Morgunblaðið - 28.11.2016, Síða 22

Morgunblaðið - 28.11.2016, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 ✝ Gunnar H. Eyj-ólfsson fæddist 24. febrúar 1926. Hann lést 21. nóv- ember 2016 á hjúkrunarheim- ilinu Grund. Foreldrar hans voru Þorgerður Jósefsdóttir, hús- móðir, f. 4. desem- ber 1905, d. 5. ágúst 1940, og Eyj- ólfur Bjarnason, kaupmaður í Keflavík, f. 10. mars 1881, d. 11. mars 1966. Systir hans er Ívana Eyjólfsdóttir Nizen, f. 1930. Gunnar kvæntist þann 21. nóvember 1959 Katrínu Ara- son, f. 1926. Bjuggu þau nánast alla sína búskapartíð í Gilsár- stekk 6. Dætur þeirra eru: 1) Karitas Halldóra, f. 1960, gift Kjartani Ólafssyni, f. 1961, og eiga þau synina: a) Guðmar Valþór Kjartansson, f. 1982, og b) Gauk Jörundsson, f. 1988, og 2) Þorgerður Katrín, f. 1965, gift Kristjáni Arasyni, f. 1961, og eiga þau synina: a) Gunnar Ara, f. 1995, b) Gísla Þorgeir, f. 1999, og dótturina c) Katrínu Erlu, f. 2003. Gunnar ólst upp í Keflavík en flutti til Reykjavíkur er hann hóf nám við Verzlunarskóla Ís- lands. Þar á eftir fór hann til leik- listarnáms við RADA í Englandi. Hann var leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu. Hann var kennari í taltækni og stofn- andi Talskólans í Reykjavík. Hann sat í þjóðhá- tíðarnefnd 1974, Þjóðleik- húsráði, flokkstjórn Alþýðu- flokksins og Menntamálaráði. Hann var skátahöfðingi Íslands í átta ár. Hann var andlegur leiðtogi ólympíulandsliðs Ís- lands í skák og tók virkan þátt í starfi Kaþólsku kirkjunnar og innleiddi Qi Gong á Íslandi. Hann hlaut fjölda viðurkenn- inga, Shakespeare-verðlaunin, Tennent-verðlaunin, Silfur- lampann, Edduverðlaunin og heiðursverðlaun Grímunnar. Hann var handhafi hinnar íslensku fálkaorðu og gull- merkis Krabbameinsfélagsins, en hann var einn af stofnendum þess. Útför Gunnars fer fram frá Kristskirkju, Landakoti, í dag, 28. nóvember 2016, klukkan 15. Ég hitti Gunnar fyrst þegar ég keyrði Þorgerði heim sumarið 1982. Hann var fyrir utan húsið þeirra í Breiðholtinu, vígalegur í vinnuslopp og gúmmískóm að slá blettinn með orfi og ljá. Nokkuð fjarri þeirri ímynd sem ég hafði af Gunnari Eyjólfssyni stórleik- ara. Síðar skildi ég að þetta var hluti af mannvininum, bóndanum og listamanninum sem ég átti eftir að kynnast. Það tók reyndar ákveðinn tíma því honum fannst ég vera að taka dóttur sína frá sér, allt of unga. Með tímanum tók hann mig í sátt og ég gerði mér grein fyrir hvað hann elskaði dætur sínar mikið. Hann hvatti þær áfram af mikilli ástúð en líka metnaði, þær gætu allt eins og strákarnir – og jafnvel betur. Á Gullu sína treysti hann mikið, hún var hans jarðtenging, stólpi og félagi. Tengdamóðir mín gætti þess vel að Gunnar fengi sitt list- ræna svigrúm þegar æfingar fyr- ir burðarhlutverk fóru af stað. Og þau voru ófá. Að koma inn í líf þessarar fjöl- skyldu var upplifun. Fljótlega skynjaði ég að flestallt snerist um listir og stjórnmál. Umræður gátu verið hressilegar þannig að á stundum hafði ég ákveðnar áhyggjur af heimilisfriðnum enda óvanur svona sviptivindum. En fáeinum andartökum síðar urðu allir ástríðufullir vinir aftur og það var faðmast og kysst, líkt og við værum stödd í miðri Fell- ini-mynd. Gunnar var sífellt að hjálpa einhverjum; einstaklingum eða hópum sem þurftu á leiðsögn, hvatningu og stuðningi að halda. Fyrir utan allt skátastarfið sem hann hafði mikla unun af. Faðm- ur Gunnars var stór og hann var alltaf opinn. Fyrir dýr og menn. Hann átti hunda og hélt hesta lengi vel á Þurá, en þar fékk hann útrás fyrir bóndann í sér. Á veturna gekk hann út til smáfuglanna og hrafnanna í Breiðholtinu og gaf þeim alls konar góðmeti. Er ekki laust við að krummarnir hafi krunkað nafn hans þegar hann birtist þeim í náttsloppnum. Sveppateið í kjallaranum var síðan kapítuli út af fyrir sig en Gulla brosti bara blítt við karlinum sínum og gerði litlar athugasemdir við þetta bras hans. Ég vandist líka fljótlega að sjá Gunnar á morgn- ana gera Qi gong-æfingar í garð- inum. Ekkert kom á óvart með Gunnar. Ógleymanlegir eru reiðtúrarn- ir með honum þegar við riðum út tveir saman í nágrenni Reykja- víkur. Þá var sagnamaðurinn og leikarinn ávallt með í för og ég á fremsta bekk. Sögurnar voru allt frá uppvaxtarárum í Keflavík yf- ir í galdra leikhússins. Pabbi minn og Gunnar voru nokkuð ólíkir í fasi; pabbi vestfirskur sjó- maður sem talaði ekki nema það hefði einhvern tilgang og síðan Gunnar, sem var sögumaður af guðs náð. Þó tókst mikill vin- skapur með foreldrum og tengdaforeldrum mínum og sam- an áttu þau eftirminnilegar stundir á Íslandi sem Spáni. Það voru mikil forréttindi að fá að fylgjast með Gunnari í leik- listinni, hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og var fagmaður fram í fingurgóma. Gunnar átti stórleik í hverju aðalhlutverkinu á fætur öðru en bestur var hann sem fjölskyldu- faðirinn og afinn, þar sem kær- leikur og endalaus elska fékk notið sín. Ekkert var ómögulegt þegar afkomendurnir voru ann- ars vegar og enginn varð verri af smádekri. Og hann sá um að kraftaverkin gerðust þegar erfið veikindi bönkuðu upp á. Gunnar tengdafaðir minn var stór maður á alla vegu. Minning- arnar um einstakan mannvin og mikinn listamann munu lifa um ókomna framtíð. Með Gunnari varð líf mitt auðugra. Fyrir það verð ég ávallt þakklátur. Megi hið eilífa ljós lýsa tengdaföður mínum. Kristján Arason. Með Gunnari H. Eyjólfssyni hverfur á braut einstakur sam- ferðamaður og góður vinur. Að baki er 75 ára löng samferð sem hófst í Verzlunarskóla Íslands haustið 1941 þaðan sem við út- skrifuðumst vorið 1944. Í hópn- um okkar voru ýmsir sem komu af landsbyggðinni og höfðu sumir tekið þátt í atvinnulífinu þótt ungir væru og við sem þangað lögðum leið okkar töldum val á þeim skóla forréttindi. Skólinn var undir styrkri stjórn okkar frábæra skólastjóra, Vilhjálms Þ. Gíslasonar, sem með sína skörpu framtíðarsýn var okkur eftir- minnilegur. Hann fylgdist með okkur og sýndi okkur áhuga löngu eftir að námi lauk. Kenn- arar voru mætir menn og minn- isstæðir. Elís, sem kenndi vélrit- un og hraðritun, sem var sérstakt á þeim tíma, Þorsteinn bókfærslu, aðrir verslunarrétt og skólastjórinn íslensku. Gunnar sem kom frá Keflavík varð sessu- nautur minn og ævivinur. Fram í hugann kemur þakk- læti fyrir að hafa svo snemma á lífsleiðinni eignast slíkan vin sem Gunnar var. Hann var maður sem alltaf kveikti ljós, var glað- sinna, jákvæður, heilsteyptur og varð því okkur skólasystkinunum afar kær frá fyrstu kynnum. Hann var hreinskiptinn og bar með réttu orðið yfir traustan gegnheilan mann, hann var sann- ur heiðursmaður. Að Verzlunarskólanum lokn- um héldum við sitt í hvora áttina til framhaldsnáms. Gunnar lagði fyrir sig leiklistina í London og víðar eins og alþjóð veit og varð einn ástsælasti leikari þjóðarinn- ar. Hann var 85 ára þegar hann lék síðasta hlutverk sitt í Borg- arleikhúsinu og leysti það af hendi með glæsibrag. Hann hlaut ótal viðurkenningar innanlands sem utan, auk þess sem hann sat í Þjóðleikhúsráði og lét víðar að sér kveða. Þrátt fyrir hið geysimikla framlag hans til leiklistarinnar urðu samverustundir okkar gömlu félaganna fleiri með árun- um. Alltaf var hann gamli góði Gunnar, hrókur alls fagnaðar, traustur og vandaður félagi og vinur. Fyrir nokkrum tugum ára safnaði hann okkur saman nokkrum skólafélögum og inn- leiddi okkur í qi gong, kínverska hugleiðslu og æfingar í þeim til- gangi að auka lífsgæði og orku. Hefur sú samvera enst okkur mörgum fram á þennan dag. Það er ótrúlegt hversu kraftmikill hann var við að breiða út hug- sjónir sínar og bæta mannlíf svo margra. Hugljúfar minningar af eldhuganum þegar hann leiddi okkur í qi gong en líka með kaffinu yfir léttara hjali á eftir. Fyrir fáum árum fór hann með öll 45 erindi Hrunadansins eftir Matthías Johannessen ritstjóra utanbókar af slíkri innlifun og þrótti að enginn gleymir sem á það hlýddi. Og það er til marks um óskeikult minni hans að hon- um fataðist aldrei. Og enginn gleymir röddinni. Það er með trega sem ég kveð minn gamla og trausta vin. Að leiðarlokum þakka ég samfylgd- ina og allt hið góða sem hann skilur eftir sig. Við Sigga og fjöl- skyldan öll sendum Gullu, dætr- unum Karitas Halldóru og Þor- gerði Katrínu og þeirra fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hjalti Geir Kristjánsson. Við sem störfuðum með Landssambandi hjálparsveita skáta, LHS, og síðar Landsbjörg minnumst Gunnars Eyjólfssonar af mikilli hlýju. Það var mikil gæfa fyrir skátahreyfinguna þegar Gunnar tók að sér starf skátahöfðingja Íslands. Hann kom í það starf af miklum krafti og vann hreyfingunni gagn á fjöl- mörgum sviðum. Skömmu eftir að hann tók við sem skátahöfðingi áttum við hjálparsveitarmenn kynningar- fund með honum og úr því varð náið og gott samstarf alla tíð. Við gátum ávallt leitað til Gunnars ef á þurfti að halda og hann brást aldrei trausti okkar. Þegar Landsbjörg var stofnuð á Akur- eyri fáeinum árum síðar þótti sjálfsagt að fá Gunnar til að stýra stofnþinginu, sem honum fórst að sjálfsögðu vel úr hendi. Á þessum árum myndaðist náið samstarf milli okkar og áttum við þeirri gæfu að fagna að oft leitaði Gunnar til okkar ef leysa þurfti einhver sérstök verkefni fyrir skátahreyfinguna. Gunnar Eyjólfsson var ein- stakur maður. Allir þekktu Gunnar og hann þekkti flesta. Slíkir eiginleikar forystumanns eru ótrúlega verðmætir fyrir fé- lagsskap eins og skátana og hjálparsveitirnar. Við gömlu fé- lagarnir í hjálparsveitarstarfinu kveðjum Gunnar Eyjólfsson með virðingu og þakklæti um leið og við sendum ættingjum hans inni- legar samúðarkveðjur. Tryggvi P. Friðriksson. Í dag kveðjum við mikinn höfðingja og einn ástsælasta listamann þjóðarinnar. Gunnar Eyjólfsson á að baki svo langan og farsælan leikferil, að undrum sætir. Hann byrjaði hjá Lárusi Páls- syni eins og margur leikarinn og þreytti frumraunina í Iðnó í Kaupmanninum í Feneyjum und- ir hans leiðsögn. Síðan tók við nám í einum virtasta leiklistar- skóla veraldar, að þar vann hann til verðlauna fyrstur útlendinga – fyrir Shakespeare-leik. Og hann starfaði með sjálfum Peter Brook sem þá var að hefja sinn merka leikstjórnarferil. Svo kom hann heim. Ég man vel frumsýninguna á Galdra-Lofti í Iðnó haustið 1948. Þessi ungi leikari kom eins og stormsveipur inn á sviðið, ljóð- rænn, skapheitur, glæsilegur; engum duldist að hér var kominn framtíðarmaður í íslenskt leik- hús. Svo fór hann aftur utan og nú til Stokkhólms og Kaup- mannahafnar. Og hér fylgir lítil saga: Haustið 1954 kom ég til náms í Stokkhólmi og datt ekki í hug að ég gæti eytt fyrsta kvöld- inu þar á verðugri hátt en í þjóð- arleikhúsi Svía, Dramaten. Leika átti verk eftir Lorca. Ég var með blaðamannsskilríki og framvísaði þeim. Því miður, sagði vingjarnleg kona í miðasölunni, svona á að sýna honum herra Forsberg og hann er bara við milli kl. 14.00 og 15.00. Auk þess er uppselt. Æ, sagði ég og nefndi að ég væri kominn alla leið af Íslandi og það í dag. Sögðuð þér Íslandi, góði mað- ur? Þekkið þér Gunnar Eyjólfs- son? Ég ákvað að játa því, allir þekktu Gunnar Eyjólfsson. Nú, fyrst svo er sagði konan. Gjörið svo vel, hér er miði. Þetta er sagan af því að menn eiga að koma vel fram fyrir landsins hönd í útlöndum. En þetta er líka saga um persónutöfra Gunnars Eyjólfssonar. Svo kom hann aftur heim, stofnaði með félögum sinum Sex í bíl og þeysti um landið og lék á vetrum í báðum leikhúsunum ýmis ágæt hlutverk sem stað- festu vonir leiklistarunnenda. Hann fór utan aftur um skeið en kom svo og lék og leikstýrði. Þarna voru nútímaverk eins og Horfðu reiður um öxl og An- dorra, síðar lék hann Jónatan strandkaptein hjá Jökli og Er- nest Mc Intyre og Brynjólf bisk- up hjá Kamban eða Willi Loman í Sölumaður deyr; allt með yfir- burðum. Leikhópur Þjóðleik- hússins var afar sterkur á þess- um árum og enginn er eyland í leiklistinni; samleikur er lykilorð á sviðinu. Það sannaðist best þegar honum voru síðan falin helstu stórhlutverk heimsbók- menntanna og hann leiddi hópinn um þau verk sem mönnum þykja hafa göfgað mannkynið hvað mest – Hamlet, Öidipus konung, Jagó, Fást, Leicester i Maríu Stuart dr, Stockmann í Þjóðníð- ingi. En vænst þótti Gunnari um Pétur Gaut, þennan ljómandi postula hugarflugsins. Freistandi væri að rekja feril Gunnars hér á þessari kveðju- stund, en þá þyrfti að gefa út aukablað, enda kom hann víðar við með sínar hugsjónir en á svið- inu. Þar standa margir í þakk- arskuld, ekki síst skátar og skák- menn og þar á meðal ég fyrir að hann kenndi okkur Þóru Qi gong. Listamaðurinn er gjöfull, óhlífinn við sig og aðra, ör og aldrei sama um nokkurn hlut. Og hann á líka til auðmýkt því að hann veit að gáfa hans gerir kröf- ur sem ber að deila með öðrum, listin á að gera mannlífið ríkara og fyllra. Þar fór saman listskoð- un og lífsskoðun Gunnars Eyj- ólfssonar. Við Þóra sendum Katrínu, Karítasi, Þorgerði Katrínu og fjölskyldunni innilegustu samúð- arkveðjur. Gunnari þökkum við langa og gjöfula samfylgd á sviði og utan. Sveinn Einarsson. Lífið hefst þegar við grípum andann og geispum golunni. Gunnar, minn kæri lærifaðir Qi- gong-lífsmátans, minnti oft á að okkur væri ætlaður mislangur tími og okkur bæri að virða lífið. Hann lagði áherslu á að við eydd- um aldrei orkunni í reiði eða langrækni, horfðum bjartsýn til framtíðar, en hún væri óráðin, þökkuðum andartakið í núinu og kynnum að njóta þess. Ómetan- leg gæfa mín undanfarin ár hefur verið leiðsögn Gunnars um mátt og áhrif Qigong-æfinganna. Hann lagði áherslu á að Qigong væri ekki íþrótt, heldur lífsmáti. Hjá Gunnari birtist þessi lífsmáti í takmarkalausri gjafmildi á orku sína í starfi og leik. Leggja alltaf gott til, ekkert baktal og fyrir- gefningin sterk. Eftir að hafa kynnst ýmsum Qigong-æfinga- kerfum undanfarin ár get ég full- yrt að „Gunnarsæfingar“ eru þær öflugustu til að bæta líkam- legt og andlegt heilbrigði. Það var mikil upplifun í júní árið 2012 að vera með Gunnari heima í stofu. Þar lýsti Gunnar æfingunum og áhrifum þeirra. Til heiðurs Gunnari kom svo út bókin „Gunnarsæfingarnar“ ári síðar. Við Qigong-æfingarnar er einn sem leiðir hópinn. Eftir að ég hafði notið leiðsagnar Gunn- ars og var byrjaður að leiða fékk ég gott tiltal ef ekki var gert nægjanlega vel. Áherslan var á að æfingarnar yrði að gera þann- ig að í raun væri opnað á orku- brautir líkamans, allir gerðu sig aðgengilega hreinni og tærri orkunni frá himni og jörðu. Ekk- ert hálfkák. Þannig sé ég meist- ara minn og einn mikilvægasta leiðbeinanda lífs míns rækta allt það góða, kærleika og frið. Blása frá öllu dökku, hatri og reiði. Þegar ég mætti til æfinga sagði Gunnar oft með glettni í augum: „Hvað segir Þorvaldur víðförli, þú veist að ég fylgist allt- af með þér.“ Það er með mikilli gleði sem ég reyni að standa und- ir loforðinu sem Gunnar tók af mér, um að leggja mitt af mörk- um til áframhaldandi leiðsagnar á Qigong-lífsmátanum. Ég votta fjölskyldu og vinum Gunnars mína dýpstu samúð. Gunnar skilur eftir sig mannbæt- andi arfleifð, sem á eftir að lifa um ókomin ár. Minn kæri meist- ari, friður og eilíft ljós fylgi sálu þinni. Ég geymi í hjarta mínu leiðsögn þína sem mun fylgja mér allt tíð. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þorvaldur Ingi Jónsson. Það er dýrmætt að eiga góða nágranna. Því fengum við fjöl- skyldan að kynnast þar sem við bjuggum í næsta húsi við Gunn- ar, Gullu og dætur þeirra í Gils- árstekk í 30 ár. Mikil og góð vin- átta myndaðist strax á milli þeirra og foreldra minna, Ágústs og Önnu Maríu, og hefur sú vin- átta haldist allar götur síðan. Þegar við systkinin fæddumst var okkur tekið opnum örmum hjá þessari stórkostlegu fjöl- skyldu. Það var ómetanlegt að alast upp við hlið fjölskyldunnar. Mik- ill samgangur var á milli húsanna. Eftir að Gaukur, fyrsta barnabarn Gunnars og Gullu, kom í heiminn passaði ég hann oft og varð nær daglegur gestur hjá fjölskyldunni. Hjálpsemi þeirra átti sér engin takmörk. Frá grunnskólaaldri og fram á háskólaár kenndi Gunnar mér ræðumennsku. Hann útbjó púlt í stofunni, hlýddi á ræður mínar og gaf góð ráð hvað varðar ritstíl, framkomu og raddbeitingu. Í lagadeild bauðst Gunnar til að fara með mér í gegnum chi gong- æfingar sem skerptu á einbeit- ingu. Ef veikindi gerðu vart við sig var skotist í heimsókn til Gunnars, þar sem hann útbjó sterka súpu sem drap allan óþverra. Áður en lagt var af stað í erfið próf hljóp ég yfir til þeirra hjóna og þau kölluðu „tu tu tu“ á eftir mér, að gömlum leikhússið, og þá vissi ég að allt myndi ganga vel. Ég er þakklát fyrir alla hug- ulsemina og mun ávallt búa að heilræðunum. Hestarnir skipuðu stóran sess hjá Gunnari og fékk ég oft að fara með í útreiðartúra. Eitt skiptið varð ég fyrir því óláni að falla af baki. Þá sagði Gunnar að fall væri fararheill og lagði mikla áherslu á að ég færi strax aftur á bak og héldi ótrauð áfram, sem ég og gerði. Þannig var Gunnar, alltaf að hvetja aðra áfram. Allt sem Gunnar gerði var gert með glæsibrag. Hann rækt- aði kjúklinga í hesthúsinu sem urðu það stórir að þeir líktust frekar kalkúnum. Hann aðstoð- aði foreldra mína við gróðursetn- ingu á fallegum birkiplöntum sem hann valdi af kostgæfni og til að tryggja farsælan vöxt út- vegaði hann þeim sérstakan graðhestaskít. Sjálfur vökvaði hann rósabeðin sín með eigin vökva. Gunnar bruggaði í kjall- aranum og fékk föður minn til að smakka reglulega á veigunum er kölluðust „Gunnar‘s special“. Veislur þeirra hjóna voru ávallt glæsilegar. Gunnar kunni vel til verka, hamfletti jólarjúpurnar okkar og hélt skötuboð á Þor- láksmessu. Á tímamótum hélt Gunnar skemmtilegar ræður og var hrókur alls fagnaðar. Hann fór í mörg ár með föður mínum á Kúttmagakvöldið hjá Lions, þar sem hann lék á als oddi. Gunnari fannst líka gott að eiga tíma með sjálfum sér. Hann tók sér tíma til að anda á hverjum morgni og iðkaði chi gong-æfingar úti á palli. Tíminn var það sem Gunnar sagði að skipti mestu máli því án tímans væri ekki hægt að gera neitt. Gunnar nýtti tímann sinn vel og var öðrum til fyrirmyndar. Við fjölskyldan þökkum fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með Gunnari. Við biðjum Guð að vaka yfir Gullu, Kaju, Þorgerði og fjöl- skyldunni allri. Fyrir hönd Ármanns-fjöl- skyldunnar, Sigþrúður Ármann. „Það eina sem er öruggt í líf- inu er að við grípum andann á lofti þegar við fæðumst og geisp- um golunni þegar við kveðjum þennan heim. Inn á milli er ævin öll, alltof stutt hjá sumum og of löng hjá öðrum. Einhvers staðar stendur: Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Það máltæki er af- skaplega óheppilegt því mikið hlýtur Guði þá að vera illa við allt gamla fólkið!“ Þetta sagði vinur minn, Gunn- ar Eyjólfsson, í óbirtu viðtali sem ég tók við hann fyrir rúmum þremur árum. Gunnar er einn af merkilegri mönnum sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, maður and- ans, listamaður af Guðs náð og augnablikin sem við áttum sam- an eru ógleymanleg. Boðskapur hans og viska greyptust í sálina og augnaráðið sagði meira en þúsund orð. Sameiginleg þögn batt okkur sterkum böndum. Gunnari var tíðrætt um lífið og tilveruna þegar við hittumst: „Hví skyldum við fá að anda að okkur í tæp hundrað ár? Líklega til þess að við getum losað okkur við allt neikvætt því það er synd að brenna öllu því jákvæða í eldi öfundar og langrækni. Sumir ganga með þungar byrðar í gegn- um lífið, með kreppta hnefa og neita að gleyma því neikvæða. Hugsaðu þér að drattast með eitthvað og halda að blótsyrði Gunnar H. Eyjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.