Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 25
Vikublað 24.–26. febrúar 2015 Neytendur 25 Ferming · Brúðkaup · Skírn Alhliða veisluþjónusta Kökulist ehf. | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Gerðu daginn eftirminnilegan Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir Veisluréttir úr smiðju meistarans · Eingöngu fyrsta flokks hráefni Kaffirisar hæKKa verð n Myljandi hagnaður hjá Kaffitári n Eigendur fengu 30 milljónir í arð n Gætu keypt 57 þúsund cappuccino n Síhækkandi kaffiverð og erfiðar aðstæður þýða hærra verð bara áskorun, í raun og veru. Það er mikil samkeppni á þessum markaði.“ Arður dygði fyrir 57 þúsund bollum En það er áskorun sem Kaffitár virð- ist hafa staðist undanfarin ár ef marka má ársreikninga fyrirtækis- ins. Hagnaður Kaffitárs ehf. árið 2013 nam 86,4 milljónum króna sam- kvæmt ársreikningi sem samþykkt- ur var af stjórn fyrirtækisins í apríl 2014. Bókfært eigið fé félagsins í árs- lok 2013 var 377 milljónir. Mikil sigling hefur verið á rekstri Kaffitárs því árið 2012 nam hagnað- ur félagsins tæpum 75 milljónum og árin þar á undan 63 milljónum (2011) og 26,7 milljónum (2010). Kaffitár er að fullu í eigu hjón- anna Aðalheiðar Héðinsdóttur og Ei- ríks Hilmarssonar en stjórn félagsins lagði til að hjónunum yrði, sem hlut- höfum, greiddur 30 milljóna króna arður. Fyrir þá upphæð gætu Aðal- heiður og Eiríkur keypt sér 57.692 cappuccino-drykki á eigin kaffihúsi. Ljóst er að óvissa ríkir um hvort afkoman verði jafn glæsileg á næst- unni þar sem Kaffitár fékk ekki út- hlutað húsnæði í Leifsstöð í afar umdeildu útboði Isavia sem DV hef- ur fjallað um. Kaffitár skoðar réttar- stöðu sína í því máli enda miklir fjárhagslegir hagsmunir undir því komnir að fyrirtækið haldi tveimur kaffihúsum sínum í stöðinni. Að- alheiður sagði í samtali við DV á dögunum að um 20 prósent af tekj- um Kaffitárs kæmu í gegnum kaffi- húsin í Leifsstöð. Dregur af Te og kaffi Hagnaðurinn var ekki alveg eins til- komumikill hjá aðalkeppinautnum Te og kaffi hf. því samkvæmt árs- reikningi fyrir árið 2013 nam hagn- aður ríflega 6,2 milljónum króna. Það er verulegur samdráttur frá ár- unum þar á undan því árið 2012 nam hagnaðurinn 22,6 milljónum og 45 milljónum árið 2011. 1,5 millj- óna króna tap var síðan á rekstrinum 2010. Te og kaffi er að fullu í eigu Sig- mundar Dýrfjörð og Berglindar Guð- brandsdóttur. n Verðbreytingar hjá Te og kaffi Verðbreytingar hjá Kaffitári Verð í lok maí 2014 Verð í lok maí 2014 Verð í dag Verð í dag Verð í lok maí 2014 Verð í lok maí 2014 Verð í dag Verð í dag Verð í lok maí 2014 Verð í lok maí 2014 Verð í dag Verð í dag Cappuccino Cappuccino Americano Americano Latte Latte 4 9 5 k r. 50 0 k r. 55 5 k r. 55 0 k r. 47 5 k r. 47 0 k r. 54 5 k r. 52 0 k r. 41 5 k r. 4 20 k r. 4 6 0 k r. 47 0 k r. 12% é 10% é 10,6% é 11,9% é 14,7% é 10,8% é „Þetta eru margir þættir en við mun- um reyna að halda að okkur höndum í verð- hækkunum núna eins lengi og við getum og höfum alltaf gert það. Rífandi gangur Mikil velgengni hefur einkennt rekstur Kaffitárs undanfarin ár og hagnaður aldrei verið meiri. Það gæti þó breyst í ljósi þess að fyrirtækinu hefur verið úthýst úr Leifsstöð þaðan sem 20% tekna félagsins koma. MynD SigTRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.