Morgunblaðið - 28.11.2016, Side 16

Morgunblaðið - 28.11.2016, Side 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 TOPPUR ehf Bifreiðaverkstæði TOPPUR er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is Um 4.000 almennir borgarar hafa flúið austur- hluta Aleppo-borgar í Sýrlandi síðastliðinn sól- arhring. Margir þeirra hafast við í bráðabirgða- búðum í Jibreen-hverfinu í borginni. Greint var frá því í gær að sýrlenski stjórnarherinn hefði náð hverfunum Masaken Hanano, Badeen og Ja- bal Badro í austurhlutanum á sitt vald en þrettán dagar eru nú síðan herinn hóf árásir til að ná borgarhlutanum af uppreisnarmönnum. Þúsundir borgara á vergangi vegna árása AFP Fjölskyldur hafast margar við í bráðabirgðabúðum í Aleppo Ágúst Ásgeirsson agasf1@gmail.com Francois Fillon vann yfirburðasigur á mótframbjóðanda sínum Alan Juppe, borgarstjóra í Bordeaux, í prófkjöri franska Lýðveldisflokksins í gær. Kepptust þeir um að hljóta útnefn- ingu sem frambjóðandi flokksins við forsetakosningarnar í Frakklandi í vor. Kannanir á fylgi flokka þykja benda til þess að sigurvegari próf- kjörsins í gær verði að líkindum næsti forseti Frakklands. Í sigurræðu sinni þegar 70% at- kvæða höfðu verið talin og Juppe ját- að sig sigraðan hvatti Fillon lands- menn til samstöðu um sigur á hægri öfgaöflum og trausti rúnum vinstri- mönnum í forsetakosningunum í vor. Í fyrri umferðinni fékk Fillon 44,1% atkvæða og Alain Juppe 28,5% atkvæða en munurinn var miklu meiri í gær, eftir að fimm keppinaut- ar þeirra voru fallnir úr leik, þar á meðal fyrrverandi forseti Frakk- lands, Nicolas Sarkozy. Juppe játar sig sigraðan Fyrstu tölur, sem birtar voru eftir að talin höfðu verið atkvæði í 2121 kjördeild af rúmlega 10 þúsund, sýndu að Fillon hafði hlotið 69,5% þeirra og Juppe 30,5%. Var það nokk- uð í samræmi við spár sem sýnt höfðu fram á að Fillon myndi fara með sigur af hólmi með um 20 prósentustiga mun. Bilið var enn 68,4% gegn 31,6% þegar helmingur atkvæða hafði verið talinn, eða úr 5307 kjördeildum af rúmlega 10 þúsund. Á því stigi játaði Juppe sig sigraðan og hét honum stuðningi sínum í forsetakosningun- um í vor. Hið sama gerði Sarkozy og sagði nú taka við tímabil þar sem mik- ilvægt væri að hægri öflin og mið- flokkar mynduðu breiðfylkingu er tryggði Fillon kosningu sem næsta forseta Frakklands. Juppe, sem er 71 árs, hafði lýst sér sem hófsamari manni en Fillon og sakað hann um andúð í garð innflytj- enda og að hafa tekið undir lýðskrum gegn múslimum. Fillon, sem er 62 ára og kvæntur breskri konu, háði kosn- ingabaráttu sína meðal annars á því að lofa víðtækum frjálslyndum mark- aðsumbótum, stífum niðurskurði hjá hinu opinbera og takmörkun straums flóttamanna til Frakklands. Báðir eru Juppe og Fillon fyrrverandi forsætis- ráðherrar Frakklands. Hollande verði ekki forsetaefni Frakkar munu ganga að kjörborði og kjósa forseta í lok apríl og byrjun maí. Á þessu stigi er óljóst hvort nú- verandi forseti, Francois Hollande, verður í framboði. Búist er við yfirlýs- ingu um það efni af hans hálfu snemma í desembermánuði. Allar líkur eru á að Hollande verði ekki útnefndur forsetaefni fyrirhafn- arlaust, heldur þurfi hann fyrst að taka þátt í prófkjöri hjá Sósíalista- flokknum í byrjun nýs árs. Vegna sundrungar í flokknum og sundur- lyndis, svo og mikillar óánægju flokksfélaga sem lengst standa til vinstri með forsetann þykir ógjörn- ingur um að segja á þessu stigi hvort Hollande kemst í gegnum prófkjörið. Flokkur hans þykir standa veikt að vígi vegna gríðarlegra óvinsælda for- setans. Benda kannanir og umsagnir fréttaskýrenda meira að segja til þess, að ekki séu miklar líkur á að for- setaefni Sósíalistaflokksins, hver sem það verður, komist í seinni umferð forsetakosninganna í maí. Á þessu stigi þykir flest benda til að þar muni etja kappi Fillon og Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylk- ingarinnar. Fillon bar sigur úr býtum  Fillon verður frambjóðandi franska Lýðveldisflokksins til forseta  Vill sam- stöðu um sigur á öfgaöflum og vinstrimönnum  Juppe lofar stuðningi sínum Francois Fillon Lars Løkke Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur og formaður Venstre-flokksins, segist hafa kom- ist að samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórnar við Íhalds- flokkinn og Frjálslynda bandalagið. Með þessu er komið í veg fyrir nýjar kosningar og gerir það Løkke Rasmussen kleift að halda völdum eftir að samstarfsflokkar höfðu hótað að velta minnihlutastjórn hans úr sessi vegna ágreinings um skattamál, innflytjendamál og vel- ferðarstefnuna. Þykir hann hafa verið snöggur að snúa stöðunni sér í hag því það var ekki fyrr en í byrj- un síðustu viku að hann hóf við- ræður við aðra flokka um að treysta stöðu stjórnarinnar í þinginu. Tekur samsteypustjórnin við af minnihlutastjórn Venstre sem hlaut 34 þingmenn af 179 í kosningum í fyrra. Sat hún í skjóli nýju samstarfsflokkanna og Danska þjóðarflokksins. Nýja stjórnin tekur formlega við völdum á morgun en hún þarf áfram á því að halda að Danski þjóðarflokkurinn verji hana van- trausti. Á blaðamannafundi í Kaup- mannahöfn í gær sagði Rasmussen að nýja stjórnin myndi freista þess að auka útgjöld til varnarmála og lækka skatta og álögur á eigendur íbúðarhúsnæðis og hátekjufólk. Ennfremur yrði dregin upp áætlun um að halda útgjöldum ríkisins í skefjum. Hins vegar var ákveðið að leggja á ís 10 ára áætlun um efna- hagsstjórn landsins. Búist er við að ráðherrar Frjáls- lynda bandalagsins verði sex, Íhaldsflokkurinn fái þrjá og Venstre þrettán og þar með yrðu í henni 22 ráðherrar. Í fráfarandi stjórn sátu 17 ráðherrar. Eftir að hafa fengið flokkana tvo til liðs við stjórn sína sagði Rasmussen á sam- félagsvefnum Twitter að mynduð hefði verið stjórn „þríblaða smára“ er myndi gera Danmörku „frjáls- ari, ríkari og öruggari“. Ný ríkisstjórn í Danmörku AFP Forsætisráðherra Løkke er sagður snöggur að snúa stöðunni sér í hag.  Stjórnin boðar „frjálsara, ríkara og öruggara“ land Milljónir síta- múslíma tóku þátt í einni stærstu mót- mælagöngu í heimi í liðinni viku. Árlega ferðast stór hóp- ur múslíma í píla- grímsferð í gegn- um Írak til að fagna múslimska píslarvottinum Arbaeen en á síðustu árum hefur gangan einnig haft ann- an tilgang, að mótmæla víasamtök- unum Ríki íslam. Þetta kemur fram í frétt frá Independent. Pílagrímsferðin er ein sú stærsta í heiminum og mun stærri en Hajj- pílagrímsferðin sem gengin er til Mekku en þátttakendur í henni eru um ein og hálf milljón á meðan þátt- takendur í Arbaeen göngunni eru hátt í 20 milljónir. Þrátt fyrir þetta hefur Arbaeen-pílagrímsferðin ekki fengið mikla athygli í fjölmiðlum en skipuleggjendur Arbaeen-göngu í Bretlandi hafa gagnrýnt áhugaleysi hefðbundinna fjölmiðla. „Því miður hafa [ákveðnir] fjöl- miðlar einblínt á sögur sem að ein- hverju leyti geta valdið sundrung. Ef hópur múslíma gerir eitthvað gott er það ekki rætt í fjölmiðlum eða ekki minnst á trúarbrögð en ef eitthvað [neikvætt] gerist er það á forsíðu blaðanna og þar er minnst á trúarbrögð.“ Þátttakendur enda svo gönguna í borginni Karbala í Írak. Múslímar mótmæla Ríki íslam Mótmæli Gangan endar í Karbala.  Ein stærsta mót- mælaganga í heimi Til greina kemur að banna sölu dísil- bíla í Frakklandi, a.m.k. frá bílsmið- unum Volkswagen og Renault. Þetta staðfestir franski umhverfis- ráðherrann Segolene Royal. Í umræðum á Evrópuþinginu í Strassborg fyrir helgi sagðist hún ekki útiloka allsherjarbann við sölu dísilbíla Renault og Volkswagen, ef niðurstöður sérstakrar rannsóknar á hugbúnaði dísilvéla Renault þættu gefa tilefni til. Í framhaldi af afhjúpun blekk- ingarbúnaðar í bílum Volkswagen í Bandaríkjunum í fyrra voru fleiri framleiðendur teknir til skoðunar í Evrópu. Í ljós kom m.a.að Renault nýtti tól er drógu úr skilvirkni vél- búnaðar sem ætlað var að hreinsa lofttegundina nituroxíð úr útblæstri. Bann við sölu á dísilbílum?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.