Morgunblaðið - 28.11.2016, Side 9

Morgunblaðið - 28.11.2016, Side 9
Fást í bókaverslunum um land allt Verð 5.980 kr. Sumsstaðar er boðið upp á vildarverð. Ný bók að vestan GAMLAR GLEFSUR OG NÝJAR Gunnar B. Eydal er Akureyringur, bróðir þeirra landskunnu tónlistarmanna, Ingimars og Finns. Hann lærði aftur á móti lögfræði og var skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar í 30 ár og starfaði með 12 borgarstjórum. „Þessi bók er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu“ segir höfundur. „Framsetningin er svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu í annað“ segir hann. Það kemur þó ekki í veg fyrir að glefsur þessar eru bæði vel skrifaðar, gagnorðar og lifandi segir útgefandinn. Norðlenski húmorinn skín svo alls staðar í gegn! Margir karakterar koma við sögu, háir sem lágir, landskunnir sem óþekktir. Glefsur Gunnars B. Eydal munu vekja áhuga margra, bæði norðan heiða og sunnan. Ingimar var við nám í klassískum píanóleik og það voru óneitanlega vonbrigði fyrir kennara hans þegar hann „datt í djassinn“ eins og það var orðað. Finnur mun hafa verið 13 ára gamall þegar hann kom fyrst fram sem klarinettleikari. Ég get fullyrt að hljómsveit bræðra minna ásamt Helenu Eyjólfsdóttur, Vilhjálmi Vilhjálmssyni og Þorvaldi Halldórssyni var eitt það besta á þessu sviði tónlistar á þeim tíma. Mér var uppálagt að kaupa einungis vörur frá KEA og SÍS. KEA - smjörlíki, KEA - brauð, KEA – pylsur og sperðla, Sjafnar - þvottaduft, Sjafnar – tannkrem, Og svo auðvitað Braga kaffi. Þá sjaldan að við máttum kaupa gosdrykk keypti ég appelsín framleitt í Flóru sem var í eigu KEA en Siggi vinur minn keypti Valash frá Sana. Allt varð þetta að vera á hreinu. Fljótt eftir áramótin var farið að horfa til öskudagsins. Þá fór móðir mín að sauma öskudagsbúninga. Við bræður áttum t. d. viðeigandi skikkjur að hætti fornmanna. Ingimar átti rauða, Finnur græna og ég bláa með rauðum bryddingum. Þetta fannst okkur flott. Ég held að ég hafi verið settur í „tossabekk“ því ég kunni lítið að lesa og foreldrar mínir tilheyrðu ekki aristókratíinu á Akureyri. Örn Snorrason kenndi „fínu“ krökkunum sem kunnu sæmilega að lesa og umfram allt áttu góða að. Ég hef alla tíð verið heltekinn af fjallgöngum og útivist. Ætli þennan áhuga megi ekki að einhverju leyti rekja til Björns Bessasonar frá Kýrholti í Skagafirði, sem kvæntur var föðursystur minni, Þyri Eydal Staða skrifstofustjóra borgarstjórnar er mikil ábyrgðarstaða og er hann nánasti samstarfsmaður og trúnaðarmaður borgarstjórnar og borgarráðs. Ég átti því láni að fagna að með mér störfuðu hæfileikaríkir og góðir starfsmenn og jafnan var vinnumórall einkar góður. Ég starfaði með Davíð Oddssyni sem borgarstjóra í níu ár. Við áttum mjög góða samvinnu. Hann gat verið harður og jafnvel ósvífinn sem stjórnmálamaður, en hann var úrvals embættismaður og einkar glöggur á stjórnsýsluna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.