Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.11.2016, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2016 Ég er staddur á Tenerife með konunni,“ segir Ingvar Björnssonsem á 70 ára afmæli í dag. „Við erum að prófa þetta í fyrstaskipti í beinu flugi frá Akureyri, sem er ósköp þægilegt, og okkur líst ákaflega vel á hérna. Hingað til höfum við haldið okkur mest á Spáni í utanlandsferðunum. Við búum á Birkitröð í Vaðlaheiðinni, beint á móti flugvellinum svo að segja, en ég er fæddur og uppalinn í síldargrútnum á Siglufirði.“ Ingvar er ökukennari en starfaði lengst af sem ljósahönnuður, eða í 26 ár, fyrst í Þjóðleikhúsinu, einnig í Borgarleikhúsinu og síðan hjá Leikfélagi Akureyrar. „Ég bjó því aðeins fyrir sunnan og náði í kon- una mína þar. Svo fór ég á gamals aldri í Kennaraháskólann og var í fyrsta hópnum sem útskrifaðist sem háskólamenntaður ökukennari. Þetta var 1994 og síðan er komið á fimmta þúsund nemenda sem ég er búinn að kenna. Ég er enn að dunda mér við þetta meðan ökunem- arnir nenna að koma og það er nóg að gera. Við erum með skógrækt heima hjá okkur og það er nóg að gera í því og svo fer ég í gönguferðir og skíðaferðir. Það er gaman að vera á skíðum.“ Eiginkona Ingvars er Sigríður Hrönn Sigurðardótir prentsmiður hjá Ásprenti á Akureyri, Dóttir þeirra er Tinna Ingvarsdóttir lög- fræðingur hjá Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytsins á Akureyri og sonur þeirra er Ingvar Björn Ingvarsson sem vinnur í móttökunni á Hótel Húsavík. Barnabörnin eru Saga Snorradóttir og Dagur Júlíus Guðmundsson. Stutt fyrir Eyfirðing að fara á Tenerife Ingvar Björnsson er sjötugur í dag Á Birkitröð Ingvar Björnsson fyrir utan heimili sitt í Eyjafjarðarsveit. Á sgeir Guðmundur Jó- hannesson fæddist á Húsavík við Skjálfanda 2.11. 1931 og ólst þar upp við margskonar störf, svo sem línuvinnu, búskap og verslunarstörf. Hann var í barnaskól- anum á Húsavík, í hópi fyrstu nem- enda í Gagnfræðaskóla Húsavíkur og lauk námi frá framhaldsdeild Sam- vinnuskólans í Reykjavík. Ásgeir starfaði við Kaupfélagið Dagsbrún í Ólafsvík um sjö ára skeið: „Dvölin þar á þeim tíma var drjúgur félagsmálaskóli vegna þess öfluga at- vinnulífs og sjósóknar sem var uppi- staðan í lífi fólksins. En þetta litla samfélag þarfnaðist líka fjölþættrar þjónustu sem lærdómsríkt var að til- einka sér og taka þátt í. Það var lær- dómsríkt að kynnast hag fólksins með setu í skattanefnd og innviðum samfélagsins með formennsku í m.a. skólanefnd.“ Ásgeir var síðan forstjóri Inn- kaupastofnunar ríkisins (síðar Ríkis- kaup) í nær 30 ár. Ásgeir áttti sæti í bæjarstjórn Kópavogs fyrir Alþýðu- Ásgeir Guðmundur Jóhannesson, fyrrv. forstjóri – 85 ára Heima í stofu Ásgeir og Sæunn með börnunum sínum þremur, Lárusi Sigurði, Sigríði Berglindi og Þór Heiðari. Ætíð með hugann við þarfir samborgaranna Samvinnuskólinn Ásgeir og bekkjarfélagar hlýða á skólastjórann, Jónas frá Hriflu, í Samvinnuskólanum í Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu vetur- inn 1951-52. „Jónas var langbesti kennari sem ég hef haft,“ segir Ásgeir. Reykjanesbær Diljá Rós Valdi- marsdóttir fæddist 16. maí 2016 kl. 16.30. Hún vó 4.190 g og var 51 cm að lengd. Foreldrar hennar eru Marín Ásta Hjartardóttir og Valdimar Kr. Kristjánsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is HVAR ER SÓSAN? Það er aðeins eitt sem er ómissandi í pítu og það er pítusósan. Kannski pítubrauðið líka. Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.