Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 2
Vikublað 24.–26. febrúar 20152 Fréttir n Umdeildar aðferðir á starfsdegi hjá borgarinnar áttu að auka á samstöðu Þ jónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða heldur um þess­ ar mundir starfsdaga fyrir rúmlega 300 starfsmenn sambýla og þjónustukjarna. Dagskráin inniheldur meðal annars umræðu um dauðasyndirnar sjö, kristilega sönglagatexta sem og söng­ texta sem þykja hafa rasískan undir­ tón. Efnistökin hafa verið gagnrýnd af þátttakendum en umsjónarmenn starfsdaganna eru þau Óttar Guð­ mundsson geðlæknir, Jóhanna Þór­ hallsdóttir söngkona og Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari. Starfsmenn 30 vinnustaða Að sögn Sigtryggs Jónssonar sál­ fræðings, sem er einn þeirra sem komu að skipulagi starfsdaganna, er dagskránni ætlað að auka samstarf og samstöðu starfsmanna. Í kynningu frá Óttari og félögum segir einnig að markmiðið sé að auka skilning á þeim lögmálum sem gilda í samskiptum fólks og hvað getur spillt þeim. Sigtryggur segir starfsdagana til­ raun til að hrista saman starfsmenn 30 vinnustaða, en innan hópsins eru meðal annars starfsmenn sambýla og búsetukjarna sem heyra undir Þjón­ ustumiðstöð Miðborgar og Hlíða. Þrjú skipti á launum Í lýsingu á tilgangi starfsdaganna seg­ ir enn fremur að þátttakendum verði bent á eigin styrkleika og veikleika og hvernig þessir eiginleikar nýtist og séu til trafala í mannlegum samskipt­ um. Hver starfsmaður sækir þrjá starfsdaga, ýmist á vinnutíma, í yfir­ vinnu eða þá að frí frá vinnu er veitt á móti mætingunni. Fyrsti hlutinn, sem keyrður var í þrígang í Háteigs­ kirkju, byggðist á stuttum fyrirlestr­ um og tónlistarflutningi. Í öðrum hluta mættu minni hópar, en sá hluti var haldinn fimm sinnum og meginá­ herslan á söng og tónlist. Þriðji hlut­ inn er svo eins konar uppskeruhátíð þar sem allur hópurinn mætir saman og flytur dagskrá. Söngtextar með rasískum undirtón Heimildarmönnum DV, sem vildu ekki láta nafns síns getið, fannst ýmis­ legt athugavert við dagskrána sem boðið var upp á í fyrsta hluta. Að sögn þeirra var rík áhersla og umræða um dauðasyndirnar sjö, kristilegir söng­ textar notaðir og að auki söngtextar með rasískum undirtón en þar var sungið um gula menn sem allir búa í kínverska sendiráðinu. Að sögn heimildarmanna ræddi Óttar um þunglyndi og leti í sömu andrá og dauðasyndirnar voru rædd­ ar og fór það fyrir brjóstið á viðstödd­ um að heyra virtan geðlækni tala á þann hátt um alvarlegan geðsjúk­ dóm. Meðvitaður um óánægju Sigtryggur Jónsson segist hafa haft veður af óánægju einhverra starfs­ manna með dagskrána og efnistökin, en telur þær raddir aðallega tengjast skoðunum fólks á Óttari Guðmunds­ syni. Hann segir mikilvægt að fólk sjái samhengi hlutanna í umfjöllun­ inni – verið sé að fjalla um mannleg samskipti og samskipti á vinnustað, en það sé gert á óvenjulegan hátt, til dæmis með tilvitnunum í trú, Ís­ lendingasögur, söngtexta og aðra menningu. „Við erum vakandi fyrir því að ekki sé farið yfir strikið í umræðu um við­ kvæma hluti eins og trúmál og ras­ isma. Hér hefur ekki verið farið yfir strikið eftir því sem ég hef heyrt. Mér þykir þó leiðinlegt að einhverjir hafi tekið þessu illa,“ segir Sigtryggur. Óttar harmar sárindi DV hafði samband við Óttar Guð­ mundsson geðlækni til að fá viðbrögð hans við gagnrýninni. Hann segir að lagt hafi verið upp með óvenjulega dagskrá í léttum tón: „Mér fannst þetta takast afskaplega vel og þykir mjög leiðinlegt ef við höfum sagt eða gert eitthvað sem hefur sært taugar einhvers. En það er greinilegt, eins og alltaf, að fólk er viðkvæmt fyrir ýmsu. Ég var búinn að minnast á í upphafi að við mundum gera grín að öllu – enda taldi ég að fyrir því væri kom­ in ákveðin samstaða í samfélaginu og ekki bara hjá okkur heldur fjórum milljónum manna sem fóru í göngu í París fyrir skömmu til að styðja að það mætti grínast með Múhameð spá­ mann og aðra hluti. Í kringum þann viðburð varð íslenska þjóðin hund­ fúl yfir því að Sigmundur Davíð skyldi ekki taka þátt fyrir hennar hönd.“ Óttar segist hafa gert stólpagrín að ýmsum starfsstéttum, sérstaklega læknum, mannauðsstjórum, hjúkr­ unarfræðingum og sálfræðingum: „Ég nota grín óspart í fyrirlestrum mínum, það er minn stíll og ég segi hlutina eins og þeir eru. Mesta grín­ ið geri ég að minni eigin stétt og er eiginlega dauðfeginn að enginn geðlæknir skyldi mæta, þá væri ég í virkilega vondum málum.“ Mistök að tengja þunglyndi við leti Óttar segir að hjá fyrsta hópnum hafi hann rætt um leti og þunglyndi í sömu andrá, en þá átt við að ein dauðasyndanna hefur verið þýdd á íslensku á báða vegu: „Mér var strax bent á þetta, að það væri ekki skyn­ samlegt að tala um þunglyndi sem synd, og ég margbaðst afsökunar á því og hef ekki gert það aftur.“ Gulir menn teknir af dagskrá Óttar segir að textinn um gulu menn­ ina í kínverska sendiráðinu sé gam­ all gríntexti úr Menntaskólanum við Hamrahlíð eftir Einar Thorodd­ sen lækni. Hann og samstarfskonur hans hafi fengið ábendingu um að lagið gæti virkað illa á einhverja og tóku það af dagskrá eftir fyrsta skipt­ ið. „Ég harma það virkilega að ein­ hverjum hafi sárnað og þakkaði ábendinguna.“ n Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is Gulu mennirnir Sungið við lagið Litlir kassar Einn er gulur Annar gulur Þriðji gulur og fjórði gulur Allir búa þeir í kínverska sendiráðinu Enda eru þeir allir eins Umdeildir starfsdagar Óttar Guðmundsson og Jóhanna Þórhalls- dóttir sjá um dagskrá starfsdaganna ásamt Aðalheiði Þorsteinsdóttur píanóleikara. Mynd SiGtRyGGUR ARi „Að sögn þeirra var rík áhersla og um- ræða um dauðasynd- irnar sjö, kristilegir söng- textar notaðir og að auki söngtextar með rasískum undirtón. „Gulir menn“ í kín- verska sendiráðinu Afhentu „lykil“ að lausn hús- næðisvandans Samtök leigjenda á Íslandi funduðu í lok síðustu viku með ráðherra húsnæðismála, Eygló Harðardóttur, í því skyni að koma að sjónarmiðum samtakanna um jafnvægi og raunhæft val á hús­ næðismarkaði áður en stjórnar­ frumvörp verða lögð fram á Al­ þingi í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Samtök leigjenda hafa sent frá sér. Meðal markmiða samtak­ anna er að tekið verði á vaxandi húsnæðisvanda með afgerandi og varanlegum hætti til lengri tíma og að réttarstaða aðila á leigu­ markaði verði tryggð sem draga ætti verulega úr ágreiningsmálum á leigumarkaði. Þá vilja samtökin stuðla að því að leiguformið verði í löggjöf viðurkennt sem raunhæfur val­ kostur og að ýtt verði undir sam­ vinnufélagsformið og það opn­ að fyrir nýjum leiðum þegar nýtt húsnæðiskerfi er skipulagt. Sam­ tökin afhentu ráðherra við þetta tilefni „lykil“ að lausn vandans á húsnæðismarkaði sem áfast var á merki samtakanna með gildum þess sem eru: Heiðarleiki, sann­ girni, gegnsæi og áræðni. Hvetja samtökin til þess að allir hags­ munaaðilar styðjist við þessi gildi. Í tilkynningunni kemur fram að í máli ráðherra hafi meðal annars komið fram þakklæti fyr­ ir framlag samtaka leigjenda til samvinnuhóps um framtíðar­ stefnu húsnæðismála og kvað ráðherra ábendingar og greinar­ gerðir samtakanna mikilvægar við vinnslu þeirra frumvarpa sem lögð verða fram. Át blaðið Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina vegna fíkniefnaaksturs jók hraðann þegar lögreglu­ menn gáfu honum merki um að stöðva bifreiðina. Í dagbók lögreglu kemur þó fram að ökuferðin hafi endað snögglega því ökumaðurinn ók á grind­ verk og síðan á hús. Þrír far­ þegar voru í bifreiðinni og voru þeir allir handteknir, auk öku­ manns, þar sem þeir voru í afar annarlegu ástandi. Á lögreglu­ stöð át einn þeirra upplýsinga­ blað handa handteknum. Fallegar konur á fallegum tíma Hamraborg 14, Kópavogur sími 5517444 | mkm.is facebook.com/móðir kona meyja Sérverslun með meðgöngu- og brjóstagjafafatnað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.