Morgunblaðið - 05.11.2016, Síða 38

Morgunblaðið - 05.11.2016, Síða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016 ✝ Maggý HjördísKristjánsdóttir fæddist á Patreks- firði 6. júlí 1930. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Patreksfjarðar 28. október 2016. For- eldrar hennar voru Kristján Andrés Ingvason, f. 4. janúar 1895, d. 2. maí 1984, og Halldóra Magnúsdóttir, f. 10. desember 1910, d. 2. mars 1982. Systur Maggýjar eru Hugrún Kristjánsdóttir, f. 1. júní 1936, Ragnheiður Krist- jánsdóttir, f. 1. mars 1941, d. 18. ágúst 1998, og Ásrún Kristjánsdóttir, f. 12. des. 1947, d. 23. nóvember 1952. Maggý giftist 24. desember 1950 Atla Snæbjörnssyni, f. 14. apríl 1926, d. 28. janúar 2004. Atli og Maggý eignuðust fjórar dætur, Ás- rúnu, f. 22. maí 1955, maki Finn- bogi Björnsson, f. 4. ágúst 1959, Halldísi, f. 2. sept- ember 1956, Birnu Mjöll, f. 10. júlí 1960, maki Keran St. Ólason, f. 18. júlí 1966, Kristínu Ingu, f. 12. ágúst 1964, maki Sigurður Skafti Davíðsson, f. 5. janúar 1963. Barnabörn Maggýjar og Atla eru níu og barnabarnabörnin 14. Maggý og Atli hófu búskap í Reykja- vík árið 1950 en árið 1960 fluttu þau til Patreksfjarðar. Úför Maggýjar fer fram frá Patreksfjarðarkirkju í dag, 5. nóvember 2016, og hefst at- höfnin klukkan 14. Lífssól frænku minnar Mag- gýjar Kristjánsdóttur hefur nú hnigið til viðar. Í minningunni frá bernskudög- um mínum á Patreksfirði kemur mynd Maggýjar sterk fram sem stóra frænka mín. Ljúfar minningar frá heim- sóknum mínum með móður minni og systur í Aðalstræti 65, þar sem foreldrar Maggýjar, Dóra, móð- ursystir mín, og eiginmaður hennar, Kristján, réðu ríkjum og bjuggu með dætrum sínum. Flesta sunnudaga lá leið okkar til þessarar söngelsku fjölskyldu. Harmonikkutónar, gítarspil og söngur hljómaði um litla eldhúsið þeirra, sem sagt algjört tónaflóð. Þar tóku litlir fætur sín fyrstu dansspor og fullorðnir og börn skemmtu sér konunglega. Ekki amalegt að alast upp í slíku um- hverfi. Síðar flutti Maggý tímabundið suður til Reykjavíkur með eigin- manni sínum, Atla. Á þeim árum hlotnaðist mér, þá 11 ára hnátu, það heiðurshlutverk að gerast barnfóstra hjá þeim hjónum og passa frumburð þeirra, Ásrúnu. Í stórborginni dvaldi ég heilt sum- ar, kannaði þar framandi um- hverfi og nýjar slóðir og naut þess að vera hjá frænku minni. Upp frá því var alltaf sterkur strengur sem tengdi okkur saman. Maggý var viðræðugóð og hafði ljúfa framkomu, það var þægilegt að vera í návist hennar. Allskyns skapandi greinar, s.s. handavinna og saumaskapur, léku í höndum hennar. Ófáir Pat- reksfirðingar nutu góðs af hæfi- leikum hennar þegar hún rak fyr- irtæki sitt ásamt dóttur sinni Halldísi við að sauma og hanna föt á þorpsbúa. Í dag bæri Maggý líklega starfsheitið „hönnuð- ur“og væri með „Hönnunarsíðu“ á facebook. Í hvert sinn er leið mín lá vest- ur fannst mér ferðin ekki full- komnuð nema að kíkja í kaffi til Maggýjar, sem tók mér alltaf vel og með bros á vör. Síðasta heim- sókn mín til hennar var í ágúst sl. en þá dvaldi hún á Heilbrigðis- stofnun Patreksfjarðar, þaðan sem hún átti ekki afturkvæmt, vegna heilsubrests. En þrátt fyr- ir það var brosið hennar fallega enn til staðar. „Hvar ómar söngur sértu glað- ur, það syngur enginn vondur maður.“ Þessar ljóðlínur koma upp í huga minn þegar ég kveð Maggý. Söngurinn var hennar líf og yndi, lagvissa og fallega rödd- in hennar gerði það að verkum að allt sitt líf var hún samofin söngn- um, sem gaf henni mikla lífsfyll- ingu. Alltaf var hún til í að syngja hvort sem var í kór eða í góðra vina hópi. Kirkjukór Patreksfjarðar naut sönghæfileika hennar í gegnum tíðina og söngstarf hennar með Félagi eldri borgara á Patreksfirði var einstakt, þar mætti hún í mörg ár með gítarinn sinn, söng, spilaði og gladdi þannig heldri borgara bæjarins á meðan heilsa hennar og færni leyfði. Á þennan fallega hátt auðnað- ist Maggý m.a. að auðga líf sam- borgara sinna. Ég kveð frænku mína og votta dætrum hennar og öðrum ástvin- um samúð mína. Þórdís Bakkmann Kristinsdóttir. Elsku amma mín er farin. „Ég er svo stolt af ykkur barnabörn- unum,“ sagði hún alltaf við mig. Það hefur ræst vel úr okkur krökkunum, auðvitað er það að hluta til henni að þakka. Hún sagði alltaf að ég hefði fengið ferðaþrá mína frá Atla afa. En ég fékk svo margt frá henni líka. Amma leyfði mér t.d. að spila á hljóðfærin sín, píanóið og gít- arinn, stundum spilaði ég á klar- ínettið mitt og hún spilaði undir. Það var alltaf gaman að blaða í nótnabókunum hennar, en svo átti hún líka skemmtilegar bækur sem ég las uppi í rúmi áður en ég fór að sofa á kvöldin. Þessa dagana hellast yfir mig minningar. Einu sinni sem oftar vorum við að horfa á Bráðavakt- ina í sjónvarpinu. Það var hrika- lega spennandi atriði í gangi þeg- ar rafmagnið fór af hjá okkur. Við biðum og biðum eftir að geta náð restinni af þættinum, en svo var klukkan orðin svo margt og ennþá var rafmagnslaust. Þá fann hún vasaljós og bók fyrir mig. Mig minnir að það hafi verið Pollýönnubók. Ég skreið þá upp í rúm og fór að lesa og sofnaði út frá bókinni. Ég veit ekki ennþá hvernig þessi þáttur af Bráðavaktinni endaði. Ég man líka að þegar amma rétti mér ávísun, þá vissi ég sko alveg hvað ég átti að gera. Ég átti að hlaupa út í sjoppu og kaupa tvo svarta hlunka, þessa með lakkr- ísbragðinu. Eftir að ég varð full- orðin keypti ég alltaf bláberja- ostaköku og færði henni þegar ég kom í heimsókn. Við höfðum mjög svipaðan smekk á sætindi og kunnum að njóta þeirra saman. Elsku amma mín er farin. En það er svo merkilegt með ástina, að hún hverfur aldrei. Við sem elskum hana og vorum elskuð af henni, við eigum það alltaf. Ekk- ert getur tekið það frá okkur. Elsku amma, ég græt því ég sakna þín, en ég græt líka því ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Ég er þakklát fyrir allar minningarnar, þakklát fyrir öll góðu sumrin á Patró. Freyja. Maggý Hjördís Kristjánsdóttir ✝ Sigrún GyðaSveinbjörns- dóttir fæddist í Gvendareyjum á Breiðafirði 12. maí 1937. Hún lést á blóðlækningadeild Landspítalans 26. október 2016. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Sigurðardóttir, f. 7. febrúar 1915, d. 30. nóvember 2014, og Svein- björn Kristjánsson, f. 29. apríl 1913, d. 17. júlí 2003. Gyða var elst níu barna. Systkini hennar eru: 1) Ólína Kristín, f. 25. febr- úar 1940. 2) Magnús, f. 19. maí 1941. 3) Kolbrún, f. 26. júní 1942. 4) Svanhildur, f. 1. maí 1947. 5) Sigurður Magni, f. 12. ágúst 1951. 6) Ingibjörg Ragn- heiður, 30. september 1953, d. 24. janúar 2011. 7) Hörður, f. 14. nóvember 1956. 8) Þröstur Kamban, f. 22. ágúst 1959. Hinn 24. maí 1958 giftist Gyða eftirlifandi eiginmanni sínum, Ólafi Th Ólafssyni, f. 3. október 1936. Ólafur Th var sonur Guðmundínu Björns- en frá 1942 bjó fjölskyldan í Vesturkoti á Skeiðum. Gyða og Óli hófu búskap sinn að Bjarn- hólastíg 3 í Kópavogi en fluttu sig síðan á Skarphéðinsgötu 14 í Reykjavík. Þaðan fluttu þau á Selfoss árið 1965 og bjuggu þar æ síðan, fyrst í Vallholti 23 en síðan í Lambhaga 26. Þegar börnin voru vaxin úr grasi réðst Gyða til náms við Sjúkra- liðaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1977. Eftir það vann hún lengst af sem sjúkra- liði á Heilbrigðisstofnun Suður- lands á Selfossi. Gyða var félagsmálamann- eskja og var lengi trún- aðarmaður sjúkraliða á Sjúkra- húsinu á Selfossi og formaður í deild sjúkraliða á Suðurlandi. Hún tók ríkan þátt í hagsmuna- baráttu launafólks á Selfossi og var formaður í félagi opinberra starfsmanna á Suðurlandi, FOSS, um árabil. Gyða lét landsmálin heldur ekki af- skiptalaus og var formaður Al- þýðubandalagsfélags Selfoss í nokkur ár. Hún starfaði með Þroskahjálp á Suðurlandi og var formaður félagsins í 14 ár og enn lengur í stjórn og virkur félagi alla tíð, sá t.d. um dreif- ingu og sölu á dagatali Þroska- hjálpar árum saman. Útför Gyðu fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 5. nóvember 2016, klukkan 13. dóttur, f. 9. apríl 1914, d. 16. nóv- ember 1997, og Ólafs Snóksdalíns Ólafssonar, f. 11. nóvember 1904, d. 5. nóvember 1969. Börn Gyðu og Ólafs Th eru: 1) El- ín Vigdís, f. 24. janúar 1958. Synir hennar eru Ólafur Uni Daníelsson, Kári og Matthías Aron Ólafs- synir. 2) Hrund, f. 17. janúar 1959. Börn hennar eru Arnór Bogason og Sigrún Gyða Sveinsdóttir. 3) Bragi, f. 16. desember 1961. Börn hans eru Elfar Þór, Móeiður, Guðmund- ur, Ragnar Bragi og Sigrún og stjúpdóttir er Magnea Bjarna- dóttir. 4) Ólafur Þór, f. 2. júlí 1964, d. 26. október 2006. 5) Sigrún Sól, f. 31. ágúst 1968. Synir hennar eru Sigurhjörtur, Arnaldur og Ólafur Bragi Pálmasynir. Gyða fluttist með móður sinni frá Gvendareyjum að Efra-Seli í Hrunamannahreppi þegar hún var eins og hálfs árs Það eru ekki mörg ár síðan ég kynntist Sigrúnu Gyðu og tengdist henni fjölskyldubönd- um. Við fyrstu kynni sá ég dæmigerða útivinnandi húsmóð- ur sem hélt sitt fallega heimili, ræktaði garðinn sinn, var mið- punktur líflegrar fjölskyldu, móðir, amma og langamma sem bar kaffi og kökur í gesti og gangandi, sem nóg var af. Við hlið hennar var eiginmaðurinn Óli Th, myndlistarmaður, tón- listarmaður og þúsundþjala- smiður. Traust og samheldni einkenndi samband þeirra. Fljótlega dýpkaði myndin og gerðist fjölbreytilegri. Ég upp- götvaði að þessi hógværa hús- móðir var í raun baráttukona sem barðist fyrir betri heimi og betra lífi, jöfnuði og réttlæti. Hún var róttæk í skoðunum, fé- lagsmálamanneskja og virtist vita allt um kjarabaráttu og launamál. Hún hafði líka verið í forystusveit launþega og for- maður í FOSS, félagi opinberra starfsmanna á Suðurlandi. Við náðum vel saman þegar talið barst að pólitík og friðar- baráttu. Þau hjónin voru frið- arsinnar og hernaðarandstæð- ingar og höfðu tekið virkan þátt í baráttunni gegn erlendum herstöðvum á Íslandi. Við náð- um líka saman þegar talið barst að aðstæðum og kjörum þroska- hamlaðra og einhverfra. Þau hjón höfðu átt einhverfan son og hún hafði lengi verið formað- ur í Þroskahjálp á Suðurlandi. Þar ruddi hún braut sem ég og mín fjölskylda hafði notið góðs af. Hún virtist oft hafa verið valin til forystu í þeim félaga- samtökum sem hún kom að. Drifkrafturinn var þó ekki metnaður eða löngun til að trana sér fram og vera í sviðs- ljósi, það var réttlætiskenndin og baráttugleðin sem dreif hana áfram. Dugnaður, samviskusemi og glöggskyggni gerðu það að verkum að hún valdist til for- ystu í baráttumálum fólks. Það mætti kannski bæta fórnfýsi við þessa upptalningu, því ég efast um að hún hafi nokkru sinni þegið laun fyrir þessi störf. Ár félagsmála og kjarabaráttu voru raunar að baki þegar ég kynnt- ist Gyðu og fjölskyldu hennar. En hún var ekki sest í helgan stein, nú hafði hún gengið í lið með fólki sem tamdi sér hollar lífsvenjur og neyslumáta sem kenndur er við Herbalife. Hún fór um og kynnti þessa stefnu og seldi Herbalife-vörur. Þarna náðum við ekki saman, ég er íhaldsmaður í þessum efnum, ég ét einungis það sem mér finnst gott og eins mikið af því og ég get torgað en er tortrygginn út í alla hollustu nema þorskalýsi. Hún tók ekkert mark á slíkri vitleysu og ég komst í hann krappann gagnvart Herbalife. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Gyðu og hennar fólki. Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum og hún átti oft við mót- læti að stríða, bæði í æsku og síðar. Þó bar hún ekki beiskju í brjósti til nokkurs manns og hallmælti engum en horfði yfir sviðið með rósemi sem aldrei brást, hógvær en þó sjálfsörugg og djörf. Í veikindum síðustu ára komu þessir eðlisþættir sí- fellt fram. Nú hefur hún kvatt okkur og þótt lengi hafi verið ljóst að hverju stefndi erum við samt einhvern veginn óviðbúin tilveru án Gyðu og án heimilis- ins í Lambhaga á Selfossi og þeirrar heimsmiðju sem þar var. Árni Hjartarson. Sigrún Gyða Sveinbjörnsdóttir Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Jón G. Bjarnason Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, EYJÓLFS GUÐMUNDSSONAR endurskoðanda. Sérstakar þakkir fá Heimahlynning og líknardeild LSH fyrir góða umönnun. . Ragnhildur Ásmundsdóttir, Ragna Eyjólfsdóttir, Kristján Ólafsson, Guðmundur Á. Eyjólfsson, Heiða Dögg Helgadóttir, Hildur B. Eyjólfsdóttir, Árni S. Rúnarsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN JÓHANN ÞORLÁKSSON, dvalarheimilinu Höfða Akranesi, lést miðvikudaginn 2. nóvember. Útförin fer fram miðvikudaginn 9. nóvember klukkan 13 frá Akraneskirkju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Höfða. . Hjördís Guðrún Hjörleifsdóttir Petrún Berglind Sveinsdóttir Grímar Teitsson Guðmundur Andrés Sveinsson Sonja Sveinsdóttir Jens Heiðar Ragnarsson afabörn og langafabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts GUÐLAUGAR HÖNNU FRIÐJÓNSDÓTTUR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. . Hulda Ó. Scoles, Dave Scoles, Anna Ólafsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Adolf Örn Kristjánsson, Friðjón Ólafsson, Erna Hrönn Herbertsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN STEFÁNSSON, bílasmiður, Ársölum 5, Kópavogi, lést á heimili sínu föstudaginn 4. nóvember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 9. nóvember klukkan 11. . Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.