Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 31
Vikublað 24.–26. febrúar 2015 Menning 31 E ins og nafnið bendir til er Days of Glory á margan hátt hefð- bundin stríðsmynd. Hetjur okkar í grænu hlaupa upp hæð sem varin er af Þjóðverjum í gráu og tekst, eftir miklar fórnir og mannfall, að ná henni. Það sem gerir hana þó einstaka er það að hér eru Norður- Afríkumenn í öllum aðalhlutverkum. Nei, hér er ekki um að ræða ein- hvers konar hliðarveruleika þar sem Arabar sigruðu í seinni heimsstyrj- öld. Staðreyndin er nefnilega sú að hersveitir Frjálsra Frakka voru að miklu leyti skipaðar nýlenduher- mönnum, enda franski herinn þá í fangabúðum eða starfandi með Þjóðverjum undir Vichy-stjórninni. Þegar De Gaulle hélt sigurgöngu sína í París átti hann í mestu erfiðleikum með að finna hvíta menn í hana, svo fyllt var upp í skörðin með Aröbum og Spánverjum, en blökkumenn fengu ekki að vera með yfirhöfuð. Sú saga er reyndar ekki sögð hér, en myndin er ágætis tilraun til að bæta nýlenduhermönnum aft- ur inn í söguna eftir að þeir hafa að mestu verið fjarverandi. Að vissu leyti er hún þunglamaleg, persón- urnar eru reglulega niðurlægðar af hvítum foringjum en ekki er mikið rúm fyrir persónusköpun. Að öðru leyti fylgir hún að mestu ritúölum seinni heimsstyrjaldarmynda frá Hollywood. Sem slík er hún þó ágæt og er einnig afar þarft innlegg í um- ræðu samtímans sem stundum virð- ist líta á Araba sem náttúrulega óvini Evrópu. Þetta var ekki alltaf þannig. Lífeyrisréttindi hermannanna voru skert þegar nýlendurnar urðu sjálfstæðar, en Chirac, þáverandi Frakklandsforseti, á að hafa brostið í grát eftir að hafa séð myndina og leiðrétt þau aftur. Þannig tókst mynd þessari ekki aðeins að fjalla um rang- læti, heldur einnig leiðrétta það, sem er einmitt það sem bíó upp á sitt besta á að gera. n Arabar sigra í seinni heimsstyrjöld Indigénes eftir Rachid Bouchareb er ein þeirra mynda sem sýndar er á Stockfish Festival Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmynd Heimamenn/Indigénes/ Days of Glory IMDb 7,1 Leikstjórn og handrit: Rachid Bouchareb Land: Frakkland Sýnd á Stockfish hátíðinni í Bíó Paradís 120 mínútur Gleymdar hetjur Hermenn frá frönsku nýlendunum börðust með bandamönnum í seinni heimsstyrjöldinni en fengu ekki þann heiður sem þeir áttu skilið. Tónlistar- verðlaunin veitt Skálmöld sigurvegarar kvöldsins Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt í Hörpu um helgina. Hljóm- sveitin Skálmöld hlaut þrenn verðlaun, sex flytjendur hlutu tvenn verðlaun, en aðrir lista- menn færri. Hljómsveitin Sykur- molarnir hlaut svo heiðursverð- launin í ár. Eftirfarandi listamenn hlutu verðlaunin. Í flokki popp- og rokktónlistar n Popplag árs ins: Color Decay eft ir Unn ar Gísla Sig ur mund ar son í flutn ingi Júníus ar Mey vant. n Rokklag árs ins: Peacemaker með Mono Town. n Tón listarflytj andi árs ins: Skálmöld. n Söng kona árs ins: Salka Sól Ey feld (AmabAdamA). n Söngv ari árs ins: Valdi mar Guðmunds son. n Tón list ar viðburður árs ins: Skálmöld og Sin fón íu hljóm sveit Íslands. n Laga höf und ur: Svavar Pét ur Ey steins son (Prins Póló). n Texta höf und ur: Snæ björn Ragn ars son (Skálmöld). n Bjart asta von in: Jún íus Mey vant. n Nýliðaplata ársins: n1 - Young Kar in. n Rokkplata árs ins: In The Eye Of The Storm - Mono Town. n Poppplata ársins: Sorrí - Prins Póló. Í flokki djass- og blústónlistar n Tón höf und ur árs ins: Stefán S. Stef- áns son fyr ir verk in á plöt unni Íslend ing- ur í Alhambrahöll. n Tón listarflytj andi árs ins: Sig urður Flosa son. n Tón list ar viðburður árs ins: Jazzhátíð Reykja vík ur. n Tón verk árs ins: Sveðjan eft ir ADHD af plöt unni ADHD5. n Bjart asta von in: Anna Gréta Sig- urðardótt ir pí anó leik ari og laga smiður. n Plata árs ins: Íslend ing ur í Al- hambrahöll - Stór sveit Reykja vík ur. Í flokki sí gildrar og sam tíma- tónlistar n Söngv ari árs ins: Elm ar Gil berts son. n Söng kona árs ins: Hanna Dóra Sturlu dótt ir. n Tón listarflytj andi árs ins: Vík ing ur Heiðar Ólafs son. n Tón höf und ur árs ins: Daní el Bjarna son fyr ir verk in Blow Bright og Ek ken di nag. n Tón list ar viðburður árs ins: Sum ar- tón leik ar Skál holts kirkju. n Tón verk árs ins: Ek ken di nag eft ir Daní el Bjarna son. n Bjart asta von in: Odd ur Arnþór Jóns son, barítónsöngvari. n Plata árs ins: Fant así ur fyr ir ein- leiks fiðlur eft ir G.P. Telemann - Elfa Rún Krist ins dótt ir. n Plötu um slag árs ins: Kippi Kanínus Temperaments, hannað af Ingi björgu Birgisdóttur og Orra Jóns syni. n Upp töku stjóri árs ins: Jó hann Jó hanns son fyr ir „The Theory Of Everything.“ n Mynd band árs ins: Tarantúlur með hljómsveitinni Úlfur Úlfur í leikstjórn Magnúsar Leifs sonar. Í dag, þriðjudaginn 24. febrú- ar, fara fram pallborðsumræður um kvikmyndagagnrýni á veg- um Stockfish-kvikmyndahátíðar- innar í Reykjavík. Fjórir gagn- rýnendur frá jafnmörgum löndum koma fram: Peter van Bueren, sem á að baki hálfrar aldar feril í kvik- myndagagnrýni, breski gagnrýn- andinn Simran Hans, sem er að stíga sín fyrstu skref í bransanum, Finninn Matti Komulainen og Val- ur Gunnarsson kvikmyndagagn- rýnandi. DV ræddi við Ásgeir H. Ingólfsson, menningarblaðamann, sem mun stýra umræðum. Gildi gagnrýninnar Ásgeir segir gildi gagnrýninnar vera að minnsta kosti tvíþætt. „Það að gagnrýnin sé meðmælaþjónusta er að vissu leyti ofmetið hlutverk en samt mikilvægt. Auðvitað geta gagnrýnendur haft rangt fyrir sér, en burt séð frá því hversu lærð- ir þeir eru, þá er gott að þarna sé einhver sem á engra hagsmuna að gæta og segir bara hvort honum finnist myndin góð eða vond,“ segir Ásgeir. „En það sem skiptir kannski meira máli í stóra samhenginu er að listgagnrýni er dálítill meltingar- vegur fyrir listreynslu. Þú getur séð alveg heil býsn af bíómyndum eða lesið helling af bókum, en það skipt- ir afar litlu máli ef þú gerir ekkert við það. Ég ætla ekki að gera lítið úr spjallinu á barnum en með öflugri kvikmyndagagnrýni má segja að þú sért kominn með smá almenn- ingstorg þar sem allt hitt tengist,“ segir Ásgeir. „En með erfiðari, list- rænar myndir getur kvikmynda- gagnrýnandinn líka gefið innsýn í þann heim og sagt frá því hvað gef- ur honum gildi og að einhverju leyti hjálpað fólki að öðlast kvikmynda- læsi. Þannig að kvikmyndagagnrýni er að vissu leyti einn mikilvægasti þátturinn í því ferli að melta bíó- mynd,“ segir Ásgeir. Nánast engir dómar í fríblöðunum „Byrjunin á mínu kvikmyndaupp- eldi felst að stórum hluta í að lesa öftustu síðurnar í Morgunblaðinu, Snæbjörn Valdimarsson og Arnald Indriðason. Fyrir mig er Arnaldur alltaf kvikmyndagagnrýnandi fyrst og síðan spennusöguhöfundur. Þessir gömlu kvikmyndagagn- rýnendur komu héðan og þaðan, flestir sjálflærðir en einhverjir lærð- ir í hugvísindum. Flest blöð voru með kvikmyndagagnrýnendur fram að aldamótum. Það kemur rót þegar flokksblöðin dóu og Frétta- blaðið varð til, en síðan þá hefur hægt og rólega verið að molna und- an þessu. Það var að einhverju leyti byrjað fyrir hrun, en staðan núna er sú að einungis DV og Víðsjá eru með reglulega kvikmyndagagn- rýni,“ segir Ásgeir. Smám saman hefur sérhæfðum gagnrýnendum fækkað og almenn- ir blaðamenn farið að taka að sér gagnrýnina ef einhver er. „Kannski er staðan á fríblöðunum tveimur alvarlegust. Ég man ekki hvenær Fréttatíminn var síðast með kvik- myndagagnrýni – það eru komin einhver ár – og ef það er eitthvað að marka heimasíðu Fréttablaðsins, sem er okkar stærsta blað og hef- ur vissa ábyrgð þess vegna, þá hef- ur ekki birst kvikmyndadómur þar í fjóra mánuði,“ segir Ásgeir. Vilja ekki neikvæða umfjöllun Ásgeir segist telja ástæðurnar fyrir þessari þróun margar og samverk- andi, en hann bendir á þrjár sem hann telur vega þyngst: „Í fyrsta lagi er minna umburðarlyndi frá vald- höfum, bæði eigendum blaðanna og ríkisvaldinu, fyrir gagnrýni,“ segir Ásgeir og bendir á að fyrir hrun hafi Morgunblaðið leyft mikilli gagnrýni að fara fram í Lesbók blaðsins, en eitt það fyrsta sem Davíð Oddsson gerði eftir að hann varð ritstjóri var að leggja hana af. „Önnur ástæða er að auglýsend- ur vilja umfjöllun en ekki neikvæða umfjöllun – þetta sést meðal annars á því að fríblöðin sem þrífast á aug- lýsingatekjum eru ekki með öfluga gagnrýni. Þó að hitt væri kannski meira spennandi fyrir lesandann er það minni áhætta að hafa kósí um- fjöllun. Þriðja ástæðan er svo tækn- in; við erum í „twilight zone“ milli dagblaðsins og internetsins og erfitt að sjá hvar við eigum eftir að lenda. Að einhverju leyti bjargar þessi auðveldi aðgangur að erlendum miðlum miklu núna, en við þurfum íslenska hefð. Ef enginn er að skrifa um bíómyndir á íslensku þá hverfur þessi orðaforði.“ Ásgeir bendir á að á Íslandi séu starfræktir nokkrir minni en öflugir netmiðlar sem rýna í kvikmyndir. „Gallarnir við þá eru í fyrsta lagi að þeir eru oftast ofboðslega fjárvana þannig að oftast er ekkert borgað. Það þýðir að það endist ekki, hvorki fólkið né miðlarnir. Hinn gallinn er að þeir eru ekki hluti af megin- straumnum. Frábær grein á Vísi getur fengið 1.000 deilingar en jafn góð grein á starafugl.is eða klapptre. is fær kannski 10 deilingar.“ n „Við erum í „twilight zone““ segir Ásgeir H. Ingólfsson um stöðu kvikmyndagagnrýninnar Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is meltingarvegur listar Gagnrýnin er „Þó að hitt væri kannski meira spennandi fyrir lesand- ann er það minni áhætta að hafa kósí umfjallanir. „Kvikmynda- gagnrýni er að vissu leyti einn mikil- vægasti þátturinn í því ferli að melta bíómynd Aukið óþol fyrir gagnrýni Ásgeir segir margar ástæður fyrir því að kvikmyndagagnrýni og önnur listrýni eigi undir högg að sækja – meðal annars aukið óþol eigenda og annarra valdhafa fyrir gagnrýni. MyND SIGTRyGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.