Morgunblaðið - 28.11.2016, Síða 4

Morgunblaðið - 28.11.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 Netverð á mann frá kr. 79.995 m.v. 2 í gistingu.Aparthotel Green Field Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. GRANCANARIA 30. nóvember í 20 nætur Frá kr. 79.955 Bergþóra Jónsdóttir bj@mbl.is Það hefur enga þýðingu að telja raf- ræn atkvæði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum að nýju að mati Hauks Arnþórssonar stjórnsýslu- fræðings sem kynnt hefur sér slíkar kosningar og umræður um þær. Þar sem engir seðlar séu til staðar vanti grundvöll fyrir endurtalningunni. Það er Jill Stein, forsetaframbjóð- andi Græningja, sem krafist hefur endurtalningar í þremur ríkjum, Wisconson, Michigan og Pennsylv- aniu, til að leiða í ljós hvort tölvu- hakkarar kunni að hafa haft áhrif á úrslitin þar. Hafa rússneskir tölvu- þrjótar verið nefndir í umræðum um þessi mál í því sambandi. Hillary Clinton, frambjóðandi demókrata, hefur lýst yfir stuðn- ingi við kröfuna. Haukur segir að um miðjan síð- asta áratug þeg- ar Bandaríkin voru að byrja að tölvuvæða raf- rænar kosningar hafi rafrænu kerfin verið yfir- farin af sérfræðingum sem héldu því fram að þau væru óörugg . Samt sem áður hafi verið haldið áfram að nota þau. Flest ríki mynduðu þó pappírsslóð, þ.e. kjörseðlarnir voru prentaðir út til þess að sannreyna talninguna en 15 ríki vestanhafs eru enn með hreina rafræna talningu. „Rafrænar kosningar hafa verið skilgreindar sem kosningar með tölvubúnaði á kjörstað, en netkosn- ingar sem kosningar utan kjör- staða, framkvæmdar á netinu. Raf- rænar kosningar eru öruggari en netkosningar en samt sem áður ekki nægilega öruggar að mati margra sérfræðinga,“ segir Hauk- ur. „Þetta er einfaldlega verkefni sem upplýsingatæknin ræður ekki vel við,“ segir hann. Það hafi lengi verið miklar pólitískar væntingar gagnvart rafrænni framtíð í þessum málum en hann kveðst ekki sjá að þær séu raunhæfar. Miklir svikamöguleikar „Það væri fínt ef allir gætu kosið í gegnum takka á síma en svika- möguleikarnir eru svo miklir. Ís- lensk stjórnvöld hafa verið að und- irbúa netkosningar á sveitarstjórnarstigi og kjörskrár sem ég tel að eigi ekki að ráðast í,“ segir Haukur. Með því að gera kjör- skrár rafrænar sé um leið opnað fyrir það að hægt sé að sjá hvernig hver og einn kýs og ýmislegt fleira. Ef menn vilji tryggja leynilegar kosningar er rafrænn kostur alls ekki fýsilegur að mati Hauks. Donald Trump, verðandi Banda- ríkjaforseti, er mjög óánægður með kröfuna um endurtalningu. Hann hefur gagnrýnt Hillary Clinton harðlega fyrir stuðning hennar við kröfuna. Trump bendir á að Clinton hafi þegar játað ósigur sinn og við- urkennt niðurstöður kosninganna. Nú sé hún að hlaupa frá þeirri yf- irlýsingu. Rafræn kosning óörugg  Haukur Arnþórsson segir að ekki þýði að telja atkvæði aftur í Bandaríkjunum Haukur Arnþórsson „Við erum undir stífri pressu því tíminn sem við höfum til að ljúka samningum er skammur,“ segir Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakenn- ara. Samninga- nefndir félagsins og sveitarfélaga funduðu hjá rík- issáttasemjara í gær þar sem leit- að var lausna í kjaradeilu þess- ara aðila. Í dag er hálfur mánuður síðan sáttasemj- ari tók við málinu og þá í upphafi gaf fólk sér þrjár vikur til þess að ná lendingu. Hitt viðmiðið hefur svo verið að ná samningum fyrir mán- aðamótin með vísan til þess að margir kennarar hugsa sér til hreyfings og verða þá að skila inn uppsagnarbréfi áður en nóvember er úti. Því eru fáir dagar til stefnu. Ólafur segir að í viðræðunum nú sé fólk enn að leita lausna þannig að málið nái á beina braut. Það skýrist á næstu sólarhringum hvort grundvöllur sé fyrir því að halda áfram og leiða viðræður og samning til lykta. Ef ekki, þurfi að meta stöðuna upp á nýtt. Fulltrúar kennara og sveitarfé- laga ætla að hittast á óformlegum fundi í dag og svo hjá ríkissátta- semjara á þriðjudaginn. Eins og áð- ur hefur komið fram eru launatöflur og skilgreiningar á vinnutíma helstu umfjöllunarefnin í viðræðun- um nú. Ólafur Loftsson segir að fulltrúar samningsaðila hafi síðustu sólarhringa farið yfir ýmsar hug- myndir, tölur og útreikninga því viðvíkjandi. Úr því sé verið að vinna nú. Margir hafa sagt upp Eins og fram kom í Morgun- blaðinu um helgina hafa minnst 90 grunnskólakennarar í Reykjavík og á Suðurnesjum sagt upp störfum. Af um 170 grunnskólakennurum í Reykjanesbæ er fjórðungur á för- um. Þá hafa margir lagt orð í belg um stöðu kennaradeilunnar. Þar má nefna kennara við Áslandsskóla í Hafnarfirði sem ætla að setja kennslustarfið sjálft í forgang uns samningar um kaup og kjör hafa náðst. Innleiðingu nýrrar aðalnám- skrár ætla þeir að láta mæta af- gangi á meðan. Fáir dagar eru til stefnu  Fundað í kennaradeilu  Stíf pressa  Uppsagnir berast Morgunblaðið/Eggert Skólastarf Kennarar krefjast bættra kjara og vilja úrbætur. Vignir Vatnar Stefánsson hefur nú náð yfir 2.400 skákstigum og er því sá yngsti á Ís- landi sem náð hefur þeim ár- angri í skákinni en hann er aðeins þrettán ára gam- all. Áður hafði Héðinn Stein- grímsson náð sambærilegum ár- angri við fimmtán ára aldurinn. „Það er mikill áfangi fyrir menn að fara í 2.400 skákstig og sér- staklega fyrir svona ungan skák- mann,“ segir Gunnar Björnsson, for- seti Skáksambands Íslands, en hann er nú staddur á skákmóti í Fær- eyjum þar sem Vignir stóð sig afar vel. Þegar skákmaður nær yfir 2.400 skákstigum nálgast hann styrk al- þjóðlegs meistara í skák. „Hann verður í um það bil 17. sæti á Íslandi yfir alla þá sem eru með skákstig,“ segir Gunnar jafnframt en það séu því aðeins stórmeistarar og alþjóðlegir skákmeistarar sem séu stigahærri en Vignir. „Hann er gríðarlegt efni og búinn að vera í mikilli þjálfun. Hann er með náttúrulega skákhæfileika og hefur lagt mikið á sig,“ bætir hann við en næsta markmið hjá Vigni sé eflaust að ná stöðu alþjóðlegs meist- ara en til þess þarf Vignir að ná þremur áföngum og tefla á alþjóð- legum mótum. laufey@mbl.is Yngstur með 2.400 skákstig Vignir Vatnar Stefánsson  Vignir í 17. sæti yf- ir skákmenn Íslands Verslunin IKEA ætlar að greiða öllu starfsfólki sínu mánaðarlaun auka- lega á næsta ári ef áætlanir um sölu ganga eftir. Þetta kom fram í frétt- um Stöðvar 2 í gærkvöldi. Liðnir eru þrír mánuðir af starfs- ári IKEA, sem ekki fer saman við almanaksárið, og hefur sala á þeim tíma verið umfram væntingar. Þórarinn Ævarsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við mbl.is í gærkvöldi að með bónusgreiðslu af þessu tagi vilji IKEA þakka starfsfólkinu fyrir góð störf. Fyrirtækið skili eigendum arði og hafi getað lækkað vöruverð til neytenda að undanförnu. 13 mánuður- inn greiddur Ólafur Loftsson Í Austurstræti í Reykjavík er veröld í deiglu. Þar mætast ólíkir menningarstraumar í borg sem er orðin alþjóðleg. Fólk frá öllum heimshornum leggur leið sína til hins svala Íslands og klæðir þá af sér vetrarkuldann, sem bitið getur fast. Reyndar ætti ástföngnu fólki ekki að verða kalt, því kærleikanum fylgir svellandi hiti. Sú var til dæmis raunin með skötuhjúin frá Austurlöndum fjær sem voru hress og kát og „af bernsku- glöðum hlátri strætið ómar“ eins og Tómas Guð- mundsson borgarskáld sagði í hinu fræga ljóði sínu, Austurstræti. Ástfangin í Austurstræti og verður ekki kalt Morgunblaðið/Eggert Menningarstraumar heimsins mætast í miðborginni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.