Morgunblaðið - 05.11.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.11.2016, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 Jólin eru komin! FRÉTTASKÝRING Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fyrir þingflokksfund í gær að hann væri opinn fyrir viðræðum við alla flokka og hefði ekki útilokað neinn. Af samtölum við þingmenn úr ólíkum flokkum má merkja að við- mælendur telja að myndun rík- isstjórnar Bjarna Benediktssonar, hvort sem um þriggja eða fjögurra flokka ríkisstjórn verður að ræða, verði bæði flókin og erfið og geti tekið langan tíma. Þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs rifjaði upp í sam- tali við Morgunblaðið að árið 2007, þegar Sjálfstæðisflokkurinn undir formennsku Geirs H. Haarde og Samfylkingin undir formennsku Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur mynduðu ríkisstjórn, hefði mikill áhugi verið í VG, bæði þingflokknum og helstu stofnunum flokksins, að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Stjórnarmynd- unin með Samfylkingu hefði valdið mörgum miklum vonbrigðum, ekki síst þáverandi formanni VG, Stein- grími J. Sigfússyni. Agaðri vinnubragða krafist Þingmaður Viðreisnar sagði í gær að hann teldi að svokölluð A-C-D stjórn með mögulegu hlutleysi Sam- fylkingar gæti orðið mjög öflug ríkisstjórn og kvaðst hann telja að það að hafa minnsta mögulega þing- meirihluta, 32 þingmenn gegn 31, hefði bæði sína kosti og galla. Þann- ig ríkisstjórn myndi allan tímann vita hversu mikilvæg samstaða væri og að enginn mætti hlaupa út undan sér. „Ég held að þannig gæti orðið til hér raunveruleg frjálslynd og öfl- ug ríkisstjórn, sem gæti komið ýms- um þjóðþrifamálum til leiðar,“ sagði hann. Hann bætti við að slík rík- isstjórn gæti mjög vel unnið með at- vinnulífinu og aðilum vinnumark- aðarins, sem hann efaðist um að ríkisstjórn með þátttöku VG gæti, þar sem svo margir strengir lægju frá VG inn í opinbera geirann og nefndi sérstaklega kennara og há- skólasamfélagið. Hvar í flokki sem menn standa virðast viðmælendur sammála um að þegar svo margir stjórnmálaflokkar, þrír eða fjórir, komi að myndun ríkisstjórnar þurfi önnur og agaðri vinnubrögð en við myndun tveggja flokka stjórnar. Augljóslega þurfi allir að gefa eftir af kröfum sínum og stefnumálum, finna einhvern samnefnara, eigi á annað borð að takast að mynda ríkisstjórn. Í málefnum þar sem augljóslega náist ekki nein málamiðlun milli flokka verði einfaldlega að taka þau mál út fyrir sviga og það verði síðan í höndum hvers stjórnarflokks sem hafi þessi tilteknu stefnumál eða hafi gefið tiltekin kosningaloforð að fá þingflokka sína til að flytja frum- vörp um málin á Alþingi. Þetta þýði að ekki verði um stjórnarfrumvörp að ræða, heldur þingmanna- eða þingflokkafrumvörp. Þingmaður sem rætt var við í gær sagði að krafan um einfaldan, stutt- an og skýran stjórnarsáttmála yrði miklu ríkari eftir því sem fleiri flokkar kæmu að myndun rík- isstjórnar. Stjórnarflokkar gætu svo alltaf átt val um það að þingmenn þeirra eða þingflokkar flyttu frumvörp um stefnumál þeirra í Alþingi, sem yrðu ekki endilega stjórnarfrumvörp heldur þingmanna- eða þingflokkafrumvörp. Þannig gætu eftir málum mismunandi þingmeiri- hlutar orðið til en þingmeirihluti rík- isstjórnarinnar yrði aldrei í hættu og hún tæki ekki slaginn nema nauðsyn krefði. Þá benda þingmenn á að þeir flokkar sem að lokum muni mynda nýja ríkisstjórn verði í fyrsta lagi að koma sér saman um lykilverkefni sem snúi að hverri rík- isstjórn. Það á við um hagstjórn landsins, ríkisfjármál, velferðarmál, menntamál og vinnumarkaðsmál, þar á meðal jöfnun lífeyrisréttinda á milli opinbera markaðarins og al- menna markaðariins og afnám gjaldeyrishafta. Þingmenn sem rætt var við í gær bentu á að tækist þremur eða fjór- um stjórnmálaflokkum að ná saman um ofangreind grundvallarmál væri ljóst að mikil breyting á hinu póli- tíska landslagi væri fram undan, hvort sem stjórnin yrði mynduð í samstarfi Sjálfstæðisflokks, Við- reisnar og Bjartrar framtíðar eða í samstarfi Sjálfstæðisflokks, VG og Framsóknarflokks. Ekki spenntir fyrir Pírötum Allir sem rætt var við í gær voru sammála um að Píratar væru ekki ákjósanlegur flokkur til samstarfs í ríkisstjórn. Eðli flokksins eða hreyf- ingarinnar, eins og sumir nefndu Pírata, væri að vera í stjórnarand- stöðu. „Þeir eru bara uppi í mastri á skútunni, að skera á kaðlana,“ sagði einn þingmaður. Ákveðnir viðmælendur í gær voru ekki ýkja hrifnir af hugmyndinni um þátttöku Viðreisnar í ríkisstjórn og var þá einkum vísað til yfirlýsinga Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, bæði fyrir kosningar sl. laugardag og eftir kosningar, sem að sögn þingmanna hafa vakið furðu margra. Hann hafi ekki verið að byggja upp traust þingheims á sér með yfirlýsingum sínum. Þessi við- horf heyrast einkum frá þingmönn- um VG og Sjálfstæðisflokks. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði m.a. „Ég skýri framkomu Benedikts með tvennum hætti: Ann- ars vegar er Benedikt reynslulaus hvað varðar þátttöku í stjórnmálum og hefur það glöggt komið fram í því hvernig hann málar sig út í horn með yfirlýsingum um samstarf og ekki samstarf. Hins vegar tel ég að Benedikt hafi einfaldlega ekki nógu góða pólitíska ráðgjafa, þar sem eru þeir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, og ESB-aðildarsinninn Helgi Magnús- son.“ Þrátt fyrir að Katrín Jakobs- dóttir, formaður VG, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hafi bæði sóst eftir því að fá að leiða stjórnarmyndunarviðræður er ekki annað að heyra á viðmælendum en að þeir telji að Bjarni sé hæfur til þess að leiða næstu ríkisstjórn úr stóli forsætisráðherra og hann sé líklegastur til þess að geta myndað ríkisstjórn um fá en nauðsynleg lykilverkefni. Hann hafi getið sér gott orð fyrir góða samvinnu við þingmenn, þvert á flokka. Þessara sjónarmiða gætir að vísu lang- sterkast í þingflokki Sjálfstæð- isflokksins en þingmenn annarra flokka sem rætt var við telja flestir það í góðu lagi að forystan verði í höndum Bjarna, náist á annað borð sátt um stjórnarsáttmála á milli flokka. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins tók undir orð Katrínar Jakobsdóttur í morgunþætti Rásar 2 í gærmorgun þegar hún sagði að ríkisstjórn yrði mynduð um málefnin. Hann spurði: „Skiptir það máli með hverjum þú vinnur ef komin er samstaða um grundvallaratriðin og málefnin?“ Þingmaður Viðreisnar sagðist í gær telja að VG væri að reyna að reka fleyg á milli Sjálfstæðisflokks- ins og Viðreisnar, með því að tala niður formann Viðreisnar, einfald- lega vegna þess að VG gæti meira en hugsað sér samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn, en bara ekki strax. Góðan tíma þyrfti til að selja gras- rótinni í flokknum slíkt samstarf. Flækjustig stjórnarmyndunar ansi hátt  Ljóst að málefnasamningur þriggja, jafnvel fjögurra flokka ríkisstjórnar verður með allt öðrum hætti en málefnasamningur fráfarandi ríkisstjórnar  Talið að stjórnarmyndun taki langan tíma Morgunblaðið/Eggert Ráðherrabústaður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók við umboði til stjórnarmyndunarvið- ræðna frá forseta Íslands á þriðjudag. Hann hyggst hefja viðræður við Viðreisn og Bjarta framtíð. Viðmælendur úr ólíkum flokk- um eru sammála um að við myndun nýrrar ríkisstjórnar, hvernig sem hún á endanum verður samsett, verði allir flokk- ar að gefa eitthvað eftir af stefnumálum sínum. Ljóst sé að öflugra og betra heilbrigðiskerfi og velferðarmál, verði þungamiðja í nýjum stjórnarsáttmála. Sömuleiðis verði að vera breið samstaða nýrrar ríkisstjórnar um atvinnu- mál og góð samskipti við aðila vinnumarkaðarins. Með því að mynda breiða samstöðu um þessi lykilverk- efni eru viðmælendur á þeirri skoðun að ný ríkisstjórn geti náð góðum árangri, landi og þjóð til hagsældar. Allir verði að gefa eftir LYKILVERKEFNIN Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Tilkynningum til Barnaverndar á Akureyri hefur fjölgað um 45% á fjórum árum og stefnir nú í 500 til- kynningar á ári. Áskell Örn Kárason, forstöðumað- ur Barnaverndar á Akureyri, segir mál sem koma inn á borð barna- verndaryfirvalda vera margs konar og fjöldi tilkynninga segi ekki alla söguna. „Við tökum við og afgreiðum er- indi frá stjórnsýslunni og skilum um- sóknum vegna ættleiðinga o.fl. þann- ig að fjöldi mála segir ekki endilega til um álag eða ástand, en samhliða þessari þróun sem þú vísar til hefur alvarlegum málum farið fjölgandi einnig, því miður.“ Áskell segir enga eina skýringu vera á fjölgun mála en bendir á að málum fjölgi að jafnaði þegar upp- gangur sé í samfélaginu og góðæri. „Við höfum í sjálfu sér engar mæl- ingar á þessu hjá okkur en höfum séð merkjanlegan mun þegar efna- hagsleg uppsveifla er í landinu. Þá hefur aukin fræðsla um starf barna- verndar, bæði meðal almennings og hjá fagfólki, t.d. í skólum, verið að skila sér.“ Fleiri mál tengd vímuefnum Áskell segist ekki hafa nákvæma tölu um fjölda mála í hverjum mála- flokki en málum tengdum vímuefn- um hafi fjölgað. „Okkar tilfinning er að fleiri mál tengd áfengi og vímuefnaneyslu bæði hjá unglingum og foreldrum ungra barna séu að koma inn á okkar borð í dag en áður. Þetta eru sum erfið mál sem taka töluverðan tíma og auka álagið á barnaverndinni.“ Spurður hvort brugðist hafi verið við fjölgun tilkynninga á undan- förnum árum segir Áskell það ekki gert með öðrum hætti en forgangs- röðun. „Barnavernd á Íslandi er undir töluverðu álagi og í samanburði við hin norrænu löndin erum við með fáa sérfræðinga að vinna í þessum mála- flokki. Verkefni dreifast hins vegar á fleiri aðila og bæði almenna félags- kerfið, heilsugæslan og skólarnir koma að mörgum málum, svo við sitjum ekki ein að þessum mála- flokki,“ segir hann. Barnaverndarmálum fjölgar  Stefnir í 500 tilkynningar á ári hjá Barnavernd Akureyrar  Fjölgun um 45% á fjórum árum  Tengt m.a. við góðæri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Annríki í barnavernd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.