Morgunblaðið - 05.11.2016, Qupperneq 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2016
Sigurður Gunn-steinsson, áfengis- ogvímuefnaráðgjafi hjá
SÁÁ, verður 75 ára á morg-
un, 6. nóvember.
„Síðustu árin hef ég unn-
ið á Sjúkrahúsinu Vogi við
áfengis- og vímuefnaráðgjöf
og kennslu og handleiðslu í
þeim fræðum. Áður var ég
forstöðumaður og dag-
skrárstjóri á Vík á Kjal-
arnesi og enn fyrr for-
stöðumaður
endurhæfingarheimilisins á
Sogni í 12 ár.“
Sigurður fékk fyrstur
manna löggildingu sem
áfengis- og vímuefnaráð-
gjafi. Hann hóf störf hjá
SÁÁ á fyrsta starfsári sam-
takanna, 1978, og hefur líka
setið í stjórn SÁÁ árum
saman.
„Ég fór í sumarháskóla í
áfengis- og vímuefna-
meðferð í Johnson Institute
í Minnesota sumarið 1979,
hef sótt fjöldann allan af ráðstefnum erlendis, mest í Bandaríkj-
unum og fékk Fulbright-styrk til að starfa á stóru geðsjúkrahúsi í
Atlanta í Georgíu 1982.
Ég hef fylgst vel með þróun, vexti og framförum á þessu sviði.
Þær eru einstaklega miklar og ekki síst hér á landi. Það eru fáar
vímuefnastofnanir sem hafa náð að lifa af í öll þessi ár en hér höf-
um við náð að byggja þetta upp jafnt og þétt. Þetta hefur tommast
áfram með seiglunni.“
Sigurður er þekktur langhlaupari og annar tveggja Íslendinga
sem fyrstir luku keppni á heimsmeistaramótinu í 100 km hlaupi:
„Ég fór að hlaupa 1995, orðinn fimmtugur, og hef hlaupið yfir 50
maraþon og fjögur 100 km hlaup. Ég held mér enn í formi og passa
vel upp á líkamlega heilsu.“
Sigurður er fæddur og uppalinn í Kleppsholtinu í Reykjavík og
býr enn á þeim slóðum ásamt eiginkonu sinni, Guðmundu Jóhanns-
dóttur. Þau hjón eiga samtals 49 afkomendur. „Á afmælisdaginn
verð ég rólegur heima hjá mér og geri ekki neitt en líklega koma
krakkarnir í heimsókn.“
Áfengisráðgjafinn Sigurður.
Sigurður Gunnsteinsson er 75 ára á morgun
Maraþonmaður
og áfengisráðgjafi
G
uðrún Hallgrímsdóttir
fæddist í Reykjavík
5.11. 1941 og ólst þar
upp á Lokastígnum:
„Ég komst í einstakan
skóla lífsins í þrjú sumur, hjá Árna
Árnasyni, móðurbróður mínum, og
hans kjarnakonu, Hrefnu Kristjáns-
dóttur, í Stóra-Klofa í Landsveit.“
Guðrún var í Austurbæjarbarna-
skóla, Lindargötuskóla, lauk stúd-
entsprófi frá MR 1961 og las íslensk-
ar bókmenntir við HÍ, nam mat-
vælaverkfræði við Humboldt Uni-
versität í Berlin 1963-68, stundaði
framhaldsnám í heilbrigðiseftirliti í
Rostock 1968-69, lauk kennslurétt-
indanámi frá HÍ 1994 og leiðsögu-
mannaprófi 2004.
Guðrún var forstöðumaður Rann-
sóknastofu Búvörudeildar SÍS 1969-
77, vann við uppbyggingu Kjöt-
vinnslustöðvar Sambandsins í
Reykjavík og sláturhúsa um allt
land og hafði eftirlit með fram-
leiðslu. Hún var Industrial Officer
við UNIDO (Iðnþróunarstofnun Sþ í
Vínarborg) 1977-79, deildarstjóri í
iðnaðarráðuneytinu 1979-85, for-
stöðumaður hjá Ríkismati sjávaraf-
urða 1985-90, sérfræðingur í sjáv-
arútvegsráðuneyti 1990-92, verk-
efnisstjóri verkefnis um gæðastjórn-
un í matvælaiðnaði 1994-95, verk-
efnisstjóri á fræðsludeild Iðntækni-
stofnunar 1995-2004, starfaði við
ráðgjöf í matvælaiðnaði og var leið-
sögumaður 2004-2010.
Guðrún hefur kennt efnafræði,
matvælafræði, gæðastjórnun og um-
hverfisstjórnun við ýmsa skóla og á
fjölda námskeiða og samið námsefni
á sviði sjávarútvegs, um slátrun,
meðhöndlun kjöts, ávaxta og græn-
metis og um gæðastjórnun. Hún hef-
ur verið félagi í Reykjavíkur Aka-
demíunni frá 2004 og haft vinnuað-
stöðu þar, m.a. ritað og haldið fyrir-
lestra um íslenska matarhefð, nýt-
ingu þangs og þara og annarra
hlunninda, lífræna ræktun og sjálf-
bærar fiskveiðar.
Guðrún var stjórnarformaður
Sölustofnunar lagmetis 1972-75, for-
maður stjórnar Þróunarsjóðs lag-
metislagmetis 1980-83, stjórn-
arformaður Iðntæknistofnunar
Íslands 1980 -84, sat í stjórn Hús-
næðisstofnunar Íslands 1983-87, for-
maður Fræðsluráðs sjávarútvegsins
1989-93, sat í skólanefnd FB 1990-
94, í stjórn Vottunarstofunnar Túns
1994-2014 og var formaður vott-
unarnefndar fyrir lífrænar afurðir
1996-2014, átti sæti í vottunarnefnd
Túns fyrir sjálfbærar fiskveiðar
2010-2014, var stofnandi félagsins
Matur – saga – menning og sat í
stjórn 2008-2011, í stjórn Ólafsdals-
Guðrún Hallgrímsdóttir matvælaverkfræðingur – 75 ára
Rauðsokkur Guðrún ásamt öðrum Rauðsokkum sem skrifuðu bókina, Á rauðum sokkum. Myndin var tekin 2012.
Frumkvöðull í röðum
kvenverkfræðinga
Mæðgurnar Á botni Hálslóns.
Reykjavík Sig-
urborg Kristófers-
dóttir fæddist 14.
maí 2016 kl. 20.28.
Hún vó 2.448 g og
var 46 cm löng.
Foreldrar hennar
eru Hólmfrídur
Helgadóttir og
Kristófer R. Magn-
ússon.
Nýir borgarar
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón