Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 37
Fólk 37Vikublað 24.–26. febrúar 2015
Flott saman Grínistinn og uppistandarinn
Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur
sem Steindi Jr., mætti með konu sína, Sig-
rúnu Sigurðardóttur, upp á arminn. Steindi
kynnti nokkra verðlaunahafa á hátíðinni
ásamt Sögu Garðarsdóttur og vöktu uppá-
tæki þeirra lukku eins og áður.
Glamúr og gleði
á Eddunni
n Edduverðlaunin voru afhent í Hörpu á laugardaginn
K
vikmyndin Vonarstræti sóp-
aði til sín verðlaunum á
Edduverðlaunahátíðinni
sem fór fram í Hörpu síð-
astliðinn laugardag. Vonar-
stræti fékk alls tólf verðlaun, með-
al annars sem besta myndin og þá
hlutu Þorsteinn Bachmann og Hera
Hilmarsdóttir Edduna sem leikari og
leikkona í aðalhlutverki.
Ómar Ragnarsson hlaut
heiðursverðlaun Eddunnar að þessu
sinni og er vel að þeirri nafnbót kom-
inn. Hann brá á leik með lögreglu-
mönnunum Geir og Grana sem bók-
staflega báru hann inn á sviðið, en
væntanlega var það tilvísun í það
þegar hann var handtekinn við mót-
mæli í Gálgahrauni árið 2013. Ef ein-
hver kann að gera grín að sjálfum sér
og tekur sig of ekki hátíðlega, þá er
það hann Ómar.
Það var að sjálfsögðu rífandi
stemning í Hörpunni, bæði á
rauða dreglinum og á verðlaunaaf-
hendingunni sjálfri. Hefð er fyrir því
að gestir á hátíðinni séu myndað-
ir á rauða dreglinum, líkt og á Ósk-
arsverðlaunahátíðinni, en Eddan er í
raun Óskar okkar Íslendinga. n
Stolt af þættinum Steinunn Ása Þorvaldsdóttir og Skúli Steinar Pétursson stjórna
þættinum Með okkar augum sem sýndur hefur verið á RÚV. Þátturinn var tilnefndur til Edd-
unnar í flokknum menningarþáttur ársins í þriðja skipti og þáttagerðarfólkið var að vonum
stolt af vinnu sinni.
Sigurvegari
Þorsteinn Bachmann
hlaut Edduna sem
besti leikari í aðalhlut-
verki fyrir leik sinn í
kvikmyndinni Vonar-
stræti. Hann var að
sjálfsögðu spenntur á
rauða dreglinum.
Ráðherrahjón
Ragnheiður
Elín Árnadóttir,
iðnaðar- og við-
skiptaráðherra,
mætti að sjálf-
sögðu með mann
sinn, Guðjón Inga
Guðjónsson, upp
á arminn.
Leiklistarhjón Benedikt Erlingsson
og Charlotte Böving voru kát á rauða
dreglinum.
Á dreglinum Listamaðurinn Guðmundur Oddur Magnússon, betur
þekktur sem Goddur, lét sig ekki vanta á Edduna.
Myndarleg Hjónin Sigurður Sigurjónsson
og Lísa Charlotte Harðardóttir sýndu sig og
sáu aðra á Edduhátíðinni.
Hress og kát Presturinn Hildur Eir Bolla-
dóttir og fjölmiðlamaðurinnr Guðfinnur Sig-
urvinsson stilltu sér upp fyrir ljósmyndara
og brostu breitt.
Glæsileg Stórleikarinn Theódór Júlíusson
og eiginkona hans, Guðrún Stefánsdóttir,
voru glæsileg á Edduhátíðinni.
Fór á kostum Halldór Laxness Halldórs-
son, betur þekktur sem Dóri DNA, fór á
kostum þegar hann tók að sér að hrauna yfir
bransann á hátíðinni. Salurinn virtist kunna
að meta framtakið og Twitter-notendur
lofuðu hann í hástert.
Með synina Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson mætti með syni sína, Sigurð og Hring, á hátíðina,
en kona hans og móðir drengjanna, Edda Arnljótsdóttir, var ekki langt undan.
Svöl hjón Leikstjórinn Ragnar Bragason og
búningahönnuðurinn Helga Rós V. Hannam
voru heldur betur reffileg á rauða dreglinum.
Vísindamaður Ævar Þór Benediktsson,
eða Ævar vísindamaður eins og flest börn
þekkja hann, hlaut Edduna fyrir besta
unglinga- og barnaefni ársins. Hann
mætti með vinkonu sína upp á arminn.