Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2015, Blaðsíða 24
Vikublað 24.–26. febrúar 201524 Neytendur Kaffirisar hæKKa verð n Myljandi hagnaður hjá Kaffitári n Eigendur fengu 30 milljónir í arð n Gætu keypt 57 þúsund cappuccino n Síhækkandi kaffiverð og erfiðar aðstæður þýða hærra verð Í slensku kaffirisarnir tveir, Kaffitár og Te og kaffi, hafa hækkað verð sitt um á bilinu 10–15 prósent síð- an DV gerði ítarlega verðkönnun á vinsælum kaffidrykkjum í maí í fyrra. Hækkunin er bæði vel umfram verðlag og umfram virðisaukaskatts- hækkunina um áramótin sem nam 3,7 prósentum. Bæði fyrirtækin hækkuðu verð sumarið 2014 og segja forsvarsmenn kaffihúsakeðjanna að verðhækkan- irnar hafi verið uppsafnaðar auk þess sem ytri þættir á borð við heimsmark- aðsverð og uppskerubrest hafi vegið þungt. Kaffibransinn á Íslandi er erf- iður rekstur en Kaffitár skilaði ríflega 86 milljóna króna hagnaði samkvæmt síðasta ársreikningi. Reksturinn er heldur þyngri hjá Te og kaffi sem þó skilaði nokkurra milljóna hagnaði. Eitt er þó ljóst, burtséð frá ástæð- um, að kaffibollinn hefur sjaldan eða aldrei verið eins dýr. DV gerði ítarlega verðkönnun á 18 kaffihúsum í Reykjavík í lok maí í fyrra þar sem skoðað var verð á þremur vinsælum drykkjum. Ein- földum latte, cappuccino og amer- icano. Nokkrum vikum eftir að verð- könnunin birtist á opnu í DV í byrjun júní hækkuðu hins vegar mörg kaffi- húsanna verð og þeirra á meðal Kaffitár og Te og kaffi. Þó að tíma- setningin gæti gefið til kynna að þar væri á ferðinni túristahækkun fyr- ir sumarið þá segja forsvarsmenn kaffirisanna tveggja að aðrir þættir hafi þar spilað inn í. Ekki hækkað í tvö ár Halldór Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri kaffihúsa hjá Te og kaffi, bendir meðal annars á að upp- skerubrestur í Suður-Ameríku í fyrra hafi leitt til hækkunar á heimsmark- aðsverði. Eins og sjá má á meðfylgj- andi töflu þá hefur verð á þessum þremur kaffidrykkjum fyrirtækisins hækkað um á bilinu 12–15 pró- sent síðastliðna átta mánuði. „Hann [uppskerubrestur- inn] hefur auðvitað einhver áhrif en eftir að könnunin sem miðað er við birt- ist hækkuðum við verð hjá okkur í júní. Við höfðum þá ekki hækkað verð í tvö ár þá og var margt uppsafnað. Bæði hráefnisverð og ýmislegt sem hafði hækkað. Sú hækkun kom í júní en fram að því höfðum við haldið aftur af okkur með hækkanir. Svo kom þessi aukalega hækkun núna um áramótin. Við ætluð- um okkur auðvitað ekk- ert að hækka þá en þá komu inn þessar virðis- aukaskattshækkanir.“ Halldór segir að hrá- varan kaffi hafi hækk- að gríðarlega á síðasta ári og þá hafi dollarinn ekki verið að gera þeim neina greiða. „Þetta eru margir þættir en við munum reyna að halda að okkur hönd- um í verðhækkunum núna eins lengi og við getum og höf- um alltaf gert það.“ Dýrt kaffi – beint frá bónda Það er svipað hljóðið í forsvarsmönn- um Kaffitárs þegar skýringa á verð- hækkuninni milli kannana er leitað þar á bæ. Eins og sjá má á meðfylgj- andi töflu þá hafa verð á drykkjun- um þremur hækkað um 10–12 pró- sent á þessu átta mánaða tímabili. Sólrún Björk Guðmundsdóttir, markaðs- og rekstrarstjóri Kaffitárs, bendir á að í júlí í fyrra hafi orðið verðhækkun sem nam 5–8 prósent- um. „Ástæðan fyrir þessari verð- breytingu var hærri rekstrarkostn- aður, launakostnaður og hrá- efniskostnaður. Svo breyttist um áramótin virðisaukaskatturinn og þá hækkaði verðið til neytenda.“ Sólrún bendir á að árið 2014 hafi Kaffitár keypt 87 prósent af öllu sínu kaffi án krókaleiða, beint frá bónda. „Þegar við kaupum beint frá bónda fylgir verðið heimsmarkaðsverði. Svo fær bóndinn alltaf óskert sölu- andvirði í sinn vasa. Þetta hlut- fall af kaffi keyptu beint frá bónda hef- ur aldrei verið hærra þannig að við erum að kaupa rosalega dýrt kaffi, sem hefur hækk- að. Okkur er ekkert vel við að hækka og ger- um það ekki nema við virkilega þurfum þess og reynum þá að vera eins hógvær í því og við getum.“ En í ljósi síhækkandi hrávöru- verðs, gengissveiflna og annarra þátta, hvernig er að reka kaffihúsa- keðju á Íslandi við þessar aðstæður? Halldór og Sólrún eru sammála um að það sé þungur rekstur. „Þetta er ekki auðvelt en hefur í sjálfu sér gengið vel hjá okkur. Við höfum verið með góða vöruþróun í drykkjum sem hefur skilað sér í auknum viðskiptum en að vinna með hrávöru sem hækkar svona í verði er mjög erfitt,“ segir Halldór hjá Te og kaffi. Sólrún hjá Kaffitári tek- ur undir orð hans. „Það er auðvitað Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Svona hefur verðið þróast á völdum kaffihúsum frá síðustu könnun DV Prikið Latte: Verð í lok maí: 400 kr. Verð nú: 400 kr. Hækkun: 0% Cappuccino: Verð í lok maí: 390 kr. Verð nú: 400 kr. Hækkun: 2,5% Americano: Verð í lok maí: 400 kr. Verð nú: 400 kr. Hækkun: 0% Súfistinn Latté: Verð í lok maí: 570 kr. Verð nú: 580 kr. Hækkun: 1,7% Cappuccino: Verð í lok maí: 560 kr. Verð nú: 530 kr. Lækkun: 5,6% Americano: Verð í lok maí: 500 kr. Verð nú: 520 kr. Hækkun: 4% Kaffifélagið Latte: Verð í lok maí: 450 kr. Verð nú: 450 kr. Hækkun: 0% Cappuccino: Verð í lok maí: 450 kr. Verð nú: 450 kr. Hækkun: 0% Americano: Verð í lok maí: 400 kr. Verð nú: 400 kr. Hækkun: 0% Laundromat Latte: Verð í lok maí: 480 kr. Verð nú: 540 kr. Hækkun: 12,5% Cappuccino: Verð í lok maí: 480 kr. Verð nú: 540 kr. Hækkun: 12,5% Americano: Verð í lok maí: 440 kr. Verð nú: 440 kr. Hækkun: 0% 3. júní 2014

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.