Morgunblaðið - 05.11.2016, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Neysla ávana-bindandilyfja er
mun meiri á Íslandi
en öðrum löndum á
Norðurlöndum.
Ólafur B. Ein-
arsson, verkefnisstjóri lyfjamála
hjá Embætti landlæknis, segir í
viðtali í Morgunblaðinu í gær
ástæðu til að hafa áhyggjur af
þessu. „Íslendingar eru lang-
hæstir í notkun örvandi lyfja
eins og rítalíns og skyldra lyfja,“
segir Ólafur. „Við notuðum hlut-
fallslega 260% meira af þeim en
Svíar sem komu næstir.“
Eins og fram kemur í máli
Ólafs hafa Íslendingar verið í
efsta sæti í notkun verkjalyfja á
Norðurlöndum frá 2013. Íslend-
ingar eru einnig með efsta sætið
í notkun örvandi lyfja, svefnlyfja
og róandi lyfja, róandi og kvíða-
stillandi lyfja og flogaveikilyfja.
Þessi lyf eru öll ávanabindandi.
Þessi staða er sláandi. Ekki
dregur úr að á meðan notkun á
lyfjum með ópíóðum hefur farið
vaxandi hér á landi á meðan hún
hefur dregist saman í Danmörku
og Noregi.
Ólafur segir að þeir, sem noti
mest af þessum lyfjum, glími við
erfið veikindi, en einnig neyti
þeirra margir, sem glími við
lyfjafíkn. Þeir fái lyfjunum ekki
ávísað á sig. Það geri aðrir, sem
síðan selji þau eða gefi. Lang-
mest sé aukningin á parkódín
forte.
Erfitt er að átta sig á áhrifum
þessarar lyfjaneyslu á heilsu.
Hættulegast er þegar þessum
lyfjum er blandað
saman, til dæmis
þegar samhliða eru
tekin verkjalyf og
róandi lyf. Sam-
kvæmt gögnum
Lyfjastofnunar
fengu í fyrra yfir 8.000 Íslend-
ingar slíkum lyfjum ávísað sam-
tímis einhvern tíma ársins.
Einar bendir á að ópíóíð-lyf
komi oftast fyrir þegar grunur
leikur á að lyfjaeitrun sé dán-
arorsök. Ekki er útilokað að slík
lyf hafi átt hlut að máli þótt önn-
ur dánarorsök sé skráð. Dauðs-
föll vegna lyfjaeitrana gætu því
hæglega verið vanmetin.
Þá getur fólk undir áhrifum
lyfja valdið slysum á sér og öðr-
um. Afleiðingar misnotkunar eru
fleiri og allar valda þær álagi á
heilbrigðiskerfið.
Augljóst er að draga þarf úr
ávísun ávanabindandi lyfja í heil-
brigðiskerfinu. Það getur verið
að til skamms tíma sé einfaldast
að ráðast á vandann með lyfjum
og oftast er það vissulega óhjá-
kvæmilegt. Hins vegar verður að
forðast að slíkar lausnir verði að
reglu. Æ fleiri rannsóknir sýna
að oft er hreyfing besta lækn-
ingin. Reyndar er sagt að hreyf-
ing geti verið ávanabindandi, en
sá ávani veldur ekki skaða önd-
vert við ávanabindandi lyfin.
Þvert á móti.
Engin ástæða er til meiri
notkunar á ávanabindandi lyfj-
um hér en á öðrum löndum á
Norðurlöndum. Í þessu tilfelli er
efsta sætið allt annað en eft-
irsóknarvert.
Í þessu tilfelli er
efsta sætið allt ann-
að en eftirsókn-
arvert}
Háskaleg þróun
Innan Alþjóða-knattspyrnu-
sambandsins,
FIFA, ríkja spill-
ing og glundroði.
Það kemur þó ekki
í veg fyrir að sam-
bandið leggi öðrum
línurnar og hafi í
hótunum sé ekki
farið eftir fyrirmælum þess.
FIFA er í sárum vegna spill-
ingar og fjármálahneyksla.
Helstu valdamenn sambandsins
hafa hrökklast frá eða liggja
undir ámæli. Það á eftir að taka
sambandið mörg ár að hreinsa
til og byggja upp traust.
Þegar FIFA lýsti yfir því í
september að sérstakur hópur,
sem unnið hefur gegn kyn-
þáttahatri, hefði verið leystur
upp vegna þess að verki hans
væri lokið ráku menn upp stór
augu og furðuðu sig á dóm-
greindarleysi stjórnenda sam-
bandsins.
FIFA brást hins vegar hart
við þegar knattspyrnusambönd
Englands og Skotlands lýstu
yfir því að landslið þeirra
myndu í landsleikjum 11. nóv-
ember vera með
borða á erminni
með mynd af
draumsóleyjum til
minningar um þá
sem látið hafa líf
sitt í styrjöldum í
þágu þeirra. Hefð
er fyrir því á Bret-
landi að minnast
þeirra, sem fallið hafa í styrj-
öldum, þennan dag. Sagði
FIFA að refsing lægi við því að
vera með borðann. Gæti sam-
bandið jafnvel brugðist við með
því að taka stig af liðunum.
Theresa May, forsætisráð-
herra Bretlands, sagði að af-
staða FIFA væri yfirgengileg.
„Knattspyrnumenn okkar vilja
heiðra þá sem létu lífið til að
tryggja öryggi okkar,“ sagði
hún og bætti við að þeir ættu
að fá að gera það. Það væri
skýrt að áður en FIFA segði
öðrum fyrir verkum ætti sam-
bandið að taka til í eigin ranni.
Þetta væri kannski verjandi
ef FIFA væri ekki gegnsýrt af
spillingu. Knattspyrna er vissu-
lega vinsælasta íþrótt heims,
en það er ekki FIFA að þakka.
Eftir að hafa gert
sitt besta til að
koma óorði á fót-
boltann vill FIFA
segja öðrum hvað er
við hæfi}
Siðapostuli í glerhúsi
Í
slenska krónan hefur styrkst mikið á
síðustu misserum og hefur það leitt
til þess að kaupmáttur hefur aukist
verulega. Hefur það orðið til þess að
glæða netverslun og fjölga
verslunarferðum til útlanda en einnig valdið
því að þeir sem selja innfluttar vörur af öllu
tagi hafa í mörgum tilvikum átt þess kost að
lækka hjá sér vöruverð með afgerandi hætti.
Leiðir það til þess að fólk leyfir sér í auknum
mæli að endurnýja bíla sína og stærri og dýr-
ari raftæki. Afleiðingar þessa kunna í ein-
hverjum tilvikum að birtast sem óeðlileg
þensla í hagkerfinu. Þegar nánar er rýnt í
stöðuna kemur hins vegar í ljós að sölu-
vöxturinn á sér eðlilegar skýringar, ekki síst
vegna þess að fólk hefur um nokkurra ára bil
haldið að sér höndum en einnig vegna þess að
hingað leggja sífellt fleiri ferðamenn leið sína og því eru
mun fleiri á landinu á hverjum og einum tíma.
Bílamarkaðurinn er dæmigerður fyrir þessa þróun.
Eins og bent var á í Morgunblaðinu á fimmtudag er allt
útlit fyrir að meðalaldur íslenska bílaflotans muni lækka
á þessu ári og verður það í fyrsta sinn frá árinu 2007
sem það gerist. Margir hvá við þegar bent er á að bíla-
flotinn er að meðaltali 12,7 ára. En nú hefur bílasalan
glæðst og sífellt fleiri sjást á gljáfægðum og nýjum
bílum. Salan er hins vegar ekki svo gríðarleg til Íslend-
inga. Stór hluti nýrra bíla lendir í höndum erlendra
ferðamanna, fyrir milligöngu bílaleiganna um landið,
áður en þeir enda svo sem notaðir í höndum
Íslendinga sem fjárfesta í bílum á hagstæð-
ari kjörum en bílarnir bjóðast á nýir úr kass-
anum. Og sömu sögu má segja um raftækin.
Sannarlega eru mörg þeirra keypt inn á
heimili Péturs og Páls en mörg þeirra fara
einnig í að uppfylla þarfir ferðalanganna
fyrrnefndu. Það þarf mörg sjónvörp á hótel
landsins og í allar Airbnb-íbúðirnar sem
einnig eru leigðar út í þeirri viðleitni að anna
eftirspurn ferðaþjónustunnar.
Flestir greiningaraðilar telja að krónan
eigi enn eftir að styrkjast og heyrist víða að
hún eigi að minnsta kosti um 10% „inni“á
komandi misserum. Verði það reyndin munu
flestir upplifa meiri kaupmátt þegar kemur
að innfluttum vörum. Hins vegar hefur
styrking krónunnar nú þegar haft neikvæð
áhrif á margar útflutningsgreinar og frekari styrking
gæti gert þeim enn erfiðara um vik í þeirri viðleitni að
skapa verðmæti fyrir íslenskt þjóðarbú. Mikilvægt er að
horfast í augu við þessa staðreynd þegar stefnumark-
andi ákvarðanir eru teknar. Þar verður að horfa til
langs tíma og það má ekki láta háværar raddir, sem sí-
fellt eru í sókn eftir vinsældum, ráða för. Það er eitt
mikilvægasta viðfangsefni samfélagsins á hverjum tíma
að búa fyrirtækjum landsins, sem bæði skapa atvinnu
og verðmæti, þau skilyrði að þau geti þrifist og keppt á
sanngjörnum grundvelli við fyrirtæki í öðrum löndum.
ses@mbl.is
Stefán Einar
Stefánsson
Pistill
Gott er að vera sterkur en ekki of
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tilraun sem vísindamenn oglaxeldismenn standa samanað er ætlað að leiða í ljóshvort árangursríkt er að
ala ófrjóan lax í kvíum við aðstæður
hér á landi. Árangur af eldi ófrjórra
laxa er borinn saman við frjóa laxa
sem aldir eru upp við sömu að-
stæður. Tilgangurinn er að athuga
möguleikann á því að gera sjókvía-
eldið umhverfisvænna en nú er.
Tilraunir hafa verið gerðar í
Noregi með eldi á ófrjóum (þrílitna)
laxi og er notkun hans skilyrði við
stækkun svokallaðra grænna leyfa í
Norður-Noregi. Niðurstöður rann-
sókna eru nokkuð misvísandi. Sumar
benda til að áhrif geldingar séu lítil
en aðrar að afföll verði meiri og fleiri
fiskar verði vanskapaðir. Eins eru
misvísandi niðurstöður um vaxtar-
hraða.
Rannsóknir hafa sýnt að ófrjói
laxinn er viðkvæmari fyrir súrefnis-
skorti og hærri sjávarhita. Þess
vegna finnst eldismönnum spennandi
að fá svör við því hvernig ófrjói lax-
inn kemur út í kalda sjónum á Vest-
fjörðum.
Dregið úr slæmum áhrifum
Landssamband fiskeldisstöðva
stendur að tilrauninni í samvinnu við
vísindamenn á Hafrannsóknastofnun
og Háskólanum á Hólum. Einnig
kemur Stofnfiskur að tilrauninni.
Fyrirtækið mun framleiða hrogn fyr-
ir verkefnið, en það hefur reynslu af
framleiðslu ófrjórra laxahrogna fyrir
laxeldisfyrirtæki í Noregi og víðar.
Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish mun
ala seiðin í seiðastöð í Tálknafirði og
síðar í sjókvíum í Dýrafirði.
Verið er að undirbúa hrogn sem
verða klakin í byrjun næsta árs. Ef
allt gengur að óskum ættu fyrstu
ófrjóu laxaseiðin að verða tilbúin til
útsetningar í sjó sumarið 2018.
Þessi aðferð við að gelda líf-
verur er þekkt. Hún er mikið notuð
við eldi regnbogasilungs og bleikju
og við framleiðslu á ávöxtum og
grænmeti. Til dæmis er allur regn-
bogasilungur sem hér er alinn þrí-
litna.
Agnar Steinarsson, sérfræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun, er
verkefnisstjóri. Hann segir að til-
gangurinn sé að reyna að koma í veg
fyrir að lax sem sleppur úr eldis-
kvíum og syndir upp í ár raski erfða-
fræðilegu jafnvægi í viðkomandi á.
Slíkt geti jafnvel orðið til þess að
villtir stofnar hopi í samkeppni við
eldisfisk. Óþarfi er að rifja upp að
þetta hefur verið deilumál á milli
eldismanna og annarra hagsmuna-
aðila. Með því að kanna þessa mögu-
leika sjá eldismenn tækifæri til að
stunda atvinnu sína í meiri sátt við
umhverfið.
Rannsóknir benda til að ófrjói
laxinn gangi síður upp í árnar en sá
frjói. Ætti því að vera auðveldara að
hreinsa hann úr ánum ef áhugi er á
því. Valdimar Ingi Gunnarsson
sjávarútvegsfræðingur bendir á að
Norðmenn séu í auknum mæli farnir
að senda kafara í árnar fyrir hrygn-
ingu til að hreinsa eldislaxinn úr
ánum. Það sé gert á kostnað þeirra
fyrirtækja sem missi frá sér fisk.
Þetta þurfi að gera á meðan árangur
af eldi ófrjós lax sé ekki betri en
raun ber vitni.
Fjölmörgum spurningum um
þessa möguleika er ósvarað, meðal
annars siðferðilegum og markaðs-
legum. Þetta tvennt hangir gjarnan
saman. Ef neytendum finnst ekki
verjandi að átt sé við lífveruna hafna
þeir afurðinni. Ef mikið er af van-
sköpuðum fiski í eldishópnum telst
það heilbrigðisvandamál en hefur
líka áhrif á tekjurnar því slíkur fisk-
ur selst ekki við sama verði og fiskur
sem ekki sér á.
Athuga árangur af
eldi ófrjórra laxa
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Sjókví Laxeldismenn sjá eldi á ófrjóum laxi sem hugsanlega leið til að
draga úr gagnrýni annarra hagsmunaaðila á fiskeldið.
„Þetta er þekkt aðferð, meðal
annars í öðrum laxfiskum. Ég
yrði hissa ef þetta myndi ekki
virka í laxi,“ segir Theodór
Kristjánsson, erfðafræðingur
hjá Stofnfiski. Þar hafa verið
framleidd þrílitna laxahrogn og
seld til erlendra framleiðenda.
Theodór segir að ýmsar að-
ferðir séu notaðar til að fram-
leiða geldan fisk. Stofnfiskur
notar þrýstimeðferð snemma á
hrognastigi. Það verður til þess
að við frjóvgun er hluti af erfða-
menginu lokaður inni í hrogn-
unum. Þau verða þrílitna,
standa á oddatölu, og fiskurinn
verður því ófrjór.
Gísli Jónsson, dýralæknir
fisksjúkdóma hjá Matvæla-
stofnun, tekur fram að þessi
gelding teljist ekki erfðabreyt-
ing sem er bönnuð víðast hvar.
Á sumum svæðum séu gerðar
kröfur um að aðeins megi nota
geldfisk í eldi og þá sé þessi
náttúrulega aðferð notuð.
Þrír litningar
en ekki tveir
MEÐFERÐ HROGNA GERIR
FISKINN ÓFRJÓAN