Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 14
Vikublað 24.–26. febrúar 201514 Fréttir Viðskipti Hólmaslóð 2 . 101 Reykjavík . www.tolli.is Opið þriðjudaga til laugardaga frá kl. 13-17 S érstakt útgöngugjald á allar fjármagnshreyfingar úr landi, sem myndi meðal annars leggjast á mögulegar útgreiðslur slitabúa föllnu bankanna til erlendra kröfuhafa, þarf að líkindum að vera nokkuð hærra en 35%. Samkvæmt heimildum DV telja íslensk stjórnvöld að slíkt gjald þurfi nú að lágmarki að vera tæplega 40% í því skyni að tryggja að uppgjör gömlu bankanna samrýmist áformum yfir­ valda um losun fjármagnshafta og hafi ekki neikvæð áhrif á greiðslujöfn­ uð þjóðarbúsins. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að það sé lykilatriði að íslenskt efnahagslíf taki ekki á sig meiri aðlögun í þjóðarbú­ skapnum en þegar hefur orðið og að búið verði svo um hnútana að raun­ gengi krónunnar lækki ekki frekar samhliða afnámi hafta. Líkt og áður hefur verið sagt frá á síðum DV þá gerðu tillögur fram­ kvæmdahóps stjórnvalda um losun hafta, sem voru kynntar ráðamönn­ um í byrjun desembermánaðar á síðasta ári, ráð fyrir 35% útgöngu­ gjaldi. Nú er það hins vegar mat ráð­ gjafa stjórnvalda, sem vinna að því þessa dagana ásamt ýmsum fulltrú­ um Seðlabankans og fjármála­ og for­ sætisráðuneytisins að koma stefnu stjórnvalda í haftamálum í fram­ kvæmd, að útgöngugjaldið þurfi að vera lítillega hærra en 35%. Á að tryggja jafnræði Engin endanleg ákvörðun hefur þó verið tekin um útfærslu á gjaldinu eða hversu há skattprósentan á að vera þegar haftaáætlun stjórnvalda mun líta dagsins ljós. Að því gefnu að gjaldið nái aðeins til útgreiðslna til almennra kröfuhafa – en ekki for­ gangskröfuhafa slitabúanna – þá gætu slitabúin þrjú þurft að greiða samtals vel yfir 700 milljarða króna í sérstakt gjald til ríkisins hyggist þau inna af hendi greiðslur yfir landamæri til er­ lendra kröfuhafa. Heildareignir bú­ anna nema um 2.100 milljörðum króna og eiga erlendir aðilar 94% allra krafna á hendur þeim. Íslenskar eign­ ir gömlu bankanna, hvort tveggja krónueignir og innlendar eignir í gjaldeyri, eru ríflega 600 milljarðar króna. Slíkt útgöngugjald miðar einkum að því að gæta að jafnræði samhliða því að skref verða stigin við losun hafta. Er gjaldið því með öðrum orð­ um yfirlýsing af hálfu íslenskra yfir­ valda um að greiðslur út fyrir landa­ mæri, til að mynda vegna hugsanlegra undanþága til handa slitabúunum við nauðasamninga, verði meðhöndlaðar með sama hætti og gildir um aðra ís­ lenska lögaðila. Enginn greinarmun­ ur er gerður á því hvort þær séu fram­ kvæmdar í krónum eða erlendum gjaldeyri. Erlendar eignir slitabúanna verða því ekki teknar út fyrir sviga, líkt og kröfuhafar hafa ávallt gert ráð fyrir, enda eigi þeir aðeins kröfur í krónum á íslensk slitabú. Haftaáætlun í pípunum Tillögur ráðgjafa stjórnvalda hafa gert ráð fyrir að hægt verði að taka fyrstu skref við tilslökun hafta, óháð því hvort slitastjórnir búanna og fulltrúar kröfuhafa fallist á þau þjóðhagslegu skilyrði sem verða sett, til dæmis um útgöngugjald. Fyrstu aðgerðir munu lúta að aflandskrónuvandanum – um 300 milljörðum í ríkisverðbréfum og innstæðum – og beinum fjárfesting­ um innlendra aðila erlendis. Vinnu­ heiti þeirrar áætlunar er „Project Slack“. Þá hefur verið til skoðunar að útbúa leiðir, bæði fyrir fyrirtæki og lífeyrissjóði, til að fjárfesta erlendis án þess að þurfa að greiða útgöngu­ gjaldið sem fyrirhugað er að kynna til sögunnar sem hluta af áætlun um afnám hafta. Gjaldið mun hins vegar ná til aflandskrónueigenda eftir að þeir verða knúnir til að skipta á krónu­ eignum sínum á afslætti í skuldabréf í erlendri mynt til meira en 30 ára. Hafa tillögur ráðgjafa stjórnvalda gert ráð fyrir að um yrði að ræða fasta vexti í kringum 3%. Ráðgjafahópur stjórnvalda við vinnu að losun hafta hefur síðustu vikur haft aðsetur í Seðlabanka Ís­ lands. Vonir standa til þess, eins og upplýst var um í síðasta tölublaði DV, að stefna stjórnvalda við áætlun um afnám hafta verði kynnt í næsta mánuði. n n Gjald á fjármagnshreyfingar úr landi þyrfti að lágmarki að vera tæplega 40% Útgöngugjaldið þarf að vera hærra en 35% Hörður Ægisson hordur@dv.is „Slitabúin gætu þurft að greiða samtals vel yfir 700 millj- arða króna. Unnið að afnámi hafta Ráðgjafahópur stjórnvalda hefur haft aðsetur í Seðlabankan­ um síðustu vikur. Mynd SigtryggUr Ari Framkvæmdahópur stjórnvalda Benedikt gíslason Sigurður Hannesson Ásgeir Helgi gylfason glenn Kim Eiríkur Svavarsson Jón Þ. Sigurgeirsson ingibjörg guðbjartsdóttir Fjármálaráðherra íslenskt efnahagslíf taki ekki á sig meiri aðlögun í þjóðar­ búskapnum við losun hafta. Hersir til Straums sjóða Hersir Sigurgeirsson, dósent í fjármálum við viðskiptafræði­ deild Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Straums sjóða, dótturfélags Straums fjárfestingabanka. Tekur Hersir við starfinu af Sigþóri Jónssyni en tilkynnt var um ráðningu hans sem fram­ kvæmdastjóra Íslenskra verð­ bréfa í síðustu viku. Í samtali við DV staðfestir Hersir að hann hafi tekið við stöðu framkvæmdastjóra Straums sjóða en hann hafði áður verið stjórnarformaður félags­ ins. Hersir hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri áhættustýringar og síðar forstjóri fjárfestingabankans Saga Capital. Hersir er með doktorsgráðu í stærðfræði frá Stanford­háskóla í Bandaríkjunum. Sigþór hafði aðeins starfað hjá Straumi síðan í ágúst á síðasta ári en Straumur sjóður hafði þá nýlega fengið leyfi frá Fjármála­ eftirlitinu sem rekstrarfélag verð­ bréfasjóða. Hersir mun því fá það hlutverk að byggja upp eignastýr­ ingu Straums fjárfestingabanka. Ráðning Sigþórs til Íslenskra verðbréfa kom í kjölfar þess að Straumur eignaðist meirihluta í Íslenskum verðbréfum undir lok ársins 2014.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.