Morgunblaðið - 05.11.2016, Síða 36

Morgunblaðið - 05.11.2016, Síða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016 ✝ Ásta Ásvalds-dóttir fæddist á Breiðumýri, Suður- Þingeyjarsýslu, 12. október 1930. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eyri, Ísa- firði, 29. október 2016. Foreldrar hennar voru Sigríð- ur Jónsdóttir, f. 1903, d. 1992, og Ásvaldur Þorbergs- son, f. 1898, d. 1949, bændur á Breiðumýri og Ökrum. Systkini Ástu eru: Sigurveig, f. 1925, d. 1982, bóndi á Gautlöndum; Hrólfur, f. 1926, d. 1982, við- skiptafræðingur; Jörgen, f. 1928, d. 1945; Hildur Guðný, f. 1929, d. 2000, bóndi á Gautlönd- um; Þormóður, f. 1932, bóndi á Ökrum; Þuríður, f. 1933, starfs- maður Lauga skóla; Ingjaldur, f. 1940, bifvélavirki; Þorbergur, f. 1946 starfsmaður kísilverk- smiðjunnar við Mývatn. Ásta giftist 22. ágúst 1954 Magnúsi Kristjáni Guðmunds- syni frá Innri-Hjarðardal í Ön- undarfirði, f. 1924, d. 2006. For- eldrar hans voru Guðmundur Gilsson og Sigríður Hagalíns- dóttir, bændur í Innri-Hjarðar- dal. Ásta og Magnús eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Ásvald- Hildi Björnsdóttur. Fyrri kona Guðmundar var Stefanía Giss- urardóttir, þeirra dóttir er Ásta, gift Halli Péturssyni og eiga þau Helga Stefán og Erlu Kristínu. 4) Sólveig Bessa, f. 1962, bóndi og verkefnastjóri. Hennar mað- ur er Björgvin Sveinsson, bóndi og verktaki. Þeirra börn eru Arnar, Borgar og Sara, fyrir átti Björgvin dótturina Alice. 5) Guðný Hildur, f. 1969, félags- málastjóri. Hún var gift Hrólfi Sæmundssyni, þau skildu. Þeirra sonur er Kolbeinn Sæ- mundur. Sonur Guðnýjar fyrir hjónaband er Andri. Ásta ólst upp í foreldrahúsum á Breiðumýri og á Ökrum. Hún var í einn vetur í Húsmæðra- skólanum á Laugum í Reykja- dal. Á yngri árum aðstoðaði hún við bú móður sinnar eftir að fað- ir hennar lést og var einnig í kaupavinnu og við ýmis önnur störf. Sumrin 1952 og 1953 vann hún sem kaupakona í Önund- arfirði. Ásta og Magnús bjuggu fyrstu búskaparár sín á Flat- eyri, en árið 1958 keyptu þau jörðina Tröð í Önundarfirði og voru þar bændur í 45 ár. Þau fluttu í þjónustuíbúð aldraðra á Hlíf á Ísafirði árið 2003. Ásta dvaldi á Hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði frá janúar 2016. Útför Ástu fer fram frá Holts- kirkju í Önundarfirði í dag, 5. nóvember 2016, kl. 14. ur, f. 1954, bóndi í Tröð. Kona hans er Helga Dóra Krist- jánsdóttir, starfs- mannastjóri. Þeirra börn eru Ásta; Kristján Ósk- ar í sambúð með Hólmfríði Bóas- dóttur og þau eiga Helgu Dóru; og Eyvindur Atli í sambúð með Sæ- björgu Freyju Gísladóttur og hennar börn eru Ívar Hrafn og Andri Pétur. 2) Sigríður, f. 1955, bóndi og verkefnastjóri. Hennar maður er Guðmundur Steinar Björgmundsson, bóndi á Kirkju- bóli í Valþjófsdal. Þeirra synir eru Björgmundur Örn, í sambúð með Jónínu Guðjónsdóttur og eiga þau Steinar Anton og Dal- íu; Magnús Kristján; Eyþór, kvæntur Jónu Láru Sveinbjörns- dóttur og eiga þau Kára, Sögu og Sveinbjörn; og Bernharður kvæntur Mariu Eugenia Chiar- andini og þau eiga Víking Dante. 3) Guðmundur Helgi, f. 1958, verslunarmaður. Hans kona er Jóhanna Sturlaugs- dóttir, framhaldsskólakennari. Þeirra börn eru Petra Land- mark, í sambúð með Alex Mez- zela; og Bjartur, í sambúð með Elsku mamma mín er búin að kveðja okkur. Í gegnum hugann fara óteljandi minning- ar fullar af ást, gleði, sorg, samheldni, trausti, lífi og fjöri og sterkum fjölskylduböndum. Mamma fæddist og ólst upp í Reykjadal í Þingeyjarsýslu í faðmi ástríkrar fjölskyldu. Hún var alla tíð tengd æskustöðvum sínum mjög sterkum böndum, sem við afkomendurnir fengum svo hlutdeild í í gegnum sögur sem hún sagði okkur og heim- sóknir til frændfólksins fyrir norðan. Rúmlega tvítug fór mamma sem kaupakona vestur í Önundarfjörð, fyrst í Ytri- Hjarðardal og svo Þórustaði, og fékk augastað á einum syninum á bænum þar á milli, Innri- Hjarðardal. Mamma og pabbi trúlofuðu sig eftir síðara sum- arið hennar sem kaupakona og ári seinna flutti mamma svo al- komin vestur, nýgift pabba með elsta barnið í vöggu. Þau bjuggu fyrstu árin sín á Flat- eyri þar sem tvö börn bættust við, en fluttu svo í Tröð árið 1958, og enn bættust tvö börn í hópinn. Bæði mamma og pabbi höfðu alist upp í sterkum og samhentum fjölskyldum og fluttu þann arf til sinnar eigin fjölskyldu. Við börnin þeirra vorum umvafin öryggi, um- hyggju, kærleika og leiðsögn í að breyta rétt í lífinu. Og síðar fengu tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn að njóta ná- lægðar þeirra. Mamma var sterkur karakt- er. Var fljót til svars, með ákveðnar skoðanir, tók alltaf upp hanskann fyrir þau sem henni fannst hallað á, var vel lesin og fróðleiksfús, tilfinn- ingarík, húmorísk og glettin. Mamma var snillingur í mata- gerð og mikil handverkskona, saumaði öll föt á okkur í æsku og prjónaði á prjónavél ásamt mörgu öðru. Hún var líka mikil ræktunarkona, ræktaði mat- jurtir, blóm og tré og átti fal- legan garð. En hún var fyrst og fremst fjölskyldukona og um- vafði hópinn sinn kærleika og umhyggju. Síðustu misseri mömmu voru erfið. Hún þurfti að glíma við heilabilunarsjúkdóm sem ágerðist hratt og svo líkamleg veikindi síðustu mánuði. Kær- leikurinn til fólksins í kringum hana var þó alltaf til staðar og oft braust húmorinn og glettnin fram þrátt fyrir erfiða daga. Við systkinin og fjölskyldur höfum staðið þétt saman í að reyna að auðvelda henni þessa tíma. Og við erum svo þakklát öllu yndislega starfsfólkinu á Hlíf og Eyri sem önnuðust mömmu með kærleika og virð- ingu. Elsku mamma mín, nú ertu farin til pabba. Takk fyrir allt og allt. Guðný Hildur Magnúsdóttir. Það er eitthvert tómarúm þegar þú ert farin, mamma mín. Þú hefur verið svo stór hluti af veröld minni. Við alltaf verið svo nálagt hvor annarri. Fyrstu minningarnar eru þegar þú baðaðir okkur í járnbala á eldhúsgólfinu í gamla bænum í Tröð og það voru að koma jól. Þegar þú söngst fyrir okkur á kvöldin og sagðir sögur að norðan. Þegar við fórum norður í Reykjadalinn þinn og sigldum með Esjunni til Akureyrar þar sem Ommi tók á móti okkur. Já, þær eru svo margar, bernskuminningarnar, sem ljúft er að eiga. Hlýjar hendur sem leiða og vernda. Ég fór ekki langt í burtu þegar ég fór úr föðurhúsum, bara rétt út með firðinum. Svo kærkomið og auðvelt að skreppa inneftir með strákastóðið mitt litla og stúss- ast í einhverju með þér. Sitja við prjónavélina eða saumavél- ina, hvað við áttum margar góð- ar stundir þar. Hönnuðum peysur, vesti, buxur og allt mögulegt. Tími var ekki spar- aður, hann var veittur af fórn- fýsi og gæsku. Þú kenndir mér svo margt og ég er svo þakklát fyrir að hafa alist upp umvafin öryggi og ást ykkar pabba. Að strákarnir mínir hafi fengið að njóta umhyggju þinnar og barnabörnin mín fengið að elska þig. Það var líka gott að vera í nálægð við þig þegar þú þurftir á mér að halda þegar halla tók af degi hjá þér, að fá að umvefja þig og vernda. Að fá að halda í hönd þína til síðustu stundar. Guð blessi þig, elsku mamma mín, minning þín lifir. Þá hinsti svefninn signir augu mín og sorg og gleði líkt og angan dvín, ég vildi að sál mín gæti gefið þér þann geisla, sem þig yfir húmið ber. Þó takmörk hafi týnst og lönd sé breytt í tímans bláa hafi, veit ég eitt: Að þér er allt hinn veiki vilji minn að vernda, friða og blessa arin þinn. (Hulda) Sigríður Magnúsdóttir. Elsku mamma. Það kom að leiðarlokum, eða að minnsta kosti kveðjumst við um hríð. Það er svo gott að kveðja þig sátt og þakklát. Þakklát fyrir að fá að alast upp í skjóli þínu, skjóli sem jafnframt veitti frelsi til athafna, frelsi til að takast á við störfin, lífið og verkefni þess. Þú hélst ekki margar ræðurnar, eða hafðir mörg orð um það sem ætti ekki að gera en varst þeim mun betri fyr- irmynd. Af þér lærði ég að allir væru jafnir undir sólinni og að við ættum að aðstoða þá er þess þurfa. Af þér lærði ég að njóta gróðurs og blóma, gera handavinnu, gleðjast á góðum stundum og svo margt, margt fleira. Minningabrotin eru mörg, þau eru geymd í gull- akistunni og verða tekin upp reglulega til að njóta. Þín Bessa. Það er morgunn. Ég vakna við ilm af sunnudagssteikinni í bland við tóna af messusöng. Fljótlega yfirgnæfa útvarpið fjörugar raddir, sem rökræða af kappi. Mér heyrist sem tekist sé á um ýmis samfélagsmál. Það er kona sem greinilega hefur skoðanir og lætur þær hressi- lega í ljós. Ég heyri líka raddir tveggja bænda úr sveitinni sem komnir eru þarna inn í kaffi. Það er líka hlegið og rökrætt meira. Ég reyni að kúra mig niður og óska þess að vera komin langt í burt, hef líklega ekki valið alveg bestu aðstæð- urnar til að hitta tilvonandi tengdamömmu. Það sem ég veit um hana er að hún er ákveðin, að norðan og rauðhærð, en annað bíður frek- ari kynningar. Stundin er óum- flýjanleg, verð að fara á fætur og taka slaginn, úr því ég hing- að komin heim, með elsta syn- inum á bænum. Í tvo áratugi bjó ég með tengdaforeldrum mínum hér í Tröð og var sambúðin bæði ljúf og árekstralaus. Þar ríkti gagn- kvæm virðing og skilningur á að ekki gera allir hlutina eins. Þau reyndust mér sem bestu foreldrar og börnin þrjú áttu ávallt sínar gæðastundir með þeim. Þau tóku þátt í að gleðj- ast með fyrstu skrefum þeirra og litlum afrekum, sem og að þerra tár ef illa gekk í veröld- inni. Öll jól héldum við saman, jafnvel eftir að þau voru farin á Ísafjörð. Þegar ég flutti í Tröð varð stórfjölskylda mín fljót- lega aufúsugestir hér og áttu margar góðar samverustundir með Ástu og Magga. Ég minnist margra skemmti- legra stunda með Ástu þegar hún lék á als oddi við að segja sögur frá gamalli tíð og spjalla um menn og málefni. Áberandi var fordómaleysi og skilningur á mismunandi aðstæðum fólks. Hún var óhrædd að taka af- stöðu þvert á ríkjandi viðhorf. Hún ól sín börn upp með því að taka ábyrgð á sínu nærum- hverfi og ganga í verkin þar sem þörfin kallar. Þau hafa líka tekið ríkan þátt í félagsmálum og axla ábyrgð á málefnum samfélagsins. Ásta var skemmtileg kona og fljót að grípa gleðina þegar hún gafst. Ég minnist þess að eitt vorið var hún komin út í fjárhús hlaupandi með ömmubarni til að sjá fyrsta lambið fæðast. Hún hló svo bara þegar hún áttaði sig á því að hún stóð þar á inniskónum, en gleðin var ósvikin hjá öllum þar. Það er kvöld og minningarn- ar streyma fram. Ég er þakklát fyrir að hafa tekið út minn þroska sem fullorðin kona á lífsins göngu með Ástu tengda- mömmu. Helga Dóra Kristjánsdóttir. Ásta amma hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi. Ég er stolt af því að vera alnafna hennar. Það voru forréttindi að fá að alast upp með því að hún væri alltaf svo nálæg. Hún hafði stórt hjarta með kærleiks- ríka nærveru. Alltaf var stutt í bros og hláturinn hjá henni og hún kunni að breyta lífinu á betri veg. Ýmislegt var brallað með ömmu, það var handa- vinna, garðyrkja, bakstur, spil- að saman og fleira. Auðvitað var afi skammt undan. Afi og amma, þau gerðu svo margt saman. Hvort sem það var að vinna í útiverkunum eða sinna barna- börnunum. Enda saknaði hún afa mikið þegar hann fór. Amma var góður hlustandi og dæmdi mann ekki. Það er mikill söknuður að geta ekki leitað til hennar lengur og verið með henni. Elsku amma mín, takk fyrir allt. Ásta Ásvaldsdóttir, yngri. Það er með miklum söknuði sem við Traðarbörn kveðjum Ástu ömmu, hún var stórbrotin og merk kona. Hún var athvarf mitt fyrir og eftir sólarlag, eins og segir í ljóðinu Ást, eftir Sig- urð Nordal. Spurning hvort Sigurður hafi skírt ljóðið í höf- uðið á ömmu? Það voru að minnsta kosti forréttindi að hafa hana innan seilingar í Tröð því hún hafði lausnir á vanda öllum er að hendi bar. Við veik- indum var útbúið fjallagrasa- seyði, með sítrónu og það drukkið með kleinum, bætt var í rifnar buxur og sokka, lopa- sokkar prjónaðir fyrir veturinn og sár voru grædd með nær göldróttu arfakremi. Hún var mikill sagnabrunnur og sagði sögur þannig að mér fannst eins og ég hefði upplifað hluta af ævi hennar í gegnum þær. Amma var mjög viðkunnan- leg, eða hafði kjörþokka, eins og stjórnmálaskýrandi hefði sagt. Stafaði það einkum af því að hún var einstaklega létt í lundu og alþýðleg kona. Gerði hún aldrei upp á milli manna. Að vera í návist hennar var samferðafólki hennar því kær- komið. En nú er bjartur sólardagur að kveldi kominn í lífi ömmu. Þó hún hafi nú sameinast afa í eilífðinni mun hún ávallt lifa í minningu okkar sem einstak- lega ástúðleg kona. Hún bar nafn með rentu. Kristján Óskar Ásvaldsson. Eins og flest okkar systk- inanna fæddist Ásta í kjallara samkomuhússins á Breiðumýri þar sem foreldrar okkar bjuggu á svokölluðum læknisparti jarð- arinnar. Margbýlt var á Breiðu- mýri og barnahópurinn stór sem ólst þar upp saman, því auk okkar systkinanna var barnahópur Gerðar og Jóseps svipað fjölmennur. Þarna var oft fjörugt og vináttan við Breiðumýrarfólkið var vinar- taug sem hélst óbreytt þó for- eldrar okkar flyttu í Akra, þeg- ar Ásta var 13 ára gömul. Ásta var fimmta í röð okkar níu systkina og heldur sínu sæti hvað brotthvarf héðan úr jarð- ríki varðar. Tuttugu og þriggja ára hleypti hún endanlega heim- draganum frá grunnum dölum og lágreistum heiðum Þingeyj- arsýslu og hélt vestur til þröngs fjarðar og brattra hlíða hárra fjalla. Þetta var henni þó engin óvissuferð því hún vissi hvað beið hennar vestra. Hún hafði verið kaupakona í tvö sumur vestur í Önundarfirði og hafði kynnst þar verðandi ævi- félaga sínum og eiginmanni, honum Magga, bóndasyninum í Innri-Hjarðardal. Hildur systir okkar hafði reyndar farið vestur í kaupa- vinnu með Ástu fyrra sumarið en ekki náð að ílengjast þar. Annað en vesturferðina áttu þær systur þó sameiginlegt sem okkur er tjáð að sé orðið kennslubókardæmi í ljós- mæðrafræðum við Háskóla Ís- lands. Það var hvað þær lögðu á okkur, níu manna fjölskyld- una á Ökrum, þegar í miðjum heyskapnum þær lögðust báðar á sæng í einu og eignuðust frumburði sína með aðeins nokkurra daga millibili inni á 60 fermetra heimili fjölskyld- unnar. Oft var þröngt um svefnpláss en sjaldan sem þá því við heimilisfólkið bættust tveir kærastar og ljósmóðirin sem á þessum árum vék ekki frá sængurkonunum fyrr en á tíunda degi. Um haustið kom Maggi svo aftur til að sækja heitmey sína og son. Og hann var ekki tóm- hentur því mikið þótti okkur til nýja vörubílsins hans koma og engum duldist stolt Ástu af manni og bíl. Og það er til marks um hvað tímarnir hafa breyst og samgöngur batnað frá miðri síðustu öld, að móður okkar, sem tók brottflutning Ástu mjög nærri sér, fannst sem hún mundi vart sjá hana aftur. Móðurhjartanu er gjarnt til að vera svolítið ofverndandi og eigingjarnt, enda kom á dag- inn að mamma átti margar ferðirnar vestur og Ásta vitjaði heimahaganna reglulega. Ásta og Maggi bjuggu fyrstu búskaparár sín á Flateyri, en ákváðu síðan að gerast bændur og keyptu jörðina Tröð í Ön- undarfirði þar sem þau bjuggu nær hálfa öld. Ásta missti mikið þegar Maggi féll frá árið 2006, en þá höfðu þau dvalið um nokkurt skeið í þjónustuíbúðum aldraðra á Hlíf á Ísafirði. Börn- unum hennar viljum við þakka góða ummönnun hennar um leið og við samhryggjumst þeim vegna fráfalls móður sinnar. Fyrir hönd systkinanna á Ökrum, Ingjaldur Ásvaldsson. – Hvernig er það? Á ekkert að fara drífa í þessu? – segir rauðhærð kona með gjallandi róm. Máli sínu til stuðnings skellir hún höndum aftarlega á mjöðm og fyllir rýmið af nær- veru sinni. Þarna er komin Ásta í Tröð, sem við kveðjum í dag frá Holtskirkju. Ásta fyllti alltaf rýmið með nærveru sinni. Ég kynnist Ástu þegar Helga Dóra systir giftist Ása, elsta syni hennar, og um svipað leyti flutti ég í nágrenni við hana. Þá var ég ung, hún fullorðin. Ég var þá ekki alltaf sammála henni enda við báðar með ákveðnar skoðanir á mönn- um og málefnum en þó aldrei ósáttar, svo þroskaðist ég. Í fyrrahaust urðum við algjörlega sammála og gengumst undir þann sáttmála að nú værum við á sama aldri. Þá höfðum við verið þó nokkra stund á pari, báðar hvatvísar og hreinskilnar en einlægar vinkonur. Það sem gleður mig í dag er að hafa fengið að kynnast Ástu, vera henni samtíða og samvist- um við hana um hríð. Oft voru umræðurnar líflegar við eldhús- borðið í Tröð, málin rædd og málefni greind, hlegið og hug- myndir fæddust. Ásta var snarpgreind, húmoristi og úr- ræðagóð, búin eiginleikum sem gerðu hana að góðum granna sem ungur bóndi gat leitað til. Betri nágranna var vart hægt að hugsa sér og þá var Maggi bóndi hennar engu síðri. Ásta var eldhugi og dugleg og það var gott að vinna með henni í samfélagsverkefnum í sveitinni þar var hún oftar en ekki í far- arbroddi. Það er gott að staldra við á þessari stund, lúta höfði í auð- mýkt, margs er að minnast og margt er að þakka. Ástu tókst að fylla hjartarými mitt og fyrir það er ég betri manneskja. Við fjölskyldan minnumst hennar með þökk og virðingu. Trað- arfjölskyldunni allri sendum við innilegar samúðarkveðjur. Halla Signý Kristjánsdóttir. Gráttu ekki yfir góðum liðnum tíma. Njóttu þess heldur að ylja þér við minningarnar, gleðjast yfir þeim og þakka fyrir þær með tár í augum, en hlýju í hjarta og brosi á vör. Því brosið færir birtu bjarta, og minningarnar geyma fegurð og yl þakklætis í hjarta. (Sigurbjörn Þorkelsson) Kæra Ásta, takk fyrir allt og allt. Stefanía (Steffý). Ásta Ásvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.