Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Síða 38
Vikublað 24.–26. febrúar 201538 Fólk Próteinsjeik eyðlagði lakkið Miklar og heitar umræður sköp- uðust eftir Kastljósþátt í síðustu viku þar sem fjallað var um að fæðubótarefni væru óþörf. Nokkr- ir einstaklingar úr líkamsræktar- bransanum hafa stigið fram og sagt umfjöllunina hafa verið illa unna og villandi. Marta Mar- ía Jónasdóttir, umsjónarmað- ur Smartlands á mbl.is, tók hins vegar hinn pólinn í hæðina á Facebook-síðu sinni. „Vegna umræðunnar um fæðu- bótarefni langar mig að deila því með ykkur að fyrir nokkrum árum missti ég próteinsjeik yfir bílinn minn með þeim afleiðingum að lakkið eyðilagðist. Síðan þá hef ég látið allt duft eiga sig og get stað- fest að það hefur ekki með nokkru móti komið niður á líkamlegum styrk,“ skrifaði Marta María sem hefur stundað lyftingar af krafti síðustu misseri. „Munum slá í gegn“ Hildur og Erna mynda hljómsveitina Fylgjurnar V ið höfðum talað um að stofna hljómsveit í langan tíma og loksins núna þegar við erum báðar nýorðn- ar mæður ákváðum við að slá til og demba okkur í þetta. Það- an mætti segja að nafnið sé kom- ið,“ segir Hildur Hermannsdóttir, önnur meðlima hljómsveitarinnar Morkakas, eða Fylgjurnar. Hildur og Erna Einarsdóttir skipa sveitina en vinkonurnar hafa þekkst í tæp 20 ár. „Við höfum alltaf átt mikla samleið frá listrænu sjón- arhorni en núna búum við báðar í Ósló og hittumst óvænt í garðin- um þar sem Erna nefndi við mig hvort við ætt- um ekki að stofna þessa hljómsveit. Og það var engin spurning.“ Bannað börnum Alfreð Örn, sonur Ernu, verður eins árs í mars en Guðbjörg María, eða Maya, dóttir Hildar, verður tveggja ára í sumar. „Alfreð sá okkur í gervinu og starði bara á okkur, alveg steinhissa. Ég sýndi Mayu vídeóið og hún fór að hágráta. Hún varð virkilega hrædd. Ég lít á það sem hrós. Það er frábært að fá svona öfgakennd viðbrögð en ég held samt að myndbandið ætti að vera bannað börnum undir tólf ára eft- ir að hafa séð hana svona skelfingu lostna.“ Svala listaþörfinni Fylgjurnar voru stofnaðar í septem- ber 2014. „Við höfum samið nokkur lög og æfum reglulega. Megin- markmiðið er að hafa gaman og svo er stefnan tekin á að gefa út sjö tommu vínylplötu með vorinu,“ segir Hildur og bætir við að tón- list þeirra sé svokallað tölvupönk. „Við öskrum, görgum og gerum alla tóna og takta í tölvu. Við gerum allt sjálfar, semjum lögin og textana og gerðum myndbandið, allt frá tökum, förðun og búningahönnun. Svo klipptum við það sjálf- ar en við erum báðar útskrif- aðar sem graf- ískir hönnuð- ir úr Listaháskóla Íslands. Við erum báðar með svakalegan sköpunarkraft og þess vegna er þetta svo mikil snilld. Við náum að svala listaþörfinni með þessu,“ segir Hildur sem ætlar sér stóra hluti með Fylgjunum í framtíðinni. Klikkað og öðruvísi „Við höfum fengið bæði góð og slæm viðbrögð. Fólki finnst þetta hresst, klikkað, öðruvísi, slæmt og gott. Það er fínt að fá svona misjöfn viðbrögð. Er það sem slær í gegn ekki alltaf umdeilt? Okkur finnst að fólk mætti vera mjög spennt fyrir þessari hljóm- sveit og endilega fylgjast með The Morkakas í framtíðinni. Við erum á Facebook og við munum slá í gegn.“ n „Hún varð virkilega hrædd Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Listamenn Erna og Hildur hafa átt samleið í list sinni síðustu árin. Fylgjurnar Hildur og Erna ákváðu í fæðingarorlofinu að stofna hljómsveitina. Mynd JóI KJartanS Ætla sér stóra hluti Nafnið á hljómsveitinni kom þegar þær Hildur og Erna fóru í fæðingarorlof. Kaffipása Stelpurnar sáu um allt sjálfar. Þar á meðal gervi og búninga.Vilja vera umdeildar Fylgjurnar hafa fengið alls konar viðbrögð. Gerir það gott í L.A. Tónlistarmaðurinn Eddie House úr hljómsveitinni Steed Lords er einnig að gera það gott sem plötusnúður í Los Angeles. Eddie, sem heitir réttu nafnið Eðvarð Egilsson, vinnur svo líka fyrir sér sem fyrirsæta úti í borg englanna en þar hefur hann verið á skrá hjá alþjóðlegu módelskrifstofunni Next Management. Eddie hefur til að mynda setið fyrir á myndum fyrir gallabuxnarisann Levi's og skó- fyrirtækið Converse og birst á myndum í tímaritum á borð við Man of the Hour. Eddie er kærasti leikkonunnar Tatíönu Ósk Hallgrímsdóttur sem einnig er á skrá hjá Next. Unnsteinn þakklátur Unnsteinn Manuel Stefánsson var mjög hrærður þegar þáttur- inn Hæpið, sem hann stjórnaði ásamt Katrínu Ásmundsdóttur, var valinn besti lífsstílsþátturinn á Edduhátíðinni. Íslensku tónlistar- verðlaunin voru afhent á föstu- daginn. Stuðið þar tók sinn toll og hann sagði á Facebook: „Fagnaði aðeins of ákaft á Tónlistarverð- laununum, þannig að ég gleymdi að gera þakkarræðu fyrir Edduna.“ Í kjölfarið taldi Unnsteinn upp þá sem hann vildi koma þökkum til og sagði svo: „Og takk allra mest, Ágústa mín, sem veit minnst af því, Hæpið hefði orðið alveg hræðilegt án þín.“ En þar á hann vissulega við kærustu sína, Ágústu Sveinsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.