Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 32
32 Menning Vikublað 24.–26. febrúar 2015
Aðferð til að
heila líkamann
Hreint mataræði er bók eftir dr.
Alejandro Junger. Bókin hefur
setið mánuðum saman á met-
sölulista New York Times. Í bók-
inni kynnir
höfundurinn
byltingar-
kennt kerfi
sem hjálp-
ar líkaman-
um að heila
sig á náttúru-
legan hátt.
Þar mætast
vestrænar
og austræn-
ar lækningar.
Höfundurinn lauk námi í hjarta-
lækningum í New York og lagði
eftir það stund á austrænar
lækningar á Indlandi.
Heimsmet
Skúla skelfis
Það sannast á Skúla skelfi
að margur er knár þótt hann
sé smár. Nú er komin út
Heimsmetabók Skúla skelf-
is og þar er að finna alls kyns
skringilegar og skemmtilegar
upplýsingar – eins og til dæm-
is um stærstu fætur í heimi, elsta
danskennara í heimi og þykku-
stu bók í heimi, en í henni eru
allar sögur Agöthu Christie um
frú Marple. Skúli á sjálfur nokk-
ur heimsmet sem hann segir
frá í bókinni. Hann á til dæmis
heimsmet í því að ljúga upp bók-
artitlum.
Tekst að bjarga
hjónabandinu?
Við er ný skáldsaga eftir Bretann
David Nicholls en síðasta bók
hans, Einn dagur, varð metsölu-
bók víða um heim. Við fjallar um
lífefnafræðinginn Douglas Pet-
ersen sem reynir að bjarga hjóna-
bandi sínu með því að legga upp í
mikla menningarreisu um Evrópu
ásamt eiginkonu og syni. Ferðin
verður viðburðarík. Bókin var til-
nefnd til Man Booker-verðlaun-
anna í fyrra.
Nýjar bækur
L
jóðlist er ekki það sama og
tilfinningar, þú getur rætt
þær við þerapistann eða
í tólf spora kerfi en gott
ljóð getur þess vegna ver-
ið steinkalt og gelt,“ segir Jón Örn
Loðmfjörð, einnig þekktur sem
Lommi, en hann opnaði í byrjun
ársins ljóðagalleríið 2015 er gildra
ásamt Ingólfi Gíslasyni. Áætlað er
að galleríið verði starfrækt út árið,
en að sögn Lomma er nafnið inn-
blásið af frasanum: Ekki fullorðn-
ast, það er gildra (en. Don't grow
up it is trap). „Við Ingólfur erum
að eldast, við upplifum það sem
gildru rétt eins og margur,“ segir
Lommi. Báðir hafa þeir fengist við
ljóðagerð í þó nokkur ár og meðal
annars gefið út ljóðabækur á veg-
um bókaútgáfunnar sálugu Nýhil.
Ómengaður texti
og forgengileiki
Vefsíðan er ekki ljóðasafn sem
geymir verkin um aldur og ævi,
heldur hverfa þau
að nokkrum dögum
liðnum. Það skapar
ákveðinn hvata til að
fólk fari og skoði síðuna
reglulega. „Mér finnst
fínt að ljóðin hverfi. Það
gefur fólki líka tækifæri
til að ákveða sjálft hvað
það ætli að gera við
verkin sín síðar meir.
Það má viðra verkið
aftur síðar, í bók eða í
upplestri, og þá getur
það jafnvel verið gjör-
breytt,“ segir Lommi.
Eins og hugtakið ljóða-
gallerí gefur til kynna
kemur innblásturinn
að síðunni kannski
helst frá sýningarrým-
um myndlistarheims-
ins. „Rétt eins og í gall-
eríi er ekkert annað
en verkin á síðunni.
Ekki æpandi hlekkir á
aðrar síður eða boð um að smella
á „like“ eins og annars staðar á
netinu – bara textinn ómengaður
í tölvunni, spjaldtölvunni, farsím-
anum,“ segir Lommi.
Aðeins takmarkaður fjöldi af
verkum er aðgengilegur á hverjum
tíma, fimm verk á sýningu. En tæp-
lega 40 verk, eftir tæplega 20 skáld
(meðalskáldið er 38 ára og 31%
kvenmaður), hafa birst á síðunni
frá því að hún fór í loftið. „Fyrst
birtum við ljóð daglega, en það gat
orðið örlítið stressandi. Það gerð-
ist nokkrum sinnum að eftir kvöld-
mat hringdi ég í Ingólf hálf æpandi:
„það vantar ljóð fyrir morgun-
daginn!“ og tvisvar setti ég eitthvað
saman í flýti úr afgöngum í dag-
bókinni minni, sem rétt svo stóðst
gæðaeftirlitskröfur okkar – við
vildum jú ekki slaka á hugmynd-
um okkar um fagurfræði ljóðs-
ins þó að okkur skorti „fökk“ mik-
ið eitt slíkt sem fyrst. Núna birtum
við nýtt efni þrisvar í viku, mánu-
daga, miðvikudaga og föstudaga –
alltaf! Við erum ekki með þema, en
reynum að birta það sem við fílum.
Hvert einasta ljóð sem við fáum
sent förum við yfir í sameiningu
línu fyrir línu – ræðum hvort ljóð-
ið sé birtingarhæft og ef ekki hvort
hægt sé að bjarga því með góðu
móti,“ segir Lommi.
Bestu
ljóðin ekki
„like“- væn
n Ljóðagalleríið 2015 er gildra
n Fer nýjar leiðir í að breiða út
boðskap ljóðsins á netinu
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Vonarstræti og RÚV sigurvegarar Eddunnar
K
vikmyndin Vonarstræti eftir
Baldvin Z hlaut langflest verð-
laun, 12 talsins, á Edduverð-
launahátíðinni sem haldin var
í sextánda sinn í Silfurbergi Hörpu á
laugardagskvöldið.
Var Vonarstræti meðal annars
valin besta kvikmynd ársins, Baldvin
Z valinn besti leikstjórinn og Þor-
steinn Bachmann og Hera Hilmars-
dóttir voru verðlaunuð fyrir leik í að-
alhlutverki.
RÚV hrifsaði öll sjónvarpsverð-
launin, þar af hlaut Brynja Þorgeirs-
dóttir tvenn verðlaun, sem sjón-
varpsmaður ársins og fyrir Orðbragð
sem var valinn skemmtiþáttur ársins.
Þá hlaut Ómar Ragnarsson
heiðursverðlaun Íslensku kvik-
mynda- og sjónvarpsakademíunnar.
Eftirfarandi verðlaun voru veitt á há-
tíðinni. n
kristjan@dv.is
Kvikmynd ársins Vonarstræti
Leikstjórn ársins Baldvin Z – Vonarstræti
Leikari ársins í aðalhlutverki
Þorsteinn Bachmann – Vonarstræti
Leikari ársins í aukahlut-
verki Helgi Björnsson – París
norðursins
Leikkona ársins í aðalhlut-
verki Hera Hilmarsdóttir –
Vonarstræti
Leikkona ársins í aukahlutverki Nanna
Kristín Magnúsdóttir – París norðursins
Leikið sjónvarpsefni
ársins Hraunið
Handrit ársins
Baldvin Z og Birgir
Örn Steinarsson –
Vonarstræti
Stuttmynd ársins
Hjónabandssæla
Vonarstræti fékk 12 Eddur og Ríkisútvarpið hrifsaði öll sjónvarpsverðlaunin
Úr galleríinu
Hönnun sýn-
ingarýmisins er
naumhyggju-
leg, í galleríinu
eru engir
æpandi hlekkir
á aðrar síður
eða boð um að
smella á „like“
– bara textinn
ómengaður.