, f. 1970. Maki Jóhannes Baldursson, f. 1971. 3b) Kristín, f. 1973. Með Pedro J. Salguero, f. 1974, Íris Freyja. 3c) Sigurður Sumarliði, f. 1976. Samb. Lilja Björnsdóttir, f. 1982. Börn með Stefaníu Steinsdóttur, f. 1980, Guðrún Linda og Hákon Valur. 4. Jórunn Kristín, f. 26.8. 1952. Maki Rúnar Viðar Sigurjónsson, Hún hefur án efa verið spengileg og hnarreist unga konan sem gekk daglega eftir Vesturgötunni í Reykjavík upp úr 1940 að loknum vinnudegi í Haraldarbúð í Austur- stræti. Hún vakti athygli margra en einn var þó sá sem reið á vaðið og gekk í veg fyrir hana með kurteis- legum hætti og eignaðist fljótlega fastan stað í hjarta hennar. Unga konan var Guðrún Lúðvíksdóttir, sem nú hefur lokið lífsgöngu sinni, og ungi maðurinn var Sigurbjörn Einar Einarsson, sem lést fyrir 22 árum. Þau giftu sig 28. október 1944 og hófu búskap við Berg- staðastræti. Þar fæddist fyrsta barnið þeirra en alls urðu börnin þeirra sex. Eftir nokkra ára búsetu í Reykjavík fluttu þau austur í Ölfus, reistu sér bæ undir hlíðum Ingólfs- fjalls og hófu þar búrekstur og jafnframt stundaði Sigurbjörn iðn sína, húsgagnabólstrun. Þau hættu síðar búrekstri og ráku í mörg ár húsgagnaverslun á Selfossi sem bar heitið Kjörhúsgögn og var vel þekkt verslun á Suðurlandi. Svo fór að lokum að þau fluttu heimili sitt á Selfoss, þar sem Guðrún bjó til dánardags. Þessi umræddu hjón urðu síðar tengdaforeldrar mínir og er margs að minnast á langri samleið. Ég kom í fjölskylduna fyrir tæpum 50 árum, giftist elsta syni þeirra, Júl- íusi, og eignaðist fyrsta barnabarn þeirra hjóna. Öll börnin bjuggu enn í heimahúsum þegar fyrsta tengda- dóttirin kom til sögunnar og hún þurfti að þola mjög gagnrýnin augu. Það varð Guðrúnu þungbært að missa Sigurbjörn og má segja að hún hafi aldrei náð að finna gleðina eftir það. Þau voru samrýnd hjón sem höfðu lag á að hlúa að bestu eiginleikum makans. Þau ólu börn- in sín upp með jafnrétti að leiðar- ljósi og komu þeim öllum til mennta. Barnabörnin komu hvert af öðru, myndarleg og dugleg börn sem búa víða á landinu og líka í út- löndum. Ættboginn er því orðinn stór en nokkuð dreifður. Guðrún var glæsileg kona, ávallt vel uppfærð og bar sig vel. Ég man hvað ég varð hissa þegar hún sagði mér hvað hún mældist há, ég hélt að hún væri miklu hærri, en það gerði limaburðurinn. Heimili þeirra var einstaklega fallegt og bar vott um smekkvísi og eftir að þau fóru að fara til útlanda komu fallegir listmunir heim úr hverri ferð. Svona týnist tíminn, kynslóðir koma og kynslóðir fara. Guðrún var orðin södd lífdaga og hvíldinni fegin. Ég kveð tengdamóður mína með þakklæti og virðingu. Ingibjörg Einarsdóttir. Elsku fallega og besta amma okkar hefur nú kvatt. Hverja stund frá því vitað var að hverju stefndi héldum við í hönd hennar. Hún var hvergi bangin og tilbúin að mæta sínum örlögum. Þraut- seigja hennar og styrkur hefur verið okkur öllum til eftirbreytni og verður um ókomna tíð. Ef við komumst með tærnar þar sem hún hafði hælana erum við í góð- um málum. Mamma hélt í höndina á ömmu þegar hún skildi við, eins og hún hefur gert síðastliðin 22 ár alveg frá því að hann afi dó. Amma var stórkostleg kona. Eiginleikar hennar, hæfileikar, þrautseigja, glæsileiki og framúrskarandi læsi á fólk og aðstæður eru allt þættir sem hvert okkar sækist eftir að endurspeglist í okkur sjálfum þó ekki væri nema örlítið brot. Við nutum þeirra forréttinda að alast upp í nálægð við ömmu og afa. Að fá að standa inni í þeim ljóma sem stafaði af þeirri ást og virðingu sem þau báru hvort fyrir öðru færði okkur dýrmætt vega- nesti inn í lífið og er fyrirmynd að kærleiksríkum samskiptum. Hjá þeim hlutum við menning- aruppeldið. Okkur voru kynntar ýmis konar bókmenntir, tónlist og myndlist, mismunandi menning- arheimar og framandi tungumál. Alltaf vorum við svo hvött til að tjá okkur um þau áhrif sem við urðum fyrir. Í ömmuhúsi kviknuðu fyrstu hugmyndir okkar um hvar við myndum hasla okkur völl í fram- tíðinni. Við systkinin fyllumst stolti í hvert sinn sem við sjáum ein- hverja af hennar eftirsóknarverðu kostum endurspeglast í börnun- um okkar sem henni þótti svo und- urvænt um. Nú er hún amma hjá honum afa og saman syngja þau fallegu lögin sín og taka dansspor. Við gætum ekki óskað börnunum okkar betri kosta en prýddu þau ömmu og afa. Trúmennsku þeirra hvors við annað og eilífrar ástar. Eins og amma Dúdú var nálæg okkur í daglegu lífi vitum við að áfram munum við finna alltumvefj- andi ást hennar. Amma býr í okkur öllum áfram og um alla tíð. Ólafur, Sirra og Ívar. Elsku amma Dúdú hefur nú far- ið á vit þess sem okkur er heilagra og stígur þar sjálfsagt nokkur dansspor með Sigurbirni sínum. Hnarreist og tíguleg fram á hinsta dag, Guðrún Lúðvíksdóttir var óefað sterk ímynd sinnar kyn- slóðar. Borgarstúlkan sem fluttist nýgift í Ölfusið og stjórnaði þar búi og börnum með miklum myndug- leika þó ekki hafi ef til vill gefist mikið næði til persónulegra frí- stunda. „Ég las á jólunum, vina mín,“ sagði hún eitt sinn kímin er ég kvartaði undan því að hafa ekki tíma til lestrar vegna barnastúss. Margt var rætt í litlu stofunni hennar á Eyraveginum og yfir mal- tsopa voru málin leyst. Amma Dúdú var með sanni bæði herforingi og dama fram í fingur- góma, kunni best allra skil á réttu og röngu og sagði hlutina eins og þeir voru. Hún var ráðagóð, snögg til svara og kankvís. Blessuð sé minning mætrar konu. Sigrún Pétursdóttir. Í örfáum orðum langar mig að minnast Guðrúnar Lúðvíksdóttur. Mín fyrstu kynni af Guðrúnu fyrir hartnær hálfri öld voru líklega í versluninni Kjörhúsgögnum sem Guðrún rak ásamt eiginmanni sín- um um árabil. Ég var þá fyrir stuttu flutt til Reykjavíkur og við unga parið þurftum að leggja í tals- verða fjárfestingu, að því er okkur fannst, en það voru kaup á sófa- setti. Sjálfsagt þótti okkur að kaupa það hjá Guðrúnu og Sigur- birni hér á Selfossi þótt við værum búsett í Reykjavík. Ekki er ég frá því að Sigurbirni hafi þótt þetta hálfundarleg ákvörðum með tilliti til búsetu okkar. En þau leystu greiðlega úr þeim flutningsvanda sem þessu fylgdi. Eftir að við fluttum á Selfoss og ég kynntist Guðbjörgu, dóttur Guðrúnar, lágu leiðir okkar oftar saman. Guðrún kom mér fyrst fyr- ir sjónir eins og hefðarkona í breskum leikþætti. Hún var glæsileg kona, alltaf fallega klædd og gædd ákveðnum virðuleika. Ekki var laust við að maður væri örlítið feiminn í návist hennar. Á langri ævi fólks, sem fætt var á fyrri hluta 20. aldar, fer ekki hjá því að það hafi lifað tímana tvenna. Líf Guðrúnar átti áreiðanlega lítið sammerkt með lífi hefðarkvenn- anna sem ég minntist á áðan. Bú- skapur í sveit og uppeldi sex barna krefst mikillar vinnu og út- sjónarsemi. Þegar aldur færðist yfir Guð- rúnu skynjaði ég ákveðið næmi í fari hennar, eitthvað blítt og brot- hætt sem ég á erfitt með að út- skýra. Guðrún var ljóðelskur fag- urkeri og hefði ég gjarnan viljað að kynni okkar hefðu orðið meiri. Guðrúnu hitti ég síðast nú í júní er hún var mætt á kjörstað með dóttur sinni og dóttursyni. Hún ætlaði nú ekki að láta forsetakosn- ingarnar fram hjá sér fara. Í kveðjuskyni kyssti ég hana á kinn- ina þar sem hún sat og beið eftir að komast í kjörklefann. Þessi minning er í huga mér falleg og ljúf. Ég sendi öllum afkomendum hennar innilegar samúðarkveðjur. Guðdómlegur geisli blíður greiðir skuggamyrkan geim; á undra vængjum andinn líður inn í bjartan friðarheim. (Hugrún) Nanna Þorláksdóttir. Guðrún Lúðvíksdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR ÓLAFÍU FINNBOGADÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir einstaka alúð, umhyggju og umönnun. . Helgi Valdimarsson, Jóna Ólafsdóttir, Sigríður G. Valdimarsdóttir, Óttar Ólafsson, Aðalheiður Valdimarsdóttir, Sveinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS JÓHANNESSONAR frá Ytri-Hjarðardal, Önundarfirði. . Guðrún Jónsdóttir, Jóhannes Kristjánss., Hulda Björg Baldvinsdóttir, Jón J. Kristjánsson, Kolbrún Guðbrandsdóttir, Steinþór B. Kristjánss., Martha Sigr. Örnólfsd., Margrét Kristjánsd., Hlynur Kristjánsson, Harpa Oddbjörnsdóttir og afabörn. Bækur Bækurnar að vestan frítt með Póstinum Hornstrandabækurnar 7,900 kr. allar 5. Sönnu vestfirsku þjóðsögurnar 1,980 kr. allar 3. Góðar í jólapakkann. Eða afmælisgjöfina. Vestfirska forlagið jons@snerpa.is 456-8181 Upp með Vestfirði! Ýmislegt Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Kíktu á heimasíðuna lifstykkjabudin.is Mikið úrval Póstsendum Nýjar vörur frá Calvin Klein Teg 4457 - fæst líka í svörtu í stærðum 75-95B og 70-100C,D,E,F skálum á kr. 5.850,- Teg 11001 - þessi sívinsæli fæst nú líka í húðlit í stærðum 75-100 C,D,E,F skálum á kr. 5.850,- Teg 301048 - nett fylltur í svörtu og hvítu, stærðir 70-85B og 70-90C,D á kr. 5.850,- Laugavegi 178 Sími 551 2070 Opið mán.-fös. 10–18. Laugardaga kl 10 - 14 Sendum um allt land. Erum á Facebook. Hjólbarðar Ódýru dekkin Hágæða sterk dekk. Allar stærðir. Sendum hvert á land sem er. Bílastofan, Funahöfða 6, sími 562 1351. Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Tökum að okkur viðhald, við- gerðir og nýsmíði fasteigna fyrir fyritæki húsfélög og einstak- linga. Fagmenn á öllum sviðum. Tilboð/ tímavinna. S. 896 - 4019. fagmid@simnet.is Smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.