Morgunblaðið - 28.11.2016, Page 10

Morgunblaðið - 28.11.2016, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 Jóla skreytingar fyrir heimili, húsfélög og fyrirtæki Skoðum og gerum tilboð endurgjaldslaust Sími 571 2000 | hreinirgardar.is VIÐTAL Sigurður Ægisson sae@sae.is Gunnar Smári Helgason er kominn af uppfinningamönnum í föðurætt- ina og smiðum í móðurættina og er lifandi goðsögn í heimi íslenskrar tónlistar. Fingraför hans má sjá á margri hljómplötunni sem tekin hef- ur verið upp og gefin út, allt frá 8. áttunda áratug síðustu aldar. Þar á meðal hafa verið kunnustu músík- antar þjóðarinnar. Einnig hefur Gunnar unnið að gerð auglýsinga, kvikmynda og sjón- varpsþátta, komið að talsetningu á teiknimyndum og hljóðblöndun í leikhúsum og á tónleikum, bæði klassískum og popptónleikum. Að auki tengist hann Eurovision, hefur þrisvar - 1990, 1991 og 1993 - farið utan til að sjá um að hljóðið væri í lagi, þegar að stóru stundinni kæmi. Svo fátt eitt sé nefnt. Eftir að Gunnar fór að minnka við sig í upptökuvinnunni tók hann að snúa sér að öðru hugðarefni, er t.d. búinn að fylla bílskúrinn af alls kon- ar vélsmíðadóti þessa dagana, er kominn þar með loftpressu, renni- bekk, rafsuðuvélar tvær og ýmislegt fleira sem nýtist í járnsmíði. Nýver- ið setti hann saman 10 metra hátt mastur sem fór út í Hrísey, með fjór- um loftnetum á. Þarna uppi var hann í 6 klukkustundir, hangandi í rign- ingu, við að standsetja það. Svo er hann með stórt herbergi undir rafeindavinnustofu og hefur síðustu árin verið að gera við fag- hljóðtæki, sem eru notuð í atvinnu- rekstri. Þetta er enginn venjulegur maður. Frá árinu 2006 hefur Gunnar búið á Siglufirði, ef undan eru skildir 5 mánuðir, og unir hag sínum vel, kominn út úr ati höfuðborgarinnar. Búbbólína „Ég fæddist á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 20. júlí 1957,“ segir Gunnar Smári, þegar hann er spurð- ur um uppruna sinn. „Pabbi, Helgi Sæmundur Ólafsson, er fæddur á Siglufirði og ættaður úr Héðinsfirði, af Vatnsendaættinni, en ólst upp í Kothvammi við Hvammstanga, og mamma, Sólborg Dóra Eðvalds- dóttir, fæddist á Vatnsnesi og ólst þar upp. Pabbi er rafvirkjameistari þannig að ég kynntist mjög ungur flestu sem tengist rafmagni og tækni. Hann var mjög virkur í leikfélaginu á staðnum, var þar ljósamaður í fjölda ára, fann upp hluti til að leysa málin ef þurfti, og var að auki org- anisti í kirkjunni á Hvammstanga í tæp 40 ár, og mamma söng í kórnum og ég líka þegar ég fór að stálpast. Þannig að segja má að ég hafi alist upp við blöndu af músík og tækni. Eftir landspróf frá Reykjaskóla fór ég í Menntaskólann á Laug- arvatni og þá fór svona að halla und- an fæti hvað uppfræðsluna snerti, því félagslífið tók yfirhöndina þar, ég sá um hljóðfærasafn sem skólinn átti, var kallaður hljóðfæravörður, og námið varð útundan. Þar var náttúrulega rekin útvarpsstöð líka, kolólögleg, Búbbólína. Ég man að seinni veturinn minn þarna kom ég með lampasendi, sem ég hafði mest- ar áhyggjur af að væri of sterkur, þetta var á miðbylgju. Ég sendi nokkra stráka á bíl til þess að keyra aðeins í kring til að athuga hvort það væri ekki öruggt að þetta næðist bara rétt út fyrir skólann, því annars áttum við á hættu að vera stoppaðir. Að lokum koma þeir til baka og segja að þetta sé fínt, þetta náist bara þarna rétt út fyrir. Seinna kom í ljós að sendirinn náði til Selfoss. En þarna sem sagt fann ég að menntaskólanámið átti ekki við mig, svo að ég fór aftur til Hvammstanga og var að hugsa um að gerast raf- virki eins og pabbi og fara iðn- skólaleiðina kannski frekar.“ Ragnar gerði útslagið „Svo gerist það sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf mitt,“ heldur Gunnar Smári áfram. „Eðvald, móð- urafi minn, var fræðimaður, hafði komið að stofnun Fræðafélags Vest- ur-Húnavatnssýslu, vil ég meina, og í kringum páskana þarna var haldin vorvaka í félagsheimilinu á Hvammstanga. Það var fjölmargt í boði, myndlist og fleira, en það sem fram fór á sviðinu, var með ein- hverju hljóði, það var tekið upp til heimildar. Pabbi sá um það. Og svo þegar ég fór að koma þarna inn aft- ur, eftir að hafa verið í burtu, þá fór ég að vera með honum í því. Síðan voru þessar spólur geymdar. Í þetta sinn var meðal gesta Ragnar Björnsson, sem þá var dómorganisti og ættaður þarna af svæðinu. Hann leikur píanókonsert á flygil sem nýbúið var að kaupa. Listamönn- unum fannst stundum óþægilegt að verið væri að taka slíkt upp og iðu- lega þurfti að fá sérstakt leyfi fyrir því. Og það var eins í þetta skiptið. Hann var spurður að því fyrirfram hvort í lagi væri að taka þetta upp á segulband og þótt hann væri ekkert sérlega hrifinn af hugmyndinni lét hann það gott heita, ef við lofuðum því að við myndum þurrka þetta út í hans viðurvist ef hann yrði ekki ánægður með útkomuna, einhverra hluta vegna. Daginn eftir kemur hann heim til að hlusta á þetta og dæma um það hvort mætti varð- veita. Hann hlustar á þetta í heyrn- artólum og dettur hvorki af honum né drýpur. Svo bað hann um að fá að heyra þetta aftur. Og þá hugsaði ég: „Já, ókei, hann er að stúdera spila- mennskuna sína.“ Svo tekur hann af sér heyrnartólin og segir: „Heyrðu, af hverju ferðu ekki bara út í þetta?“ „Ha, hvað?“ spyr ég. „Upptökur,“ segir hann. Og hann fer að tala um það að hann sé miklu ánægðari með þessa upptöku en margar sem hann hafi heyrt í útvarpinu og svona og fannst þessi eitthvað merkileg, sem ég skil reyndar ekki enn. Svo leiðir eitt af öðru, að Hljóðriti í Hafnarfirði auglýsir eftir nemum til að verða upptökumenn. Og ég sæki um. Ég fæ þarna inni sem nemi, og byrjaði 15. september 1978. Og eftir það varð ekki aftur snúið. Fyrstu kennarar mínir voru Jónas R. Jónsson og Tony Cook.“ Gunnari sóttist námið vel, fór fljótt að vinna sem fullgildur upptökumaður og starfaði sem yfirupptökumaður Hljóðrita um nokkurt skeið. Hann var fastur starfsmaður í Stúdío Sýrlandi á ár- unum 1991 og 1992, var ríkisstarfs- maður hjá Þjóðleikhúsinu í 50 daga og 50 nætur í árslok 1994. Árið 1995 var hann ráðinn tæknistjóri Bylgj- unnar og var gerður að hljóðmeist- ara Íslenska útvarpsfélagsins á ár- unum 1996, 1997 og 1998, en þá setti hann upp eigið hljóðver í Hafn- arfirði, Hljóðsmárann ehf., sem var formlega stofnaður í árslok 1999. Í árslok 1997 fór Gunnar að íhuga trúmál meira en áður, og gekk til liðs við Hvítasunnuhreyfinguna skömmu seinna, með því að taka nið- urdýfingarskírn í Fíladelfíu 8. mars 1998, en hafði fram að því verið í Þjóðkirkjunni. Starfsemin í Hafnarfirði lagðist niður árið 2002, en Hljóðsmárinn starfaði um skeið í tengslum við Lindina sem er kristilegt útvarp, og framleiðir kristilegt efni fyrir sjón- varp, útvarp og til útgáfu. Gunnar var tæknistjóri þar í eitt ár. Í kringum 1000 hljómplötur Gunnar hefur oft verið kallaður Hljóðmaður Íslands. Þegar hann er spurður út í fjölda þeirra hljóm- platna sem hann hafi komið að segist hann ekki hafa töluna á hreinu. „Það er svolítið erfitt að telja, því það er skilgreiningaratriði hvenær maður hefur tekið upp plötu og hve- nær ekki. Vegna þess að maður ger- ir kannski bara brot af vinnunni. Ef ég tek að mér að mastera einungis, þá fæ ég hljóðblandað efni frá ein- hverjum öðrum og ég er bara að fín- isera það til. Stundum tek ég bara upp söng og ekkert annað. En ég tel að plötur þar sem mitt handbragð hefur skipt einhverju máli, þar sem ég hef komið nálægt upptökunni, séu öðrum hvorum megin við 1000.“ Viljið þið koma þessum mönnum út  Gunnar Smári Helgason hefur komið að gerð um þúsund hljómplatna á löngum upptökustjóraferli Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Unir sér vel á Siglufirði Gunnar Smári Helgason hefur búið á Siglufirði allt frá 2006 og unir hag sínum vel. Ljósmynd/Kristín Sigurjónsdóttir Eftirsóttur Hljóðmaður Íslands er mjög eftirsóttur þótt hann búi úti á landi. Þarna er hann í Hörpu að mixa Rolling Stones tónleika. Vel á annað þús- und manns höfðu í gær skrifað undir áskorun á netinu um að sundlaugar Reykjavíkur- borgar verði opnar lengur en nú er. Lagt er til að allar laugar borgarinnar verði opnar um 22 á föstudögum og til kl. 20 á laugardögum og sunnu- dögum. Nú er aðeins Laugardals- laug opin á kvöldin, en hún er opin til kl. 22. „Laugarnar okkar eru frábærar. Njótum þeirra allra. Líka um helgar!“ segir í áskoruninni sem runnin er undan rifjum Ólafs Egils- sonar leikara. „Ég er einn af fasta- gestum Vesturbæjarlaugarinnar, fór þangað alla mína barnæsku með ömmum og öfum, og mömmu og pabba og fer þangað með börnin mín og vonandi börnin þeirra líka,“ segir hann í pistli um málið á Facebook. Opið verði lengur í öllum sundlaugum Sund Laugarnar eru afar vinsælar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.