Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 Sérsveitir stjórnarhersins í Írak réð- ust í fyrsta skipti inn í úthverfi Mosúl í gær, tveimur vikum eftir að hann hóf mikla sókn að borginni ásamt herliði Kúrda og vopnuðum hópum síta og súnníta. Fréttaritari BBC, sem fylgist með sókninni, sagði að liðsmenn Ríkis íslams, sam- taka íslamista, veittu harða mót- spyrnu í borginni. Alls taka um 50.000 manns þátt í sókninni en talið er að 3.000 til 5.000 liðsmenn Ríkis íslams séu enn í Mosúl, síðasta vígi samtakanna í Írak. Allt að 1,5 milljónir manna eru í borginni og rúmlega 17.900 manns hafa flúið þaðan frá því að sóknin hófst fyrir hálfum mánuði. Embætt- ismenn Sameinuðu þjóðanna telja að ef allt fer á versta veg kunni allt að 700.000 manns að flýja frá borginni vegna átakanna. Forsætisráðherra Íraks, Haider al-Abadi, sagði að hersveitirnar myndu umkringja borgina og hindra að vígamenn Ríkis íslams kæmust undan. „Þeir geta ekki flúið, annað- hvort falla þeir eða gefast upp,“ sagði hann. Vopnað lið síta, sem njóta stuðnings Írana, sækir fram suðvestan við Mosúl með það að markmiði að loka einu flóttaleið liðs- manna Ríkis íslams til Sýrlands. Herlið Kúrda er norðan við Mosúl og hefur náð nokkrum bæjum og þorpum á sitt vald. Sveitir stjórnar- hers Íraks sækja að austurhluta borgarinnar með aðstoð hermanna og flugvéla frá Bandaríkjunum og fleiri löndum. bogi@mbl.is Sérsveitir ráð- ast inn í Mosúl  Íslamistar veita harða mótspyrnu Vopnað lið síta sækir í átt að Tal Afar Stjórnarher Íraks sækir að austurhluta Mosúl Kúrdar senda liðsauka á yfirráðasvæði sín Aðdráttaleið Ríkis íslams frá Sýrlandi 10km Stífla Mosúl Makhmur Qayyarah Khazir Tal Kayf Al-Shura BachiqaTal Afar Herlið Íraksher Bandaríkin/ bandamenn Tyrkir Herstöð Á valdi Ríkis íslams áður en sóknin hófst StrjálbýlEndur- heimt Bæir sem barist er um Svæði SÁDI-ARABÍA BAGDAD Í RAK SÝRL. 200 km ÍRAN Baráttan umMosúl Heimildir: maps4news.com/©HERE, @Lcarabinier, ISW, ríkisstjórn Íraks, herlið Kúrda, AFP BartallaBazwaya Qaraqosh Kúrdar Mosúl Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump hefur hert baráttu sína gegn Hillary Clinton og segir að verði hún kjörin næsti forseti Banda- ríkjanna geti rannsókn á tölvupósta- máli hennar leitt til stjórnlaga- kreppu sem lami stjórnkerfið í landinu. Kosningastjóri Hillary Clin- ton sakar hins vegar yfirmann al- ríkislögreglunnar FBI, James Comey, um „augljósan tvískinnung“ vegna þeirrar ákvörðunar hans að skýra formönnum þingnefnda frá því að rannsókn á tölvupóstamálinu hefði verið hafin á ný. Lagðist gegn birtingu yfirlýsingar um Rússa Comey skýrði frá rannsókninni á föstudaginn var, ellefu dögum fyrir kosningarnar, og demókratar sök- uðu hann um að hafa brotið lög sem banna embættismönnum að nota stöðu sína til að hafa áhrif á fylgi frambjóðenda í kosningum. Haft er eftir heimildarmönnum í FBI að Comey telji sig hafa þurft að skýra formönnum þingnefnda frá því að lögreglan hafi hafið rannsóknina að nýju vegna þess að hann hafi áður lýst því yfir að rannsókninni sé lokið. Bandarískir fjölmiðlar hafa nú skýrt frá því að Comey hafi lagst gegn birtingu yfirlýsingar um að rússnesk stjórnvöld standi á bak við leka á tölvupóstum demókrata til að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkj- anna og yfirmaður leyniþjónustu- mála í Bandaríkjunum birtu yfirlýs- inguna 7. október. Fjölmiðlarnir segja að Comey hafi verið samþykk- ur yfirlýsingunni en lagst gegn birt- ingu hennar á þeirri forsendu að of stutt væri í forsetakosningarnar. „Það er aðeins hægt að líta á þetta sem augljósan tvískinnung,“ sagði Robby Mook, kosningastjóri Hillary Clinton. Áður hafði talsmaður Bar- acks Obama sagt að forsetinn teldi ekki að Comey hefði reynt að hafa áhrif á kosningarnar með tilkynning- unni um rannsóknina. Forsetinn hygðist hvorki verja né gagnrýna ákvörðun yfirmanns FBI. Trump sagði að færi Clinton með sigur af hólmi á þriðjudaginn kemur yrði tölvupóstamálið til þess að stjórnkerfið lamaðist. „Engu yrði komið í verk,“ sagði hann á kosn- ingafundi í Michigan í fyrrakvöld. „Kjör hennar myndi festa stjórn- kerfið og landið okkar í stjórnlaga- kreppu sem við höfum ekki efni á.“ Baráttan harðnar  Donald Trump varar við stjórnlagakreppu sem geti lamað stjórnkerfið  Yfirmaður FBI sakaður um tvískinnung 47,5 45,3 Breytingar á fylgi forsetaefnanna samkvæmt skoðanakönnunum (í %) Baráttan um Hvíta húsið 26. sept. Kappræður9. okt. Kappræður 19. okt. Kappræður 28. sept. Kosið 8. nóv. 11. sept. Clinton veikist 7. okt. Myndskeið þar sem Trump viðhafði niðrandi ummæli um konur 2. september FBI birtir skjöl um tölvupósta Clinton FBI tilkynnir að rann- sókn sé hafin á ný á tölvupóstum 28. júlí Flokksþing demókrata 20. júlí Flokksþing repúblikana Hillary Clinton Donald Trump Demókrati Repúblikani Heimild: RealClearPolitics 1. okt. Fréttir um að Trump hafi ekki greitt tekjuskatt til alríkisins Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. 35 30 40 45 50 55 Áhrifin á fylgið óljós » Meðalforskot Hillary Clinton í skoðanakönnunum hefur minnkað í 2,2 prósentustig úr 5,5 stigum á einni viku, að því er fram kom á vefnum Real- clearpolitics í gær. » Enn er óljóst hvaða áhrif til- kynningin um rannsókn FBI á tölvupóstamáli Clinton hefur á fylgi forsetaefnanna. » Könnun sem ABC-sjónvarpið birti í gær bendir til þess að Trump hafi náð eins prósentu- stigs forskoti en samkvæmt könnun NBC-sjónvarpsins hef- ur forskot Clinton ekki minnk- að frá því á föstudaginn var. Frans páfi ávarpaði um 15.000 manns í guðsþjónustu kaþólsku kirkjunnar á íþróttaleikvangi í Malmö í Svíþjóð í gær. Páfi kom til landsins í fyrradag til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af því að á næsta ári verða 500 ár liðin frá siðaskiptunum. Um 113.000 manns, eða um 1% íbúanna, eru nú skráð í kaþólsku kirkjunni í Svíþjóð og þeim hefur fjölgað úr 87.000 frá árinu 2000. Er það einkum rakið til fjölgunar inn- flytjenda. Um 6,2 milljónir manna, eða rúm 60% íbúanna, eru núna í sænsku þjóðkirkjunni og þeim hefur fækk- að um 550.000 á tíu árum. Frans páfi í heimsókn í Svíþjóð AFP Ávarpaði kaþólska Svía ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Um 3000 þjónustufyrirtæki eru á skrá hjá finna.is HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.