Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 Góð melódía er margrameina bót. Það vissiAnna Leonowens, nýráð-inn fjölskyldukennari Sí- amskonungs á 19. öld, er hún hvatti ungan son sinn til að ,blístra lítið lag‘ í Breiðvangs- söngleik Rodgers & Hammer- steins, The King and I. Ófáar úr- valsmelódíur eru tengdar þjóð- legum arfi – og ótalmörg eru klassísku tónskáldin er hafa nýtt sér hann á einn eða annan hátt, beint eða óbeint. Segja má að einmitt þessir þjóð- lægu lagtöfrar hafi vakað undir niðri á vel sóttum fimmtudags- tónleikum SÍ. Þótt ekki væru nein fræg stórverk á boðstólum, gátu hlustendur í staðinn unað við ríku- legt úrval melódískra stefja er sum hver líða manni seinna úr minni en ýmislegt annað sem merkilegra þykir. Og þótt tyrk- nesk ópera Mozarts frá 1782 um hið (á þeim tíma) djarfa viðfangs- efni, Brottnámið úr kvennabúrinu, stældi tæpast nein tiltekin þjóð- lög, þá gegndi exótískt lag- og hrynferli Austurlanda svipuðu hlutverki og heimsmúsíkin gerir í dag. Framandi ,villimennskan‘ úr bakgarði hárkollumenningar 18. aldar skilaði sér enda með stakri prýði í frussandi osmönskum flutningi Torteliers og meðreiðar- sveina heilum 234 árum síðar. Hinn björgvinski Edvard Grieg telst trúlega meðal lagsælustu klassískra tónskálda Norðurlanda þótt oftast sé kenndur við ,litlu‘ formin. Úr tveim svítum úr leik- ritsmúsík hans við Pétur Gaut eft- ir Ibsen hafði stjórnandinn valið níu þætti er féllu allir vel að heild, hvernig svo sem tengt hafi verið á milli. Meðal þeirra voru jafnþekkt stykki og ,Söngur Sólveigar‘, ,Dans Anitru‘, ,Arabískur dans‘, Morgunn‘ og hinn nærri Disneyski tröllaslagur ,Í höll Dofrakonungs‘. Lét allt dável í eyrum. Að frátöldum fagottkonsertum Vivaldis var bassameðlimur tví- blöðungstréblásara fremur nýtt hljóðfæri á vettvangi einleikskons- erta er hinn 18 ára gamli Mozart þreytti frumraun sína í þeirri tón- smíðagrein 1774 með ekki verri árangri en svo að verkið stendur enn meðal hinna kunnustu fyrir fagott og hljómsveit. Hinum nýja þýzka fagottleiðara SÍ, Michael Kaulartz, farnaðist sólóhlutverkið feikivel úr hendi eftir hlé af smitandi áreynslulausu öryggi, þótt enn væri vel innan við þrítugt, og uppskar frábærar und- irtektir. Þær launaði hann með aukalaginu Sofðu unga ástin mín (oft kallað íslenzkt þjóðlag þótt Jón Þórarinsson hafi talið Svein- björn Sveinbjörnsson líklegan höf- und); einn í fyrstu á efsta tónsviði, en með snotrum strengjaoktetti í seinna erindi. Útsetjara var hvergi getið, en gruna mátti að óspurðu Hrafnkel Orra Egilsson Sinfó- sellista um verknaðinn. Tónleikunum lauk með seiðandi bravúr á L’Arlésienne svítu Georges Bizet (1872/79), einu mest sláandi dæmi um leikhúsmúsík sem lifað hefur löngu gleymt leik- verk. Kastaði hér jafnt tólfum eftirminnileg melódík á pari við Grieg sem fjölbreytt orkestrun, þar sem allar deildir SÍ – og ekki sízt tréblásarar með flautu og óbó fremst meðal jafninga – heilluðu áheyrendur upp úr skónum með vægast sagt uggaornandi spila- mennsku. Fílefldist fjörið í fýrugu lokaþáttunum Adagietto og Far- andole, þar sem tignarlegt mars- stefið lék síðast í þrívíðum „quod libet“ samleik við eldvakran suð- urfranskan keðjudansinn undir ör- an 4/4 indjánaslátt próvensölsku langbumbunnar svo undir tók og eftir sat. Morgunblaðið/Ásdís Heilluðu „Kastaði hér jafnt tólfum eftirminnileg melódík á pari við Grieg sem fjölbreytt orkestrun, þar sem allar deildir SÍ – og ekki sízt tréblásarar með flautu og óbó fremst meðal jafninga – heilluðu áheyrendur upp úr skónum með vægast sagt uggaornandi spilamennsku,“ segir um sinfóníutónleika undir stjórn Yan Pascal Tortelier. Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikar bbbbn Mozart: Forleikur að Brottnáminu úr kvennabúrinu. Grieg: úr Svítum I-II fyrir Pétur Gaut. Mozart: Fagottkonsert. Bizet: L’Arlésienne-svíta. Michael Kaulartz fagott; Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómsveitarstjórn: Yan Pascal Tortelier. Fimmtudaginn 27. október 2016 kl. 19:30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Þjóðlægir lagtöfrar Á hátíð norrænna kvikmynda í New York um helgina, Nordic Inter- national Film Festival, hlaut ný kvikmynd sem tekin var á Íslandi, A Reykjavik Porno, tvenn aðalverð- launanna. Albert Halldórsson, aðal- leikari kvikmyndarinnar, hlaut verð- laun sem besti leikarinn og Arnar Þórisson verðlaun fyrir bestu kvik- myndatökuna. Leikstjóri kvikmyndarinnar er Graeme Maley og hann skrifaði einnig handritið. Með önnur hlut- verk fara Ylfa Edelstein og Þuríður Blær Jóhannsdóttir og íslenska framleiðslufyrirtækið Vintage Pict- ures framleiddi kvikmyndina ásamt Makar Productions í Skotlandi. A Reykjavik Porno fjallar um ungan mann sem forvitnin leiðir í ógöngur sem hafa alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar. Myndin gerist um miðjan vetur og liggur myrkrið yfir Reykjavíkurborg þar sem maðurinn leigir herbergi hjá drykkfelldri konu sem kann illa að meta samverustundir unga manns- ins og unnustu hans uppi í herberg- inu. Kvikmyndin var valin á Kvik- myndahátíðina í Edinborg í sumar sem leið og Kvikmyndahátíðina í Gent í Belgíu, en hún verður sýnd á Íslandi í vetur. Verðlaunaður Albert Halldórsson í hlutverki sínu í A Reykjavik Porno. Tvenn verðlaun til A Reykjavik Porno Írska kammer- sveitin Crash En- semble kemur fram á tónleikum í Mengi í kvöld, miðvikudag, kl. 21. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Donn- achy Dennehy, Valgeir Sigurðs- son og Nico Muhly. Crash Ensemble er virt kammer- sveit, skipuðu þrautþjálfuðum hljóðfæraleikurum, og sérhæfir sig í flutningi samtímatónlistar. Sveitin var stofnuð fyrir 19 árum og hefur starfað með tónskáldum og tónlist- armönnum á borð við Steve Reich, Gavin Bryars, Louis Andriseen og Gavin Friday. Crash Ensemble Valgeir Sigurðsson Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Hópferðir með Fúsa á Brekku 9. árið í röð Tvær brottfarir í boði BÓKAÐU SNEMMA! UPPSELT ÖLL ÁRIN Verð á mann í tveggja manna herbergi.......kr. 154.900 Miðað við 2 saman. Verð á mann í eins manns herbergi.......kr. 164.900 Brottfarir: 6. - 12. september eða 13. - 19. september FæreyjaferðmeðFúsaáBrekkuogSvenna frá Hafursá. Skoðunarferðir, skemmtun, gisting í 4 nætur á Hótel Færeyjum. Hálft fæði og íslensk fararstjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.