Morgunblaðið - 28.11.2016, Side 1

Morgunblaðið - 28.11.2016, Side 1
M Á N U D A G U R 2 8. N Ó V E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  279. tölublað  104. árgangur  AÐ SEGJA SÖGU Í MYNDUM OG MÁLI FORLÖGIN LEIDDU ÞÆR SAMAN KVENRADDIR SKAPA EINSTAKT HLJÓÐFÆRI NÝTT BÓKAFORLAG 34 MARGRÉT PÁLMADÓTTIR 6ÞORGRÍMUR KÁRI 12 Verulegur kostnaður hefur fallið á Þjóðskjalasafn Íslands vegna óska um aðgang að gögnum sem rann- sóknarnefnd Alþingis um fall bank- anna afhenti safninu eftir að skýrsla nefndarinnar kom út árið 2010. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskjalasafninu hafa borist 37 fyrirspurnir varðandi skjalasafn rannsóknarnefndarinnar frá því í maí 2010 þar til í október á þessu ári. Sumar þessara fyrirspurna voru afar umfangsmiklar eða í allt að 200 liðum. Margar eru frá innlendum og erlendum tryggingafélögum sem seldu gömlu bönkunum, Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum, svo- nefndar stjórnendatryggingar. Í 13 tilfellum af þessum 37 hefur aðgangur verið veittur að gögnum í heild eða að hluta. Í flestum til- fellum er um að ræða aðgang ein- staklinga að eigin skýrslu fyrir nefndinni eða aðgang t.d. saksókn- ara í málum að gögnum vegna rann- sóknar. Flestum beiðnum trygg- ingafélaganna hefur hins vegar verið hafnað . gummi@mbl.is »18 Kostnaðarsöm safnvarsla  Verulegur kostnaður hefur fallið á Þjóðskjalasafn vegna skjalasafns rannsókn- arnefndar Alþingis  Ein fyrirspurnin í nær 200 liðum  Flestum beiðnum hafnað Morgunblaðið/Ómar Skjöl Í geymslum Þjóðskjalasafns er gífurlegur fjöldi opinberra skjala. Óformlegar viðræður fóru fram á milli formanna Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar á laugardag. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var engin sérstök málamiðlunartillaga rædd á þeim fundi formannanna, aðeins staða mála. Auknar líkur eru þó taldar á að formlegar stjórnarmyndunarvið- ræður hefjist milli stjórnmálaflokk- anna þriggja að nýju. Enginn fundur var boðaður í þing- flokki Sjálfstæðisflokksins í gær vegna viðræðnanna en þingflokkur Viðreisnar var hins vegar boðaður með stuttum fyrirvara til þingflokks- fundar síðdegis í gær. Pawel Bartos- zek, þingmaður Viðreisnar, sagðist ekki geta tjáð sigum efni þingflokks- fundarins. „Staðan er bara við- kvæm.“ „Ég á ekki von á neinum fundum fyrr en á morgun. Þetta er eins og hefur komið fram í fjölmiðlum og ég vona bara að menn hafi vit á því að grandskoða þetta áður en þeir fara í einhverjar fleiri æfingar,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Kemur enn allt til greina Formenn flokkanna þriggja vörð- ust allra frétta af stöðu mála í gær. Enginn þeirra vildi tjá sig um hvað væri til umræðu. „Það vita allir að það er ýmislegt í gangi. Bæði formenn og aðrir eru að hittast og svo tökum við stöðuna og sjáum hvernig hún er,“ sagði Pawel en kvaðst ekki vita til þess að boðað hefði verið til fleiri funda um málið. Forystumenn annarra flokka en þessara þriggja áttu einnig samtöl um helgina um þá möguleika sem eru í stöðunni. Láta ekkert uppskátt  Reynt að mynda þriggja flokka stjórn MStaða viðræðna viðkvæm »2  Reykur og ólykt frá nýju kísilveri United Silicon í Helguvík hefur valdið miklu uppnámi í Reykja- nesbæ undanfarna daga. Heilsu- gæslunni og bæjaryfirvöldum í bænum hafa borist margar kvart- anir vegna málsins sem ýmsir telja heilsufarslega ógn. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær ætla að fylgjast með stöðu og gangi mála í kísilverksmiðjunni. Dagný Alda Steinsdóttir, félagi í Náttúru- verndarsamtökum Suðvesturlands, segir íbúa hafa fundið fyrir óþæg- indum frá verksmiðjunni í hálfan mánuð. »6 Ljósmynd/Sigursteinn Gunnar Mengun Íbúar í uppnámi vegna reyks. Íbúar Reykjanes- bæjar áhyggjufullir  Haukur Arn- þórsson stjórn- sýslufræðingur hefur ekki trú á því að hægt sé að telja aftur at- kvæði þeirra ríkja í Bandaríkj- anna sem skáru úr um það hvort Clinton eða Trump yrði forseti. Fram hefur komið í fréttum að óskað hafi verið eftir því að endurtalin yrðu atkvæði þriggja ríkja í Bandaríkjunum, í Wisconson, Michigan og Pennsylv- aníu. Haukur hefur fylgst með um- ræðunni um rafrænar kosningar í mörg ár og telur hann að vegna þess að engir seðlar séu til staðar hafi endurtalning þessara ríkja enga þýðingu. »4 Rafræn kosning ekki góður kostur Haukur Arnþórsson  Vignir Vatnar Stefánsson hefur náð yfir 2.400 skákstigum og er því sá yngsti á Ís- landi sem náð hefur þeim ár- angri í skákinni en hann er að- eins þrettán ára gamall. Áður hafði Héðinn Steingrímsson náð sambærilegum árangri við fimmtán ára aldurinn. „Það er mikill áfangi fyrir menn að fara í 2.400 skákstig og sér- staklega fyrir svona ungan skák- mann,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands. »4 Vignir yngstur með 2.400 skákstig Vignir Vatnar Stefánsson Þessi kópur hefur haldið sig í Grafarvoginum síðustu vikur og hámað í sig smáfiska því að hann vill verða spikaður eins og pabbi hans og mamma. Honum varð ekki um sel á dögunum þegar hann sat á steini og sá undar- legan mann á vappi í fjörunni. Svo varð hann forvitinn, virti furðuveruna fyrir sér vel og lengi og þandi út nasirnar sem urðu eins og hjarta í laginu. Krúttlegur kópur gerir hlé á átinu Morgunblaðið/Bogi Þór Arason Hjartanlega sáttur við tilveruna í Grafarvoginum Á allra næstu sólarhringum skýrist hvort grundvöllur sé fyrir áfram- haldandi viðræðum í kjaradeilu Fé- lags grunnskólakennara og sveitar- félaga. Ef ekki, þarf að setja málið á ís, meta stöðuna og byrja upp á nýtt. Ólafur Loftsson, formaður FG, segir að samningar þurfi helst að hafa náðst innan viku héðan í frá. Æskilegast væri þó að slíkt tækist fyrir næstkomandi fimmtudag, 1. desember, þar sem margir kennarar sem hyggjast hætta störfum þurfa að hafa skilað uppsagnarbréfi fyrir mánaðamótin. Deiluaðilar ætla því að hittast í dag og bera saman bækur sína fyrir formlegan fund hjá ríkis- sáttasemjara, sem verður á morgun, þriðjudag. Nú hafa minnst 90 grunnskóla- kennarar í Reykjavík og á Suður- nesjum sagt upp störfum og af 170 grunnskólakennurum í Reykja- nesbæ er fjórðungur á förum. Búast má við að fleiri kennarar skili upp- sagnarbréfum á næstu dögum. »4 Vilja ná samningum fyrir mánaðamót

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.