Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 6
Vikublað 24.–26. febrúar 20156 Fréttir Þýski leiðsögumaðurinn Kerstin Langenberger fannst heill á húfi í skála norðan Mýrdalsjökuls É g biðst bara innilega fyrir- gefningar á þessu,“ segir þýski leiðsögumaðurinn Kerstin Langenberger, sem björgunar- sveitir á Suðurlandi fundu heila á húfi í skála í Hvanngili, sem er á Laugaveginum norðan Mýrdals- jökuls, snemma í gærmorgun eftir langa og stranga leit. Langenberger ætlaði á göngu- skíðum hringinn í kringum Mýr- dalsjökul, samanlagt um áttatíu kílómetra leið. Hún lagði af stað á þriðjudaginn frá Hrífunesi í Vík og átti förinni að ljúka níu til tólf dög- um síðar í Fljótshlíð. „Ég valdi þessa leið því þar eru skálar með 15 til 20 kílómetra milli- bili. Ég var með tjald með mér en ég vissi að það yrði skítaveður. Það var alltaf planið að ef veðrið yrði of slæmt þá leitaði ég skjóls í skálum,“ segir Langenberger, sem þekkir leiðina vel eftir að hafa starfað í nokkur ár sem skálavörður á Laugaveginum á veg- um Ferðafélags Íslands. Hún hefur farið í ferðir sem þessar einu sinni á ári, bæði á Íslandi og Svalbarða, og er því þaulvanur göngugarpur. Undrandi að sjá björgunarsveitina Þýski ferðalangurinn var undrandi þegar björgunarsveitirnar mættu á vettvang, enda hafði neyðarsendir- inn sem hún hafði meðferðis bilað án þess að hún gerði sér grein fyrir því. Upplýsingar sem hún hélt að hún hefði sent vinkonu sinni í tölvu- pósti úr tækinu um að hún væri heil á húfi skiluðu sér ekki. Í skálanum hafði hún komið sér vel fyrir, hafði það ágætt og var með nægar vistir. „Ég vissi ekki að leit hefði hafist og var þess vegna svolítið hissa þegar björgunarsveitarmenn komu og sögðu að ég væri komin í leitirnar. Mér þykir leitt að þessi tækni brást og að fólk hafi stofnað sér í hættu mín vegna,“ segir hún. „Það er rosa- lega gott að sjá hvað íslenska björg- unarkerfið virkar vel. Ég vil þakka öllum sem tóku þátt í leitinni.“ Vildi halda áfram för sinni Hún segist alls ekki hafa verið hrædd og í raun vildi hún fá að halda áfram för sinni. „Það hafði gengið mjög vel hjá mér. Ég vissi að þessa veðurs var að vænta um helgina og þess vegna fór ég í Hvanngilsskála og ákvað að bíða það af mér. Það var ekki hægt að vera í tjaldi. Þetta var hrikalegt veð- ur,“ segir Langenberger sem dvaldi í skálanum í þrjá daga. Hún var með farsíma á sér, auk þess sem talstöð var í skálanum, en hún notaði hvor- ugt tækið vegna þess að hún hélt að enginn væri að leita að henni. Þegar talstöðvar eru ekki í notkun í skál- um er slökkt á þeim og þess vegna var ekki hægt að kalla í stöðina til að athuga hvort hún væri þar stödd. „Ég þekki svona veður“ Langenberger segist vera mjög þakk- lát fyrir aðstoð björgunarsveitanna. „Það komu yfir eitt hundrað manns að leitinni og ég er þeim mjög þakk- lát. Ég biðst innilega afsökunar á þessu.“ Spurð hvort þetta sé versta veður sem hún hafi lent í segir hún: „Ég var skálavörður í Landmanna- laugum veturinn 2008. Ég þekki svona veður. Ég veit að það er brjálað að vera úti í tjaldi í svona veðri. Ekk- ert tjald myndi þola það.“ Stundaði nám á Hvanneyri Langenberger, sem 32 ára, starf- aði sem vinnukona á nokkrum sveitabæjum hér á landi, lengst af í Austur- Landeyjum: „Fólkið þar hafði afar miklar áhyggjur af mér og mér þykir það leitt.“ Eftir dvölina í Austur-Landeyjum fór hún í nám á Hvanneyri og fékk síðan starf sem skálavörður hjá Ferðafélagi Íslands. Hún býr ekki lengur á Íslandi en hef- ur komið hingað síðustu ár í heim- sókn. Undanfarið hefur hún starfað sem leiðsögumaður, bæði á Sval- barða og á suðurheimskautssvæð- inu. En hvað ætli sé fram undan hjá henni eftir „ævintýrið“ við Mýrdals- jökul? „Ég á tvær vikur eftir á Íslandi þannig að ég sé bara til. Ég fer alla vega ekki í eyðimörkina aftur. Ég fer ekki heldur með þetta bilaða tæki og ekki í svona brjáluðu veðri. Næst tek ég gervihnattasíma með mér. Það er vitlaust að treysta á þetta eina tæki. Ég veit það núna.“ Velta aldrei verðinu fyrir sér Magnús Örn Hákonarson hjá Slysavarnafé- laginu Lands- björg segir aðstæðurnar á Laugaveg- inum hafa verið veru- lega slæmar og með því erfiðara sem hægt er að lenda í, en snjóbílar voru notaðir við leitina. „Það tók tíu tíma að kom- ast vegalengd sem menn fara venjulega á klukku- tíma að sumarlagi. Það sýnir hversu erfitt þetta var.“ Er ekki mikill kostnaður sem fylgir svona umfangsmikilli leit? „Það eitt að fara af stað með björg- unartæki er dýrt en við veltum kostnaðinum í svona tilvikum aldrei fyrir okkur,“ segir Magnús Örn sem hefði kosið að Langenberger hefði reitt sig á fleiri en eitt fjarskiptatæki. „Það eru mörg tæki til og það þarf að hafa gagnvirkari leið til að tryggja að svona lagað geti ekki gerst.“ Alvöru nagli Nú ætlaði Langenberger að ferðast um áttatíu kílómetra á gönguskíð- um í kringum Mýrdalsjökul. Er þetta ekki sannkölluð ofurkona? „Þetta er alvöru nagli. Ég er búinn að þekkja hana í mörg ár og veit hvað hún hef- ur gert. Það er ekkert fyrir meðaljón að elta hana.“ n SPOT sendir staðsetningar í tölvupósti Tækið bilaði á leiðinni Langenberger hafði með sér tæki sem kallast SPOT. „Þetta er pínulítið tæki. Maður ýtir á takka, annað hvort á OK og þá eru sendar staðsetningar og sagt að allt sé í lagi, eða neyðartakka sem sendir staðsetningar og biður um hjálp,“ segir hún. „Það voru sendar upplýsingar í tölvupóst sem vinkona mín á og við ákváðum að ef ekkert bærist í tvo daga myndi leit fara af stað,“ bætir hún við. „Svo gaf ég frá mér tvisvar á dag þessi OK-skilaboð og þegar veðrið var orðið mjög vont sendi ég þrjú á dag. Um miðja ferð hætti það að senda skilaboð en ég fékk samt þau skilaboð að tölvupósturinn hefði verið send- ur og þess vegna hélt ég að allt væri í lagi.“ Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að tækið er ekki flokkað sem neyðarsendir. Það lætur ekki vita ef boð berast ekki. Ljósblikk og litur þess sýnir að þrýst hefur hnappinn. Notandi getur því hæglega staðið í þeirri trú að tækið virki. Freyr Bjarnason freyr@dv.is Fyrir framan Mælifell Langenberger tók mynd af sér með Mælifell í baksýn meðan á ferðalaginu stóð síðastliðinn föstudag. „Ég vissi ekki að leit hefði hafist og var þess vegna svolítið hissa þegar björgunarsveitar- menn komu og sögðu að ég væri komin í leitirnar. Alvöru nAgli sem meðAljóninn eltir ekki Ein með norðurljós- unum Þýski ferðalangur- inn horfir á norðurljósin skömmu áður en óveðrið skellur á. Heil á húfi Kerstin Langenberger hjá bækistöðvum Hjálparsveitar skáta í Kópa- vogi í gær en þangað var henni ekið í snjóbíl frá Suðurlandi. Mynd SigtryggUr Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.