Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 3
Vikublað 24.–26. febrúar 2015 Fréttir 3 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni og Celsus, Ægisíðu 121 Algjört orku- og næringarskot „ Með því að taka Lifestream Spirulina og AstaZan eykst krafturinn yfir daginn í vinnunni og æfingar seinni part dags eru ekkert mál. Vöðvarnir eru fljótari að ná sér eftir æfingar. Það að taka auka Spirulina sem er lífrænt fjölvítamín, fyrir leik er algjört orku- og næringarskot. Spirulina er líka frábær vörn gegn kvefi og flensum.“ Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir leikskólakennari og landsliðskona í íshokkí. lífræn bætiefni fyrir alla - heilsa til framtíðar TREYSTI Á LIFESTREAM BÆTIEFNIN! Apótek, heilsubúðir, Krónan, Hagkaup, Viðir, N ttó og Fríhöfnin. „Hann rændi æsku minni“ n Var beitt ofbeldi af hálfu fyrrverandi stjúpföður n Vill að saga sín verði hvatning fyrir aðra É g mun aldrei tala við hann aft- ur en ég er búin að fyrirgefa honum þó svo að ég hafi ekki sagt það beint við hann,“ segir Ingibjörg Ýr Smáradóttir, tvítug kona af Suðurnesjunum, sem nýver- ið opnaði sig með Facebook-færslu þar sem hún sagði frá heimilisofbeldi sem hún bjó við frá tíu ára aldri. Færslan vakti töluverða athygli en þar sagði Ingibjörg Ýr frá því hvernig líf hennar breyttist þegar hún var aðeins tíu ára. Þá byrjaði fyrrverandi stjúp- faðir hennar að beita hana líkam legu og andlegu ofbeldi. „Það byrjaði þegar ég var 10 ára gömul og því lauk þegar ég pakkaði í töskur og flutti út 16 ára,“ segir Ingibjörg Ýr en hún vill að sagan hennar verði öðrum hvatning til að stíga fram og stöðva ofbeldið. Fyrrverandi stjúpfaðir Ingibjargar Ýrar flutti inn á heimilið þegar hún var að verða níu ára gömul og ekki leið á löngu þar til andlega ofbeldið hófst. Ljótar og erfiðar minningar „Hann byrjaði á því að brjóta mig al- gjörlega niður og líkamlega ofbeldið hófst út frá því. Það byrjaði þegar ekk- ert var eftir af sjálfstraustinu og ég var byrjuð að hata sjálfa mig. Þetta var svo mikið ofbeldi að ég gæti aldrei nokkurn tímann sagt frá öllu sem hann gerði mér,“ segir Ingibjörg Ýr og bætir við að það taki á að rifja upp þennan tíma í lífi hennar. „Hann tuskaði mig alltaf til, klemmdi höndina á mér með hurðinni á ísskápnum, dró mig um á hárinu og henti mér í stiga. Þú verður bara að afsaka það en ég get ekki farið dýpra í það. Ég treysti mér ekki í það og vill ekki opinbera allt sem fór fram. Þetta eru allt slæmar minningar sem ég vil helst ekki vera að grafa mikið upp.“ Ingibjörg Ýr segir að með þessu hafi stjúpfaðir hennar rænt af henni æskuárunum. Hún hafi lifað í hræðslu og verið komin í vítahring af kvíða: „Ég fékk ekki að vera saklaust og áhyggjulaust barn eins og flestir fá að vera. Hann sá til þess og eftir allt andlega ofbeldið fór ég að trúa því að ég ætti þetta skilið.“ En hverjar voru ástæðurnar sem þér voru gefnar fyrir ofbeldinu? „Hann sagði að ég hafi verið svo erfið og þess vegna hafi hann verið svona reiður alltaf. Þá sagði hann líka að þetta hafi verið erfiðir tímar í samfélaginu og benti þá á kreppuna og sagði hana hafa leitt til þessarar reiði. Þetta voru ástæðurnar sem mér voru gefnar en ég tek samt lítið mark á þeim.“ Það sem situr eftir er þunglyndi, félagsfælni og kvíði – raskanir sem hafa mikil áhrif á líf Ingibjargar Ýrar og eru sumar þeirra raktar beint til fortíðar hennar. Flutti út eftir bræðiskast stjúppabba „Já, þessir hlutir hafa enn áhrif á mig í dag. Ofbeldið sem ég lifði við hefur til dæmis enn áhrif á mig og hefur hingað til stjórnað lífi mínu að mörgu leyti,“ segir Ingibjörg Ýr og tekur dæmi: „Í kvíðaköstunum, sem ég fæ reglulega, rifjast upp sársaukinn sem ég upplifði þegar hann lagði hendur á mig eða braut mig niður með orðum.“ Sextán ára gömul ákvað Ingibjörg Ýr að láta ekki bjóða sér þetta lengur. Hún pakkaði fötunum sínum niður í tösku og flutti til föður síns þar sem hann bjó í Sandgerði ásamt eigin- konu sinni. „Hann tók aftan í hnakkann á mér og greip í hárið. Síðan dró hann mig eftir gólfinu og henti mér í stig- ann heima. Ég var marin á síðunni og á hnjánum eftir þetta. Ég hljóp inn til mín og læsti hurðinni, hringdi í stjúpmóður mína, pakkaði í töskur og fór út,“ segir Ingibjörg Ýr en systk- ini hennar urðu eftir. Ingibjörg Ýr á tvö systkini, eina systur sem er einu ári yngri en hún og síðan einn lítinn bróður sem er mun yngri en hún. Ingibjörg Ýr segir að bróðir henn- ar hafi sem betur fer ekki orðið fyrir neinu ofbeldi, hvorki líkamlegu né andlegu, en að yngri systir hennar hafi fengið að finna fyrir andlega of- beldinu: „Hún stendur sig eins og hetja að vinna úr því.“ En tók enginn eftir því að hlutirnir væru ekki í lagi heima hjá þér? „Nei, það vissi enginn neitt. Ég lærði að setja upp grímu, nógu góða svo að engan grunaði neitt að minnsta kosti.“ Móðir hennar tók þá ákvörðun í fyrrasumar að fara frá manninum sem um ræðir og segir Ingibjörg að fjölskyldunni líði vel í dag nú þegar þau hafa skilið við þennan tíma. Viðurkenndi ofbeldið „Í dag stoppar þetta. Í dag fær þessi maður ekki að hafa áhrif á mig leng- ur. Ég ætla ekki að skammast mín fyr- ir þetta lengur. Það er hann sem á að skammast sín. Það var brotið á mér og ég á ekki að skammast mín fyr- ir það og ég vil hvetja fólk sem er eða var í minni aðstöðu að gera sér grein fyrir því að maður á þetta aldrei skil- ið,“ segir Ingibjörg Ýr og bætir við: „Ég get bara ekki sagt það nógu oft en það á enginn þetta skilið. Aldrei.“ Ingibjörg Ýr segir að stjúpmóðir sín, faðir sinn og kærastinn hafi verið hennar stoð og stytta í gegnum þetta allt saman: „Stjúpmóðir mín miðlaði mér áfram til frábærs og yndislegs sálfræðings sem heitir Pálína Erna Ásgeirsdóttir en hún hjálpaði mér mikið. Ég mæli eindregið með henni.“ Ingibjörg Ýr vill að það komi fram að fyrrverandi stjúpfaðir hennar hafi viðurkennt að það sem hann gerði var rangt: „Ég er að vinna í mínum málum og það er fyrrverandi stjúp- faðir minn að gera líka. Hann hefur viðurkennt að það sem hann gerði var rangt og samkvæmt honum er hann á batavegi.“ Ingibjörg Ýr segir að fyrirgefningin sé sterk: „Maður á að fyrirgefa, þótt manneskjan eigi ekki endilega fyrir- gefningu skilið, til að maður öðlist frið sjálfur.“ n Atli Már Gylfason atli@dv.is Þarna var ofbeldið byrjað Ingibjörg Ýr er 12 ára á þessari mynd en þá hafði hún verið beitt ofbeldi í tvö ár af hálfu stjúpföður síns. Mynd Úr einkAsAFni stoð og stytta Hér er Ingibjörg Ýr ásamt kærasta sínum, Gunnari Sigfússyni, en hún segir hann, föður sinn og stjúpmóður hafa verið sín stoð og stytta. Mynd Úr einkAsAFni ingibjörg Ýr „Ég fékk ekki að vera saklaust og áhyggjulaust barn eins og flestir fá að vera. Hann sá til þess og eftir allt andlega ofbeldið þá fór ég að trúa því að ég ætti þetta skilið.“Mynd Úr einkAsAFni „Hann tók aftan í hnakkann á mér og greip í hárið. Síðan dró hann mig eftir gólf- inu og henti mér í stigann heima.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.