Morgunblaðið - 28.11.2016, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016
✝ Konráð Guð-mundsson
fæddist í Landlyst
í Vestmannaeyjum
30. desember
1938. Hann lést á
heimili sínu, Lundi
86, Kópavogi, 14.
nóvember 2016.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Hróbjartsson, f. 8.
ágúst 1903, d. 20.
ágúst 1975, og Sigrún Þórhild-
ur Guðnadóttir, f. 16. janúar
1912, d. 20. desember 1993.
Systkini Konráðs eru Guð-
rún Jónína, f. 1932, d. 1989,
Halldóra, f. 1934, d. 2009, Hel-
ena Björg, f. 1936, Sesselja, f.
1940, d. 1987, Guðmundur Lár-
us, f. 1942, d. 2016, Guðni Þór-
arinn, f. 1948, d. 2000.
Konráð kvæntist 20. desem-
ber 1963 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Elínu Guðbjörgu Leós-
dóttur, f. 17. október 1942.
Foreldrar Elínar voru Krist-
björg Kristjánsdóttir, f. 8. apr-
íl 1921, d. 24. nóvember 1999,
og Leó Ingvarsson, f. 22. sept-
ember 1913, d. 29. nóvember
2005. Börn Elínar og Konráðs
eru:
1) Kristbjörg, f. 4. júní 1960,
maki Lúðvík H.
Gröndal, f. 18.
ágúst 1955. Dóttir
þeirra Ingveldur,
f. 1998. Fyrir átti
Kristbjörg tví-
burana Konný
Björgu og Eydísi
Ósk, f. 1993, faðir
þeirra er Jónas
Helgason.
2) Brynjar, f. 26.
mars 1962. Hans
börn eru Björn Leó, f. 1985,
móðir Anna Þóra Björnsdóttir,
Björgvin, f. 1989, móðir Helen
Björgvinsdóttir og Ida Stær-
mose, f. 1997, móðir Malene
Stærmose.
Konráð ólst upp í Landlyst í
Vestmannaeyjum. Hann lauk
námi frá Iðnskólanum í Vest-
mannaeyjum sem húsasmiður
og vann við þá iðn alla sína tíð.
Lengst af vann hann sem verk-
stjóri á Smíðaverkstæði Kópa-
vogsbæjar. Samhliða smíðinni
stundaði hann sjómennsku
meðan hann bjó í Vest-
mannaeyjum. Vorið 1971 fluttu
þau hjónin frá Eyjum og sett-
ust að í Kópavogi og bjó Kon-
ráð þar allt til dauðadags.
Útför hans fór fram í kyrr-
þey 24. nóvember 2016.
Nú þegar Konni tengdapabbi
er fallinn frá langar mig til að
þakka honum fyrir allt sem
hann var mér þau tuttugu ár
sem liðin eru frá því er ég kom
fyrst inn í fjölskyldu hans.
Hann var alltaf jákvæður og
með eindæmum bóngóður mað-
ur. Þolinmæði hans gagnvart
mínum tíu þumalputta höndum
var óþrjótandi þegar ég var að
reyna að aðstoða hann við hin
ýmsu verk bæði heima í Víði-
grundinni og ekki síst í sum-
arbústaðnum á Laugarvatni.
Hann var bókstaflega alltaf
tilbúinn til hjálpar, ekkert við-
vik var of stórt og aldrei heyrði
ég hann mögla yfir nokkurri
bón. Ég lærði líka fljótt að
Konni var ekkert að hangsa
með hlutina. Hann sagði
kannski við mig … „já, já, Lúlli
minn, við kíkjum á þetta fljót-
lega“ og svo var hann auðvitað
mættur snemma næsta dag
tilbúinn með allt sem þurfti til
verksins. Svona var Konni.
Annað sem Konni kenndi okkur
er æðruleysi og að þakka fyrir
það sem lífið gefur okkur því
ekkert er sjálfgefið fyrir mann-
inn hér á jörðinni.
Hann var lífsglaður maður og
kunni að njóta lífsins, hann var
ungur í anda og á eftirfarandi
vísa vel við hann.
Létt er að stíga lífsins spor,
ljúf er gleðin sanna,
þegar eilíft æsku vor,
er í hugum manna.
(Ragnar S. Gröndal.)
Konni var þannig margbrot-
inn og traustur maður, fjöl-
skyldan var honum alltaf efst í
huga, vinnusamur með afbrigð-
um, tónelskur maður sem unni
flestum tegundum tónlistar,
mikill matgæðingur var hann
einnig og svo mætti lengi telja
upp af mannkostum hans.
En kannski enn þá mikilvæg-
ara finnst mér að þakka honum
fyrir að vera allra besti afi sem
hægt var að hugsa sér fyrir
stelpurnar okkar. Stuðningur
hans og hjálpsemi við þær verð-
ur seint fullþakkaður.
Mig langar til að enda þessi
minningarorð á sálmi eftir Sig-
urbjörn Einarsson, fyrrverandi
biskup, sem var um árabil ná-
granni Konna hér við Fossvogs-
dalinn.
Eins láttu ljósið þitt
lýsa í hjarta mitt,
skína í sál og sinni,
sjálfur vaktu þar inni.
Lát húmið milt og hljótt
hlúa að mér í nótt
og mig að nýju minna
á mildi arma þinna.
Ég fel minn allan hag
einum þér nótt og dag,
ljósið af ljósi þínu
lifi í hjarta mínu.
(Sigurbjörn Einarsson.)
Blessuð sé minning Konráðs
Guðmundssonar
Lúðvík H. Gröndal.
Mig langar til að setja niður
nokkrar línur til að minnast að
leiðarlokum einstaks manns,
fyrrverandi tengdaföður míns
og vinar.
Konráð Guðmundsson, eða
Konni í Landlyst, var búinn
mannkostum og manngæsku í
þeim mæli að maður getur ein-
ungis verið þakklátur að hafa
fengið að njóta kynna af hon-
um.
Konni var fæddur og uppal-
inn í Vestmannaeyjum og þó
hann flytti í Kópavog rétt fyrir
gos var hann alla tíð stoltur af
uppruna sínum. Kannski er að
hluta til upprunanum frá Vest-
mannaeyjum að þakka leiftr-
andi kímni hans og jákvætt lífs-
viðhorf.
Ég kynntist Konna fyrst
1976 þegar við Kiddý byrjuðum
að stinga saman nefjum, þá var
bílakostur hjá strák nýorðnum
18 ára ekki merkilegur en
Konni kunni ráð við því, hann
lánaði krökkunum bara Bronco-
inn sinn. Broncoinn var reyndar
ekki orðinn ársgamall og hafði
kostað mikla vinnu að eignast
hann. Þarna sá maður strax þá
umhyggju og fórnfýsi sem ein-
kenndi hann alla tíð og löngu
eftir að sambúð okkar Kiddýjar
lauk mörgum árum seinna var
hann alltaf boðinn og búinn til
að rétta fram hjálparhönd.
Konni var dverghagur og lék öll
smíði í höndum hans. Má í raun
segja að það eina sem hann hafi
ekki staðið sig vel í hafi verið
að rukka gjald fyrir vinnu sína.
Það er ekki hægt að tala um
Konna án þess að nefna eftirlif-
andi lífsförunaut hans, Ellu (El-
ínu Leósdóttir). Þau voru ákaf-
lega samrýnd og samheldin alla
tíð og yfirleitt var alltaf talað
um Konna og Ellu. Þau áttu
alla tíð fallegt heimili og
byggðu sér sælureit á Laug-
arvatni þar sem þau áttu ótald-
ar gleði- og ánægjustundir.
Þau Konni og Ella eignuðust
tvö börn, Kiddý (Kristbjörg
Konráðsdóttir) og Binna
(Brynjar Konráðsson) og eru
barnabörnin sex talsins.
Með tilkomu barnabarnanna
bættust við gimsteinar sem
skipuðu ávallt ákaflega stóran
sess í lífi þeirra hjóna og hafa
þau alltaf verið barnabörnunum
stoð og stytta og miklir vinir.
Dætrum okkar Kiddýjar,
Konnýju Björgu og Eydísi Ósk,
hafa Konni og Ella alltaf reynst
einstaklega vel og ekki einungis
verið þeim afi og amma heldur
líka vinir og félagar.
Helgi sonur minn úr seinni
sambúð hefur aldrei kallað
Konna og Ellu annað en afa og
ömmu og hlakkaði alltaf mikið
til að hitta Konna sem var
óþreytandi í að hafa ofan af fyr-
ir honum og gleðja.
Það er stórt skarð fyrir skildi
þegar Konna nýtur ekki lengur
við og viljum við votta Ellu,
Kiddý, Lúlla, Binna og barna-
börnunum samúð okkar.
Við óskum þér góðrar ferðar
og vitum að það verður vel tek-
ið á móti góðum dreng.
Hverfur margt
huganum förlast sýn
þó er bjart
þegar ég minnist þín.
Allt er geymt
allt er á vísum stað
engu gleymt,
ekkert er fullþakkað.
(Oddný Kristjánsdóttir í Ferj-
unesi)
Jónas A. Helgason.
Þegar ég var lítill strákur leit
ég alltaf alveg ótrúlega mikið
upp til afa míns, sem alla tíð
var kallaður Konni. Seinna þeg-
ar ég fullorðnaðist átti það ekk-
ert eftir að breytast. Sem ung-
lingur vann ég á sumrin á
verkstæðinu hjá afa og þar
kenndi hann mér að vinna. Þar
var ótrúlegt að fylgjast með
hvað afi gat unnið hratt og vel.
Öðrum eins dugnaðarforki hef
ég ekki kynnst á ævinni og ég
held að hjartasjúkdómurinn
sem hrjáði hann hefði tekið
aðra menn mikið fyrr. Afi mátti
ekki vita af neinu ókláruðu
verki neins staðar, þá var hann
rokinn af stað og búinn að af-
greiða málið áður en maður gat
snúið sér í hálfhring.
Afi talaði alltaf um að maður
þyrfti bara að kunna rétta lagið
á hlutunum, að maður ætti að
láta verkfærin vinna fyrir sig.
Þá væri allt miklu auðveldara. Í
þessu finnst mér vera falin djúp
viska sem hægt er að yfirfæra á
allt sem maður gerir. Ég hugsa
mikið um „rétta lagið“ enn
þann dag í dag og finnst það
vera nokkurs konar lífsmottó.
Konni afi var mikill húmor-
isti og góður sögumaður frá
náttúrunnar hendi. Maður gat
hlegið sig máttlausan þegar
hann komst í gírinn eða sopið
hveljur þegar hann sagði háska-
sögur af sjónum og við amma
ræddum það oft að hann hefði
mögulega getað orðið hinn besti
leikari. Ánægjustundirnar í
sumarbústað ömmu og afa á
Laugarvatni voru ófáar. Um
leið og maður kemur inn fyrir
girðinguna þar er eins og allar
heimsins áhyggjur hverfi. Á
mínum yngri árum eyddi ég
miklum tíma í sveitinni með
ömmu og afa og það er einstakt
hvað þau voru góð við okkur
barnabörnin. Þegar ég hugsa til
baka verður öll vinnan sem afi
og amma lögðu í bústaðinn svo
táknræn fyrir það að það mik-
ilvægasta í lífinu er það að hlúa
að því sem manni þykir vænt
um.
Afi var alltaf til í eitthvert
glens og það var svo frábært að
sjá glitta í strákslegan prakk-
arann sem hann bjó yfir. Maður
gat alltaf séð hann fyrir sér
sem ungan mann og hann
kenndi mér að maður ætti ekki
að taka sjálfan sig of alvarlega.
Afi Konni hélt í einstaka skap-
gerð sína alveg fram í það síð-
asta og jafnvel þótt hann væri
orðinn mjög veikur og slappur
horfði hann kíminn á mann og
við þurftum ekki að segja neitt.
Ég sá það svo skýrt hvað það
veitti honum mikla ánægju að
hafa fólkið sitt hjá sér. Það var
það eina sem hann þurfti. Afi
hafði sín gildi á hreinu og það
fór aldrei á milli mála hvað það
var sem hann setti í fyrsta sæt-
ið. Það var fjölskyldan.
Elsku Konni afi. Nú kveð ég
þig og þakka fyrir allt sem þú
gerðir fyrir mig á meðan þú
lifðir. Þú varst ekki bara fyr-
irmynd í lífi og starfi heldur
einnig traustur vinur og góður
félagi. Nú hugga ég mig við það
að þú lifir áfram í minningum
mínum og þeirra sem fengu að
kynnast þér á meðan þú lifðir.
Ég sé þig ljóslifandi fyrir mér á
Laugarvatni að láta renna í
heita pottinn, nýbúinn að olíu-
bera pallinn, sáttur við dags-
verk, lífið og tilveruna.
Björn Leó Brynjarsson.
Elsku afi. Þegar ég hugsa til
þín fyllist hjarta mitt af hlýju,
skilyrðislausri ást, gleði og ynd-
islegum minningum. Á sama
tíma hellist yfir mig svo óbæri-
leg og þung sorg að ég veit ekki
hvernig henni mun mögulega
létta. Síðan þú fórst er líkt og
heimurinn hafi fengið á sig gráa
slikju og stórt skarð hefur
myndast í hjartanu.
Það er ekki skrítið að ein-
hver eins og þú skilji eftir sig
stórt skarð. Ég á svo margar
yndislegar minningar um þig og
við vorum svo náin að þú varst
mér líkt og pabbi. Þú kenndir
mér ótal margt. Hjá þér lærði
ég að lesa, reikna, hjóla og að
keyra bíl. Sama hversu langan
tíma þetta tók misstirðu aldrei
þolinmæðina og við hættum
ekki fyrr en ég hafði lært.
Þú kenndir mér líka ýmislegt
um lífið, hjálpsemi og kærleik.
Alltaf varstu tilbúinn að gera
allt fyrir alla. Ég man þegar þú
keyrðir mig og Konný alltaf í
skólann og varst þá mættur að
minnsta kosti 15 mínútum of
snemma og hitaðir bílinn svo að
okkur liði vel þegar við kæmum
út. Þetta lýsir þér svo vel og
hversu mikið þú elskaðir okkur.
Ég man eftir öllum ferðalög-
unum saman og hvað þér fannst
gaman að fræða okkur um land-
ið og sýna okkur allt. Veiði-
stöngin var alltaf með í för og
stoppuðum við á ófáum bryggj-
unum til að dorga. Bestu minn-
ingarnar sem ég á eru með þér
og ömmu á ferðalögum og í bú-
staðnum sem þú og amma smíð-
uðuð. Bústaðurinn er uppá-
haldsstaðurinn minn. Allt er svo
friðsælt og yndislegt þar og eru
minningar og dvöl þar endalaus
uppspretta hlýju og gleði.
Þú þreyttist aldrei á að eyða
tíma með okkur og hafðir alltaf
áhuga á öllu sem var í gangi í
lífi okkar. Það sem einkenndi
þig ævinlega var mikil gleði og
manni leið alltaf svo vel í návist
þinni, hvort sem við vorum að
kveikja upp í arninum eða elda
kakó saman. Þú varst líka alla
tíð mikill dýravinur og máttir
ekkert aumt sjá. Ég man þegar
við bjuggum til heilu réttina
fyrir fuglana úti í garði og kett-
ir hverfisins fengu iðulega
rjóma þegar þeir mættu á pall-
inn hjá þér og ömmu.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar að þær munu ylja mér
alla ævi. Ég hef aldrei kynnst
neinum jafn hjartahlýjum og
yndislegum. Það að hafa haft
þig í lífi mínu hefur gert mig að
betri manneskju og þú átt mjög
stóran hlut í mér. Flestir sem
þekkja þig eru sammála því að
þú varst engill á jörðu sem áttir
þér engan líkan. Ég hef ekki
nógu sterk orð til að lýsa því
hversu mikið ég elska þig og
hversu mikilvægur þú ert mér.
Ég veit að þú vakir yfir mér og
fylgist áfram með öllu. Ég mun
geyma þig í hjarta mínu og
sakna þín og elska þar til við
hittumst aftur. Góða nótt, elsku
afi minn. Takk fyrir allt.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Eydís Ósk.
Hann Konráð Guðmundsson,
eða Konni eins og hann var allt-
af kallaður, er látinn. Konni var
einstakur dáðadrengur og hvers
manns hugljúfi. Hann var ein-
staklega greiðvikinn, barngóð-
ur, ávallt með ráð undir rifi
hverju, alltaf kátur og óspar á
að segja skemmtisögur. Hann
var hagleiksmaður mikill og ber
sumarbústaður þeirra hjóna
þess augljós merki. Það verður
erfitt fyrir Ellu að sjá á eftir
honum Konna sínum en ég veit
að barnabörnin þeirra og allt
þeirra góða fólk á eftir að
hugsa vel um hana. Hafðu þökk
fyrir allt og allt, elsku Konni,
þeir sem á móti þér taka núna
eru heppnir að fá þig í hópinn.
En hamingjan geymir þeim
gullkransinn sinn,
sem gengur með brosið til síðustu
stundar,
fær síðan kvöldroða á koddann
sinn inn,
kveður þar heiminn í sólskini og
blundar.
(Þorsteinn Erlingsson)
Lea, Óli og börn.
Konráð Guðmundsson, fyrr-
verandi tengdafaðir minn, hefur
kvatt þennan heim og verður
hans sárt saknað. Konna kynnt-
ist ég aðeins 17 ára gömul. Ég
var ósköp feimin og kvíðin þeg-
ar ég hitti þau hjónin fyrst eins
og flestar tengdadætur. Það
kom þó fljótt í ljós að það væri
óþarfi. Þau hjónin tóku mér
opnum örmum og á einhverjum
tímapunkti tók Konni mig afsíð-
is og sagði mér að sama hvað
myndi gerast þá yrði hann allt-
af vinur minn. Þetta loforð stóð
hann svo sannarlega við. Hann
reyndist mér og mínum ávallt
hinn besti vinur. Um þennan
ljúfa mann á ég margar minn-
ingar en skýrust er samt stund-
in þegar hann vissi að ég væri
ófrísk og að hann ætti von á
sínu fyrsta barnabarni. Þá sett-
ist hann við píanóið og spilaði
og söng en þetta var í eina
skiptið sem ég sá hann spila á
píanó. Á þessu augnabliki var
gleðin mikil.
Þó að leiðir okkar Brynjars
skildi stóðu Ella og Konni sína
vakt sem amma og afi og stend
ég í mikilli þakkarskuld við þau.
Konni var hjálpsamur við alla
sem hann þekkti eins og ég og
mín fjölskylda áttum eftir að
kynnast á meðan honum entist
þrek.
Sælureitur þeirra hjóna á
Laugarvatni er einstakur. Þar
skín umhyggja þeirra Konna og
Ellu af öllu og handbragð
þeirra fer ekki framhjá neinum.
Undanfarin 36 ár hef ég, fjöl-
skylda mín og vinir notið þess
að skreppa austur og hvíla okk-
ur og skemmta og fyrir það er
ég þakklát.
Ég vil enda þessa grein á
orðum Gylfa, eiginmanns míns,
en Konni var honum ómetan-
legur alla tíð. Sunnudaginn 13.
nóvember sl. sat Gylfi í svefn-
herbergi þeirra hjóna og héld-
ust þeir í hendur. Allt umhverf-
ið var svo fallegt og hreint, Ellu
og Kiddý og stelpunum til fyr-
irmyndar. Á þessum tímapunkti
var ljóst að Konni ætti ekki
langt eftir en hann fékk að
kveðja á sínu heimili umvafinn
sínu fólki. Þá sagði Gylfi:
„Konni minn, nú uppskerð þú
eins og þú sáðir“ og Konni
kreisti þá hönd mannsins míns.
Þó að við hefðum öll viljað hafa
hann lengur hjá okkur þá var
kallið komið.
Takk fyrir allt.
Þín vinkona,
Anna Þóra Björnsdóttir.
Konráð
Guðmundsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
FRIÐGEIR BJÖRGVINSSON,
Orrahólum 7, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn
18. nóvember. Útförin fer fram frá Fella- og
Hólakirkju miðvikudaginn 30. nóvember klukkan 13.
.
Sigríður Árnadóttir,
Helgi Friðgeirsson, Margrét S. Bárðardóttir,
Erlingur Friðgeirsson, Guðrún Eiríksdóttir,
Ástríður Friðgeirsdóttir,
Pétur L. Friðgeirsson,
Árni M. Friðgeirsson, Björk Mýrdal,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarn.
Faðir okkar, sambýlismaður, tengdafaðir,
afi, langafi og langalangafi,
ÁRMANN SIGURÐSSON,
Reykjavíkurvegi 52,
Hafnarfirði,
sem lést 21. nóvember síðastliðinn, verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 29. nóvember
næskomandi klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á MS félag Íslands, 568-8620.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Kristján, Sigurbjörg og Ægir Ármannsbörn,
Sigríður Hrólfsdóttir.