Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 Betra start fyrir þig og þína TUDOR TUDOR TUDOR er hannaður til þess að þola það álag sem kaldar nætur skapa. Forðastu óvæntar uppákomur. Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu öruggt start me ð TUDOR flokkinn í tvö kjörtímabil, sat í bygg- ingarnefnd um Hafnarfjarðarveg í gegnum Kópavog og gegndi for- mennsku í skólanefnd og stjórn Heilsugæslustöðvar Kópavogs. Hann hefur starfað mikið að félagsmálum frjálsra félagasamtaka, einkum fyrir Rauða krossinn, var formaður Sunnuhlíðarsamtakanna í Kópavogi frá stofnun þeirra og fyrstu 20 árin og var formaður samstarfsnefndar um öldrunarmál á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. Ásgeir var frumkvöðull og fyrsti formaður Fjölsmiðjunnar í Kópavogi, framleiðslu- og verkþjálfunarseturs fyrir ungt fólk. Hann var umdæm- isstjóri Rótarýumdæmisins á Íslandi 1995-96, en hefur á seinni árum unnið að eflingu safnaðarstarfs meðal aldr- aðra í Kársnessöfnuði og unnið sjálf- boðaliðastarf meðal aldraðs fólks í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sl. 20 ár. Hann sat í sendinefnd Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York 1976 og í sérfræðinga- nefnd EFTA um opinber innkaup og sat í bankaráði Samvinnubankans í nokkur ár. Ásgeir hefur ritað greinar um sveitarstjórnarmál, öldrunarmál, minningaþætti og sögu Sunnuhlíðar- samtakanna. Ásgeir var sæmdur Silfurmerki Rauða kross Íslands og er heiðurs- félagi Rauða kross deildarinnar í Kópavogi, var sæmdur Eldhugavið- urkenningu Rótarýklúbbs Kópavogs og sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu. Um áhugamálin segir Ásgeir að þau snúist um ættfræði, lestur ævi- sagna og söfnun gamalla skjala. Fjölskylda Eiginkona Ásgeirs er Sæunn R. Sveinsdóttir, f. 23.6. 1930, fyrrv. verslunar- og skrifstofumaður. For- eldrar hennar voru Þórheiður Ein- arsdóttir, f. 4.4. 1895, d. 6.6. 1964, húsfreyja í Ólafsvík, og Sveinn Ein- arsson, f. 10.1. 1892, d. 13.9. 1967, sjó- maður í Ólafsvík. Börn Ásgeirs og Sæunnar eru: 1) Sigríður Berglind, f. 15.1. 1955, sendiherra Íslands í Rússlandi, en eiginmaður hennar var dr. Gísli Ágúst Gunnlaugsson, f. 6.6. 1953, d. 3.2. 1996, sagnfræðingur, en núver- andi maður Sigríðar Berglindar er Finnbogi Jónsson, fyrrv. forstjóri, og eru barnabörnin Ásgeir Gíslason, f. 1981, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, f. 1988 og Sæunn Gísladóttir f. 1993; 2) Lárus Sigurður, f. 3.6. 1957, fram- kvæmdastjóri í Sádi-Arabíu en kona hans er dr. Sigurveig Þóra Sigurðar- dóttir barnalæknir og eru barna- börnin Ásgeir Bjarni, f. 1987, og Sig- urður Þór, f. 1990, og 3) Þór Heiðar, f. 6.4. 1964, aðstoðarforstöðumaður Sjávarútvegsskóla Háskóla Samein- uðu þjóðanna en kona hans er Sigrún Þorgeirsdóttir, skrifstofustjóri og tónlistarmaður, og eru barnabörnin Ragnheiður Anna, f. 1989, og Bryn- hildur Þóra, f. 1993. Langafabörnin eru nú þrjú talsins. Systkini Ásgeirs: Sjöfn Jóhannes- dóttir, f. 27.10. 1924, lengst af hús- freyja á Fjöllum í Kelduhverfi; Sigurjón Jóhannesson, f. 16.4. 1926, skólastjóri á Húsavík, og Gunnar Páll Jóhannesson, f. 28.7. 1936, d. 13.3. 2012, verslunarmaður á Húsa- vík. Foreldrar Ásgeirs voru Sigríður Sigurjónsdóttir, f. 6.8. 1895, d. 11.1. 1990, húsfreyja á Húsavík, og Jó- hannes Guðmundsson, f. 22.6. 1892, d. 30.9. 1970, kennari á Húsavík. Úr frændgarði Ásgeirs Guðmundar Jóhannessonar Ásgeir Guðmundur Jóhannesson Soffía Þorkelsdóttir húsfr. á Tjörnesi Kristján Jóhann Jóhannsson b. og sjóm. á Tjörnesi Guðrún A. Kristjánsdóttir húsfr. á Húsavík Sigurjón Þorbergsson sjóm. og verkam. á Húsavík Sigríður Sigurjónsdóttir húsfr. á Húsavík Sigríður Andrésdóttir húsfr. á Tjörnesi Þorbergur Eiríksson b. á Tjörnesi, af Stóru-Brekkuætt Sigurjón Jóhannesson fyrrv. skólastj. á Húsavík Jóhannes Sigurðarson ritstjóri á Húsavík Jón Sveinsson (Nonni) rithöfundur Jóhann Pálsson b. í Kelduhverfi Sigurveig Jóhannsdóttir húsfr. í Kelduhverfi Sigurður Einarsson sjóm. frá Akranesi, síðar í Kelduhverfi og á Húsavík Jóhannes Guðmundsson kennari á Húsavík Fósturfaðir hans: Guðmundur Pálsson b. á Þórólfsstöðum í Kelduhverfi Guðrún Jónsdóttir húsfr. á Akranesi, síðar á Húsavík Einar Einarsson sjóm. á Akranesi Sveinn Þórarinsson amtskrifari á Möðruvöllum í Hörgárdal Margrét Þórarinsdóttir húsfr. í Kelduhverfi, systurdóttir Guðnýjar,móður Kristjáns fjallaskálds, og bróðurdóttir Björns á Víkingavatni, langafa Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna forsætisráðherra Á sólarströnd Ásgeir og Sæunn. Ásgeir Blöndal Magnússonfæddist í Tungu í Kúlþorpi íArnarfirði 2.11. 1909. For- eldrar hans voru Magnús Sigurðs- son, sjómaður og verkamaður í Tungu, og k.h., Lovísa Halldóra Frið- riksdóttir, húsfreyja í Tungu. Ásgeir var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigríður Sigurhjartardóttir sem lést 1951 og eignuðust þau þrjá syni, Jóhann múrarameistara, Magn- ús húsasmíðameistara og Sigurð tæknifræðing. Seinni kona Ásgeirs var Njóla Jónsdóttir húsfreyja. Ásgeir stundaði nám við MA 1926- 30 en var vikið úr skóla vegna frægr- ar, pólitískrar greinar sem hann skrifaði í Rétt, árið 1930, sem bar heitið Hreyfing íslenskrar öreiga- æsku. Hann vann síðan verkamanna- vinnu, var á síld á sumrin, stundaði einkakennslu á veturna, var af- greiðslumaður Verkalýðsblaðsins og kenndi við flokksskóla Sósíalista- flokksins í Reykjavík. Ásgeir lauk síðan stúdentsprófi ut- anskóla 1942, stundaði nám við Lenínháskólann í Sovétríkjunum 1937-38 og lauk cand.mag.-prófi í ís- lenskum fræðum við HÍ 1945. Ásgeir varð starfsmaður við Orða- bók Háskóla Íslands, var orðabókar- ritstjóri 1947-78 og var þá settur for- stöðumaður verksins, orðabókar- stjóri, en lét af störfum fyrir aldurs sakir í árslok 1979. Auk þess sinnti hann stundakennslu við HÍ í got- nesku, germanskri samanburðar- málfræði og í íslenskri málfræði. Síð- ustu árin vann hann að samningu orðsifjabókar og lauk frágangi á henni daginn áður en hann lést. Ásgeir var formaður Félags ungra kommúnista á sínum yngri árum, starfaði í Kommúnistaflokki Íslands og sat í miðstjórn Sameiningarflokks alþýðu – Sósíalistaflokksins, og Al- þýðubandalagsins. Hann sat í stjórn Bókasafns Kópavogs 1957-70 og hafði umsjón með þættinum Íslenskt mál í Ríkisútvarpinu í 30 ár. Ásgeir var félagi í Vísindafélagi Ís- lendinga frá 1969 og heiðursdoktor við heimspekideild HÍ. Ásgeir lést 25.7. 1987. Merkir Íslendingar Ásgeir Bl. Magnússon 90 ára Guðný Hólmgeirsdóttir 85 ára Anna Lísa Stefánsdóttir Ásgeir Guðmundur Jóhannesson Jón Jóhann Vigfússon Una Sveinsdóttir 80 ára Friðrik Grétar Óskarsson Gunnar Valdemarsson Hjálmar Loftsson Magnús Stefánsson Valgerður Pálsdóttir 75 ára Barry Andrews Eðvarð Jóhannesson Jóhanna Þórisdóttir Lovísa Sigurðardóttir Vilhjálmur Agnarsson 70 ára Agnar Harðarson Arndís Eva Bjarnadóttir Bjarnhildur H. Lárusdóttir Gunnar Ólafur Kvaran Halla Sveinbjörnsdóttir Ingvar Björnsson Sigurður Ólafur Sigurðsson 60 ára Anna Kristín Kjartansdóttir Arngrímur Ævar Ármannsson Björn Erlendsson Guðbjörg Friðriksdóttir Guðni Þröstur Jensson Ingveldur Einarsdóttir Martin Kennelly Sigríður Kristín Rafnsdóttir Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir Sigurður Árnason Valdimar Eiríksson 50 ára Frosti Gunnarsson Harpa Rós Björgvinsdóttir Jónas Sigmarsson Jón Þór Antonsson Ólafur Kristján Skúlason Ragnhildur G. Guðmundsdóttir Sigurdís Gunnarsdóttir Viðar Helgason Þorsteinn Ólafsson 40 ára Andrés Bjarnason Arnar Þór Rafnsson Grzegorz Adam Bryk Loftur Þór Einarsson Sigríður Lára Guðbjartsdóttir Susanne Elisabeth Bruynzeel Tómas Freyr Kristjánsson Þórunn Halldóra Ólafsdóttir 30 ára Andrejus Alfiorovas Anna Guðrún Andersen Erla Ósk Guðmundsdóttir Eyjólfur Gunnþór Hallgrímsson Friðjón Mar Sveinbjörnsson Guðbjörg Snorradóttir Hrannar Gestur Hrafnsson Hrefna H. Guðlaugardóttir Karen Emilía Barrysd. Woodrow Margrét Rán Kjærnested Sesselja Antonsdóttir Sveindís Ösp Guðmundsdóttir Usman Mehmood Vigdís Erna Þorsteinsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Vigdís lauk BA- prófi í tómstunda- og fé- lagsm.fr. og er dagforeldri. Maki: Fannar Thoraren- sen, f. 1980, verkstæðis- stjóri hjá Poulsen. Börn: Júlía, f. 1999 (stjúpd.); Sunna Líf (stjúpd.) 2001; Þorsteinn Andri, f. 2006; Sindri Hrafn, f. 2008, og Fanney Katrín, f. 2014. Foreldrar: Kristín Sölva- dóttir, og Þorsteinn Þ. Kol- beins. Vigdís Erna Þorsteinsdóttir 30 ára Hrannar ólst upp í Reykjavík, býr á Álftanesi og starfar á skurðgröfu. Maki: Kristjana Ósk Veig- arsdóttir, f. 1988, starfs- maður á leikskóla. Börn: Benedikt Gylfi, f. 2006; Karitas Björt, f. 2009, og Eyþór Hrafn, f. 2014. Foreldrar: Hrafn Karel Gestsson, f. 1953, rafvirki, og Þóra Björk Grettis- dóttir, f. 1969, starfs- maður við leikskóla. Hrannar Gestur Hrafnsson 30 ára Eyjólfur er vörubíl- stjóri og tækjamaður hjá Nesbræðrum, Akureyri. Maki: Sara Beatrice Kristínardóttir, f. 1989, starfsmaður á Kaffitorgi. Börn: Daníel Snær, f. 2006; Védís Mjöll, f. 2008; Aþena Lilja, f. 2012; Hermann Viktor, f. 2015, og óskírður, f. 2016. Foreldrar: Hallgrímur Brynjarsson, f. 1950, d. 2010, og Védís Péturs- dóttir, f. 1955. Eyjólfur G. Hallgrímsson mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.