Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Page 12
Vikublað 24.–26. febrúar 201512 Fréttir Raunlækkun á laxveiðileyfum n Verð hefur almennt ekki hækkað n Framkvæmdastjóri SVFR ber sig vel Þ að gengur betur en við þorðum að vona,“ seg- ir Ari Hermóður Jafetsson, framkvæmdastjóri Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, SVFR, um komandi laxveiðisum- ar. Eins og veiðimönnum er kunn- ugt var laxveiði síðasta sumars ein sú daprasta í manna minnum. Háværar raddir voru uppi um að veiðileyfasal- ar myndu ekki hækka verð. Þess var í einhverjum tilvikum krafist að mönnum yrði að einhverju leyti bætt það „tjón“ sem fisklausir veiðimenn urðu fyrir. Það hefur ekki verið gert, svo DV viti til, en verð á veiðileyfum hefur í fæstum tilvikum hækkað á milli ára – heldur staðið í stað. Það þýðir að lítils háttar raun- lækkun hefur orðið á laxveiðileyfum. Helmingur veiðinnar árið á undan Í fyrra komu aðeins um 32.400 lax- ar á land, sem var helmingi minni veiði en árið áður. DV reiknaði út að stangveiddur lax hafi í fyrrasumar kostað að jafnaði 43 þúsund krón- ur. Hann var helmingi dýrari en árið á undan. Formaður SVFR, Árni Baldursson, sagði í samtali við DV síðastliðið haust að menn þyrftu ein- faldlega tíma til að syrgja, áður en næstu skref yrðu ákveðin. Ari segir að veiðileyfasalan fyrir næsta sumar lofi góðu, þó að ekki sé á vísan að róa. „Sjálfur er ég mjög bjart- sýnn fyrir þetta sumar. Það bend- ir ekkert til annars en að þetta verði gott sumar. Árnar okkar eru vel rann- sakaðar og þar er allt í himnalagi. Það er hins vegar stóra bláa Atlantshaf- ið sem ræður úrslitum,“ segir hann en menn eru alls ekki á einu máli um hvað hafi valdið því að smálaxa- göngur hafi að stórum hluta brugð- ist í fyrra. Hann segir að samhliða því að sala á laxveiðileyfum sé betri en menn hafi þorað að vona sé merkjan- leg aukning í sölu á silungsveiðileyf- um. Menn bera sig því nokkuð vel. Kalt vor skemmir fyrir Í það minnsta einn maður, Jón Krist- jánsson fiskifræðingur, spáði því fyr- ir ári, að laxveiðar yrðu lélegar síð- astliðið sumar. „Það er reynslan að eftir kalt vor koma lélegar smálaxa- göngur árið eftir,“ sagði hann við DV en Jón hefur rannsakað lax í um 40 ár. „Þegar kalt er í ánum að vori eru skilyrði fyrir seiði verri. Minna er um æti en það er orkukrefjandi ferli fyr- ir seiðin að undirbúa sig undir sjó- göngu. Þau þurfa því að éta mikið. Þá getur göngum seinkað þar sem seiðin eru seinna tilbúin auk þess sem kaldari og orkusnauðari sjór tek- ur á móti þeim.“ Með tilliti til þess að síðasta vor var ágætt ættu veiðimenn að horfa fram á fínt sumar hvað smálaxinn varðar. Að sama skapi gæti orðið lítið af stór- laxi, tveggja ára laxi. Sumarið ætti á heildina litið að verða gott, nema eitt- hvað annað komi til, því smálaxinn er uppistaðan í veiðinni ár hvert. Ari hjá SVFR segir að öll minni svæðin sem félagið hefur til umráða séu í raun uppbókuð, eða því sem næst. Hvað stærstu árnar á Snæfellsnesi varðar sé mjög mikið selt í Hítará, eins og jafnan, en Langá á Mýrum sé þyngri. Langá sé sú á sem hvað verst varð úti í fiskleysinu í fyrra. Raunlækkun á laxveiðileyfum Á undanförnum árum hafa leigu- takar sumir hverjir samið við land- eigendur þannig að við algjöran forsendubrest í veiði sé hægt að taka upp samninga, en veiðileyfasalar hafa borið fyrir sig að samningar við landeigendur standi í vegi fyrir því að hægt sé að lækka verð. Spurður hvort SVFR hafa nýtt einhver ákvæði að þessu sinni segir hann svo ekki vera. „Þessi ákvæði eru ekki í þeim samn- ingum sem við höfum tekið upp fyr- ir næsta sumar.“ Hann útilokar ekki að sú staða geti komið upp á næstu árum, ef sagan endurtekur sig. Hann segir aðspurður að almennt hafi engar verðhækkanir verið á milli ára nú, þó að flestir samningar þeirra séu vísitölutengdir. Því má segja að raun- lækkun hafi orðið á laxveiðileyfum í einhverjum tilvikum. Vísbendingar um gott veiðisumar Bjarni Júlíusson, fyrrverandi formað- ur SVFR, er margreyndur veiðimaður. Hann er einn fjölmargra sem kölluðu í haust eftir því að veiðiréttarhafar öxluðu ábyrgð á algjörum aflabresti. „Ég verð hissa ef verð veiðileyfa lækk- ar ekki,“ sagði hann við DV í haust. En hvað segir hann nú? Bjarni bendir á að verð á laxveiðileyfum virðist almennt ekki hafa hækkað – en hækkanir hafi yfirleitt verið árlegar. Því beri að fagna. „Það var hræði- legt ár 2012 og glæsilegt ár 2013. Árið í fyrra var svo hörmung. Menn vita auðvitað ekkert hvernig þetta verð- ur í sumar en það eru líkur á því að minna verði af tveggja ára laxi en oft áður.“ Hann segir að ástandið í ánum sé gott og seiðin sem gengu til sjávar í fyrravor hafi verið vel haldin. Því ætti sumarið að geta orðið gott. Sjálfur ætlar Bjarni með sinni fjöl- skyldu í fasta túra. „Ég er svo heppinn að verða við Hítará í júní og svo aftur í september. Hítará kom ágætlega út í fyrra en ég hefði fyrirgefið henni þótt hún hefði brugðist,“ segir hann í létt- um dúr. „Svo förum við í urriðann í Mývatnssveitinni. Það er óviðjafnan- legt svæði.“ Fylgist með karfaveiðum Bjarni segist á vorin fylgjast vel með veiðitölum á karfa á Reykjaneshrygg. Hann hefur þá kenningu að þegar karfaveiðar ganga vel á hryggnum, viti það á gott laxveiðiár, því karfinn og smálaxinn haldi sig á sömu slóð- um. Í fyrra hafi karfinn veiðst lítið og þá hafi laxinn brugðist. „Ef hryggur- inn er í basli; hitastigið rangt, skortur á fæðu eða einhverjir óvenjulegir straumar, þá kann það að hafa vond áhrif á smálaxinn. „Ef karfinn skilar sér ekki þá spyr maður sig hvort að- stæður séu þannig að laxinn vilji ekki vera þar heldur.“ Hann tekur þó fram að fræðingar séu honum ekki allir sammála. n Fyrirtæki og útlendingar kaupa mest Guðmundur Guðjónsson, ritstjóri Vötn og veiði, er þeirrar skoðunar að hinn venjulegi veiðimaður sé fyrir löngu hættur að kaupa laxveiðileyfi með löng- um fyrirvara. Þeir sem kaupi langflest veiðileyfin séu fyrirtæki og svo erlendir veiðimenn. „Laxveiðileyfin hafa ekki verið að seljast mikið til einstak- linga, almennra veiðimanna. Þetta fer mest til fyrirtækja og það er að aukast eftir hrunið,“ segir hann við DV. Hann telur að menn reyni frekar að sjá hvernig veiðin fari af stað og freisti þess þá að kaupa veiðileyfi með afslætti. „Það viðurkennir reyndar enginn veiðileyfa- sali að hann gefi þessa afslætti,“ segir Guðmundur. Hann segir að ómögulegt sé að átta sig á þeim breytingum sem séu að verða í hafinu. Í raun og veru viti ekki nokkur maður hvað muni gerast. Sumar- ið verði því lottó eins og áður. „Umræðan um að hætta að kaupa laxveiðileyfi hefur verið mjög grasserandi. En ég held að það hafi ekki mikil áhrif. Hinn almenni stangveiðimaður leyfir sér ekki að kaupa mörg laxveiðileyfi.“ Baldur Guðmundsson baldur@dv.is „Sjálfur er ég mjög bjartsýnn fyrir þetta sumar Framkvæmdastjóri SVFR með stórfisk Salan er betri en menn þorðu að vona að sögn Ara. Mynd ARi HeRMóðuR JAFetSSon Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International laugardaginn 7. mars 2014, kl. 12:00 í húsnæði deildarinnar, Þingholtsstræti 27, 101 Rvk., 3. hæð. Dagskrá: • Dr. Anja Bienert frá Amnesty International í Hollandi heldur erindi um starf deildarinnar er lýtur að mannréttindum og löggæslu. Heimsókn dr. Önju er liður í herferð Amnesty International Stöðvum pyndingar. Erindið fer fram á ensku. • Aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum deildarinnar ásamt lagabreytingatillögum. Bjarni og frú Bjarni Júlíusson verður við Hítará í sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.