Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 21
Umræða 21Vikublað 24.–26. febrúar 2015 Ég biðst bara innilega fyrirgefningar á þessu Ekki skrýtið að maður staldri við Það er eitt mesta afrek í sögu læknavísindanna Kerstin Langenberger var leitað af björgunarsveitum í ofsaveðri. – DV Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur um fjögur manndrápsmál í Hafnarfirði. – DVHaraldur Briem sóttvarnarlæknir um útrýmingu bólusóttar. – DV Sátt við hverja? N ýjasta útspil sjávarútvegs- ráðherra, að hann treysti sér ekki til að leggja fram nýtt fiskveiðstjórnunarfrumvarp sökum ósamkomulags á milli stjórnarflokkanna, hefur vakið mikla athygli þjóðarinnar og kristall- ast þar sá mikli ágreiningur sem rík- ir um eignarhald og ráðstöfunarrétt á þessari sameiginlegu sjávarauðlind landsmanna. Þegar byrjað er að ræða um kvóta- kerfið svokallaða lokast oftar en ekki eyru þeirra sem ekki hafa beina hags- muni af sjávarútvegi og mörgum þyk- ir málið flókið og illskiljanlegt. Erfitt reynist að keppa við þá miklu áróð- ursmaskínu sem samtök í sjávarútvegi setja jafnan í gang þegar þeim þykir sínum hagsmunum ógnað og gleym- ist seint sú herferð og heimsenda- spá sem lýst var yfir af LÍÚ á síðasta kjörtímabili þegar reynt var að bylta kvótakerfinu. Dóttir mín ráðlagði mér að nálg- ast umræðuna um sjávarútvegsmál á sem auðskiljanlegastan hátt svo ungt fólk gerði sér betur grein fyrir því út á hvað það gengi að breyta kvótakerf- inu. Meginatriðin eru að tryggja at- vinnurétt og afnot komandi kynslóða af sjávarauðlindinni með sjálfbærum hætti og að arðurinn skili sér til þjóðarinnar. Nýting fiskimiðanna Ágreiningur innan stjórnarflokkanna virðist fyrst og fremst snúast um það hver eigi að fara með eignarhald á nýtingu fiskimiðanna – útgerðirnar eða ríkið fyrir hönd þjóðarinnar. Þau drög að nýju fiskveiðistjórnunar- frumvarpi sem kynnt voru fyrir okkur í stjórnarandstöðunni í haust gengu út á það að gerðir yrðu samningar til 23 ára með óbreyttu hlutfalli til byggðaráðstafana, ekkert var þar tek- ið á meiri möguleikum til nýliðunar með öflugum leigupotti ríkisins né byggðafestu aflaheimilda svo eitt- hvað sé nefnt. Í rauninni var verið að njörva núverandi kerfi niður óbreytt um aldur og ævi og nýrri ríkisstjórn í raun gert ókleift að gera breytingar á kvótakerfinu þótt hún fengi til þess nægan þingstyrk í næstu kosningum. Þess vegna hef ég sagt það að ég gráti það ekki að ríkisstjórninni hafi ekki tekist að ná samstöðu um að leggja þetta óláns frumvarp fram og stjórn- arandstaðan hefur mér vitanlega ekki fengið nein tækifæri til að hafa áhrif á efni þess. Stjórnarliðar hafa látið að því liggja að það sé vegna andstöðu stjórnarandstöðunnar sem hætt hafi verið við að leggja frumvarpið fram á þessu vorþingi. Þetta lýsir best vand- ræðaganginum á stjórnarheimilinu þessa dagana þegar hvert málið á fætur öðru er í uppnámi. Umræðan um veiðigjöld og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerf- inu eru tvö aðskilin mál að mínu mati. Það má með sanni segja að það þarf að nálgast það verkefni að ná auðlindarentu út úr sjávarútvegi með jafnræði í huga og með sem gagnsæj- ustum og skilvirkustum hætti. Þau veiðigjöld sem urðu að lög- um árið 2010 hafa ekki náð tilgangi sínum sem skyldi þar sem ekki hefur tekist að fá þær upplýsingar sem til þurfti til að álagning yrði rétt. Mismunandi álagning Ég tel rétt að skoða mismunandi álagningu eftir útgerðarflokkum, ein- hvers konar þrepaskipta álagningu, þar sem brugðist væri við erfiðleik- um minni útgerða við að standa undir þeim veiðigjöldum sem þær búa við í dag. En í mínum huga er það knýjandi réttlætismál að breyta sjálfu fiskveiði- stjórnunarkerfinu áður en krafan um eignarrétt útgerðarinnar verður enn háværari í valdablokkum landsins, bæði í fjármálageiranum og hjá stór- útgerðinni. Afleiðingum hagræðingar í sjávar útvegi má skipta í þrjá flokka á landsvísu 1. Þau byggðarlög sem hagnast hafa á samþjöppun í greininni og njóta í núinu mikilla tekna og stöðugrar atvinnu. 2. Þau sjávarpláss þar sem eru minni sjávarútvegs- og fjölskyldufyrirtæki og þar sem ekkert má út af bera svo allt fari ekki á hliðina og atvinnuöryggið fari í uppnám. 3. Hinar svokölluðu „brothættu byggðir“ sem Byggðastofnun hefur verið að vinna með. Þeirra á meðal eru mörg minni sjávarpláss sem eru í gífurlegum vanda eftir að fiskveiði- heimildirnar hafa verið fluttar á brott og lífsbjörgin í raun tekin frá öllum íbúum þessara staða. Þar býr fólk ekki við búsetuöryggi lengur og byggðar- lagið hefur verið gjaldfellt á einu bretti. Ég treysti ekki núverandi ríkis- stjórn fyrir ásættanlegum breyting- um á fiskveiðistjórnunarkerfinu en ég geri mér líka fulla grein fyrir því að ef nást eiga fram breytingar á núverandi kerfi verða allir að slá eitthvað af sín- um ítrustu kröfum, annars festist nú- verandi kerfi bara enn frekar í sessi. Sáttin á ekki bara að ná til hags- munaaðila í sjávarútvegi heldur líka til fólksins í landinu með tryggara atvinnuöryggi og í eflingu byggða ásamt rétti komandi kynslóða til at- vinnufrelsis og að skýrt eignarréttará- kvæði á sjávarauðlindinni verði sett í stjórnarskrá. n Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Kjallari „Þess vegna hef ég sagt það að ég gráti það ekki að ríkis- stjórninni hafi ekki tekist að ná samstöðu um að leggja þetta óláns frum- varp fram. MyNd StefáN KARLSSoN Mest lesið á DV.is 1 Keppendur Biggest Los-er þurftu að greiða 56 þúsund fyrir vodkaflöskuna Fimm keppendur í Biggest Loser þurftu að greiða 56 þúsund krónur fyrir eina Vodkaflösku á Lavabar skömmu eftir að keppninni lauk á síðasta ári. Hrönn Harðardóttir, einn af keppendunum sem komst hvað lengst í keppninni, birtir harðorðan póst í Facebook-hópnum „markaðsnördar“ þar sem hún gagnrýnir skemmtistaðinn harðlega. Lesið: 40.820 2 Bekkjarfélagar mættu ekki í afmæli hjá ein- hverfum strák Enginn virtist ætla að mæta í afmælið hjá Glenn Buratti, sex ára einhverfum strák í Flórída, þrátt fyrir að öllum bekkjarfélögum hans hafi verið boðið. Eftir að móðir drengsins sagði frá afmælinu á Facebook tóku lögreglu- og slökkviliðsmenn sig til og mættu í afmælið hjá Glenn. Lesið:22.499 3 Ruddist fram úr röngum manni á lestarstöð Matt Buckland, mannauðsstjóri Forward Partners í London, varð fyrir því á dögun- um á leið til vinnu sinnar, að karlmaður stjakaði við honum og ruddist fram úr þegar hann staldraði við stundarkorn til að hleypa konu nokkurri leiðar sinnar. Þegar Buckland gerði athugasemd við framferði mannsins, sneri kauði sér við og kallaði ókvæðisorðum að honum. Nokkrum tímum síðar mætti sami maður til hans í atvinnuviðtal. Lesið: 20.316 4 Framkvæmdastjórar Íslandspósts keyra um á glæsikerrum þrátt fyrir hund- rað milljóna tap Íslandspóstur greiddi samtals 29,5 milljónir króna fyrir fimm jeppa og einn fólksbíl sem forstjóri og framkvæmdastjórar ríkisfyrir- tækisins hafa til umráða samkvæmt ráðningarsamningum. Kostnaður við rekstur bifreiðanna nam alls 8,8 milljón- um króna í fyrra þegar fyrirtækið lagði áfram áherslu á aðhald í rekstri eftir 119 milljóna króna tap 2013. Lesið: 20.485 5 Marta María setur íbúðina á sölu Fjölmiðla- konan Marta María Jónasdóttir hefur sett íbúðina sína við Njálsgötu á sölu. Lesið: 20.005 S íðustu vikur hafa bólu- setningar barna verið mik- ið til umræðu eftir að móð- ir skrifaði pistil um hvernig hún þurfti að bíða í von og óvon til að komast að því hvort son- ur hennar hefði smitast af misling- um, hann var það ungur að hann hafði ekki fengið bólusetninguna sem hefði þurft í þessu tilfelli. Þar velti hún því upp hvort að þeir sem fara í bólusetningu og láta bólu- setja börn sín væru að vernda þá sem kjósa að sleppa bólusetningum. Og þarna þurfti hún að bíða heima, bíða eftir því hvort sonur hennar færi að sýna einkenni mislinga sem í versta falli gætu leitt til dauða. Á vefsíðu landlæknis segir: „Öllu jafna eru mislingar mildur sjúkdómur hjá börnum en allt að 10% þeirra sem sýkjast fá alvarlega fylgikvilla svo sem heilabólgu eða lungnabólgu.“ Og þrátt fyrir allt þá veitir bólusetn- ing aðeins 95% vörn, er það ekki betra en 0%? Boðið að kostnaðarlausu Í lögum hérlendis segir að börnum með lögheimili hér á landi skuli vera boðin bólusetning gegn tiltekn- um smitsjúkdómum foreldrum að kostnaðarlausu. Í svari heilbrigð- isráðherra við fyrirspurn um bólu- setningar barna sem lagt var fram í vikunni segir m.a. að þátttaka í bólu- setningum hérlendis sé almennt góð. Árið 2005 var búinn til bólu- setningargrunnur og sýnir hann að ekki er merkjanlegur munur milli ára á fjölda barna sem fær bólusetn- ingar. Þá kemur einnig fram í svar- inu að þátttaka í bólusetningum er frá 88% upp í 96% við hinum ýmsu smitsjúkdómum eins og mislingum, hettusótt og rauðum hundum. Þá eru einnig bólusetningar við HPV- sýkingu, barnaveiki, stífkrampa, kíg- hósta, Hib-heilahimnubólgu, löm- unarveiki o.fl. innan þessara marka. Nafnalisti Með bólusetningu er mögulegt að útrýma sjúkdómum þó meginmark- miðið sé auðvitað að koma í veg fyr- ir þá og hættulegar afleiðingar þeirra sem og hindra farsóttir. Bólusetning verndar ekki bara börnin sem hana fá, heldur kemur líka í veg fyrir smit milli barna. Það er sárasjaldan ástæða til að bólusetja ekki barn. Vegna tilkomu bólusetningar- grunns getur sóttvarnarlæknir sent nafnalista yfir þá sem ekki hafa ver- ið bólusettir til heilsugæslu, haft upp á þeim og boðið bólusetningu. Þá er einnig hægt að leiðrétta skráningu ef svo ber við. Ísland er einstaklega vel statt í þessum málum miðað við önnur Norðurlönd og mikilvægt er að halda því við, þar sem tilfellum smitsjúkdóma sem hægt er að bólu- setja við fækkar á móti. Þær upp- lýsingar sem ég hef koma frá land- lækni og heilbrigðisráðuneytinu, en að mínu viti eru 5% líkur á að vera berskjaldaður fyrir alvarlegum smitsjúkdómi betra en að hafa enga vörn. n Berskjaldaður eða bólusetning Jóhanna María Sigmundsdóttir alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn Kjallari MyNd BRAGi ÞóR JóSefSSoN „Það er sárasjald- an ástæða til að bólusetja ekki barn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.