Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 27
Vikublað 24.–26. febrúar 2015 Sport 27 Ekkert rafmagn og kaldar sturtur n Framtíð Parma í uppnámi n Stórveldi í kringum aldamótin n „Sorgarsaga“ segir fyrirliðinn F ramtíð ítalska knattspyrnu­ félagsins Parma er í uppnámi og gæti farið svo að þetta sögufræga lið yrði gjaldþrota áður en langt um líður. Félagið hefur ekki getað greitt laun síðan í fyrrasumar og um helgina var heimaleik liðsins gegn Udinese frestað um óákveðinn tíma þar sem ekki voru til peningar til að borga fyrir gæslu á leiknum. „Síðan 15. nóvember hefur enginn talað um fótbolta í búningsklefanum. Ég hef aldrei orðið vitni að annarri eins sorgarsögu í ítalska boltanum,“ sagði fyrirliði liðsins, Alessandro Lucarelli, við ítalska fjölmiðla um helgina. Parmalat upphafið og endirinn Parma skartaði einu besta liði Evrópu rétt fyrir síðustu aldamót. Liðið komst þrisvar í bikarúrslit á Ítalíu á árunum 1999 til 2002 og varð Evrópumeistari félagsliða vorið 1999 eftir 3–0 sigur á Marseille í úr­ slitaleik. Þessa velgengni mátti að stóru leyti þakka góðu eignarhaldi en ítalska mjólkur­ og matvælafyr­ irtækið Parmalat keypti félagið árið 1991. Árið áður hafði félagið kom­ ist upp í A­deildina eftir 67 ára dvöl í neðri deildum Ítalíu. Eins og að framan greinir náði félagið góðum árangri fljótlega eftir kaup Parmalat á félaginu og varð Parma til að mynda bikarmeistari árið 1992. Árið 2003 fór að halla undan fæti hjá félaginu þegar hneykslismál reið yfir móður­ félag þess, Parmalat. Parmalat hafði árið 1997 hafið innreið sína á mark­ aði víða í Evrópu og keypt fjölmörg fyrirtæki. Þessi kaup voru fjármögn­ uð með lánum og jókst skuldastaða félagsins verulega. Forsvarsmenn Parmalat reyndu að fegra bókhaldið með öllum tiltækum ráðum sem gerði það að verkum að fjárfestar töpuðu háum fjárhæðum. Svo fór að Parmalat óskaði eftir gjaldþrotameð­ ferð á aðfangadag 2003 og þar með má segja að fjárhagsvandræði Parma hafi byrjað fyrir alvöru. Fall Parmalat þýddi að Parma fór í gjaldþrotameð­ ferð í júní 2004 og í kjölfarið missti félagið flugið í ítölsku deildinni. Vor­ ið 2005 endaði Parma í 10. sæti en komst aftur í Evrópukeppni vorið 2006 eftir að hneykslismál reið yfir deildina. Liðið hafði endað í 10. sæti en færðist upp um þrjú sæti, í það 7., eftir að stig voru dregin af Fiorentina, Lazio, Milan og Juventus sem var fellt niður um deild. Sparkað úr Evrópukeppni Vorið 2007 endaði Parma í 12. sæti en í janúarmánuði það ár var fé­ lagið loks keypt eftir að hafa ver­ ið þrjú ár í gjaldþrotameðferð. Nýr eigandi, Tommaso Ghirardi, keypti félagið fyrir tæplega þrjár milljón­ ir evra en strax frá fyrsta degi var ljóst að hann hafði ekki í hyggju að fjárfesta í nýjum leikmönnum fyrir fúlgur fjár. Tímabilið 2007/2008 var martröð, liðið lék skelfilega og fór svo að Parma féll úr A­deildinni eft­ ir 18 ára dvöl þar. Liðið komst að vísu strax aftur upp úr B­deildinni og virt­ ist ákveðinn stöðugleiki vera að nást þegar liðið náði sjötta sætinu í A­ deildinni í fyrra. Fjárhagsvandræði og skattaskuld gerðu það þó að verk­ um að liðið fékk ekki þátttökurétt í Evrópudeildinni í ár og þurfti að byrja með eitt stig í mín­ us í ítölsku deildinni. Það jók enn á vandræði Parma sem hefði feng­ ið talsverða fjármuni fyrir þátttök­ una í Evrópukeppni og varð til þess að Ghirardi seldi meirihluta sinn í félaginu þann 19. desember til al­ banska kaupsýslumannsins Rezart Taci. Í kjölfarið var nýr forseti skipað­ ur, Ermir Kodra, en hann var 29 ára þegar hann tók við. Það var svo fyrr í þessum mánuði sem Taci seldi félag­ ið aftur, nú til Giampietro Manenti, og var söluverðið ein evra, eða það sama og Taci greiddi. Spurningum ósvarað Það er alls óvíst hvað tekur við hjá Parma en Alessandro Lucarelli, fyr­ irliði liðsins, lét hafa eftir sér um helgina að leikmenn gætu farið fram á gjaldþrotaskipti yfir félaginu vegna vangoldinna launa. Fari svo að fé­ lagið verði tekið til gjaldþrotaskipta gæti nýr, fjársterkur eigandi kom­ ið að félaginu og byrjað með félagið í B­deildinni þar sem liðið mun að öllum líkindum leika á næstu leik­ tíð. Lucarelli segist ekki bara kenna eigendum félagsins um hvern­ ig fór heldur einnig forsvarsmönn­ um ítalska knattspyrnusambands­ ins. „Af hverju var ekki haft betra eftirlit með félaginu? Af hverju var hægt að selja félagið tvisvar á tveim­ ur mánuðum fyrir eina evru? Við höfum verið eins konar tilrauna­ dýr en viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að þetta endurtaki sig ekki.“ n Kaldar sturtur Hernan Crespo þjálfar unglingalið Parma Hernan Crespo er að öðrum ólöstuðum einn besti leikmaðurinn í sögu Parma en þessi argentínski markahrókur lék með liðinu á árunum 1996–2000 og 2010–2012. Í dag stýrir hann unglingaliði Parma sem ekki hefur farið varhluta af fjárhagsvandræðum félagsins. „Það er mjög erfitt að verða vitni að þessu,“ segir Crespo sem varð dýrasti leikmaður heims árið 2000 þegar Lazio keypti hann frá Parma. „Við höfum þurft að fara í kaldar sturtur eftir æfingar vegna þess að það er ekkert rafmagn á æfingasvæðinu,“ segir Crespo sem telur að veikindi margra leikmanna megi rekja til þessa. Þá séu ræstingar af skornum skammti enda ekki hægt að greiða ræstingafólki laun. „Við erum á fallandi fæti. Við viljum halda áfram því við elskum allir félagið, en það er sárt að verða vitni að þessu,“ segir Crespo. Unglingalið Parma á útileik gegn Sampdoria um næstu helgi og hafa forsvarsmenn Sampdoria boðist til að greiða ferðakostnað Parma svo leikurinn geti farið fram. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Ótrúlegt lið Parma- liðið var óárennilegt tímabilið 1998/1999. Efri röð frá vinstri: Nestor Sensini, Lilian Thuram, Gianluigi Buf- fon, Alain Boghossian, Luigi Sartor og Juan Sebastian Verón. Neðri röð frá vinstri: Enrico Chiesea, Fabio Cannavaro, Diego Fuser, Hernan Crespo og Mario Stanic. „Það er mjög erfitt að verða vitni að þessu. Fyrirliðinn Alessandro Lucarelli segir að nú sé nóg komið og mögulega verði farið fram á gjaldþrotaskipti yfir félaginu. Leikmenn hafa ekki fengið greitt síðan í fyrrasumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.