Morgunblaðið - 28.11.2016, Page 33

Morgunblaðið - 28.11.2016, Page 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þeir eru margir sem bíða í ofvæni eft- ir að þú segir skoðun þína á ákveðnu máli. Leyfðu einhverjum að njóta þess með þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Farðu varlega í öllum samskiptum við aðra og mundu að ekkert er sem sýnist. Gefðu þér því tíma til þess að kanna innihald- ið áður en þú gerir endanlega upp hug þinn. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Mikilvægar samræður eiga sér stað. Betra er að verja tíma sínum fyrir þá sem það kunna að meta. Skoðaðu dæmið af fullri af skynsemi. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er mikilvægt að gæta jafnvæg- isins á milli starfsmetnaðar og innri vellíð- unar. Allir geta gert mistök, líka þú. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Dagurinn hentar vel til skemmt- anahalda, daðurs og samvista með börnum. Reyndu að umbera eigin duttlunga og sér- visku annarra. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er engin ástæða til annars en brosa framan í lífið þessa dagana. Gerðu þér far um að halda hlutunum í jafnvægi þegar til lengri tíma er litið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ekki láta sjálfsvorkunnina ná tökum á þér. Ef þú kemst ekki út úr aðstæðum sem eru hundleiðilegar gerðu þá eitthvað skrýtið til að hressa upp á liðið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þegar allt kemur til alls er það vináttan sem skiptir mestu máli. Til allrar hamingju kanntu vel við að grúska í einrúmi þessa dagana. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú gætir orðið fyrir óvæntum fjárútlátum og ættir að ræða það við fjöl- skylduna. En það er ekki um annað að ræða en taka ákvörðun fyrr en seinna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú mætir sterk/ur til leiks. Sókn þín eftir innri friði er vissulega aðdáunarverð, en hvar kemur merkjavaran inn í myndina? Það verður áskorun að samþætta andlega iðkun og áhuga á verslun. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þegar hamingja þín rokkar jafn mikið og gengið, er hún líklega tengd ein- hverju utanaðkomandi. Kláraðu rifrildið og gleymdu því svo. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Reyndu að koma persónu, sem skiptir þig máli, í skilning um að hún sé þér mik- ilvæg. Um næstliðna helgi villtist rjúpna-skytta á fjöllum austur á landi. Hundruð björgunarsveitarmanna voru ræst út og eftir leit í tæpa tvo sólarhringa fannst maðurinn. Meðan á aðgerðum stóð beið þjóðin fregna og eðlilega stóðu myndatökumenn sjónvarps við Landspítalann í Foss- vogi þegar þyrla frá Landhelgis- gæslunni kom suður með skyttuna og náðu myndum af tilfinninga- þrungnum endurfundum ástvina. Við myndbirtingar af slíku hefur mað- urinn sjálfur gert athugasemdir svo og forsvarsmenn sjúkrahússins. x x x Alltaf má ræða efnistök í einstakafréttum eða hvort umfjöllun hafi verið ónærgætin, svo sem í framan- greindu máli. En úr því lyktir þess urðu góðar var maðurinn sem bjarg- aðist dagstund eina almenningseign, hvort sem honum líkar betur eða verr. Enginn verður neyddur til þess að segja frá og það sjónarmið ber að virða. Fleiri vilja þó tala og það er mat Víkverja að heilbrigðisstarfsfólk, sálgætendur og fleiri slíkir séu miklu viðkvæmari fyrir umfjöllun en skjól- stæðingar. x x x Í síðustu viku var í ÞjóðminjasafniÍslands opnuð sýning sem ber yfir- skriftina Ísland í heiminum, heim- urinn í Íslandi. Þar er brugðið ljósi á líf og örlög fólks frá fjarlægum slóð- um, sem komið hefur hingað norður í svalann til búsetu og starfa – og svo þeirra landa okkar sem róið hafa á ný mið í fjarskanum. Þetta er áhugaverð sýning, nema hvað allskonar útlist- anir um kynþáttahyggju, útlendinga- fordóma og fleiri félagsleg sjónarmið eru fulláberandi og nálgast að bera sýningarefnið sjálft ofurliði. x x x Um sýningu þessa vill Víkverjisegja að honum hefði dugað að sjá myndir af fólkinu í sínum nýju að- stæðum án þess að miklar útskýr- ingar eða skilaboð fylgdu. Ein mynd segir meira en þúsund orð. Í dag er hins vegar til siðs að lauma allskonar skilaboðum í sjónvarpsþætti, kennsluefni, fréttir og víðar í þágu réttindabaráttu í víðustu merkingu. Slíkur skoðanahernaður er vond og voðaleg þróun. víkverji@mbl.is Víkverji Náðugur og miskunnsamur er Drott- inn, þolinmóður og mjög gæskuríkur. (Sálmarnir 103:8) Enn fjölgar afbrigðum við vísunaum Matthías Mathiesen sem hér birtist í gær. Atli V. Harðarson, kennari við Háskóla Íslands, skrifar mér að í hans huga sé vísan um skattinn og Matta Matt geymd svona: Ofan gefur skatt á skatt skattalögin þéttast. Alltaf fitnar Matti Matt, meðan aðrir léttast. Atli segist ekki vita eftir hvern vísan sé – og held ég þeirri spurn- ingu vakandi. Myndmálið skýrist með því að rifja upp stöku Stefáns Ólafssonar: Ofan drífur snjó á snjó, snjóar hylja flóató, tóa krafsar móa mjó, mjóan hefur skó á kló. Bólu-Hjálmar herti á klónni: Nógan gefur snjó á snjó, snjóum vefur flóató, tóa grefur móa mjó, mjóan hefur skó á kló. Kristján Runólfsson yrkir á Boðnarmiði, en vísur af þessu tagi eru algengar meðal hagyrðinga: Ég vil reyna að yrkja óð, er það létt og gaman, ennþá leynist í mér glóð, orðin detta saman. Sigurlín Hermannsdóttir bætti við: Ég reyni oft að yrkja smá en ekkert gengur. Það er alveg af og frá ég yrki lengur. Og Ásta Sverrisdóttir: Morgnum reddar mjöðurinn góði. Mikið finnst mér gaman að njóta orða í litlu ljóði. Laglega raðað saman! Þetta rifjar upp fyrir mér vísur sem ég orti í MA ritstjóri Gambra – ekki svo að skilja að þær séu merki- legar en ég raula þær oft: Mig langar að yrkja kvæði um lífsins kvöl og pín þó í því sjái ég reyndar ekkert nema grín. En það er um döpur kvæði þetta með tragísk ljóð að sjálfsagt rennur aldrei saklaust hjartablóð. Samt verð ég að yrkja kvæði því veldur blaðið mitt því kaupendum fjölgar stöðugt og kaupendur heimta sitt. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn um Matta Matt og vísnagerð Í klípu „ÞEGAR ÉG BAÐ HANN UM SKILRÍKI HRÆKTI HANN Á MIG. ÞANNIG FENGUM VIÐ LÍFSÝNI.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „BARA ÞETTA VENJULEGA LIÐ SEM KEMUR Á FULLU TUNGLI.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar ykkur líður best saman. ÞÚ ERT SEINN. EN AÐALATRIÐIÐ ER AÐ ÉG HAFÐI EKKERT SKÁRRA AÐ GERA! ÉG STÚTA ÞÉR! HRÓLFUR! EIRÍKUR BOGMAÐUR ER SÆRÐUR! STÖÐVAÐU BLÓÐ- FLÆÐIÐ OG BITTU FYRIR SÁRIÐ! BJARGAÐU ÞESSU... LOSAÐU HANN! ÞETTA VAR ÞÍN HUGMYND!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.